Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Slagreðrið gerði gæfumuninn LJÓST er, að Grímsá verður í fjórða sæti yfir íslensku laxveið- iárnar. Veiði lauk í ánni 20. sept- ember og komu 1.450 laxar á land. Það er lakara en í fyrra, en eigi að síður mjög gott, sérstaklega ef mið er tekið af því að júnímán- uður var mjög slakur og veiði datt einnig mjög niður er leið á ágúst vegna þurrka. Fiskur var að ganga í Grímsá fram á síðasta dag og einnig var sjóbirtingsveiði með besta móti. Síðasta hollið í ánni veiddi 25 laxa, gekk illa framan af, en veiðin tók svo kipp er rok og rigning helltist yfir landið. Þverá endaði með 1.610 laxa, en enn mun eitthvað vera málum blandið með lokatölu í Norðurá. Er verið að athuga hvort einhvetj- ir 20 laxar hafi verið tvíbókaðir, og einnig hvort að septemberaflinn hafi að fullou verið tekinn með í heildartöluna sem birt var strax í vertíðarlok. í bili er talað um loka- töluna 1.625 laxa, en samkvæmt framanskráðu gæti talan breyst. Hátt í 2.000 silungar, sjóbirt- ingar, staðbundnir urriðar og bleikjur hafa veiðst í Flóðinu í Grenlæk það sem af er. Er þar innifalin vorveiði og síðan síðsum- arsveiði. Veiði hefur verið góð að undanförnu, talsvert virðist vera af sjóbirtingi og er hann fyrir nokkru byijaður að ganga af krafti. Annars staðar í Grenlæk er útkoman góð eftir því sem næst verður komist, en erfitt er að fá heildartölu yfir veiði í lækn- um. Þá hefur áin Jónskvísl, sem fell- ur í Grenlæk, gefið nokkuð vel í haust. Þar er bæði sjóbirtingur og staðbundinn urriði. Hin seinni ár hefur svæði þetta verið dauft, en í haust hefur lifnað aðeins yfir því og á annað hundrað fiskar hafa veiðst, þeir stærstu 7-9 pund. í Jónskvísl rennur Sýrlækur og þar hefur verið dijúg urriðaveiði þótt lækurinn sé hálfgerð spræna. Slakt meðallag í Elliðaám Það veiddist 1.131 lax í Elliða- ánum í sumar og til samanburðar veiddist í fyrra 1.391 lax. Meðal- veiði í ánum á árunum 1974 til 1992 er 1.422 laxar. Á hitt ber GUÐNI B. Einarsson með stærsta laxinn úr Stóru-Laxá í Hreppum í sumar, 23 punda hæng sem, hann veiddi á Black Sheep nr. 8 21. ágúst. að líta, að þrisvar á umræddu tímabili, 1974, 1975 og 1988, veiddust yfir 2.000 laxar í ánni, en minnst var veiðin árið 1980 er aðeins 928 laxar komu á land. Samkvæmt þessu má ef til villa segja að veiðin nú hafi verið í slöku meðallagi. Lélegt í Soginu Stærsti laxinn í sumar var 18 punda fiskur sem veiddist í Efri Kistu á flugu. Það var ekki gott í Soginu þetta sumarið, það veiddust aðeins 250 laxar á svæðum Stangaveiðifé- lagsins sem er mun lakara heldur en veiðin síðustu sumur,“ sagði Ólafur K. Ólafsson formaður Ár- nefndar Sogsins í samtali við Morgunblaðið, en veiði lauk í ánni þann 20. september. Hluti af ástæðunni fyrir þessari veiði er léleg nýting veiðileyfa á vissum svæðum, s.s. í Bíldsfelii, en þegar öllu er á botninn hvolft var Ólafur á því að það hefði hreinlega verið lítið af laxi í ánni þetta sumarið. Við tölu Ólafs má bæta nokkrum .löxum af svæðum Þrastalundar og Torfastaða. Nánar tiltekið um veiðina komu 44 laxar úr Bílds- felli, 75 úr Ásgarði, 73 úr Alviðru og 55 úr Syðri Brú. Á silungasvæðinu vissi Ólafur af þremur löxum til viðbótar, eða alls 250 laxar. Þá veiddust rúm- lega 300 bleikjur, allt að 5 punda, en flestar 2 til 2,5 pund. Stærsta laxinn veiddi Jón Þ. Einarsson á Breiðunni í landi Bíldsfells. Það var 22 punda hængur sem tók fluguna Borac, sem ku vera ensk að uppruna, silfruð á búkinn og með blátt og gult í væng. Nefnd um skiparekstur Landhelgis- gæslunnar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að gera heildarút- tekt á núverandi skiparekstri Land- helgisgæslu íslands og þörfum til næstu framtíðar með hliðsjón af þeim verkefnum m.a. við björgun og eftirlit, sem Landhelgisgæslunni er ætlað að sinna. Ennfremur er nefndinni ætlað að leggja mat á og gera tillögur um þá kosti sem væru álitlegastir þegar kemur að því að endurnýja skipa- stól Landhelgisgæslunnar. I nefndinni eiga sæti Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, sem er formaður nefnd- arinnar, Viggó Maack, verkfræðing- ur, Þórður Ásgeirsson, forstjóri Fiskistofu og Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti. Sneaker BdllS? lyktargleypirínn leysJr vandann! íallan skófatnað, töskur og hirs/ur. Fæst íhe/stu skóbúðum, sportvöruvers/unum og skóvinnustofum. J* Heildsölubirgðir S/mi 91-629196 - Fax 91-629132 Ný kjólasending Samkvæmiskjólar, Brúðarkjólar, smókingar og kjólföt í miklu úrvali. Fataviðgerðir - fatabreytingar. Fataleiga Garðabæjar Opið iau. frá kl. 10-14 Garðatorgi, sími 656680. og virka daga frá kl. 9-18. HU5GAGNA- UTSALA Seljum næsfru daga mikið úrval af húsgögnum með 20-60% afslætti Td. vatnsrúm - veqghúsqöqn eldhúsborð - borostofuboro eldhússtóla - boröstofustóla unglinpahúsaögn - sófasett sofaboro og m.fl. OpiS til kl. 16.00 í dag ocj frá 14 - 16 sunnudag Visa og Euro raðgreiðslur HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 654 100 nýi haust vetrarlisti ew /-oo/mw^rts Laugavegi 13 - Sími (91) 625870 Athugið: Opið laugardag 10.00-16.00 og sunnudag 13.00-17.00 [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.