Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓRIR Ólason fór ekki tómhentur heim úr Elliðaánum á dögun- um. Þennan sex punda hæng fékk hann á Hrauninu. Vonir bundnar við stærsta strauminn STÆRSTI straumur sumarsins var í gær, 4,20 metrar, og hafa veiði- menn velt fyrir sér hvort þar sé á ferðinni síðasta hálmstráið til að bjarga veiðisumrinu, sem reyndar hefur verið betra í Norðurá en fram kom í þætti þessum í gær. Var þar veiðin sögð um 1.550 laxar, en rétt tala þá var hins vegar rétt yfir 1.600 laxar og leiðréttist það hér með. Norðurá hefur forystuna og gæti haldið henni, en tíminn leiðir það í ljós. Ástandið hefur verið slæmt vestur í Dölum í sum- ar og við lítum snöggvast á ástand- ið þar þessa stundina. Aukið vatn í Laxá Jóhannes Benediktsson var að koma til veiða í Laxá í Dölum er síminn hringdi í veiðihúsinu Þrándargili í gærdag. Það var Morgunblaðið og sagði Jóhannes að hópurinn sem þá hefði verið að hætta hefði aðeins dregið níu laxa á þremur dögum sem gæti • ekki talist annað en lélegt. „Það hefur þó eitthvað aukist vatnið og þeir sem hættu sögðu mikinn lax vera í ósnum og tveimur neðstu veiðistöðunum. Eins og laxinn væri að bíða eftir réttri vatnshæð til að ganga upp. Við skulum vona að það gerist fyrr en seinna," sagði Jóhannes og skaut því með að 550 laxar væru komnir á þurrt úr ánni. Vonir bundnar við straum Torfi Ásgeirsson umsjónarmað- ur Haukadalsár í Dölum sagði aðeins milli 360 og 370 laxa komna á land, hins vegar væri nú stórstreymt og ef áin næði að vaxa eitthvað í umhleypingaveðrum næstu daga gæti talan batnað verulega, því enn væri vika eftir af veiðitímanum. „Stóri laxinn hefur bjargað þessu, það eru m.a. komnir tveir 20 punda laxar á land í sumar,“ sagði Torfi. Haukadalsá hefur verið svo vatnslítil síðari hluta sumars að Torfi sagði elstu menn í sveitinni ekki muna annað eins ástand. Haustbragur við Langá Hér eru fáir menn að veiða og haustbragur á öllu saman, það eru aðeins tvær stangir að veiða og við erum að fá fisk og fisk. Ekki mikið, en víða er þó talsvert af laxi. Við höfum orðið varir við þessa stóru hænga sem fara gjam- an á kreik er hausta tekur, fundið fyrir þeim en engum náð, því mið- ur,“ sagði Ólafur Marteinsson veiðimaður á bökkum Langár í hléinu í gærdag. Hann sagði 540 laxa færða til bókar fyrir löndum Langárfoss og Ánabrekku. Láta mun nærri að nærri 1.000 laxar séu komnir á land úr ánni í heild, milli 300 og 400 af miðsvæðunum og um 100 af Fjallinu. Samþykkt ríkisstjórnar Viðlagatrygging bæti skíðalyftur RIKISSTJORNIN hefur samþykkt, að beita sér fyrir lagabreytingu á komandi þingi þess efnis að tjón á skíðalyftum Isfirðinga af völdum snjó- flóðs sem féll í vetur, verði talið bóta- skylt hjá Viðlagatryggingu íslands. Ríkisstjómin gaf fyrirheit um að styðja ísfirðinga í endurreisnar- og uppbyggingarstarfi í kjölfar snjó- flóðsins sem féll á útivistarsvæði þeirra í Seljalandsdal og Tunguskógi 5. apríl. í frétt frá forsætisráðuneyt- inu í gær kemur fram, að ríkisstjórn- in hafi, í samráði við staðaryfirvöld samþykkt að beita sér fyrir áður- nefndum lagabreytingum og jafn- framt, að slík mannvirki verði fram- vegis talin meðal þeirra verðmæta sem Viðlagatryggingu Islands sé skylt að vátryggja fyrir endurbygg- ingarverð. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Isafirði, sagðist vera mjög ánægður með þessa samþykkt ríkisstjómarinn- ar. Hún myndi gera Ísfírðingum kleift að byggja upp skíðaaðstöðuna að nýju. Kristján sagði ekki ljóst hvað samþykktin komi til með að þýða í krónum og aurum. Lausleg áætlun um kostnað við endurbyggingu skíða- mannvirkjanna liggi á bilinu 200 til 300 milljónir króna. Hann sagði ljóst að Viðlagatrygging myndi ekki kosta þess uppbyggingu að fullu. Viðlagatrygging hefur áður bætt tjón á þeim sumarbústöðum sem voru tryggðir. Bætumar voru greiddar án milligöngu bæjarsjóðs ísafjarðar. RAV4 kynntur um helgina FYRSTU bílamir af gerðinni Toyota RAV komu til landsins í vikunni og verða þeir til sýnis og reynsluaksturs á bílasýningu Toyota um helgina. RAV4 hefur undanfamar vikur vakið athygli almennings og bíla- áhugamanna í Evrópu fyrir nýjungar í hönnun. RAV er lítill fjögurra manna jeppi búinn 2 lítra, 16 ventla vél með beinni innspýtingu. Meðal staðalbún- aðar má nefna rafdrifnar rúður og spegla, tvær sóllúgur sem hægt er að taka úr, útvarp, kassettutæki, fjóra hátalara, samlæsingar á hurðum, RAV4 á hafnarbakkanum í Sundahöfn, nýkominn til lands- ins. vökva- og veltistýri, stafræna klukku og tvískipt aftursæti sem hægt er að halla aftur eða leggja fram. Bíllinn verður til sýnis hjá P. Samúelssyni nk. laugardag og sunnudag frá 13-17 en hann verður ekki fáanlegur hér á Iandi fyrr en um næstu áramót og mun kosta 2.289.000 kr. Námsmenn komast lengra á Menntabraut! Á Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, eru í boöi spennandi möguleikar fyrir námsmenn. Menntabrautin er fjölbreytt þjónusta sniöin aö þörfum námsmanna. í boöi á Menntabraut er meöal annars: • Lánafyrirgreiösla meö lágmarkskostnaöi í tengslum viö LÍN Tékkareikningur meö 50.000 kr. yfirdráttarheimild eftir 3 mánaða viöskipti óháö fyrirgreiöslu vegna LÍN Vönduö Skipulagsbók Námsstyrkir Niöurfelling gjaldeyrisþóknunar fyrir námsmenn erlendis viö millifcerslur eöa peningasendingar milli landa Greiöslukort o.fl. Námsmenn, kynniö ykkur fjölmarga kosti Menntabrautar. Komiö og ræöiö viö þjónustufulltrúa íslandsbanka um fjármálin, þeir hafa sérhæft sig í málefnum námsfólks. Menntabraut íslandsbanka - frá menntun til framtíöar! MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta íslattdsbanka . % v x * A tf f trNtsvrmur yncan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.