Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gullið í 400 doll- ara únsan London. Reuter. GULLVERÐ í Evrópu hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra vegna spákaupmennsku, sem leiddi til kaupæðis í New York á fimmtudag. Verðið á únsunni hækkaði um rúmlega 3 dollara í London í gær í 396.75 dollara og kann bráð- lega að fara yfir 400 dollara í fyrsta skipti síðan í fyrra þegar verðið var mest 409 dollarar. Gullkaup öflugra bandarískra fjárfestingasjóða hafa leitt til rúmlega 10 dollara hækkunar síðan 1. september, en spákaup- mennska með silfur varð kveikja hinnar nýju verðhækkunará gulli á fímmtudaginn. „Allir búast við hækkun og tala um 400 dollara," sagði markaðssérfræðingur í Genf. „En ég er ekki trúaður á það og allt bendir til þess að verðið sé of hátt.“ Ýmsir sérfræðingar telja að verðhækkun á gulli kunni að leiða til vaxtahækkun- ar í Bandaríkjunum. Botnfiskvinnslan rekin með tæplega 3% halla á þessu ári Um 1,7% hagnaðuraf botnfiskveiðum SAMKVÆMT áætlun Þjóðhagsstofnunar er við rekstrarskilyrði í ágúst 1994 áætlað að hagnaður af botnfiskveiðum sé 1,7% af tekjum ef miðað er við áætlaðan afla yfirstandandi árs, en 0,7% tap sé miðað við áætlaðan afla á næsta ári. Sam- kvæmt stöðumati við skilyrði í ágúst 1994 er hins vegar 2,9% tap af rekstri frystingar og sölt- unar ef miðað er við áætlaða framleiðslu ársins í ár. Sameiginleg afkoma botnfiskveiða og -vinnslu er samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar neikvæð um 0,4% í ágúst þegar miðað er við afla og framleiðslu yfirstandandi árs, og ef miðað er við afla á næsta ári en verðskilyrði í ágúst 1994 er talið að afkoman verði neikvæð um 2,5%. Á árinu 1993 var afkoman hins vegar jákvæð um 0,6% og á árinu 1992 var hagnaðurinn að teknu tilliti til greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði sjáv- arútvegsins 2,5%. Í upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun kemur fram að hagnaður frystingar og söltunar var 0,8% af tekjum á árinu 1993, og er það nokkuð lakari afkoma en árið 1992 þegar hagnaður nam 1,6% af tekjum, en á árinu 1992 fékk botnfiskvinnslan greitt úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins fjár- hæð sem nam 4,8% af tekjum. Samkvæmt stöðu- mati við skilyrði í ágúst 1994 er 2,9% tap af rekstri frystingar og söltunar ef miðað er við áætlaða framleiðslu ársins í ár. Ef miðað err við áætlaða framleiðslu á næsta ári, þ.e. nýbyrjuðu fiskveiðiári, og rekstrarskilyrðin í ágúst nemur tap frystingar og söltunar 3,3% af tekjum. Hækkandi hráefniskostnaður 'Hráefniskostnaður fer nú aftur hækkandi sem hlutfall af tekjum vinnslunnar. Á árinu 1991 þeg- ar hlutfallið var hæst nam það 58,6%, en lækkaði í 57,3% árið 1992 og 56,5% 1993, en er talið vera um 61% í ágúst 1994. Er þá gert ráð fyrir að hráefnisverð á árinu 1994 verði 10% hærra en það var á árinu 1993, en á fyrstu sjö mánuðum ársins 1994 var hráefnisverð vinnslunnar 11-12% hærra en það var sjö fyrstu mánuði ársins 1993 sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi Islands. Hlið- stæðar athuganir fyrir botnfiskveiðar á árinu 1993 sýna að hagnaður veiðanna að meðtöldum frysti- skipum nam 0,2% af tekjum. Tap var af rekstri togara sem nam 2,9% af tekjum, hagnaður frysti- skipa var 10,6% af tekjum, en 4,9% tap var af rekstri annarra báta en ioðnuskipa. Samtals 2,3% hagnaður Þjóðhagsstofnun hefur gert upp afkomu rækju- veiða og -vinnslu og loðnuveiða og bræðslu á sama hátt og botnfiskveiðar og -vinnslu. Árið 1993 var hagnaður af rækjuveiðum og -vinnslu 6,7% af tekjum, en hagnaður af loðnuveiðum og bræðslu nam 12,4%. I ágúst 1994 er talið að báðar þessar greinar skili hagnaði sem nemur 14% af tekjum. Samtals reyndist afkoma botnfiskveiða og -vinnslu, rækjuveiða og -vinnslu og loðnuveiða og bræðslu vera jákvæð um 2,2% á árinu 1993. Áætlað er að hagnaður þessara greina sé 2,3% í ágúst 1994 og að hagnaðurinn sé 0,6% ef mið- að er við verð í ágúst 1994, en afla og fram- leiðslu ársins 1995. Ráðstefna Ræða starfsskil- yrði iðnaðar NÝ SKÝRSLA starfshóps um starfsskilyrði iðnaðar verður kynnt á ráð- stefnu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins sem hald- in verður næstkomandi þriðjudag þann 27. september kl. 14-17 í Átthaga- sal Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina „Framtíð iðnaðar á íslandi: Starfsskilyrði og sambúð við sjávarútveg", verður íjallað um hvern- ig farsælast sé að tryggja öfluga atvinnuuppbyggingu og hagvöxt til fram- búðar og leysa úr því sem nefnt hefur verið sambúðarvandi iðnaðar og sjávarútvegs, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Starfshópnum var ætlað að kanna stöðu iðnaðar í samanburði við aðrar atvinnugreinar og fjalla um sveiflur í þjóðarbúskapnum og áhrif þeirra á þróun iðnaðar. Þá var hópnum ætlað að bera saman helstu þætti í starfsskilyrðum iðnfyrirtækja hér á landi og í helstu nágranna- og sam- keppnislöndum. I skýrslu starfshópsins kemur fram að íslenskur iðnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Raungengi hafi verið hátt, vextir sömuleiðis og lægð í efnahagsmálum heima og erlendis hafi veikt mark- aði fyrir íslenska iðnaðarframleiðslu. Fyrir vikið hafi hún dregist saman nær samfellt allar götur frá árinu 1987. Skilyrði greinarinnnar hafa hins vegar smám saman farið batn- andi að undanförnu að mati skýrslu- höfunda. Lækkun hefur orðið á raungengi og vöxtum og skýr bata- merki komið fram í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi. Við bætist að stöðugleiki í verðlagsmálum virðist hafa verið að festa sig í sessi. Starfshópurinn telur engan vafa leika á því að sveiflujöfnun í sjávarút- vegi skipti höfuðmáli fyrir vöxt iðn- aðar og annarra samkeppnisgreina. Slík sveifluhöfnun sé því í raun snar þáttur í almennri atvinnustefnu. í skýrslunner bent á tvær leiðir til sveifluhöfnunar í sjávarútvegi, ann- arsvegar verðjöfnunarsjóð og hins vegar auðlindagjald. Ekki er þó gerð tillaga um hvora leiðina eigi að fara. l FRYSTIVELAR KÆLIVÉLAR Vandaðar - ódýrar - Umhverfisvænar ALHLIÐA KÆLIPJONUSTA KÆLITÆKNI Skógarhlíð 6,101 Reykjavík.Sími 91-614580. Fax. 91- 514582. V/ • ACO • ACO • ACO ■ ACO • A C O comma íóðj frn m Tðlviin aco SfMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVÍK Einfaldleaa betri GREIÐSL UMIÐL UN Tékkanotkun W89 1990 1991 1992 1993 Heildarvelta (milij. kr.) 1.039.297 1.200.813 1.245.198 1.185.352 1.129.350 Fjöldi tékka (þús. stk.) Heimild: Hagtölur mánaðarins. Oebetkortanotkun Velta (milljónir kóna): Innanlands: Erlendis: Færslufjöldi (þús.): Innanlands: Erlendis: . Fjöldi korta Kreditkortanotkun Velta (milljónir kóna): Innanlands: Erlendis: Færslufjöldi (þús.): Innanlands: Eríendis: __________________________ 27.167 28.506 29.397 29.427 28.878 1989 1990 1991 1992 1993 - -- - - 18 - - - • - - 1989 1990 1991 1992 1993 34.238 41.030 47.340 52.905 56.174 28.947 34.678 39.772 45.255 48.506 5.291 6.352 7.568 7.650 7.668 11.833 12.702 13.592 15 787 16.602 11.093 11.910 12.625 14.779 15.619 740 792 967 1.008 983 Janúar - júli Júlí 1993 1994 1993 1994 640.552 590.444 98.193 1.039.297 16.489 14.284 2.495 1.627 Janúar - júli Júli 1994 1994 1994 1994 630 3.180 2.550 404 617 3.146 2.529 410 13 34 21 153 44 204 161 367 43 200 158 371 1 4 3 232 23.048 72.364 49.316 214 April júní % breyt. apr.-júní 1993 1994 '92-'93 ‘93-‘94 13.795 13.668 +8,43 -0,92 11.921 12.184 +9,43 +2,21 1.874 1.484 +2,52 -20,79 4.128 4.367 +8,00 +5,79 3.883 4.123 +8,47 +6,16 244 244 +0,99 -0,08 Alþjóðaviðskipti Þi'ii' keppa um stöðu yfirnmnns WTO Genf. Reuter. MEXÍKÓMAÐUR, ítali og Suður- Kóreumaður hafa opinberlega gefíð kost á sér í stöðu yfírmanns nýrra alþjóðlegra viðskiptasamtaka, WTO, sem munu leysa GATT af hólmi á næsta ári. Um leið hafa samningamenn stór- veldanna fullvissað viðskiptaþjóðir þeirra um að leiðtogar stórveldanna hafí skuldbundið sig til þess að stað- festa GATT-samning þann sem samkomulag varð um í desember nógu tímanlega til að hann gangi í gildi 1. janúar og WTO taki til starfa. Lokaslagurinn um stöðu leiðtoga WTO hófst á fimmtudag þegar Brasilía dró til baka framboð Rub- ens Ricupero fyrrverandi fjármála- ráðherra og Evrópusambandið lýsti yfir formlegum stuðningi við fyrr- verandi viðskiptaráðherra Ítalíu, Renato Ruggiero, sem nú gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá Fiat. Keppinautar Ruggiero eru frá- farandi forseti Mexíkós, Carlos Sal- inas de Gortari, og viðskipta- og iðnaðarráðherra Suður-Kóreu, Kim Chul-su. Stjórnarerindrekar telja óvíst að annar hvor þeirra fái nógu mikinn stuðning og verið geti að sætzt verði á viðskiptaráðherra Nýja-Sjálands, Philip Burdon. Búizt er við lokaaákvörðun — sennilega í nóvemberlok — þegar 125 aðildarríki GATT hafa haft samráð sín í milli. Stjórnarerindrek- ar telja að úrslitin kunni að ráðast af samningum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stöðu yfir- manns Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París, OECD. Salinas nýtur stuðnings ríkja Rómönsku Ameríku, sem hafa vax- , andi áhrif innan Gatt og hefur ver- ið talinn sigurstranglegastur. Hann lætur af störfum forseta Mexíkó 1. desember, í sama mund og Peter Sutherland frá írlandi lætur af störfum yfirmanns GATT. Ruggiero hefur hins vegar fengið aukið fylgi utan ESB — frá fyrrver- andi kommúnistaríkjum í Evrópu og mörgum ríkjum Afríku og Asíu — þar sem hann er bæði sérfræð- ingur í viðskiptamálum og líklegur til þess að hafa pólitísk áhrif. Sum- ir telja að hann hafi náð forystunni. „Margir óttast að Salinas geti ekki staðið uppi í hárinu á Banda- ríkjamönnum,“ sagði stjórnarerind- reki nokkur. „Við óttumst líka að hann muni ekki skipta sér af dag- legum rekstri." Kim nýtur stuðnings ASEAN- ríkja Suðaustur-Asíu og Ástralíu. Stuðningsmenn Ruggiero og Kims segja að WTO þarfnist sérfræðings með nána þekkingu á viðskiptamál- um fremur en stjórnmálamann, þótt hann njóti virðingar á alþjóða- vettvangi og hafi staðgóða hag- fræðiþekkingu eins og Salinas. Fylgismenn Salinas benda á þátt hans í því að markaðsbúskapur hefur verið tekinn upp í Mexíkó í stað verndarstefnu og baráttu hans fyrir fríverzlunarsamningi Norður- Ameríku, NAFTA. \ r r !. í ! r i t i r i * i I i í !4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.