Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Ríkið í bullandi samkeppni við versl- un og þjónustuaðila á sviði símamála NOKKUR umræða hefur átt sér stað um stöðu Pósts og síma hér á síðum Morgun- blaðsins og er það vel. Því miður virðist enn langt í land að einkafyrirtæki sem starfa á þessu sviðj búi við eðlilega sam- keppnisaðstöðu því skilning á málinu virðist skorta. Síminn er veitustofnun Síminn er sam- bærilegur við veitu- stofnanir eins og rafveitur, hita- veitur og vatnsveitur. Þessar veitu- stofnanir koma með þjónustu sína að inntaki í húsi eða að mæli. Póst- ur og sími selur tæki og þjónustu að eyra og auga hvers manns. Það er sambærilegt við það að rafveitur seldu þjónustu rafvirkja og öll raf- magnstæki. Sama gilti um sölu hitaveitna og vatnsveitna á þjónustu og tækjum sem nauð- synleg eru til að nota heitt og kalt vatn. Það sjá allir hver sam- keppnisstaða annarra yrði ef veitustofnanir færu að keppa við þá á þessum sviðum. Ekk- ert er auðveldara en að láta notendagjöld bera uppi hluta af sölu- og þjónustu- kostnaði af notenda- búnaði og þannig skekkja samkeppnis- aðstöðuna verulega. Nú þegar ber að flytja sölu- og þjónustu á notendabúnaði frá Pósti og síma. Viðtækjaverslun ríkisins var lögð niður á sínum tíma. Sama á hér við um sölu Pósts og síma á notendabúnaði. Ekki dugir að vera með dulið samkrull ef eðlileg- ir viðskiptahættir eiga að ríkja. Bylting á sviðifjarskipta Þegar litið er til baka eru aðeins nokkur ár frá tíma svörtu skífusím- anna. Þá var Póstur og sími einr- átt um innflutning og sölu á not- endabúnaði. í samgönguráðherrat- íð Steingríms Hermannssonar var stigið fyrsta og reyndar eina alvar- lega skrefið sem stigið hefur verið í átt til frelsis á þessu sviði. Þá urðu verulegar framfarir á not- endabúnaði vegna framtaks fyrir- tækja sem hófu innflutning á þess- um vörum. Almenningur og fyrir- tæki gátu nú valið um búnað sem hentaði þörfum hvers og eins. Til þess að notendur eigi kost á að njóta þeirra miklu tækniframfara sem eru að eiga sér stað og munu eiga sér stað á næstu árum verða þeir að hafa frelsi til að velja en það verður ekki fyrir hendi nema öll fyrirtæki á þessu sviði sitji við sama borð hvað viðvíkur sam- keppnisaðstöðu. Póstur og sími á að hætta að keppa við ein- staklinga um þjónustu í notendabúnaði, segir Haukur Helgason, sem telur að þannig megi styrkja stöðu tækniþjónustu úti á landi. GSM-síminn Gert er ráð fyrir að fléiri en eitt GSM-kerfí séu rekin á sama not- endamarkaði. Sá tæknibúnaður sem þarf til að reka slíkt kerfí gerir það auðvelt. Það hlýtur að vera keppikefli að Póstur og simi fái samkeppni á þessu sviði svo Haukur Helgason að notendur hafi val og fyrir hendi sé það aðhald sem samkeppnin veitir. Sala GSM-símtækja hefur farið rólega af stað enda eðlilegt að notendur kynni sér vel þann búnað og þá möguleika sem þetta kerfi býður upp á en enginn vafi er á að það mun þegar fram líða stundir njóta mikilla vinsælda hér eins og reyndin hefur orðið í öðrum löndum. Efling tækniþjónustu úti á landi Mikii aukning hefur orðið hér á landi á margskonar tækni sem byggist á rafeindabúnaði. Þjónusta við þennan búnað er mikilvæg svo að hjól atvinnulífsins í marghátt- aðri framleiðslu vítt um landið geti gengið á eðlilegan hátt. Víða hafa rafeindavirkjar reynt að setj- ast að en verkefni verið það tak- mörkuð að ekki hefur þótt lífvæn- legt. Hætti Póstur og sími að keppa við einstaklinga um þjónustu á notendabúnaði mundi slíkt mjög styrkja stöðu tækniþjónustu úti á landi. Reyndar ætti Póstur og sími að sjá sér hag í því að bjóða út ýmis af stofnverkefnum sínum sem unnin eru af rafeindavirkjum og öðrum sem vinna á þessu sviði. Höfundur er sijórnarmaður í Símvirkjanum - Símtækjum hf. ISLENSKT MAL Jónatan Garðarsson verslun- armaður sagði mjög skilmerki- lega og skemmtilega frá íslensk- um danslagatextum í útvarps- viðtali ekki fyrir. löngu. Þessir textar eru augljóslega mjög mik- ilvægir móðurmálinu, því að þeir eru á nær því hvers manns vör- um þeirra sem erfa eiga landið. Jónatan Garðarsson mælti undir lok viðtalsins á þessa leið (lítil- lega stytt): „íslendingar vilja íslenska tónlist á íslensku ... íslenskt tungumál er sannarlega fyrir okkur íslendinga það skemmti- legasta sem við eigum. Tungan er svo fjölbreytileg, hún er sí- kvik og sílifandi, og það má þakka þessari umræðu og þess- ari vakningu nýsmíði orða og það hvað við erum með fjöl- breytilegt tungumál. í mínu fagi reyni ég og mitt samstarfsfólk daglega að snúa erlendum orð- um yfir á íslensku. Geislaplata kemur þannig, snælda er náttúr- lega gamalt orð, en tekið upp í nýrri merkingu fyrir kasetta ... Það er talað um hljómföng [auðk. hér] í dag, af því að við erum með segulbandsspólur, geislaplötur o.s.frv. og yfír þetta allt er eitt heiti, sem er hljóm- föng, samanber ritföng. Innan skamms verða hljómfangaversl- anir um allt land...“ Það er sem sagt víða unnið á akri íslenskrar tungu. Þar eru fleiri að, betur verki farnir og á víðara svæði en margur mun hyggja. ★ Tíningur 1) Ósköp var notalegt að heyra leikhúsmann tala um burðarhlutverk í leikriti. Þetta er auðvitað eitt þeirra hlutverka sem bera verkið uppi. Venjuleg- ur tuggumaður hefði trúlega sagt „lykilhlutverk" (e. key role). 2) Forsetningarnar til og frá stýra hvor sínu falli (ekki „sitt- hvoru“) og eiga að fá frið til þess. Þess vegna koma menn að og frá iandinu, því að að og frá stýra sama falli. En ef Umsjónarmaður Gísli Jónsson 763. þáttur til er ein á ferð, stýrir hún eign- arfalli sínu. Menn koma til landsins. 3) Lýsingarhátturinn „krefj- andi“ er svo sem gildur (dönsku krævende), en mjög ofnotaður. Tilbreytingu vantar um það sem er vandasamt, kröfult eða reynir mjög á hæfíleika manna. 4) Og enn er það „telja-dell- an“. Þessi lágkúrulega, óhugs- aða dönskusletta vellur yfir okk- ur eins og þokusúld. En íbúar Reykjavíkur „telja ekki hundrað þúsund“ (og mega ekki vera að því), og því síður mega íbúar Kaupmannahafnar vera að því að „telja nær hálfa milljón". Mörkin á íþróttavellinum eru steindauð og kunna auðvitað ekki að telja, en þau ráða (úrslit- um) og eru því skilvíslega talin. 5) „Standpunktur" er líka álappaleg danska um það sem á íslensku heitir sjónarmið eða afstaða. 6) Eigum við ekki aðeins að hvfla „púlsinn", þó ekki væri nema um helgar svona fyrst í stað? Er ekki unnt að komast öðruvísi að orði til spari en „taka púls“, þegar á að kynna sér stöðu mála eða ástand? Prófíð þið bara! 7) Og þá erum við komin tU fundar, ekki „mætt til að funda“. Sögnin að funda er ein- hver hvimleiðasta nýmyndun í síðari tíma íslensku, enda mjög vinsæl af þeim sem minnstan hafa málsmetnað og daufasta tilfínningu. Hún er bamamálsieg án þess að vera sniðug. Hún er lágkúruleg. Hún minnir á það málfar, þegar sögnin að strumpa var einhöfð. Hún kem- ur í staðinn fyrir að hittast (að máli), ræðast við, ræða saman, halda fund(i); þinga og síðast en ekki síst finnast (að máli) enda er fundur dreginn af þriðju kennimynd sagnarinnar að finna; fundum. Fyrfr skömmu var frá því skýrt að Yassir Arafat og Isak Rabín „funduðu" í Kairo. Gat misskilist, ef sagt hefði verið að þeir fundust eða hittust, rædd- ust við? Ekki var þetta fjölda- fundur eða stúkufundur. [Eftir að þetta var skráð í ólund, var það fyrirmyndartal í sjónvarps- fréttum að sömu menn hefðu ræðst við í Ósló.] Hvemig væri að nota bara sögnina að *hesta í staðinn fyrir að ríða eða fara ríðandi o.s.frv.? Hvemig væri að *beija í staðinn fyrir að tína ber eða fara í beijamó? Hvemig væri að *mata í staðinn fyrir að borða, snæða, éta (eta) og matast? (Kannski mætti auðga málið að sögnunum að *hnífa og *gaffla.) Hvernig væri að *bíla í staðjnn fyrir að aka og keyra? Hvernig væri „að funda um það efni að lágmarka“ (e. minimize) sagnafjölda og hafa þær allar þannig, að hvaða orð- bjálfi sem er, geti ekki annað en beygt þær rétt? Er ekki mál- ið aðeins til þess að gera sig skiljanlegan eða hræsna? Skiptir fegurð, reisn, fjölbreytni og auðgi einhveiju? Og hver á að segja fyrir um smekkinn? Hvað er fegurð, reisn, fjölbreytni og auðgi? Er ekki kannski best að vera ekkert að þessu þrasi? Og hvað skyldi nú umsjónarmaður vera búinn að segja þetta oft? Sigurður skólameistari sagði að endurtekning, linnulaus endur- tekning, væri kennara kækur. Já, og mér var sýnd fyrirsögn í blaði því sem kunningjar mínir kölluðu stundum í vinsamlegu gamni Sveita-Samúel. Þar var þessi merkilega supming: „Klára Akurnesingar dærnið?" Era þeir kannski að reikna út Hvalfjarðargöngin? . ★ Inghildur austan kvað: Svo var það Heggstaðahundurinn Snati, svo hyskinn að gera allt í plati. Þegar Kolsverta gaut, sagði Kristín í Laut, voru hvolpamir flestir með gati. ★ Björg Björnsdóttir sjónvarps- fréttamaður fær stig fyrir að segja ungbarn, ekki „unga- bam“. Strætó á leið til framtíðar EITT AF mörgum verkefnum borgarsam- félags er að tryggja ör- uggar samgöngur innan sinna marka. Einkabíll- inn er þar í fyrirrúmi, en almenningsvagnar gegna þar einnig mikil- vægu hlutverki sem margir vildu sjá stærra. Um 7% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með strætó og þó margir minnist umræðu um fækkun farþega á undanfömum áratug- um, flytja vagnamir þó 32-34 þúsund farþega á höfuðborgarsvæðinu hvern virkan dag. Farþegatölur síð- ustu missera gefa góðar vonir um að tímabil fækkunar sé liðið og aukn- ing framundan. Þá er ferlið í sam- ræmi við reynslu erlendis. Hins veg- ar er hlutfall ferða með aimennings- vögnum miðað við aðra ferðamáta lægra hér en í mörgum borgum er- Hraðferðir SVR keppa við einkabílinn í ferða- tíma, segir Hörður Gíslason, og nú í byrjun vetrar verður hraðleið- um ijölgað. lendis, þó þar séu víða miklar jám- brautasamgöngur. En hvers vegna er það keppikefli að fleiri hugi að þessum ferðamáta fyrir sig og sína? Því má svara stutt með tilvísun í holla lífshætti, um- ferðaröryggi og samfélagslegan sparnað. Á síðari árum hafa vankantar óheftrar notkunar bíla í þéttri byggð orðið æ ljósari. Þar má nefna há- vaða, kostnað við umferðarmann- virki, óhollustu af útblæstri frá vél, hjólbarðaryk og það getur ekki talist góð nýting íjármuna að ökumaður sé oftast einn í bíl. Æ víðar er farið að taka á þessum vanda í borgum erlendis. Þar eru almenningssam- göngur efldar auk þess sem greitt er fyrir hjólreiðum og gangandi fólki. í þessu sambandi má benda á að þegar í haust verður ferðatíðni á leið- um 14 (Hlemmur-Engjahverfi) og 16 (Mjódd-Keldnaholt) aukin og teknar upp hraðferðir á fjórum nýj- um leiðum úr austur- hverfum borgarinnar að Hlemmi á millitíma með hliðsjón af brottför vagna á öðrum leiðum. Þannig verða 10 mínút- ur milli brottfarar úr Árbæ, Grafarvogi, Seljahverfi og Efra- Breiðholti á þeim tíma sem flestir eru á leið að heiman um hálf átta og hálf níu virka daga. En hvað hafa vagn- arnir þá að bjóða þeim sem þekkja lítið til þeirra? Nútímalegan ferðamáta, þétt leiðanet, fjárhagslegan ávinning, traustar upplýsingar um ferðir og þægilega vagna. Flestir vagnarnir eru nýlegir, með ríkulegan sérbúnað til þæginda og öryggis. Til að lýsa þeim búnaði þyrfti sérstaka greinar- gerð, en sem dæmi má nefna hljóð- einangrað rými um vél og hita sem hálkuvörn í tröppum. Á sl. 8 árum hafa komið um 60 nýir vagnar á höfuðborgarsvæðið, en alls eru þar rúmlega 90 vagnar. Brýnasta verk- efnið í almenningssamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu er að vekja áhugá' fleiri á strætó. Þegar farþegum fíölg- ar léttir á bílaumferð og þá skapast auknir möguleikar til að auka fram- boð ferða. Strætó kemur seint í stað einka- bílsins, en styrkur vagnanna felst í þjónustu við fjölskylduna og einstakl- inginn í samspili með bílnum. Fastar ferðir s.s. til vinnu eða í skóla með strætó eru fjárhagslegur ávinningur, sem m.a. getur styrkt heimilið til að hafa einkabíl til þeirra verkefna sem strætó nær ekki að leysa. Minni bí- laumferð, aukið umferðaröryggi, minni mengun og hollusta í að ganga stuttan spöl til og frá biðstöð bendir í átt til nútímalegs lífsmáta. Hrað- ferðir með fáum viðkomustöðum milli íbúðahverfa og skóla, vinnu- staða og miðborgar keppa við einka- bílinn í ferðatíma og nú í byijun vetrar verður hraðleiðum í borginni fjölgað og öryggið þar með aukið í vetrarumferðinni. Með því er lögð áhersla á að strætó er líka fyrir þá sem eru að flýta sér. Aukin notkun strætisvagna er allra hagur. Höfundur er starfsmnður SVR. Hörður Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.