Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 27

Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 27 AÐSENDAR GREIIMAR Forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu - Hver er ábyrgð sljórnvalda? AÐ undanförnu hefur orðið nokkur umræða um for- gangsröðun í heil- brigðiskerfinu. Slík umræða er alltaf nauðsynleg, einkum á tímum samdráttar þar sem fjármagn samfélagsins nægir ekki til að uppfylla þær þarfir sem fyrir hendi eru. Þessi um- ræða á sér nú stað á mörgum Vesturlönd- um og er því ekki sér- íslenskt fyrirbæri. Umræðan hérlendis um forgangsröðun hefur þó verið ómarkviss og talsvert hefur borið á misskilningi, ekki síst meðal stjórnmálamanna og þeir jafnvel talið að hér sé á ferðinni umræða um óeðlilega mismunun þegn- anna. Stjórnmálamenn ættu þó að fagna slíkri umfjöllun þar sem þarfir heilbrigðisþjónustunnar yrðu skilgreindar og jafnframt möguleikar samfélagsins til að uppfylla þær. Undirstrika ber að forgangsröðun verður ekki umflú- in þar sem bilið milli þeirrar heil- brigðisþjónustu sem samfélagið æskir og þeirrar heilbrigðisþjón- ustu sem ríkissjóður og bæjarfélög eru tilbúin að greiða fyrir mun fyrirsjáanlega breikka í framtíðinni. Tilgangur forgangsröðunar Forgangsröðun er í eðli sínu ekki ætlað að mismuna þegnun- um heldur stuðla að því að sem flestir í samfélaginu njóti nauðsynlegrar og markvissrar heilbrigð- isþjónustu. Grunn- hugmyndin er sú að þeir sem eru í mestri þörf fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, komi fyrstir og að þeir sem illa geta haldið fram rétti sínum og gert kröfur verði ekki undir þeim sem meira mega sín í kröfugerð. Tilgangur forgangsröðunar er því að: Stuðla að sem bestri nýtingu þess fjármagns sem varið er til heilbrigðisþjónustu. Meðhöndla bráða og lífshættu- lega sjúkdóma á undan þeim sem langvinnari eru og hættuminni. Meðhöndla sjúkdóma sem draga úr lífsgæðum og mannlegri reisn fremur en þá sem lítil áhrif hafa á þessa þætti. Halda fram rétti þeirra sem eiga undir högg að sækja, t.d. vegna þroskahömlunar, heilaskaða, öldr- unar eða æsku. Draga úr kostnaði við þá þjón- ustu sem litlu sem engu bætir við lífsgæði eð.a vinnugetu. Meðhöndla sjúkdóma á undan ástandi þar sem ekki er um sjúk- dóm að ræða. Tryggja deyjandi fólki líknandi meðferð. Stytta óeðlilega bið eftir nauð- synlegri meðferð. Stuðla að fyrirbyggjandi að- gerðum gegn sjúkdómum í þeim tilvikum sem sýnt hefur verið fram á að slík meðferð skili árangri. Hverjir eiga að forgangsraða? Forgangsröðun á sér stað með samvinnu opinberra aðila og fag- fólks. Þannig þurfa opinberir aðil- ár að móta stefnu í heilbrigðismál- um og fylgja henni eftir með fjár- veitingum. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir hvað fæst fyrir það íjár- magn sem varið er til heilbrigðis- þjónustu og meta árangurinn með samanburði við þau lönd í ná- grenni okkar sem sambærilega þjónustu veita. Opinberir aðilar þurfa einnig að gera sér grein fyrir hvar þjónustunni er best borgið með tilliti til eðlis og um- fangs hennar. Opinberir aðilar þurfa því að forgangsraða verk- efnum á landsvísu með hliðsjón Torfi Magnússon af: Staðsetningu starfseminnar (t.d. höfuðborgarsvæðið / lands- byggð). Tegund starfsemi (t.d. sjúkrahúsþjónusta / þjónusta utan sjúkrahúsa, sérfræðiþjónusta / heimilislækningar, langlega á stofnun / vistun í heimahúsi). Sér- verkefnum (t.d. uppbygging nýrr- ar starfsemi, kaup dýrra sér- hæfðra tækja, átak í mjaðmaað- gerðum). Fagfólk í heilbrigðisþjónustu þarf síðan að forgangsraða verk- efnum innan sinnar stofnunar frá degi til dags með tilliti til: Aukn- ingar eða samdráttar í ákveðinni starfsemi innan stofnunarinnar og ramma fjárveitinga. Eðlis sjúk- dóma og þarfa einstakra sjúklinga. Ábyrg umræða um for- gangsröðun í heilbrigð- iskerfínu er óumflýjan- leg, segir Torfi Magn- ússon, til að tryggja að tiltækt fjármagn nýtist sem bezt fyrir fram- tíðaruppbyggingu heil- brigðisþj ónustunnar. Dæmi um forgangsröðun Sérhæfíng í læknismeðferð fer stöðugt vaxandi og á undanförn- um árum hafa sífellt fleiri sjúkl- ingar leitað frá landsbyggðinni til sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu til meðferðar. Þetta hafa m.a. starfsmenn heilbrigðisráðuneytis- ins sýnt fram á í skýrslu sem unn- in var á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir það hafa fjárveitingar ekki verið í samræmi við þessa vitneskju, og sem dæmi má nefna að fjárveiting- ar til rekstrar Borgarspítaians hafa í raun farið minnkandi á undanförnum árum. Eðlileg upp- bygging sérhæfðrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu hefur því set- ið á hakanum. Vegna fjárskorts hafa myndast talsverðir biðlistar eftir sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu, svo sem mjaðmarliðaaðgerðum. í stað þess að veita aukið fjármagn til stóru sjúkrahúsanna, Borgarspít- ala/Landakots og Landspítala, og styðja þannig samtímis við upp- byggingu þeirra og stytta biðlist- ann eftir mjaðmarliðaaðgerðum, ákvað heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið að kaupa þessa þjón- ustu annars staðar. Þó bendir ekk- ert til þess að með slfkri úthlutun sérhæfðra verkefna til smærri sjúkrahúsa fáist meira fyrir fé ís- lenskra skattborgara í bráð eða lengd. Umræða um forgangsröðun gæti tryggt að fjármagn yrði veitt á þann hátt sem bestur væri fyrir framtíðaruppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar og fyrir alla landsmenn. Lokaorð Ábyrg umræða um forgangs- röðun í heilbrigðiskerfínu er nauð- synleg og óumflýjanleg. Meðal frummælenda í þeirri umræðu hljóta að vera Alþingi, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og land- læknisembættið. Að undanfömu hefur mátt skilja að ýmsir stjóm- málamenn vilji vísa þessum málum frá sér. Því fyrr, s§m kjörnir full- trúar almennings koma til umræð- unnar í fullri alvöru, því betra. Höfundur er formaður læknaráðs Borgarspítalans. ji ■■ ii ii ii ii ii ii ii ii ii ■■ ii ii ■■ ii ii ■■ ii ■■ ii ii ii ii ii ii ■■ ll ll ll ■■ ■■ ii ■■ ll ■■ ii il ll ii ii ■■ ii ii ii ii ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ MmmnmirmL Im ______^ écna/ oómullarpej peysur ;fjölskyl«*una* I Aðeinstvö ; verð í gang»- omuliarpeysur Nú á allt að seljast. Notið ykkur tækifærið og fáið hágæðapeysur á gjafverðL íslensk framleiðsla, allt úr 100% bómull. Opnum # dag! : Barnapeysur kr' * °00w Icewear, Smiðsbúð 9,212 Garðabæ, sími 657700, fax 657730.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.