Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 27 AÐSENDAR GREIIMAR Forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu - Hver er ábyrgð sljórnvalda? AÐ undanförnu hefur orðið nokkur umræða um for- gangsröðun í heil- brigðiskerfinu. Slík umræða er alltaf nauðsynleg, einkum á tímum samdráttar þar sem fjármagn samfélagsins nægir ekki til að uppfylla þær þarfir sem fyrir hendi eru. Þessi um- ræða á sér nú stað á mörgum Vesturlönd- um og er því ekki sér- íslenskt fyrirbæri. Umræðan hérlendis um forgangsröðun hefur þó verið ómarkviss og talsvert hefur borið á misskilningi, ekki síst meðal stjórnmálamanna og þeir jafnvel talið að hér sé á ferðinni umræða um óeðlilega mismunun þegn- anna. Stjórnmálamenn ættu þó að fagna slíkri umfjöllun þar sem þarfir heilbrigðisþjónustunnar yrðu skilgreindar og jafnframt möguleikar samfélagsins til að uppfylla þær. Undirstrika ber að forgangsröðun verður ekki umflú- in þar sem bilið milli þeirrar heil- brigðisþjónustu sem samfélagið æskir og þeirrar heilbrigðisþjón- ustu sem ríkissjóður og bæjarfélög eru tilbúin að greiða fyrir mun fyrirsjáanlega breikka í framtíðinni. Tilgangur forgangsröðunar Forgangsröðun er í eðli sínu ekki ætlað að mismuna þegnun- um heldur stuðla að því að sem flestir í samfélaginu njóti nauðsynlegrar og markvissrar heilbrigð- isþjónustu. Grunn- hugmyndin er sú að þeir sem eru í mestri þörf fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, komi fyrstir og að þeir sem illa geta haldið fram rétti sínum og gert kröfur verði ekki undir þeim sem meira mega sín í kröfugerð. Tilgangur forgangsröðunar er því að: Stuðla að sem bestri nýtingu þess fjármagns sem varið er til heilbrigðisþjónustu. Meðhöndla bráða og lífshættu- lega sjúkdóma á undan þeim sem langvinnari eru og hættuminni. Meðhöndla sjúkdóma sem draga úr lífsgæðum og mannlegri reisn fremur en þá sem lítil áhrif hafa á þessa þætti. Halda fram rétti þeirra sem eiga undir högg að sækja, t.d. vegna þroskahömlunar, heilaskaða, öldr- unar eða æsku. Draga úr kostnaði við þá þjón- ustu sem litlu sem engu bætir við lífsgæði eð.a vinnugetu. Meðhöndla sjúkdóma á undan ástandi þar sem ekki er um sjúk- dóm að ræða. Tryggja deyjandi fólki líknandi meðferð. Stytta óeðlilega bið eftir nauð- synlegri meðferð. Stuðla að fyrirbyggjandi að- gerðum gegn sjúkdómum í þeim tilvikum sem sýnt hefur verið fram á að slík meðferð skili árangri. Hverjir eiga að forgangsraða? Forgangsröðun á sér stað með samvinnu opinberra aðila og fag- fólks. Þannig þurfa opinberir aðil- ár að móta stefnu í heilbrigðismál- um og fylgja henni eftir með fjár- veitingum. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir hvað fæst fyrir það íjár- magn sem varið er til heilbrigðis- þjónustu og meta árangurinn með samanburði við þau lönd í ná- grenni okkar sem sambærilega þjónustu veita. Opinberir aðilar þurfa einnig að gera sér grein fyrir hvar þjónustunni er best borgið með tilliti til eðlis og um- fangs hennar. Opinberir aðilar þurfa því að forgangsraða verk- efnum á landsvísu með hliðsjón Torfi Magnússon af: Staðsetningu starfseminnar (t.d. höfuðborgarsvæðið / lands- byggð). Tegund starfsemi (t.d. sjúkrahúsþjónusta / þjónusta utan sjúkrahúsa, sérfræðiþjónusta / heimilislækningar, langlega á stofnun / vistun í heimahúsi). Sér- verkefnum (t.d. uppbygging nýrr- ar starfsemi, kaup dýrra sér- hæfðra tækja, átak í mjaðmaað- gerðum). Fagfólk í heilbrigðisþjónustu þarf síðan að forgangsraða verk- efnum innan sinnar stofnunar frá degi til dags með tilliti til: Aukn- ingar eða samdráttar í ákveðinni starfsemi innan stofnunarinnar og ramma fjárveitinga. Eðlis sjúk- dóma og þarfa einstakra sjúklinga. Ábyrg umræða um for- gangsröðun í heilbrigð- iskerfínu er óumflýjan- leg, segir Torfi Magn- ússon, til að tryggja að tiltækt fjármagn nýtist sem bezt fyrir fram- tíðaruppbyggingu heil- brigðisþj ónustunnar. Dæmi um forgangsröðun Sérhæfíng í læknismeðferð fer stöðugt vaxandi og á undanförn- um árum hafa sífellt fleiri sjúkl- ingar leitað frá landsbyggðinni til sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu til meðferðar. Þetta hafa m.a. starfsmenn heilbrigðisráðuneytis- ins sýnt fram á í skýrslu sem unn- in var á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir það hafa fjárveitingar ekki verið í samræmi við þessa vitneskju, og sem dæmi má nefna að fjárveiting- ar til rekstrar Borgarspítaians hafa í raun farið minnkandi á undanförnum árum. Eðlileg upp- bygging sérhæfðrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu hefur því set- ið á hakanum. Vegna fjárskorts hafa myndast talsverðir biðlistar eftir sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu, svo sem mjaðmarliðaaðgerðum. í stað þess að veita aukið fjármagn til stóru sjúkrahúsanna, Borgarspít- ala/Landakots og Landspítala, og styðja þannig samtímis við upp- byggingu þeirra og stytta biðlist- ann eftir mjaðmarliðaaðgerðum, ákvað heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið að kaupa þessa þjón- ustu annars staðar. Þó bendir ekk- ert til þess að með slfkri úthlutun sérhæfðra verkefna til smærri sjúkrahúsa fáist meira fyrir fé ís- lenskra skattborgara í bráð eða lengd. Umræða um forgangsröðun gæti tryggt að fjármagn yrði veitt á þann hátt sem bestur væri fyrir framtíðaruppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar og fyrir alla landsmenn. Lokaorð Ábyrg umræða um forgangs- röðun í heilbrigðiskerfínu er nauð- synleg og óumflýjanleg. Meðal frummælenda í þeirri umræðu hljóta að vera Alþingi, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og land- læknisembættið. Að undanfömu hefur mátt skilja að ýmsir stjóm- málamenn vilji vísa þessum málum frá sér. Því fyrr, s§m kjörnir full- trúar almennings koma til umræð- unnar í fullri alvöru, því betra. Höfundur er formaður læknaráðs Borgarspítalans. ji ■■ ii ii ii ii ii ii ii ii ii ■■ ii ii ■■ ii ii ■■ ii ■■ ii ii ii ii ii ii ■■ ll ll ll ■■ ■■ ii ■■ ll ■■ ii il ll ii ii ■■ ii ii ii ii ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ MmmnmirmL Im ______^ écna/ oómullarpej peysur ;fjölskyl«*una* I Aðeinstvö ; verð í gang»- omuliarpeysur Nú á allt að seljast. Notið ykkur tækifærið og fáið hágæðapeysur á gjafverðL íslensk framleiðsla, allt úr 100% bómull. Opnum # dag! : Barnapeysur kr' * °00w Icewear, Smiðsbúð 9,212 Garðabæ, sími 657700, fax 657730.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.