Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stjáni í bíó á nýju hjóli KRISTJÁN Guðmundsson, Stjáni í bíó, var á ferð um miðbæ Akureyrar á nýja hjól- inu sínu í vikunni. Það gamla, sem hann hafði átt árum sam- an, skemmdist, hann hafði ver- ið að horfa á eftir kvenfólki, gleymt sér og lenti upp úr öllu saman í árekstri. Nú hefur kappinn fengið nýtt reiðhjól og því allar leiðir færar. Krist- ján, sem í daglegu tali er aldr- ei kallaður annað en Stjáni í bíó, var starfsmaður Nýja bíós á Akureyri um árabil, hélt spenntum bíógestum í skefjum áður en hann reif af miðunum og hleypti inn í salinn. 01 Q7H LARUSÞ-VALDIMARSSON,framkvæmdastjori L I I UVt I 0 / V KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteigjiasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Einbýlishús - gott verð - eignaskipti Nýlega staekkað og endurnýjað steinhús, ein hæö, 129,5 fm nettó á vinsælum stað í Hafnarfirði. Góður bílsk. 36 fm. Lóð - trjágarður 630 fm. Skipti mögul. á 4ra herb. hæð í austurborginni eða í austurbænum í Kópavogi. Glæsileg endaíbúð - gott verð Endurnýjuð 4ra herb.‘sólrík íbúð 108,6 fm á 1. hæð við Hraunbæ. Nýtt eldhús. Sérhiti. Kjallaraherb. með snyrtingu. Skipti mögul. á góðri 2ja herb. íb. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3-5,0 millj. Nokkrar 3ja herb. íbúðir mjög góðar m.a. við: Vallarás 5. hæð. Lyftuhús. Parket. Útsýni. Endurb. sameign. Furugrund. 7. hæð. Lyftuhús. Útsýni. Bílgeymsla. Tilb. óskast. Dvergabakka. 3. hæð. Suðurendi. Parket. Ágæt sameign. Eiríksgötu. Jarðhæð. Innr. og tæki ný. Vinsæll staður. Súluhóla. Suðuríbúð. Eins og ný. Ágæt sameign. Fráb. kjör. í gamla góða vesturbænum Getum boðið glæsil. sérhæð um 150 fm auk bílsk. í skiptum fyrir góða 3ja-4ra herb. íb. í borginni eða nágrenni. 2ja herb. - gott verð - góð kjör Kríuhólar. Lyftuhús. 7. hæð. 63,6 fm. Fráb. útsýni. Tilb. óskast.. Sólvallagöta. í kjallara. Samþykkt. Rúmg. föndurherb. Tilb. óskast. Barðavogur. Mjög góð. Stór. Samþykkt. Sérinng. Tilb. óskast. Tómasarhagi. Glæsil. stór suðuríb. í kj. Allt sér. • • • Opið ídag kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGHASAUM UUGWÉGM8SÍMAR2ÍÍ5^Í37Ö Vetrarstarf hvítasunnu- kirkjunnar VETRARSTARF hvítasunnukirkj- unnar er nú að hefjast. Barnastarf- ið, Kristileg krakkasamtök hvíta- sunnukirkjunnar verður hvern föstu- dag kl. 17.15 og er ætlað börnum frá 3ja til 12 ára og verður þeim skipt niður í hópa sem hver fær efni og föndur við sitt hæfi. Sérstakar bænasamkomur verða á föstudögum kl. 20.30. Samkomur fyrir unglinga eru á laugardögum kl. 20.30.og ai- mennar samkomur á sunnudögum kl. 15.30. Boðið verður upp á biblíu- lestra í kirkjunni á miðvikudögum og biblíuleshópa í heimahúsum á þriðjudögum. Samvera eldri borgara verður fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar kl. 16 - 17 og síðar í haust verður boðið upp á hjónanámskeið og fundir verða einnig fyrir þá sem eiga og hafa átt í erfiðleikum með vímugjafa. Messur AKUREYRARKIRKJA: Mess- að verður í Akureyrarkirkju kl. 11.00 á morgun. Guðsþjón- usta verður að Seli kl. 14.00. Guðsþjónusta að Hlíð kl. 16.00. Biblíulestrar hefjast næstkomandi mánudag í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11.00. Barna- starf vetrarins verður kynnt og eru foreldrar, afar og ömmur hvött til að fjölmenna með börnum sínum og barnabörn- um. Bænastund kvenna hefst kl. 20.30 á mánudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 16.00 á sunnudag, ungt fólk og krakk- ar frá Reykjavík sjá um dag- skránna. Kvöldsamkoma fell- ur niður. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsamkoma kl. 11.00 á morgun. Vakningar- samkoma kl. 15.30. Samkoma með blökkumanninum og saxófónleikaranum Reggie Dabbs kl. 20.00 næstkomandi mánudagskvöld. Unglingar og ungt fólk hvatt til að mæta. Kristileg krakkasamtök næsta föstudag kl. 17.15 og bæna- samkoma kl. 20.00. Málverkasýning AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar málverkasýningu á Café Kar- óíinu í dag, laugardaginn 24. sept- ember. Sýningin stendurtil 29. októ- ber næstkomandi. EYJAFJÖRÐUR Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. H O L T Strandgötu 13, Akureyri, sími 96-21967. Til sölu jörðin Mið-Samtún, Glæsibæjarhreppi, ásamt 1.500 kg. sauðfjárkvóta, heyvinnuvélum og húsakosti. Einkasala. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Til sölu býlið Laugasteinn, Svarfaðardal, ásamt 5,0 ha landi, 1,2 ha ræktaðir. Stórt íbúðarhús 250—300 m, bílskúr 51,0 m, 10—15 hesta hesthús m/hlöðu. Tónlistarfr æðingnr flytur fyrirlestur DANSKI tónlistarfræðingurinn Mogens Wenzel Andreasen flytur fyrirlestur í Deiglunni á mánudagskvöld kl. 20.00 og er á vegum Tónlistarskólans á Akureyri. Hann fjallar um þjóðlega tónlist danska tónskáldsins Carls Nielsens. Mogens Wenzel Andreasen er áhorfendum spumingakeppninnar Kontrapunkts að góðu kunnur en hann vakti þar athygli sem litríkasti mælsk- asti og fróðasti meðlimur dönsku sveit- arinnar og hressti oft upp á með orð- heppni og kímnum tilsvörum. í fyrirlestrinum mun hann bregða ljósi á þjóðlega hlið risans í danskri tóniistarsögu, hins þjóðernisróman- tíska Carls Nietsen, m.a. í saman- burði við samtímatónskáld í Dan- mörku og hinum Norðurlöndunum. Fyrirlesturinn er ætlaður almenn- ingi og ekki miðaður við áheyrendur með sérstaka þekkingu á tónlist. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og sagt er að Andreasen sé sérlega skírmæltur og því óþarfi að láta hann fram hjá sér fara vegna dönskufælni. Sinfónían með tónleika SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands er nú á ferðalagi um Norðurland. í dag verða tónleikar í íþróttahús- inu á Sauðárkróki kl. 14 og í KA-hús- inu á Akureyri kl. 21. Síðustu tón- leikamir verða á Húsavík kl. 14 á sunnudag. Hljómsveitarstjóri er aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, Osmo Vánská, en ein- leikari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Efnisskráin er sú sama og verður á fyrstu áskriftartónleikum hljóm- sveitarinnar í Reykjavík að undan- skildu verki Olivers Kentish, Mitt fólk. Morgunblaðið/Rúnar Þór HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra afhjúpar skjöldinn á Oxna- dalsheiði, sem settur var upp í tilefni áfangans. Stórum áfanga í vegagerð fagnað Bundið slitlag milli norð- urs og suðurs STÓRUM áfanga í vegagerð var fagnað í gær, við Sesseljubúð á Öxna- dalsheiði og á Akureyri þegar Hall- dór Blöndal samgönguráðherra opn- aði með formlegum hætti samfellt bundið slitlag frá höfuðborginni Reykjavík og til höfuðstaðar Norður- lands, Akureyrar. Við þennan áfanga komast Húsvíkingar einnig á bundnu slitlagi suður til Keflavíkur. Stytti upp Á Öxnadalsheiðinni gekk á með slydduéljum en þegar ráðherrann, forsvarsmenn Vegagerðarinnar og fylgdarlið mætti á staðinn stytti upp og var skjöldur sem Vegagerð- in lét gera af þessu tilefni afhjúpað- ur í ágætu veðri. Síðan var haldið til Akureyrar þar sem efnt var til kaffisamsætis í tilefni dagsins. Fyrir aldarfjórðungi voru einungis 8 kílómetrar leiðarinnar komnir með bundið slitlag, allir innan þéttbýlis í Reykjavík eða á Akureyri. Árið 1980 voru 10% leiðarinnar með slitlagi en það ár má segja að byijað hafi ver- ið af krafti á þessu verkefni. Síðsum- ars árið 1985 gátu menn ekið á slit- Iagi á um helmingi leiðarinnar og fimm árum síðar voru einungis 50 kílómetrar eftir, erfiðustu og kostn- aðarsömustu kaflarnir þar sem end- urbyggja þurfti veginn. Því verki lauk síðla sumars og síðustu slitlag- skaflarnir voru lagðir, annars vegar um Bakkaselsbrekku og hins vegar um Bólstaðarhlíðar- eða Botnastaða- brekku, um 5 kílómetra á hvorum stað. í i í c i I í i < ( 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.