Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 25 AÐSENDAR GREINAR Tónaflóð Runólfs Leifssonar OFT fara forstjórar ríkisstofn- ana geyst er þeir svara „órétt- mætri“ gagnrýni skattgreiðenda á sig og stofnanir sínar. I grein sinni í Mbl. 2. september síðastliðinn finnst mér Runólfur Leifsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar Islands fara yfir strikið. Hann svarar þar gagnrýni SUS á Sinfó- níuna sem kom fram á skjali sem kallað hefur verið svarthvíti listinn. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka það fram að ég tók ekki þátt í samningu þess plaggs og get því ekki svarað fýrir einstök efnisatriði í þeirri gagnrýni, en þegar ráðist er eins harkalega á ungt fólk og menn, sem krefjast ráðdeildar í ríkisrekstri, og R.L. gerir, er rétt að svara. Er ungt fólk heimskt? R.L. eyðir miklu púðri í að gera málflutning SUS tortryggilegan vegna þess hversu ungt fólk sé um Er réttlætanlegt, spyr Þorsteinn Arnalds, að skattgreiðendur þurfi að borga um fimm þús- und krónur með hverj- um og einum tónleika- gesti Sinfóníuhljóm- sveitarinnar? að ræða. Hann gefur í skyn að ungir sjálfstæðismenn séu smá- pollar í bófahasar sem not-i snuð á kvöldin. Setningar eins og: „Vinnu- brögð þessa unga fólks virðast því miður ákaflega barnaleg og er ekki að sjá að það hafi tamið sér þroskuð og vönduð vinnubrögð eins og gera má kröfu um þegar fullorð- ið fólk vill láta taka sig alvarlega" og orð eins og „SUS-krakkarnir“ segja sína sögu. Ég vil í þessu sambandi benda R.L. á tvær sögu- legar staðreyndir. Eysteinn Jóns- son var 27 ára þegar hann varð ráðherra og Gunnar Thoroddsen 23 er hann var kjörinn á þing. Þetta tel ég bera þess ótvírætt vitni að ungt fólk geti haft ýmislegt fram að færa. R.L. rökstyður með ýmsum hætti að Sinfóníuhljómsveitin sé vel rekin. Eitt af því sem hann tín- ir til er að í stjórn sveitarinnar hafi setið „hinir mætustu menn þjóðfélagsins". Ekki er tekið fram hveijir þeir eru en án þess að kast- að sé rýrð á þessa stjórnarmenn er rétt að benda á að margir hinna svokölluðu mætustu manna þjóðfé- lagsins hafa lagt sitt af mörkum við að sóa almannafé og oft á tíð- um tekist að leika fjárhag landsins og ríkissjóðs grátt. VSIAISM. iirwwi vsrnm iuuwn HREINT LAND FAGURT LAND HELMINOUR AF ANDVIRDI TOKANS RENNUR TIL. LANDORÆDSLU OG NÁTTÚRUVERNDAR Er þetta merki á pokanum sem þú borgar fyrir? '535 LANDVERND Það eru ekki til peningar! Og þrátt fyrir rök R.L. sem hníga að því að Sinfóníuhljómsveit- in sé vel rekin tel ég að setja megi fram eftirfarandi fullyrðingu: Sinf- óníuhljómsveit íslands er íjarri því að vera rekin með vitrænum hætti. Hvernig er hægt að rökstyðja það? Árið 1992 nam kostnaður við hvem áhorfanda 5.662 krónum. Af áætl- uðum heildarkostnaði við Sinfóníuhljóm- sveitina í ár bera opin- berir aðilar 87%. Því má áætla að sé kostn- aður á hvern áhorf- enda svipaður í ár og 1992 greiði hið opin- bera tæpar 5.000 krónur með hveijum tónleikagesti. Ég sé enga réttlætingu á því að ríki og sveitarfélög greiði með þessum hætti niður tóm- stundastarfsemi hluta skattgreiðenda. Ef R.L. hefur ekki Þorsteinn Arnalds nú rekinn með um tíu milljarða halla. Til þess að jafna þennan halla hafa menn meðal ann- ars farið út í sársauka- fullar aðgerðir til að minnka kostnað við heilbrigðiskerfið og auka kostnaðarhlut- deild sjúklinga. Ég geri ráð fyrir að flestir Is- lendingar séu þeirrar skoðunar að það sé mikilvægara að þegn- um sé séð fyrir heilsu- gæslu en að hér sé haldið uppi fullskipaðri sinfóníuhlj ómsveit. sig þess, hvort ekki sé rétt að hætta með öllu ríkisstyrkjum til Sinfóníuhljómsveitarinnar. R.L. lýkur grein sinni á því að segja að Sinfóníuhljómsveitin leggi alla sína krafta í „að vera lands- mönnum öllum til ánægju og yndis- auka“. Ekki hefði verið úr vegi að Runólfur Leifsson segði okkur hversu margir landsmanna fóru á tónleika hljómsveitarinnar á síð- asta ári. En það gerir hann ekki því að hann veit sem er að þeir voru fáir samanborið við þá fjöl- mörgu sem njóta tómstunda sinna án ríkisstyrkja. veitt því athygli þá er ríkissjóður Það er því eðlilegt að menn spyiji Höfundur er háskólanemi. (O Orka 113 kcal* Orka 473 kJ* Ríbóflavín 27% (RDS) Prótín 4 g* Jám 58% (RDS) Kolvetni 21,4 g* Fita 2,1 g* Natríum 314 mg Kalíum 105 mg*. A-vítamín 38% (RDS) w%f(® ' d Þíamín 27% (RDS) Níasín 27% (RDS) KÍS§?'mTS%.(RÐS) D-vítamín 10% (RDS) B6-vítamín 25% (RDS) C-vítamín 25% (RDS) Fólínsýra 25% (RDS) Cheerios FÆÐUHRINGURINN Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu. Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að huga að samsetningu fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur sáralítið af sykri og fitu. í hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldri. Maður KættiT ekki að .—ðaWí,nUm' * 1 skammtur eða 30 g. RDS: RáOlagður dagskammtur. Cheerios - einfaldlega hollt! 4E&.Ó YDDAM5.13/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.