Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 17 ERLENT Adams fær áritun London. Reuter. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýðveldishers- ins, IRA, mun fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og hyggst hann fljúga vestur í dag. John Major, forsætisráð- herra Bretlands, segir hugsanlegt, að viðræður við Sinn Fein hefjist fyrir jól verði vopnahléið virt. Talsmaður bandaríska sendiráðsins í London sagði, að Adams fengi árit- unina í Belfast en hann ætlar að fara til níu borga í Bandaríkjunum til að afla stuðnings við kröfuna um sam- einað írland. Breska stjómin hefur verið því andvíg, að Adams fengi vegabréfs- áritun ti! Bandaríkjanna en Major forsætisráðherra sagði í gær á leið frá Suður-Afríku, að Sinn Fein hefði staðið við vopnahlésyfírlýsinguna enn sem komið væri og hugsanlega hæf- ust viðræður við samtökin fýrir jól. Reuter Norska Alþýðusambandið gegn ESB-aðild Áfall fyrir Brundt- land og stjórnina Ósló. Morgunblaðið. LANDSÞING norska Alþýðusam- bandsins samþykkti í fyrradag að mæla gegn aðild að Evrópusam- bandinu, ESB, með naumum meiri- hluta. Er samþykktin verulegt áfall fyrir Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra en andstæðingar ESB-aðildar fagna henni sem mikil- vægum sigri. Niðurstaða atkvæðagreiðslunn- ar, 156 á móti aðild og 149 með, er einnig mikill ósigur fyrir forystu Alþýðusambandsins, sem er hlynnt aðild, en forseti þess, Yngve Haag- ensen, hét að fylgja henni í hví- vetna. Brundtland reyndi þó að bera sig vel og þegar hún var spurð hvort ekki væri erfitt fyrir Verka- mannaflokksstjórn að vera í and- stöðu við Alþýðusambandið þá sagði hún, að svo væri ekki. Um aðild að ESB yrði skorið úr í þjóðar- atkvæðagreiðslu, annars staðar ekki. Brundtland sagði, að það hefði alltaf verið ljóst, að innan Alþýðu- sambandsins skiptust menn í tvær fylkingar og þessi niðurstaða hefði í raun ekki breytt myndinni neitt. Kvaðst hún viss um, að úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslunnar í Finnlandi og Svíþjóð myndu hafa miklu meiri áhrif á afstöðu Norðmanna. í skoðanakönnunum kemur fram, að verulegur meirihluti norskra kjósenda er andvígur ESB-aðild en sé gengið út frá, að Finnar og Svíar samþykki hana þá dregur mikið saman með fylkingunum. Brundtland sagði í fýrradag, að segðu Finnar og Svíar já við aðild en Norðmenn nei, væri samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið í uppnámi. Ákvæði um greiðslur eða kostnað við hann, stofnanaþáttinn og skyldur einstakra ríkja myndu þá gjörbreytast og semjar yrðu um allt upp á nýtt. Þjóðaratkvæði um kynþátta- frumvarp SVISSLENDINGAR efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu á morgun, sunnudag, um stjórnarfrumvarp sem kveður á um bann við kyn- þáttamismunun, áróðri gegn inn- flytjendum og afneitun helfarar þýskra nasista gegn gyðingum. Efri deild þýska þingsins sam- þykkti svipuð lög í gær. Stuðn- ingsmenn frumvarpsins óttast að Svisslendingar muni láta óánægju sína með mikinn fjölda útlendinga í landinu og vaxandi atvinnuleysi í ljós með því að hafna frumvarp- inu. Myndin er af veggspjaldi frá stuðningsmönnum frumvarpsins, en á því stendur: „Maður er mað- ur, er maður, er maður.“ Spenna vegna hátíða- halda zulu-manna Mandela óttast blóðsót- hellingar Höfðaborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, óttast að mannskæð átök blossi upp milli stríðandi fylkinga zulu-manna um helgina vegna fyr- irhugaðra hátíðahalda í KwaZulu- Natal til heiðurs Shaka konungi, sem stofnaði ríki zulu-manna á nítjándu öld. Her Suður-Afríku er með mikinn viðbúnað í KwaZulu-Natal til að af- stýra blóðsúthellingum. Stjórn Inkatha-frelsisflokksins í KwaZulu-Natal hefur ákveðið að efna til hátíðahaldanna þrátt fyrir andstöðu Goodwills Zwelithinis, kon- ungs zulu-manna, sem hefur rofið tengsl sín við leiðtoga flokksins, zulu-höfðingjann Mangosuthu But- helezi. Svo virðist sem konungurinn sé að snúast á sveif með Afríska þjóðarráðinu (ANC), flokki Mandela. Buthelezi, sem er. innanríkisráð- herra í stjórn Mandela, sagði á stormasömum fundi á þingi Suður- Afríku í fyrradag að aðeins þing KwaZulu-Natal gæti aflýst hátíða- höldunum. Inkatha-frelsisflokkurinn er með meirihluta á þinginu. Buthelezi kvaðst ekki búast við átökum vegna hátíðahaldanna. Valdabaráttan meðal zulu-manna hefur kostað meira en 10.000 manns lífið undanfarinn áratug, en dregið hefur úr ofbeldinu eftir fyrstu þing- kosningarnar með þátttöku allra kynþátta í Suður-Afríku í apríl. Rússneski kiarnorkuheraflinn verður fyrir óveniulegum innheimtuaðgerðum Moskvu. The Daily Telegraph. MIKIÐ írafár varð innan Kremlar- múra á fimmtudag, er starfsmaður rafmagnsveitna hins opinbera skrúfaði fyrir rafmagn til höfuð- stöðva kjarnorkuheraflans vegna vangoldinna rafmagnsreikninga. Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra brást æfur við og krafðist þess að starfsmanninum yrði refs- að. Rafmagnsveiturnar hefðu gengið allt of langt í innheimtuað- gerðum sínum og þættust „vera heilagri en páfínn". Reikningur kjarnorkuheraflans, sem eru í Odintsovo, skammt frá Moskvu, hljóðar upp á sem svarar 450 milljónum ísl. kr. Er rafmagn- ið var tekið af höfuðstöðvunum Rafmagn tekið af heraflanum fóru tvær varaaflstöðvar þegar í gang og mun þetta því ekki hafa haft áhrif á varnir landsins. Tals- maður heraflans sagði hins vegar að aðgerðir á borð við þessa gætu haft í för með sér alvarleg vanda- mál við stjórn kjarnorkuvopnanna. Rafmagni var komið á að níutíu mínútum liðnum eftir að yfirmaður heraflans hafði látið í sér heyra. Niðurskurður til varnarmálaráðuneytis Vamarmálaráðuneytið er ein skuldseigasta stofnun Rússlands. Hefur hún ekki greitt neina raf- magnsreikninga frá því í janúar og í Moskvu einni er reikningurinn kom- inn upp í sem svarar 1,8 milljarði punda. Margir skuldareigendur vamarmálaráðuneytisins vildu gjaman segja því til syndanna enda eiga þeir sjálfír í miklum fjárhagserf- iðleikum vegna skulda ráðuneytisins. Aðeins rafweitumar hafa hins vegar lagt í það. Á tímum Sovétríkjanna tilheyrðu yfírmenn vamarmálaráðu- neytisins yfírstéttinni en nú em aðr- ir tímar og framlög til vamarmála hafa verið skorin mikið niður. Talið er að lokunin verði til að auka enn frekar áhyggjur manna af því hvort Rússar séu færir um að verja kjarnavopn sín og aðra staði þar sem geislavirk efni er að finna. Þær jukust mjög vegna nokkurra tilrauna til að smygla geislavirkum efnum frá Rússlandi til Þýskalands í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.