Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 5

Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Nonnastytta kvödd „MÉR FINNST auðvitað ánægjulegt að sjá á eftir styttunni áfram. En mesti hátíðisdagurinn verður þegar hann kemur fullbúinn heim. Ég trúi ekki öðru en þá verði hátíð á öllu Norðurlandi," sagði Anna S. Snorra- dóttir eftir að hafa fylgt Nonnastyttu Nínu Sæmundsson til hafnar í Reykjavík í gær. Anna átti stóran þátt í að styttan fannst á lofti Korp- úlfstaða fyrir réttum tveimur árum. Ekki hafði þá verið hugað að henni í yfir tuttugu ár. Styttan er úr gifsi og verður gerð af henni bronsafsteypa í Þýskalandi í haust. Zontaklúbbur Akureyrar á styttuna og hefur unnið að fjármög- unin bronsafsteypu. Kostnaður við gerð hennar eru tæpar 1,6 milljónir. Ef allt gengur að óskum þykir lík- legt að bronsafsteypan verði vígð við Nonnahús og Minjasafn Akureyrar næsta sumar. Með Önnu(t.v.) við umbúðir Nonnastyttunnar standa Helgi Árna- son, starfsmaður Kjarvalsstaða, og Bergljót Rafnar, fyrrum Zontakona. Zontaklúbbur Akureyrar heldur uppi minningu Nonna, rithöfundarins Jóns Sveinssonar. Morgunblaðið/Kristinn Heimsmeistari í jó-jó staddur hér HEIMSMEISTARINN í jó-jó, Brasilíumaðurinn Ivan Hagen, er nú staddur hér á landi í boði Coca-Cola, og mun hann halda sýningar og leita að snjallasta íslendingnum í jó-jó. Keppt verð- ur um allt land á næstu vikum og verða þúsundir vinninga í boði fyrir leiknajó-jó-þátttakendur. Næstkomandi mánudag mun Hagen hefja sýningar í skólum, en hann mun dveljast hér á landi til mánaðamóta október-nóvemb- er. íslandsmeistarinn í jó-jó verð- ur krýndur að lokinni úrslita- keppni, en stefnt er að því að hún fari fram í Kringlunni 22. októ- ber. Væntanlegur Islandsmeistari mun síðan geta keppt um sæti í sýningarliði Russeil og Coca- Cola, en það ferðast með sýning- ar sínar um allan heim. Hagen hefur verið meistari í jó-jó í þrett- án ár og segist hann hafa ferðast til að minnsta kosti 20 landa, þar sem haldin hefur verið sambæri- leg keppni þeirri sem nú fer fram hér á landi. Hann sinnir þessu starfi sex mánuði á ári, en hina sex mánuðina starfar hann við smíði skartgripa, sem hann selur í eigin verslun í Brasilíu. Andlát BALDUR GEORGS BÚKTALARI BALDUR Georgs Takács, kennari, sjón- hverfingamaður og búk- talari, lést á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði 26. ágúst sl. Hann var á 67. aldursári. Foreldrar Baldurs voru Georg Takács, fíðluleikari frá Ung- verjalandi, og Ágústa Þorvarðardóttir. Ólst hann upp hjá afa sínum Þorvarði Þorvarðarsyni prentsmiðjustjóra og eiginkonu hans Gróu Bjarnadóttur í Reykja- vík. Baldur fæddist 22. október árið 1927 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR árið 1961, stundaði enskunám í Háskóla íslands á árunum 1961 til 1963 og nám í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1946 til 1948. Hann stundaði kennslustörf í grunn- skólum landsins á árabilinu 1964 til 1971 og var lengi skrifstofumaður og skemmtikraftur. Baldur varð þekktur fyrir töfra- brögð sin og síðar sem búktalari brúðunnar Konna um langt árabil. Eftir Baldur liggja bækurnar Konni og Baldur gera galdur, Galdra- og brandara- bók Baldurs og Konna, leikritin Galdraland og Prófessorinn. Hann kom fram á fjölda hljómplatna. Baldur kvæntist Sigurbjörgu Sveins- dóttur hárgreiðslu- meistara árið 1948. Þau skildu árið 1972. Börn Baldurs og Sig- urbjargar eru Sveinn Kjartan, Rannveig og Baldur Georg. Uppeldissystkin Baldurs voru Ingi- björg Sigurgeirsdóttir og Gunnar Þorvarðarson. Hálfsystkini hans, sammæðra, voru Atli, Kristinn og Anne Bjorn. Útför Baldurs fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði kl. 13.30 í dag, fimmtudaginn 8. september. BALDUR með brúðuna Konna árið 1989. • • MJOC LITIP SYRUMACN - SÝRA ER SL/EM FYRIR TANNCLERUNC Te* VÍTAMÍ NRÍKUR HREINN ÁVAXTA5AFI - MUN MEiRA EN AÐUR YRIR ENCINN HVÍTUR SYKUR, AÐEINS NÁTTÚRULECUR ÁVAXTASYKUR OC ÞRÚCUSYKUR, - MINNI HÆTTA Á TANNSKEMMDUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.