Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Nonnastytta kvödd „MÉR FINNST auðvitað ánægjulegt að sjá á eftir styttunni áfram. En mesti hátíðisdagurinn verður þegar hann kemur fullbúinn heim. Ég trúi ekki öðru en þá verði hátíð á öllu Norðurlandi," sagði Anna S. Snorra- dóttir eftir að hafa fylgt Nonnastyttu Nínu Sæmundsson til hafnar í Reykjavík í gær. Anna átti stóran þátt í að styttan fannst á lofti Korp- úlfstaða fyrir réttum tveimur árum. Ekki hafði þá verið hugað að henni í yfir tuttugu ár. Styttan er úr gifsi og verður gerð af henni bronsafsteypa í Þýskalandi í haust. Zontaklúbbur Akureyrar á styttuna og hefur unnið að fjármög- unin bronsafsteypu. Kostnaður við gerð hennar eru tæpar 1,6 milljónir. Ef allt gengur að óskum þykir lík- legt að bronsafsteypan verði vígð við Nonnahús og Minjasafn Akureyrar næsta sumar. Með Önnu(t.v.) við umbúðir Nonnastyttunnar standa Helgi Árna- son, starfsmaður Kjarvalsstaða, og Bergljót Rafnar, fyrrum Zontakona. Zontaklúbbur Akureyrar heldur uppi minningu Nonna, rithöfundarins Jóns Sveinssonar. Morgunblaðið/Kristinn Heimsmeistari í jó-jó staddur hér HEIMSMEISTARINN í jó-jó, Brasilíumaðurinn Ivan Hagen, er nú staddur hér á landi í boði Coca-Cola, og mun hann halda sýningar og leita að snjallasta íslendingnum í jó-jó. Keppt verð- ur um allt land á næstu vikum og verða þúsundir vinninga í boði fyrir leiknajó-jó-þátttakendur. Næstkomandi mánudag mun Hagen hefja sýningar í skólum, en hann mun dveljast hér á landi til mánaðamóta október-nóvemb- er. íslandsmeistarinn í jó-jó verð- ur krýndur að lokinni úrslita- keppni, en stefnt er að því að hún fari fram í Kringlunni 22. októ- ber. Væntanlegur Islandsmeistari mun síðan geta keppt um sæti í sýningarliði Russeil og Coca- Cola, en það ferðast með sýning- ar sínar um allan heim. Hagen hefur verið meistari í jó-jó í þrett- án ár og segist hann hafa ferðast til að minnsta kosti 20 landa, þar sem haldin hefur verið sambæri- leg keppni þeirri sem nú fer fram hér á landi. Hann sinnir þessu starfi sex mánuði á ári, en hina sex mánuðina starfar hann við smíði skartgripa, sem hann selur í eigin verslun í Brasilíu. Andlát BALDUR GEORGS BÚKTALARI BALDUR Georgs Takács, kennari, sjón- hverfingamaður og búk- talari, lést á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði 26. ágúst sl. Hann var á 67. aldursári. Foreldrar Baldurs voru Georg Takács, fíðluleikari frá Ung- verjalandi, og Ágústa Þorvarðardóttir. Ólst hann upp hjá afa sínum Þorvarði Þorvarðarsyni prentsmiðjustjóra og eiginkonu hans Gróu Bjarnadóttur í Reykja- vík. Baldur fæddist 22. október árið 1927 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR árið 1961, stundaði enskunám í Háskóla íslands á árunum 1961 til 1963 og nám í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1946 til 1948. Hann stundaði kennslustörf í grunn- skólum landsins á árabilinu 1964 til 1971 og var lengi skrifstofumaður og skemmtikraftur. Baldur varð þekktur fyrir töfra- brögð sin og síðar sem búktalari brúðunnar Konna um langt árabil. Eftir Baldur liggja bækurnar Konni og Baldur gera galdur, Galdra- og brandara- bók Baldurs og Konna, leikritin Galdraland og Prófessorinn. Hann kom fram á fjölda hljómplatna. Baldur kvæntist Sigurbjörgu Sveins- dóttur hárgreiðslu- meistara árið 1948. Þau skildu árið 1972. Börn Baldurs og Sig- urbjargar eru Sveinn Kjartan, Rannveig og Baldur Georg. Uppeldissystkin Baldurs voru Ingi- björg Sigurgeirsdóttir og Gunnar Þorvarðarson. Hálfsystkini hans, sammæðra, voru Atli, Kristinn og Anne Bjorn. Útför Baldurs fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði kl. 13.30 í dag, fimmtudaginn 8. september. BALDUR með brúðuna Konna árið 1989. • • MJOC LITIP SYRUMACN - SÝRA ER SL/EM FYRIR TANNCLERUNC Te* VÍTAMÍ NRÍKUR HREINN ÁVAXTA5AFI - MUN MEiRA EN AÐUR YRIR ENCINN HVÍTUR SYKUR, AÐEINS NÁTTÚRULECUR ÁVAXTASYKUR OC ÞRÚCUSYKUR, - MINNI HÆTTA Á TANNSKEMMDUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.