Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK ÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsso SÉÐ yfir iðandi þvöguna á dansgólfinu í Casablanca. A þrösk- uldinum ANTHONY LaPaglia fer með hlutverk morðingjans Barry Muldano í kvikmynd- inni The Client sem sýnd er í Sambíóunum, en hann þykir liðtækur í að bregða sér í hin ólíkustu hlutverk. LaPaglia er ættaður frá Ástralíu og árum saman starfaði hann sem sölu- maður í skóbúð á meðan hann reyndi að fá hlutverk í kvikmyndum. Hann lék mafíósa í Betsy’s Wedding og í One Good Cop lék hann harðsvíraðan lög- reglumann í New York, en til þessa hefur hann þó ekki náð að fá bita- stætt hlutverk í metað- sóknarmynd fyrr en hlut- verkið í The Client stóð honum til boða. .Miðað við velgengni myndar- innar og frammistöðu LaPaglia í henni þykir hann nú standa á þrö- skuldi frægðarinnar og eru allar líkur taldar á því að honum bjóðist framvegis hlutverk sem komi til með að festa hann í sessi meðal leikara í fremstu röð. Nýir siðir með nýjumherrum Skemmtistaðir í Reykjavík skipta oft um eigendur og opna þá gjarnan með nýjar áherslur þótt aðaláherslan sé auðvitað alltaf sú sama, að gestir skemmti sér vel. Um helgina opnaði Casa- hlanca eftir sumarfrí, en staðurinn hefur i sumar verið án vínveitingaleyfis og verið rekinn sem ungl- ingaskemmtistaður, fyrir sextán ára og eldri. En nú um mánaðamótin fékkst vínveitingaleyfið og aldurs- mörkin hækkuð í 21 ár. Ekki var annað að sjá en dyggustu aðdáendur staðarins væru mættir við opnunina sér og öðrum til skemmtunar. Veitingahúsið Tunglið hefur í sumar verið rekið sem „hipp- hopp - djammstaður", en nú hafa aðstandendur Pizza ’67 tekið við rekstrin- um með Kidda „Bigfoot“ fremstan í flokki sem plötu- snúð. Og það var eins og við manninn mælt, nú um helgina, - fullt út úr dyrum bæði kvöld. Tárfellandi forseti ► Eftir því var tekið fyrir nokkru, að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti felldi tár á opinber- um vettvangi og sýndist sitt hverjum um atburð þann. Skiptust menn mjög í tvo hópa í þeim efnum, annar hópurinn leit á þetta sem sönnun þess að ekkert bein væri í nefi for- setans, en hinn hópurinn taldi þetta sönnun þess að forsetinn væri tilfinninganæmur mann- vinur. Tilefni társins var hins vegar, að forsetinn var við- staddur, ásamt konu sinni Hill- ary, móttöku til stuðnings heil- brigðismálafrumvarpi forset- ans sem mikill styrr stóð um. Tárið felldi Clinton er vinur hans John Cox stóð í púlti og minntist látinnar eiginkonu sinnar sem lét sverfast undan illkynja krabbameini. Morgunblaðið/Jón Svavarsson AUÐUR, Berglind, Svanhild- ur og Berglind. Morgunblaðið/Halldór HARPA og Halldóra eru í hópi dyggustu fastagesta Casablanca. Morgunblaðið/Halldór KIDDI i„Bigfoot“ og Einar Kristjánsson, einn af eigendum Pizza ’67, ánægðir með lífið í Tunglinu. Jóhanna Bogadóttir opnaði mál- verkasýningu í menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, Hafnarborg, síðastliðinn föstudag. Jóhanna hefur á liðnum árum tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar víða um land og erlendis, svo sem á síðastliðnum tveimur árum í Gavle Kosthall, Listasafni Sundsvall, í Jóhanna sýnir í Hafnarborg Helsinki, Kaupmannahöfn, Haag í Holiandi og í New York síðastliðið vor. Á sýningunni í Hafnarborg eru 45 verk, málverk, vatnslitamyndir og olíukrítarmyndir. Sýningunni lýkur 19. september næstkomandi en meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar á föstudag. Á SÝNINGUNNI í Hafnarborg, f.v líjörn Ásgríms- son, Jóhanna Bogadóttir, Sóley Ólafsdóttir, Guð- björg Oddný Jónasdóttir og Eiríusína Ásgrímsdóttir. GUNNHILDUR Ottósdóttir, Inga María Brynjars- dóttir og Sigríður Hanna Kristinsdóttir voru við opnun sýningarinnar. Hreyfimyndafélagið og Filmumenn kynna: Negli þig næst, ný íslensk stuttmynd frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Harrison í ham HARRISON Ford tekur upp þráðinn á nýjan leik í hlutverki Ieyniþjónustumannsins Jacks Ryan í kvikmyndinni Clear and Present Dang- er, sem er meðal mest sóttu myndanna í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Arið 1992 fór Ford með hlutverk Ryans í Patriot Games, en báðar þessar myndir eru gerðar eftir metsölu- bókum bandaríska rithöfundarins Tom Claney. Þriðja myndin sem gerð hefur verið eftir sögu Clancys er The Hunt for Red October, en í henni fór Alec Baldwin með hlutverk leyni- þjónustumannsins. í Clear and Present Dang- er er Ford í miklum ham, en í myndinni á Jack Ryan í höggi við eiturlyfjabaróna frá Kólombíu og bandariska stjórnmálamenn sem fjármagna stríð á hendur þeim, og reyndist alls ekki auðvelt að gera 126 síðna kvikmyndahandrit úr sögunni, sem er um 700 blaðsíður að lengd. Kröfur Fords um að gera breyting- ar á hápólitísku efni sögunnar reyndi talsvert á viðkvæmt sam- band frjálslyndu aflanna í HoIIy- wood og hins íhaldssama rithöf- undar, en Clancy, sem áður var tryggingasali, skaust upp á stjörnuhimininn í tíð Reagan- stjórnarinnar á miðjum níunda áratugnum. Harrison Ford hefur lýst því yfir að hann hafi ekkert á móti því að leika sömu persónuna í fleiri en einni kvikmynd, og þann- ig sé enn eitt handritið um ævintýri Indiana Jones nú í smíðum. Þrátt fyrir að hann velti fyrir sér að leika Indiana Jones á nýjan leik tekur hann þó skýrt fram að ekki komi til greina að hann fari með hlutverk flóttamannsins Richards Kimble í annarri mynd, en The Fugitive var einn af smellunum á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.