Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 49

Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 49 ____BREF TIL BLAÐSINS_ Fangar hér og annarsstaðar Frá Skarphéðni Hinriki Einarssyni: EKKI er frítt við að mér brygði hastarlega er ég heyrði á Bylgj- unni á mánudaginn 5. febrúar við- tal við fulltrúa Amnesty Internati- onal. í þessu viðtali kom fram að A.I. hefur áhyggjur af meðferð fanga í USA. Það var sagt að nú sitji um ein milljón fanga í banda- rískum fangelsum og meðferð á þeim sé langt frá því að vera góð. Bandaríkjamenn hafa þverbrotið alþjóðasamþykktir, sem þeir eru reyndar aðilar að, um meðferð fanga og sett fyrirvara við marga kafla í samþykktum eins og t.d. líflát unglinga undir lögaldri sem þeir hafa miskunnarlaust beitt. Það virðist vera hætt við einangr- un fanga eins og tíðkaðist sem þótti mikil refsing. Nú virðist það vera aðalrefsingin að pynta fanga líkamlega og sagði þessi kona sem talaði þarna og mjög fróðlegt var að hlusta á að fangar væru hlekkj- aðir með keðjum um fæturna svo þeir ættu erfitt um hreyfingar. Ég sá í lesendadálkum DV hér um daginn að einhver stakk upp á að fangar hér á íslandi yrðu látnir vinna við vegavinnu. Vonandi verða þeir þá ekki hlekkjaðir eins og bandarískir fangar eru. Þarna kom einnig fram að bandarískir fangar eru niðurlægðir mjög. Klæddir í röndótt föt í áberandi litum og notaðir við vinnu í þágu ríkisins í vegagerð og aðra vinnu langt frá fangelsi og niðurlægðir á þann hátt að almenningur getur komið og skoðað þá, jafnvel ljós- myndað, og fylgst með þeim þar sem þeir strita 8 tíma á dag hlekkj- aðir saman eða þá með fótakeðj- ur. Ég trúði því ekki að þessir hlutir gætu gerst í ríki eins og USA sem við sækjum okkar fyrir- mynd til og maður hélt að væri fyrirmyndarríki þar sem ekkert færi miður þar sem ríkisvaldið væri annars vegar og restin af heiminum ætti að taka sér þeirra vinnubrögð til fyrirmyndar. En raunin mun vera önnur. Það er vonandi að Amnesty International Kaup- menná Lauga- vegi, til í hamingju Frá Pétri Magnússyni: NÚ ER loksins búið að gera hjól- reiðafólk útlægt af gangstéttum Laugavegarins. Er þá ekki næsta skref að útskúfa gangandi vegfar- endum svo bílamenningin fái notið I sín almennilega? Það mætti nú gera ófá bílastæðin úr öllum þess- um gangstéttum. Og þegar það er búið, væri ekki bara tilvalið að setja upp bílalúgur. I þessum mái- um sýnum við íslendingar stöðu okkar sem þjóð stoltra bílaeigenda sem standa vörð um lífsstíl sinn. Þegar aðrar þjóðir Evrópu hanna manneskjulegar og umhverfis- vænar vistgötur í miðbæjum borga með göngu- og hjólreiðastígum, gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að ýta undir notkun gullkálfsins okkar. 28 manneskjur létust í um- ferðarslysum á síðasta ári. Þetta eru smámunir miðað við öll þau hræðilegu slys sem hjólreiðafólk hefur valdið á Laugaveginum. Tökum nú höndum saman og út- rýmum hjólreiðafólki úr miðbæn- um, það er hvort eð er ekkert að j versla, bara að ógna gangandi vegfarendum og bílum með j glannaskap sínum. ' PÉTUR MAGNÚSSON, Bakkavör 20, Seltjarnarnesi. nái að opna augu Bandaríkja- manna fyrir því hvað þeir eru að gera í sínu eigin landi á sama tíma og þeir leika alþjóðalögreglu án þess að nokkur hafi veitt þeim heimild til og halda að þeir hafi verið kosnir af öðrum löndum til að halda uppi aga og reglu í heim- inum. Ég vil segja að þeir ættu að líta sér nær og laga sín mál. Einnig sá ég í fréttaskýringa- þættinum Sextíu mínútur um dag- inn í sjónvarpinu hve miklum órétti svertingjar eru beittir í USA. Þar var fjallað um stúlku sem fékk alltaf lágar einkunnir í skóla. For- eldrunum líkaði þetta ekki en allt kom fyrir ekki. Seinna flutti ijöl- skyldan í annað fylki og þá. kom í ljós að þessi stúlka var góðum gáfum gædd og dúxaði út úr skóla. Seinna kom í ljós að skólayfirvöld í USA létu svertingja fá lágar ein- kunnir, sérstaklega í Suðurríkjun- um, til þess að raska ekki hlutföll- um. Láta svertingja ekki fá of mikil völd. Ef ég svo sný mér að ástandinu hérna heima, hvernig skyldi mál- um vera hagað hér á íslandi í sambandi við fanga? Ég held að þau mál séu í nokkuð góðum far- vegi hér eftir að hið nýja fangelsi á Litla-Hrauni var opnað en það er hörmung og meiri hörmung en orð fá lýst að labba framhjá Hegn- ingarhúsinu á Skólavörðustíg og sjá það hús. Að hugsa sér að þarna skuli lifandi verur vera inni. Það ætti tafarlaust að loka þessu húsi og vista þá fanga sem þar eru á mannsæmandi stöðum. Húsið gæti þjónað öðrum tilgangi, enda orðið gamalt, hafa það sem safn eða eitthvað svoleiðis. Ég læt hér lokið þessum þönkum um málefni fanga. Eitt er víst að það er víða í heiminum sem mannréttindi eru brotin og fangar eiga slæma daga en allra síst hélt ég að fyrirmynd- arlandið Bandaríki Norður-Amer- íku færu svona að en því miður er þetta satt. SKARPHÉÐINN HINRIK EINARSSON, fyrrv. starfsmaður á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.