Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBBR 1994 <i 35 MINNINGAR AXEL JULIUS JONSSON + Axel Júlíus Jónsson var fæddur að Uxa- hrygg á Rangár- völlum 9. júlí 1914. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 30. ágúst sl. For- eldrar hans voru Ingigerður Jóns- dóttir og Jón Helgason. Hann átti eina systur, Vigdísi Jónsdóttur, fædda 15. júlí 1925. Hann fluttist með foreldrum sínum að Stóru-Hildisey í Austur- Landeyjum 1919. Hann kvænt- ist 27. janúar 1940 Sigríði Önnu Siguijónsdóttur frá Vestmannaeyjum. Þau tóku við búi í Stóru-Hildisey 1940 og bjuggu þar til 1978 er þau fluttu á Selfoss. Þau eignuðust fjögur börn: Guðjón, fæddur 26. apríl 1941, kvæntur Ásdísi Ágústsdóttur, þau eiga fimm börn og fjögur barnaböm; Ingigerði, fædd 12. júli 1944, hún á þijú böm og tvö barna- böm; Jón, fæddur 30. mars 1950; og Erlu, fædd 16. febr- úar 1952, gift. Birgi Schram, þau eiga þijú björn. Sigríður lést 5. október 1989. Jarðarför Axels fer fram frá Krosskirkju í dag. OKKUR langar að minnast afa okkar, Axels Júlíusar Jónssonar, sem lést hinn 30. ágúst sl., með örfáum orðum. Fyrstu minningarnar eru frá Stóru-Hildisey þar sem hann ásamt ömmu okkar, Sigríði Önnu Sigurjónsdóttur, er lést 1989, stjómaði góðu búi. Bamabömin voru alltaf velkomin og dvöldumst við hjá þeim nokkur sumur í góðu yfirlæti. Þessi sumur vom gott innlegg í lífsins skóla og lærðum við margt sem fólki er nauðsynlegt að vita á lífsleiðinni. Afí og amma bmgðu búi árið 1978 og fluttu á Selfoss þar sem nýr kafii hófst í lífí þeirra. Þar eignaðist afí marga nýja vini og myndaði sterk bönd, en tengslin við sveitina rofnuðu aldrei og sást það best þegar fjöldi sveitunga heiðraði hann áttræðan í júlí sl. Afi kom okkur fyrir sjónir sem vinnusamur maður. Hann lagði allt í starf sitt og sinnti af alúð jafnt mönnum sem málleysingjum. Eftir að við fullorðnuðumst kynnt- umst við honum á nýjan hátt og nú sem jafningja. Samræður okkar einkenndust oft af glettni og þó að skoðanir hafi verið andstæðar þá skildum við alltaf sátt og tilbú- in í næstu rökræður. Eitt var það við afa sem tekið var eftir. Jafnvei þótt hann væri kominn á níræðisaldurinn lagði hann mikið upp úr útliti sínu og vand- aði klæðnað sinn í hví- vetna. Afí var maður sem naut félagsskapar fólks og hafði mikla ánægju af ferðalögum. Hann var virkur þátt- takandi í starfí aldr- aðra á Selfossi fram á síðasta dag. Nú er afí kominn í faðm ömmu sem hefur beðið hans. Blessuð sé minning þeirra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kve.ðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Inga Þóra, Axel og Már. Það var á dimmu haustkvöldi fýrir sautján árum að við hjónin knúðum dyra hjá Axel og Siggu að Stóru-Hildisey 2. Höfðum við heyrt að þau hygðust bregða búi. Boðið var til stofu, borð dekkað kræsingum, og spjallað Iengi kvölds. Rammi kaupmála var gerð- ur í orðum sem stóðu betur hjá þeim en stafír á bók hjá öðrum. Héldum við heim með sól í sinni full eftirvæntingar að taka við búi að vori. Þannig hófust kynni okkar af þeim heiðurshjónum Axel Júlíusi Jónssyni og Sigríði Önnu Sigur- jónsdóttur sem hér stóðu fyrir búi í nær fjóra áratugi. Búi sem ekki einkenndist af stærðinni heldur snyrtimennsku og natni ábúend- anna og umhyggju fyrir skepnun- um. Hér unnu þau samhent að ræktun og uppbyggingu, komu upp fjórum börnum og tóku virkan þátt í félagslífi sveitar sinnar. Öll okkar samskipti mörkuðust frá fyrstu kynnum af sérstökum drengskap og heilindum þeirra sem meðal annars birtust okkur í ein- stökum viðskilnaði þeirra við bæ og bú þegar við tókum við í maí 1978. Öll verkfæri, stór og smá, voru til staðar, langt umfram það sem ætlast mátti til, allt til að létta undir með ungum og efnalitlum frumbýlingum. Alla tíð nutum við vináttu þeirra og tryggðar sem við viljum nú þakka af einlægni að þeim báðum gengnum. Þau eyddu ævikvöldi sínu á Selfossi, studd af vinum og vandamönnum, ekki síst Jóni syni þeirra sem bjó með þeim alla tíð. Sigríður lést í október árið 1989. Sárt tók skilnaðarstundin á bóndann sem þó að vanda bar sig af reisn og átti ólifuð tæp fimm ágæt ár í vinagarði á Selfossi og hér í sveit sem hann ræktaði af kostgæfni. Ófáar átti hann ferðim- ar á heimaslóðir og minnisstæðar verða þær okkur, því ellin setti ekki mikið mark á hugann þótt árin færðust yfír. Oft var setið fram eftir og spjallað um mannlíf- ið. Mörgu var frá að segja úr ferða- lögum og gjarnan fremur staldrað við mannleg samskipti en ítarlegar landslagslýsingar. Ekki hlotnast okkur að njóta frásagnar af síð- ustu ferðinni sem farin var nú í lok ágúst norður í land, þar sem hann ferðaðist með eldri borgnrum glað- ur og reifur að vanda, eftir að hafa fyrr í sumar haldið með rausnarskap upp á áttræðisafmæli sitt. Ferðasagan verður að bíða betri tíma, því skömmu eftir heim- komu beið hans lengri ferð, von- andi umvafinn heilladísum, til fundar við Siggu sína. Megi þau hvíla í sæluranni. Óli, Birna og synir, Stóru-Hildisey 2. LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fáið myndalistann okkar. 720 BorgarfirSi eystra, sími 97-29977 Skólaostur kg/stk. i R Ú M L E G A 15% LÆKKUNi VERÐ NU: 592 kr. kílóið. VERÐÁÐURi^SS^Z Kr. kílóið. 105 kr. ÞU SPARAR: á hvert kíló. OSIAOG SMIÖRSALANSE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.