Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 13 VIÐSKIPTI Símayfirvöld Notenda- búnaður hlutí síma- þjónustu „NOTENDABÚNAÐUR er að okkar mati nánast óaðskiljanlegur hluti af símaþjónustu. Þetta er ekki einungis okkar skoðun heldur er þetta al- mennt viðhorf í heiminum. Það er nánast óþekkt að símafyrirtæki selji ekki símabúnað," sagði Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og síma- málastjóri, aðspurður um hvaða rök væru fyrir því að stofnunin selji yfír- leitt notendabúnað. Eins og komið hefur fram úrskurðaði Samkeppnis- ráð um fjárhagslegan aðskilnað milli söludeildar notendabúnaðar og Pósts og síma og þeirrar starfsemi sem nýtur einkaleyfísverndar. Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma bætti því við að sala á notendabúnaði væri liður í þeirri stefnu stofnunarinnar að bjóða heild- arlausnir fyrir sína viðskiptavini. I Þessi þjónusta væri einnig mikilvæg fyrir íbúa á landsbyggðinni sem gætu keypt bæði síma- og faxbúnað á öllum pósthúsum. Benti hún jafn- framt á að erlendum símafyrirtækj- um væri heimilt að selja notendabún- að ef þau myndu ákveða að setja upp útibú hér á landi. Einkaréttur Pósts og síma í sölu á notendabúnaði var afnuminn árið 1984 og hefur stofnunin því keppt við einkafyrirtæki á þessu sviði um tíu ára skeið. „Tilvist Pósts og síma ; hefur tryggt raunverulega sam- keppni á markaði fyrir notendabún- að. Eg tel að verðið á þessum bún- aði væri hærra ef Póstur og sími væri ekki á markaðnum. Þegar far- . símakerfið var sett á fót var tekin ákvörðun um að Póstur og sími seldi ekki farsíma. Þegar við fengum leyfí til að selja farsíma tveimur árum seinna skilaði sér loksins hingað sú verðlækkun sem hafði orðið -í ná- grannalöndunum," sagði Hrefna Ing- ólfsdóttir. Húsnæðisstofnun Rekstrar- kostnaður minnkaði um 10% REKSTRARKOSTN AÐUR Hús- næðisstofnunar ríkisins nam samtals 400 millj. kr. á árinu 1993 á verðlagi þess árs og hafði minnkað um 10% frá árinu þar á undan. Kom þetta fram í erindi, sem Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri stofn- unarinar, flutti á ársfundi hennar í gær. Að frádregnum þjónustutekjum nam rekstrarkostnaðurinn hins vegar aðeins 177 millj. kr. og hefur ekki verið lægri frá því fyrir árið 1985. Sigurður kvað ýmsar ástæður vera fyrir minni rekstrarkostnaði. í fyrsta lagið hefði rekstur Húsnæðisstofnun- arinnar færzt í eðlilegt horf á síð- ustu árum eftir mjög dýrarar og umfangsmiklar breytingar á hús- næðiskerfí landsmanna hvað eftir annað á umliðnum árum. í máli Sigurðar kom einnig fram, að bein peningalán Húsnæðisstofn- unarinnar hefðu numið 4.809 millj. kr. í fyrra, sem jafngilti 23% raunvirð- islækkun miðað við árið þar á undan. Húsbréfalán hennar námu hins vegar 12.016 millj. kr. Samtals námu þessar lánveitingar því 16.825 millj. kr., sem jafngilti tæplega 13% raunvirðislækk- un frá árinu á undan. Lán þessi voru veitt til byggingar eða kaupa á sam- tals 4989 íbúðum og væri þar um tæplega 20% fækkun að ræða. GRAFlSK HONNUN: MERKISUENN HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.