Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 11 I í ► I ) í I > í I § » » LAIMDIÐ Fjársöfnun til kaupa á sjákralyftara Þórshöfn — Skemmtun og kaffi- sala var haldin fyrir skömmu í félags- heimilinu Þórsveri og var ágóðanum varið til kaupa á sjúkralyftara fyrir dvalar- og hjúkrun- arheimilið Naust. Frumkvæðið að söfnuninni átti Kristján Sigfússon og fékk hann gott fólk í lið með sér til þess að hrinda mál- inu í framkvæmd. Árangurinn lét ekki á sér standa og fullt hús var í félagsheimilinu og undirtekir góðar. Margir vildu styrkja gott málefni og lögðu margir sitt af mörkum, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Styrkir voru í ýmsu formi; stór fjárframlög bárust, konur bökuðu fyrir skemmtunina og starfsfólk Nausts gaf einnig sína vinnu. Hljóm- sveit Kristjáns Sigfússonar, Félag- arnir, spilaði ljúfa harmonikkumúsík fyrir kaffigesti og það var einnig til styrktar málefninu. Söfnunin gekk vonum framar því á þessum eina degi safnaðist nægileg fjárhæð til kaupa á umræddum sjúkralyftara en verð hans er um 270 þúsund krónur. Sigrún Óskarsdóttir, hjúkrunar- Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir SIGRÚN Óskarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Nausti, þakkar Kristjáni Sigfússyni, meðlimi í hljómsveitinni Félögunum, fyrir framtakið. forstjóri á Nausti, ogKristján Sigfús- son voru að vonum ánægð yfir því hversu vel söfnunin gekk. Áð sögn Sigrúnar kemur sjúkralyftarinn í góðar þarfir. Fyrir rúmliggjandi sjúklinga er þetta þægilegri flutn- ingsmáti og léttir einnig starfsfólki vinnuna og flutti Sigrún Kristjáni bestu þakkir fyrir frumkvæðið fyrir hönd dvalarheimilisins. Aukið félagsstarf Dvalarheimilið Naust er til húsa í gömlu heilsugæslustöðinni. Þar fer nú fram félagsstarf aldraðra en að sögn Sigrúnar hefur verið sótt um leyfí fyr- ir fleiri vistrýmum til ráðuneytisins og segir hún mjög brýnt að þau leyfi fáist. Einnig verður aðstaða til dagvist- unar og skammtímavistunar. Handknattleikslandslið framtíðarinnar í æfingabúðum á Þorlákshöfn OPIÐ HÚS BARMAHLÍÐ - SÉRHÆÐ Góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjórbhúsi ásamt bílskúr. Töluvert end- urnýjuð eign. Opið hús laugardag kl. 16-18. Upplýsingarísíma 50386 eða hjá Valhús, sími 651122 millikl. 11 og 13. 30 dreng- ir æfðu stíft OPIÐIDAG11-14 DALSBYGGÐ 15 EINB. GLÆSILEG EIGN Ca 250 fm einbhús á einni og hálfri hæð m. innb. tvöf. bílsk. Húsið stendur á mjög góðum stað í lokaðri botnlangagötu. Suðvesturgarður og verönd. 4-5 svefnh. Vandaðar eikarinnr. Parket og flísar á gólfum. Fallegt og vel byggt hús. Áhv. húsbr. til 25 ára með 5,75% vöxtum ca 9,0 milli. Verð 16,5-16,9 milli. 3932. FUNAFOLD - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu glæsil. 239 fm einb. ásamt 38 fm bílsk. Húsið er fullb. á vandaðan hátt og er mjög vel staðsett neðan við götu í botnlanga. 4-5 svefn- herb. Fallegt útsýni. Til greina koma skipti á ód. Áhv. 4,8 millj. hagst. lán. Verð 17,5 millj. 3906. KRÓKABYGGÐ - MOS. - BYGGSJ. 5.100 ÞÚS. Nýlegt raðhús 103 fm á einni hæð. Tvö rúmg. svefnherb. Sér bílast. og sérlóð. Verð aðeins 8,4 millj. Mjög ákveðin sala. 3697. FURUBYGGÐ - GLÆSILEG. Vorum að fá í einkasölu glæs- il. fullb. raðhús 110 fm m. sérl. vönduðum innr. Áhv. húsbr. 5,3 millj. Verð aðeins 8,8 millj. 3549. VANTAR RAÐHÚS - FANNAFOLD/FUNAFOLD. Vantar raðhús f. traustan kaupanda. á ca 10-11 millj. m. bílskúr. Nánari uppl. veitir Bárður Tryggvason. Þorlákshöfn - Handboltaskóli HSÍ fyrir drengi fædda 1980 var í Þor- lákshöfn um síðustu helgi. Alls voru mættir um 30 drengir úr 12 félögum. Æfingár voru mjög stífar og stóðu frá föstudagskvöldi fram á sunnu- dag. Leiðbeinendur í skólanum voru Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-16 landsliðs, Guðmundur Sigfússon, að- stoðarþjálfari, Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, Einar Þorvarð- arson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, og Gunnar Kjartansson, alþjóðadómari í handknattleik. Heimir sagði að nú væri aftur farið að leggja meiri áherslu á ung- lingastarfið og hugað að landsiiði framtíðarinnar. Þessi hópur var val- inn í vor. Forráðamenn félagsliðanna tilnefndu nokkra leikmenn sem mættu í æfingabúðir og úr þeim hópi var svo valinn þessi 30 manna kjarni. Fyrirhugað er að fjölga eitt- hvað í hópnum. Þorbergur Aðalsteinsson sagði i sínum fyrirlestri frá því hvernig upp- byggingu landsliðsins væri háttað og hvernig þessi hópur kemur inn í þá mynd. Upp úr aldamótum verða þessir drengir uppistaða U-21 árs landsliðsins og jafnvel sumir komnir í A-Iandsliðshópinn. Erfiðar æfingar Auðunn Jóhannsson, annar fulltrúi heimamanna í hópnum, sagði að þessi helgi væri búin að vera ansi erfið, margar góðar æfingar og fyrir- lestrar. Hann var ekki í nokkrum vafa um að þessar landsliðsæfíngar yngri flokkana og fyrirhuguð þátt- taka í mótum kæmi til með að efla handboltann verulega. Samkeppnin í félögunum hefur aukist og strák- arnir verða að sýna metnáð og vinna vel til að halda sér í hópnum. „Fyrir okkur í Þorlákshöfn, sem erum til- tölulega ungir í handboltanum, er það að fá handboltaskólann hingað alveg ómetanlegt. Gimli, fasteignasala, Þórsgötu 26, sími 25099. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson LANDSLIÐSMENN framtíðarinnar í æfingabúðum í Þorlákshöfn ásamt þjálfurum sinum, Heimi Ríkharðssyni, vinstra megin við hópinn, og Guðmundi Sigfússyni, hægra megin. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson SUNDLAUGIN er í fullri notkun og mikið buslað. Bjarnarfj örður Fjölmenni á réttarballi Laugarhóli - Réttað var í Skarðs- rétt í Bjarnafirði á Ströndum um síðustu helgi og þá strax á eftir haldið réttarball á Laugarhóli. Mætti þar til leik á annað hundrað manns. Sundnámskeið hafa staðið frá septemberbyrjun og verða fram í nóvember en þá verður fermingar- barnamót haldið þar. Það var fjölmennt í Bjarnarfirði helgina 16.-18. september sl. En þá fór fram fyrsta leit að fé á af- réttinum allt frá Selárdal norður í Kaldbak. Réttar var í Skarðsrétt á bökkum Bjarnarfjarðarár. Um kvöldið var svo haldið réttarball á Laugarhóli og mættu þar yfir eitt hundrað manns sem er óvenju fjöl- mennt. Skólahaldi er nú lokið á Laugarhóli en þó hefur verið mikil starfsemi í húsinu. í haust hófust svo sundnám- skeið um mánaðamótin ágúst-sept- ember. Fyrst voru námskeið fyrir Drangsnesskóla fram til 10. sept- ember. Þá hófust námskeið fyrir Grunnskólann á Hólmavík 12. september og standa þau til 4. október. Fyrstu helgina í nóvember koma svo sóknarprestar sýslunnar sam- an á Laugarhóli með fermingar- börn næsta vors til kennslu og kynningar. Verður þá heimavistin og kennslustofur í fullri notkun. Aukin þjónusta í verslun Þorlákshöfn - Þrjár nýj- ar verslanir voru opnað- ar í Þorlákshöfn nánast sama daginn. Einnig hóf starfsemi sína ný hársn- yrtistofa. Skipaþjónusta Suður- lands, sem rekið hefur verslun með veiðarfæri, vinnu-, regn-, útifatnað og íþróttaskó, hefur nú fært úr kvíarnar. Þar er nú lögð áhersla á barna- og unglingafatnað og á boðstólum eru mörg þekkt merki, að sögn Onnu Lísu Gunnarsdótt- ur, nýráðins verslunar- sljóra. Nýja verslunin hefur hlotið nafnið Jasm- Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson HELGA Halldórsdóttir, hárskeri, í hársnyrtistofunni Ars. Stoð sf., sem fram að þessu hefur rekið bygginga- og matvöruverslun, hefur líka stækkað við sig og býður nú fjöl- breyttar tískuvörur og betri klæðnað ásamt vísi að skóverslun sem ekki hefur verið til í Þorláks: höfn fyrr. Anna Berglind Júlíus- dóttir, nýráðinn verslunarstjóri, sagði að viðbrögð fólks hefðu verið góð og salan færi vel af stað. Beint á móti heitir enn ein verslunin sem opnuð var í síðustu viku. Eigendur eru Stefán Guð- mundsson og Hlif Ragnarsdóttir, sem einnig rekur hársnyrtistof- una Hárnýjung. Beint á móti býð- ur upp á blóm, gjafavöru, barna- föt og fleira. Helga Halldórsdóttir, hár- skeri, opnaði nýlega nýja hársn- yrtistofu sem heitir Ars. Helga vann áður á Rakarastofu Þóru Gríms, sem nú hefur hætt rekstri. EIGNAHÖLLIN FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 20 68 OO 57 Opið 11-14 laugardag og sunnudag Hæðargarður. 97 fm efri sérhæð í Smaíbúðahverfi. Leyfi til að lyfta þaki. Gott parket á stofum. Nýl. eldhinnr., nýl. gler. Laus. Lyklar á skrifst. Kaplaskjólsvegur. 2ja herb. íb. á 2. hæð með bílskýli. Laus. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Þingholtin - miðbær. 74 fm 3ja herb. falleg íb. í gamla stílnum á 3. hæð í vel byggðu steinhúsi. Ennfremur stúdíóíb. á sömu hæð. Eignask. mögul. Blöndubakki. Góð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Stórt herb. í kjall- ara fylgir með aðg. að snyrt- ingu. Hagstætt verð. Laus strax. Víðimelur. Góð íb. 130 fm. Allt nýtt. Falleg eign á einum besta stað í Vesturbænum. Verð 10,8 millj. Höfum kaupanda Vantar góða eign 4ra-5 herb. með bílskúr í Þingholtunum Helst nálægt Skólavörðuholti á verðb. 10,5-11 millj. Staðgr. Erum að leita. að 3ja herb. íb. á Melunum eða Högunum. Góð útb. Verðhugm. 7,4 millj. Símon Ólason hdl.,lögg. fastsali. Hilmar Viktorsson viðskfr. Kristín Höskuldsdóttir, ritari. Brímir SU til Djúpavogs Djúpavogi-Rækjuskipið Brímir SU 383 kom þriðjudag- inn 20. september sl. tii Djúpavogs. Skipið var keypt frá Brjánslæk og hét áður Guðmundur Guðjónsson. Stærð skipsins er 225 tonn og er það knúið 900 ha. vél af tegundinni Grená, smíðað í Fredrikshavn 1070. Eigandi er Sigurnes hf., Djúpavogi. Það er búið vélum til rækju- frystingar og því fylgir 300 tonna rækjukvóti. Skipstjórar verða Hallgrímur Guðmunds- son og Sigurður Ingimarsson. Skipið fór á veiðar miðviku- daginn 21. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.