Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 37 FÓLK í FRÉTTUM Friður og ást BRESKA danshljómsveitin The Prodigy leikur í íþrótta- húsinu í Kaplakrika í kvöld, eins og hefur líklega farið fram hjá fáum. Hljómsveitin er hugarfóstur Bretans Liams Howells, sem er rétt rúmlega tvítugur, en orðinn einn visæl- asta danslagasmiður heims. Liam, sem er klassískt mennt- aður píanóleikari, starfaði með rappsveit, en varð leiður á of- beldisdýrkun rappsins og vildi frekar boða frið og ást. Hann stofnaði The Prodigy 1991, þá innan við tvítugt, og varð hún snemma ein vinsælasta hljómsveit danshúsa Bret- landseyja. Fyrsta breiðskífan kom út fyrir réttum tveimur árum og seldist gríðarlega vel. Snemma í sumar kom svo út önnur breiðskífa, Music for the Jilted Generation, og hefur fengið frábæra dóma víðast hvar, meðal annars verið kölluð helsta dansplata síðustu ára. í kjöl- far útgáfu plötunnar hefur sveitin síðan verið á stífu tónleikaferðalagi um heiminn. í spjalli við Morgunblaðið segist Liam Howell ekki hafa séð fyrir vinsældir hljómsveitarinnar og reyndar hafi hljómsveitarmeðlimir aldrei stefnt á að verða á allra vör- um. „Það eina sem okkur langaði til að gera var að komast inn á uppáhalds klúbbana okkar sem tón- listarmenn, að fá að spila þar og það sem við vildum, og það skipti ekki máli þó við yrðum að vinna eitthvað á daginn. Vitanlega kemur skemmtilega á óvart hvað við erum vinsæl í dag og það er skemmtilegt að ferðast um heiminn og spila, en það breytir þó ekki eðli hljómsveit- arinnar; að gera bara það sem vilj- um gera og spila bara þá tónlist sem við viljum. Það hefur hjálpað okkur mikið í því að við skyldum vera á samningi hjá smáfyrirtæki, því enginn þar reynir að segja okk- ur fyrir verkum. Ef við hefum sam- ið við stórfyrirtæki væri eins víst að einhver reyndi að gera tónlist okkar sölulegri," segir Liam, og fínnst greinilega illt að hugsa til þess. En er tónlistin ekki nógu söluvænleg þegar platan selst metsölu um allan heim? „Það er alveg rétt að platan hefur selst vonum framar, en samt er tónlistin sem við erum að spila ekki beint söluleg, til þess er hún of hörð. Mér fínnst gaman að setja laglínur inn í lögin mín, og þar hjálpar mér eflaust að ég er menntaður sem klassískur píánóleikari, en ég vil líka hafa harðari kafla inn á milli til að gefa tónlistinni meiri dýpt. Poppið mega hljómsveitir eins og 2 Unlimited sjá um, enda er sú sveit og fleiri álíka beinlínis búinar til til að fleyta tjómann af dansbyltingunni.“ Mikið hefur verið gert úr tengslum danstónlistar í Bret- landi og fíkniefnaneyslu og Liam tekur undir það að of mikið brögð hafi verið af því að dansmenningin breska hafí byggst á lyfjaáti. „Við komumst snemma á snoðir um það að best er að skipta sér ekki af því sem fólk í kringum okkur er að gera þegar við erum að spila, enda er okkar hlutverk að einbeita okkur að því sem við erum að gera á svið- inu,“ segir hann, „en sem betur fer virðist hafa dregið úr lyfjaneyslunni á dansgólfinu. Það verður hver og einn að gera upp fyrir sig hvort hann vilji taka fíknilyf og því miður eru þeir of margir sem það gera,“ sagði Liam að lokum. FOLK Anne Nicole skemmtir sér ► ANNE Nicole Smith komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar hún giftist áttatíu og níu ára gömlum oiíukóngi í Banda- ríkjunum. Þá vakti það athygli að hún yfirgaf hann þegar eftir athöfnina og fór ein í brúð- kaupsferð til Grikklands. Ekki vakti það minni at- hygli þegar sást til hennar í Las Vegas nýlega á kafi í skemmtanalífinu. Er hún var spurð hvar eiginmaður hennar væri, svaraði hún að bragði: „Hann sefur.“ Anne Nicole Smith var við- stödd opnun á Planet Holly- wood í Las Vegas. ÁRTuN . iVAGN.HÖFÐA 1 1, REYKJAVÍK, Si'MI 875090 Dansleikur íkvöldkl. 22-03 Hljómsveitin Tónik leikur fyrir dansi Miðaverð kr. 800 Höfum rúmgóðan veislusal fyrir árshátíðir, haust- og vetrarfagnaði og hvers kyns mannamót. Okkar verð í september er frá kr. 1.500 fyrir þrírétt- aða máltíð ásamt dansleik. Pantið tímanlega. Bókanir fyrir veturinn eru í fullum gangi. Miða- og borðapantanir í símum 875090 og 670051. * Smiðjuvegi 14 (rauö gata) * * í Kópavogi, sími: 87 20 20 * ; Fjölmennið : og takið með : • ykkur gesti! : ; Lifandi tónlist -Galastuð l Slórt bardansgólf LOKAÐIKVOLD . vegna einkasamkvœmis. ® 1 I IV Rokksöngvarinn og hljómborösleikarinn Hilmar Sverrisson I Þœgilegt umfiverfi - ögrandi vinningarl OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00 Benjamín dúfa UM ÞESSAR mundir er unnið að nýrri íslenskri kvik- mynd sem kemur til með að nefnast Benjamín dúfa. Víst er að sumum sem áttu leið fram- hjá tökustað síðast- liðinn sunnudag hefur brugðið í brún, en þá var hús brennt til kaldra kola fyrir framan kvikmyndatökuvél- arnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURÐUR Sverrisson kvikmyndatöku- maður, Gísli Snær Erlingsson leikstjóri, Bárður Kristjánsson og Guðjón Heiðar Hauksson leikmyndahönnuðir. HVERNIG ætli þessi eldsvoði sjá um eldbrögð og sjónhverf- taki sig út á hvíta tjaldinu? ingar í myndinni. Gerðu eitthvað geggjað og komdu á miðnæturdansleik á Hótel Islandi. ^Söngvarar Or söngleiltnum CKEMSE falra laglO. HCmjALLAND sími 687111 V FOSTUDAGS- 0G LAjiGARDAGSKVOLD: ‘Y T EvaAsrun % 'Því ekki að taka lífið létt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.