Morgunblaðið - 06.12.1998, Side 2

Morgunblaðið - 06.12.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg UM 200 manns voru á stofnfundi nýja sanieinaða verkalýðsfélagsins á Hótel Islandi í gær. Stofnfundur sameinaðs verkalýðsfélags í Reykjavík Næststærsta verka- lýðsfélag á landinu • • Olvaðir sviptir öku- skírteinum SEX ökumenn voru sviptir ökurétt- indum aðfaranótt laugardags vegna ölvunaraksturs í Reykjavík. Lögreglan hefur frá því á fimmtu- dag svipt hátt á annan tug öku- manna ökuréttindum vegna ölvun- araksturs. Tilvikin eru flest rakin til vinnu- staðasamkoma þar sem áfengi var veitt. Freistast margii- til að aka heim að þeim loknum. Lögi'eglan hefur hins vegar stórhert eftirlit við ölvunarakstri í desembermánuði og telur hún það nokkur vonbrigði að svo margir skuli ekki taka mark á boðskap átaksins „Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri" og setjast undir stýri eftir neyslu áfengis. -------------- Rannsókn á viðkvæmu stigi RANNSÓKN vegna meintrar alvar- legi'ar kynferðislegrar áreitni gegn tveim 13 ára stúlkum í Hafnarfirði á sunnudag er enn í fullum gangi hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði. Skýrslur hafa nú verið teknar af sex vitnum, sem aðstoða við rannsóknina, en enginn hefur verið handtekinn. Málið er á viðkvæmu stigi að sögn lögreglunnar og óljóst hvenær myndin skýrist að fullu. -----♦-♦-♦---- Sumarbústaður eyðilagðist í eldi MANNLAUS sumarbústaður skammt frá nyrðri gangamunna Hvalfjarðarganganna brann til grunna í gærmorgun. Slökkviliðið á Akranesi fór á vett- vang og slökkti eldinn, en ekki er vitað um eldsupptök. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Borgar- nesi. Bústaðurinn, sem var í fullri notkun, var bái-ujárnsklætt timbur- hús, um 30 fermetrar að flatarmáli. UM 200 manns voru á stofnfundi sameinaðs verkalýðsfélags Starfs- mannafélagsins Sóknar, Félags starfsfólks í veitingahúsum og Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt- arfélags í gær. Þórunn Sveinbjöms- dóttir formaður Sóknar sagði að nýja félagið væri það næststærsta á landinu á eftir Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, með 13.000 til 14.000 félagsmenn. Hall- dór Björnsson formaður félagsins sagði að sér væri það efst í huga að sameiningin skuli vera yfirstaðin og hafi ekki tekið lengri tíma en þrjú ár. Fyrsta stjómarkjör í félaginu fer fram í febrúar næstkomandi, en samkomulag er um að Halldór Björnsson verði formaður nýja félagsins næstu tvö árin. Unnið hefur verið að sameiningu félaganna undanfarin þrjú ár. Frá og með 1. janúar næstkomandi munu félögin starfa undir einu þaki og í einu stéttarfélagi, sjóðir félag- anna verða sameinaðir og rétt- indamál félagsmanna verða sam- ræmd. Eftir sameininguna verða tvö stór verkalýðsfélög starfandi á Reykjavíkursvæðinu sem í em um 30.000 félagsmenn, en það er tæp- lega helmingur allra virkra félags- manna innan Alþýðusambands Is- lands. Bætur vegna mis- taka við fæðingu RÍKISLÖGMAÐUR hefur samið um 25 milljóna króna skaðabótagreiðslu vegna lækna- mistaka, sem urðu við fæðingu bams fyrir nokkrum árum. Bamið hlaut 100% varanlega örorku vegna mistakanna. Viðurkennt er að við fæðingu bamsins urðu læknum í þjón- ustu Ríkisspítalanna á mistök, sem leiddu tO alvarlegs heilsutjóns barnsins og hafa samningar um fyrrgreindar bætur náðst milli ríkislögmanns og lögmanns foreldra barnsins. I nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar vegna fjáraukalaga ársins 1998 er óskað eftir 25 m.kr. fjárveitingu til greiðslu bótanna. Jón Tómasson, ríkislögmaður, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að málinu væri að líkindum ekki lokið. Viðbúið væri að frekari kröfur kæmu fram fyi-ir hönd bamsins og yrði það þá dóm- stóla að skera úr um gildi þeirra. Enginn skort- ur á rjúpum „ÞAÐ er langt frá því að það verði rjúpnaskortur í ár,“ sagði Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands (SKOTVÍS), vegna frétta af yfirvofandi rjúpnaskorti. Skrifstofa SKOTVÍS hafði sam- band við 19 veiðimenn víða um land í vikunni til að kanna rjúpnaveiði. Sig- mar sagði að veðrið hafi að vísu verið hagstætt rjúpunni í haust og oft erfitt að komast til veiða. „En þegar færi hefur gefist hefur veiði víða ver- ið mjög góð og mun betri en í fyrra.“ Sigmar telur að hér sé markaður fyrir um 100 þúsund rjúpur og það komi heim og saman við niðurstöður neyslukönnunar sem Gallup hefur gert fyrir SKOTVÍS undanfarin ár. Því megi segja að veiddar rjúpur umfram þessi 100 þúsund séu birgðir til næsta árs. Samkvæmt tölum frá veiðistjóra voru skotnar 163.103 rjúpur á síðasta ári. Sigmar sagði töluvert mikið til af rjúpu frá því í fyrra og jafnvel hitti- fyrra. Hann sagði suma veiðimenn geymi rjúpur í von um að verð hækkað. „Hins vegar virðist markaðsverðið vera orðið 350 krónur fyrir rjúpu í fiðri og verður ekki séð að það hækki úr þessu, enda engin ástæða til,“ sagði Sigmar. Blaðinu í dag fylgii' auglýsingablað frá Samtökum iðnaðarins. Blaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá KR, sem dreift er í Reykjavík, vestan SnoiTabrautar og á Sel- tjarnarnesi. ISLANDSMEISTARAR KVENNA 1998 FERDAHAPPDRÆTTI FLUGFELAGS fSLANDS fyltfír flugáxtluHÍHui þiwtt lUtttpae tzéniak dltu mðpár&A * m& srmna fhtgmírU ftp* IP*, fom tH k*iM, ttt rwkixrf a< JUrifj.u Juiti Hugpbip Liamk Drcgtð mánaðarlcga IhvfÁflhjn hct Mtl ttAkuvúmít f ufféiMfi Hvert mwuðMr srtAi Arp* út íulkunámer *rm tml ;*rAi i hítMgméééitm fr/M/tSkuu fhnhtta Uml'&áuU. Grænlaniisfcrð ft/rir tvo mcð öllu hum i, maí nm eaðHtdrepi MátttinMhpm: Vfnprferi ftfth tnv tíl Kului.uk i CrMvhmJi tudl mttl. tLtuhautrlrrA 0* Lclí>n><(um<\nn<. Blaðinu í dag fylgir auglýsing „Vetraráætlun Flugfélags íslands“. ► 1-64 Kringlan tekur stakkaskiptum ► Miklar framkvæmdii' eru fyrir- hugaðar við verslanamiðstöðina Ki-ingluna á næsta ári. /10 Pólitískur feilibylur í aðsigi? ► Forsetakosningar í Venesúela í dag. /12 Nóbelsverðlaunin 1998 ► Fjallað um verðlaunahafana á sviði eðlis- og efnafræði og rannsóknir þeirra. /22 og 24 Umfram allt að halda vöku sinni ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Eirík Vík- ingsson í Samskiptum. /30 ►l-32 í kjölfar Inúítanna ► Síðain hluta sumars fór tíu manna hópur frá Islandi í tíu daga kajakferð við suðvesturströnd Grænlands. /1&16-18 Maðurinn með mörgu andlitin ►Pálmi Gestsson hefur verið tíð- ur gestur á sjónvarpsskjám lands- manna undanfarið og í ýmsum gervum. /6 Sjötíu ár í sama fagi ► Þeir eru ekki margii' sem státa af sjötíu ára starfsaldri í sama fagi, líkt og Olafur Daðason, hús- gagnabólstrari. /24 c FERÐALOG ► l-4 Gamlir kastalar og viskí ► Af ökuferð um Skotland. /3 ísland á ferðakaup- stefnu í London ► Spurt um golfiðkun og heilsu- lindir /4 D BÍLAR ► L4 Fjöldi lúxusjeppa á leið á markað ► Ný gerð fjórhjóladrifinna lúxus- bíla er að ryðja sér til rúms. /2 Reynsluakstur ► Fiat Seicento með raf- eða bensínvél. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Meginlandi Evrópu skipt í þrjú svæði ► Breytingar á skipulagi sölu- og markaðssviðs Flugleiða /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir W4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 34 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 40 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 22b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 28b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.