Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 50

Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK ÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsso SÉÐ yfir iðandi þvöguna á dansgólfinu í Casablanca. A þrösk- uldinum ANTHONY LaPaglia fer með hlutverk morðingjans Barry Muldano í kvikmynd- inni The Client sem sýnd er í Sambíóunum, en hann þykir liðtækur í að bregða sér í hin ólíkustu hlutverk. LaPaglia er ættaður frá Ástralíu og árum saman starfaði hann sem sölu- maður í skóbúð á meðan hann reyndi að fá hlutverk í kvikmyndum. Hann lék mafíósa í Betsy’s Wedding og í One Good Cop lék hann harðsvíraðan lög- reglumann í New York, en til þessa hefur hann þó ekki náð að fá bita- stætt hlutverk í metað- sóknarmynd fyrr en hlut- verkið í The Client stóð honum til boða. .Miðað við velgengni myndar- innar og frammistöðu LaPaglia í henni þykir hann nú standa á þrö- skuldi frægðarinnar og eru allar líkur taldar á því að honum bjóðist framvegis hlutverk sem komi til með að festa hann í sessi meðal leikara í fremstu röð. Nýir siðir með nýjumherrum Skemmtistaðir í Reykjavík skipta oft um eigendur og opna þá gjarnan með nýjar áherslur þótt aðaláherslan sé auðvitað alltaf sú sama, að gestir skemmti sér vel. Um helgina opnaði Casa- hlanca eftir sumarfrí, en staðurinn hefur i sumar verið án vínveitingaleyfis og verið rekinn sem ungl- ingaskemmtistaður, fyrir sextán ára og eldri. En nú um mánaðamótin fékkst vínveitingaleyfið og aldurs- mörkin hækkuð í 21 ár. Ekki var annað að sjá en dyggustu aðdáendur staðarins væru mættir við opnunina sér og öðrum til skemmtunar. Veitingahúsið Tunglið hefur í sumar verið rekið sem „hipp- hopp - djammstaður", en nú hafa aðstandendur Pizza ’67 tekið við rekstrin- um með Kidda „Bigfoot“ fremstan í flokki sem plötu- snúð. Og það var eins og við manninn mælt, nú um helgina, - fullt út úr dyrum bæði kvöld. Tárfellandi forseti ► Eftir því var tekið fyrir nokkru, að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti felldi tár á opinber- um vettvangi og sýndist sitt hverjum um atburð þann. Skiptust menn mjög í tvo hópa í þeim efnum, annar hópurinn leit á þetta sem sönnun þess að ekkert bein væri í nefi for- setans, en hinn hópurinn taldi þetta sönnun þess að forsetinn væri tilfinninganæmur mann- vinur. Tilefni társins var hins vegar, að forsetinn var við- staddur, ásamt konu sinni Hill- ary, móttöku til stuðnings heil- brigðismálafrumvarpi forset- ans sem mikill styrr stóð um. Tárið felldi Clinton er vinur hans John Cox stóð í púlti og minntist látinnar eiginkonu sinnar sem lét sverfast undan illkynja krabbameini. Morgunblaðið/Jón Svavarsson AUÐUR, Berglind, Svanhild- ur og Berglind. Morgunblaðið/Halldór HARPA og Halldóra eru í hópi dyggustu fastagesta Casablanca. Morgunblaðið/Halldór KIDDI i„Bigfoot“ og Einar Kristjánsson, einn af eigendum Pizza ’67, ánægðir með lífið í Tunglinu. Jóhanna Bogadóttir opnaði mál- verkasýningu í menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, Hafnarborg, síðastliðinn föstudag. Jóhanna hefur á liðnum árum tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar víða um land og erlendis, svo sem á síðastliðnum tveimur árum í Gavle Kosthall, Listasafni Sundsvall, í Jóhanna sýnir í Hafnarborg Helsinki, Kaupmannahöfn, Haag í Holiandi og í New York síðastliðið vor. Á sýningunni í Hafnarborg eru 45 verk, málverk, vatnslitamyndir og olíukrítarmyndir. Sýningunni lýkur 19. september næstkomandi en meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar á föstudag. Á SÝNINGUNNI í Hafnarborg, f.v líjörn Ásgríms- son, Jóhanna Bogadóttir, Sóley Ólafsdóttir, Guð- björg Oddný Jónasdóttir og Eiríusína Ásgrímsdóttir. GUNNHILDUR Ottósdóttir, Inga María Brynjars- dóttir og Sigríður Hanna Kristinsdóttir voru við opnun sýningarinnar. Hreyfimyndafélagið og Filmumenn kynna: Negli þig næst, ný íslensk stuttmynd frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Harrison í ham HARRISON Ford tekur upp þráðinn á nýjan leik í hlutverki Ieyniþjónustumannsins Jacks Ryan í kvikmyndinni Clear and Present Dang- er, sem er meðal mest sóttu myndanna í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Arið 1992 fór Ford með hlutverk Ryans í Patriot Games, en báðar þessar myndir eru gerðar eftir metsölu- bókum bandaríska rithöfundarins Tom Claney. Þriðja myndin sem gerð hefur verið eftir sögu Clancys er The Hunt for Red October, en í henni fór Alec Baldwin með hlutverk leyni- þjónustumannsins. í Clear and Present Dang- er er Ford í miklum ham, en í myndinni á Jack Ryan í höggi við eiturlyfjabaróna frá Kólombíu og bandariska stjórnmálamenn sem fjármagna stríð á hendur þeim, og reyndist alls ekki auðvelt að gera 126 síðna kvikmyndahandrit úr sögunni, sem er um 700 blaðsíður að lengd. Kröfur Fords um að gera breyting- ar á hápólitísku efni sögunnar reyndi talsvert á viðkvæmt sam- band frjálslyndu aflanna í HoIIy- wood og hins íhaldssama rithöf- undar, en Clancy, sem áður var tryggingasali, skaust upp á stjörnuhimininn í tíð Reagan- stjórnarinnar á miðjum níunda áratugnum. Harrison Ford hefur lýst því yfir að hann hafi ekkert á móti því að leika sömu persónuna í fleiri en einni kvikmynd, og þann- ig sé enn eitt handritið um ævintýri Indiana Jones nú í smíðum. Þrátt fyrir að hann velti fyrir sér að leika Indiana Jones á nýjan leik tekur hann þó skýrt fram að ekki komi til greina að hann fari með hlutverk flóttamannsins Richards Kimble í annarri mynd, en The Fugitive var einn af smellunum á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.