Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBIIAÐIÐ Innilegt þakklœti til allra sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu. Lifið heil. Diörík Sigurðsson, frá Kanastöðum. AÐSENDAR GREIIMAR STYRKJUM FORVARNIR! Nöfn eftirtalinna verslana vantaði á lista yfir söluaðila fjölnota poka, sem seldur er til styrktar forvörnum gegn vímuefnum: Reykjavfk: 11-11 Verslunin, Holtavegi 11-11 Verslunin, Rofabæ 11-11 Verslunin, Eddufelli Bónus, Skútuvogi 13 Bónus, Iðufelli Bónus, Faxafeni Bónus, Suðurströnd, Seltj.n. Hagkaup, Skefunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Kjörgarði Hagkaup, Hólagarði Hagkaup, Grafarvogi Hagkaup, Eiðistorgi, Seltj.n. Nóatún, Nóatúni Nóatún, Rofabæ Nóatún, Laugavegi 116 Nóatún, Mosfellsbæ Matvöruverslunin Austurveri Kópavogur: Bónus, Smiðjuvegi Nóatún, Hamraborg Nóatún, Furugrund 11-11 Verslunin, Þverbrekku Hafnarfjörður: Bónus, Reykjavíkurvegi 11-11 Verslunin, Álfaskeiöi 115 Akureyrl: Hagkaup, Furuvöllum Í1 KROSS GÖTUR Vöm gcgn vítnu Af slúðri og óhróðri Fyrri grein RITSTJÓRNARLEGT sjálfstæði íslenskra fjölmiðla hefur aukist hin síðari ár. Það er jákvætt. Það gerir um leið stórauknar kröfur til þeirra um fagleg og' ábyrg vinnubrögð. Í mörgum tilfellum hafa Tjöl- miðlamenn staðist þessar kröfur. Þar má nefna fjölmiðla eins og ríkisútvarpið og Morg- unblaðið. Ýmsir aðrir fjölmiðlar hafa kolfall- ið á þessu prófi. Press- an og Eintak tróna þar upp úr. Skjóta fyrst — spyija svo Þennan aðdraganda er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar, þegar ég tel mér nauðsyn að fara nokkrum orðum um hið einstæða fjölmiðlafár, sem „gula pressan", Eintak og Pressan, hefur haft uppi um mín störf og mína persónu á liðnum mánuðum. Það hefur verið regla en ekki und- antekning í umfjöllun og frásögn hennar að bera aldrei „fréttirnar" eða ásakanir á hendur mér undir mig, eða leita álits á þeim áður en birt er. Fyrst skal skjóta síðan skal ef til vill spyija. Tilgangurinn helg- ar meðalið. Ef nógu miklum skít er kastað, þá hlýtur ævinlega eitt- hvað að sitja eftir þótt mikið sé þvegið af með skýringum og upplýs- ingum um það sam sannast er í málum. Ég hef satt að segja ekki haft geð í mér að elta uppi allan þann óhróður og ósannindi sem á prenti hafa birst í þessum svoköll- uðu fjölmiðlum. Guðmundur Arni Stefánsson Þegar hins vegar DV er orðið virkur þátttakandi í þessum skefja- lausa áróðri, þar sem nánast öll mín verk fýrr og nú eru gerð tor- tryggileg; faðirvorið lesið afturábak í stóru sem litlu, þá get ég ekki orða bundist. Eg bið hins vegar Morgun- blaðið fýrir þessa grein mína í ljósi þess sem að ofan var rakið. Ég ætla mér ekki að hafa eftir fjölmarg- ar samsæriskenningar, sem menn hafa rakið fyrir mér í þessu sam- bandi. En fjölmargir hafa haft við mig sam- band og telja sig hafa heimildir fyrir því, að umræddir ijölmiðlar séu leiksoppar og strengjabrúður póli- tískra andstæðinga minna. Um það get ég ekkert fullyrt. Um hvað snýst málið? En um hvað snúast þessar ásak- anir. í aðalatriðum að ég sé hold- gervingur spillingar í íslenskum stjórnmálum. Ég mun aðeins taka örfá dæmi um það hversu þessi umræða er hvergi nærri veruleikan- um. í fyrsta lagi mun ég víkja að málefnum Hafnarfjarðar og nokkr- um þeim atriðum, sem þar hafa verið tíunduð og lúta að minni bæjarstjóratíð. Því er haldið fram að ég hafi verið að hygla ættmennum mínum með ráðstöfun íbúða. Þetta er rangt. Það dæmi sem tíundað hefur verið og lýtur að leigu íbúðar, sem Hafnarfjarðarbær eignaðist í Reykjavík upp í lóðaskuld, var ein- Gæðamerkið frá Hollandi L Nýherji hf. hefur nú hafið sölu á hinum vönduðu Tulip tölvum sem fyrir iöngu hafa getið sér gott orð hér á landi fyrir gæði og afkastagetu. Fyrirtækið Tulip Computers er einn stærsti sjálfstæði framleiðandi einmenningstölva í Evrópu. Það hefur að leiðarljósi vörugæði og áreiðanleika og hefur á sér gott orðspor fyrir framúrskarandi hagstætt verð miðað við afköst. Windows for Workgroups 3.11 3T|. VC-r r-r )mT Tullp Computers leggur mlkla ' Qp|0 ALLA áherslu á gæðl og hefur fengið j LAUGARDAGA IS09001 vottun fyrir þróun, I VA V ÆL * framleiðslu og þjónustu. Orkuspamaðar- kerfi S* TulSp computers SKAFTAHlJO 24 SÍMI «9 77 00 Alltaf skrcfi á undan Gæðamerkið frá Hollandi faldlega þannig vaxið, að íbúðin stóð auð og skynsamlegt var taiið að hún væri í ábúð meðan sölutil- raunir fóru fram. Það voru hjón sem voru húsnæðislaus, eiginkonan raunar fjarskyldur ættingi minn (ekki náfrænka), sem tóku íbúðina á leigu. Raunar ekki fyrir minn til- verknað heldur annarra embættis- manna bæjarins, sem höfðu með þetta mál að gera. Leigan var nærri markaðsverði eftir því sem ég best veit. Hafnarfjarðarbær hefur ekki borið skaða af. Á hinn bóginn vil ég láta það koma fram, að eitt af verkum mín- um um sjö ára skeið í Hafnarfírði var einmitt að aðstoða og leiðbeina fólki sem var í húsnæðiserfiðleikum — sumt bókstaflega á götunni. Ég er því stoltur af að hafa með beinum og óbeinum hætti getað aðstoðað hundruð Hafnfírðinga í þeim efn- um. Þar komu auðvitað að langtum fleiri starfsmenn bæjarins og veittu Ég hef ekki haft geð í mér að elta uppi óhróður og ósannindi, segir Guðmundur Árni Stefánsson, en bætir við að sé nógu miklum skít kastað sitji alltaf eitthvað eftir. aðstoð. Þetta gerðist í gegnum leiguíbúðir bæjarins, mikla upp- byggingu félagslega íbúðakerfisins og með ýmsum öðrum hætti. Því er haldið fram að ég hafí ráðið tengdaföður minn til starfa hjá Hafnarfjarðajbæ. Það eru raka- laus ósannindi. Ég kom þar hvergi nærri. Hann var í fyrstu lausráðinn af skólafulltrúa og síðan var sú ráðning staðfest af skólanefnd skv. verklagsreglum um þau mál í Hafn- arfirði. Því er haldið fram að ég hafí skilið Hafnaríjarðarbæ eftir í fjár- hagslegri rúst. Það er fráleitt. Með einföldum samanburði geta menn séð að Hafnarfjarðarbær var með fjársterkari sveitarfélögum, þegar ég lét af starfí bæjarstjóra. Svo er enn, hvað sem síðar kann að verða undir stjórn nýrra manna í Firðinum. Það hefur verið fullyrt að Alþýðu- blaðið hafi notið sérkjara hjá Hafn- arijarðarbæ bæði hvað varðar keypt eintök og auglýsingar í minni bæj- arstjóratíð. AB var keypt í fimm eintökum. Hafnarfjarðarbær og stofnanir hans kaupa fleiri eintök af blöðum. Um auglýsingar var þess gætt að öll dagblöð sætu við sama borð varðandi opinberar aug- lýsingar. Bæjarritari sá um fram- kvæmd málsins. Uppbygging og sókn Því er haldið fram að ég hafí eyðilagt ímynd miðbæjar Hafnar- Qarðar með nýju skipulagi og ný- byggingum. Ég hvet aila til að skoða ÚTSALA10-60% AFSLÁTTUR Barnaúlpur - varð kr. 3.490 (áður kr. 6.490) SÍðlIStll CÍ£lSf£lI> Fullorðinsdúnúlpur - verð kr. 4.990 (áður kr. 10.750) Barnaíþróttagallar - verð frá kr. 2.990 -_ Fullorðinsíþróttagallar - verð frá kr. 3.990 jjij |j| Leikfimiskór - verð kr.1.990 (st.30-46) SPORTBÚÐ Opið laugardag kl. 10-14. Ármúla 40 • Sími 813555 og 81 SPORTBUÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.