Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 25 Hleranir vestrænna stofnana staðfesta að yfírvöld í Belgrad fyrirskipuðu fjöldamorðin í Kosovo Arásin í Racak var ákveðin í reiðikasti Oeirðir 1 Aþenu SKIPUNIN um fjöldamorðin í bænum Racak í Kosovo var gefin á æðstu stöðum í Belgrad í Serbíu, að því er fullyrt er í Washington Post í gær. Segir blaðið að hleranir ónefndra vestrænna stofnana og ríkja hafi leitt í ljóst að háttsettir serbneskir embættismenn hafi fyr- irskipað fjöldamorðin. Þeir hafi verið reiðir vegna dauða þriggja serbneskra hermanna í Kosovo og fyrirskipað stjórnarhermönnum að „fara af krafti“ inn í Racak og leita uppi þá sem hefðu drepið her- mennina. 45 dóu í Racak Alls voru 45 manns myrt þann 15. janúar sl. í Racak, flest karl- menn en þó voru tvær konur og tólf ára gamall drengur á meðal hinna látnu. Fundust líkin í fjalls- hlíð skammt frá bænum og voru með skotsár á höfði er bentu til þess að fólkið hefði verið tekið af lífi. I blaðinu segir að þegar serbneskum stjórnvöldum hafi ver- ið ljós fjöldi þeirra sem létu lífið í Racak og hin hörðu viðbrögð á Vesturlöndum, hafi Nikola Sa- inovic, aðstoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, og Sreten Lukic, yfirmaður serbneska herafl- ans í Kosovo, reynt á skipulegan Skipulögð leigubíla- rán í Ósló? LÍKUR benda nú til að í tveimur tilvikum vopnaðra rána á leigubflstjórum í Ósló síðastliðnar þrjár vikur hafi sami maður (eða menn) ver- ið að verki. Aðfaranótt þriðjudags var 24 ára gamall leigubflstjóri myrtur undir stýri á bfl sinum, eftir að hafa ekið farþega frá Solli- torgi í Ósló út í Nittedal. Eftir því sem Dagbladet segir frá er margt líkt með þessu morði og morðtilraun á öðrum leigubflstjóra fyrir þremur vikum. Þá tók óþekktur maður leigubfl á Solli-torgi og lét aka sér út í Svartaskóg við Oppegárd, en það er eins og Nittedal fáfarinn staður utan Óslóar. Þar nam bflstjórinn staðar að beiðni farþegans þegar ljós Benz kom fram úr þeim og stanzaði fyrir framan leigubflinn. Farþeginn fór út og talaði við þijá menn sem voru í Benzinum. Þá var skotið íjórum skotum að bfl- sljóranum, sem tókst með naumindum að komast und- an. Bæði í Svartaskógi og Nittedal var skotið í gegn um framrúðuna í átt að höfði bflstjórans. í síðara til- vikunu varð það bflstjórans bani. Ekki er vitað hvernig Nittedal-morðinginn komst af vettvangi, en Wiggo Jo- hansen, forstjóri Oslo Taxi- leigubflastöðvarinnar, veltir því fyrir sér hvort morðing- inn hafi menn í liði með sér, sem reyni að gera út á leigu- bflarán. „Þá væri fjandinn laus,“ hefur Dagbladet eftir Johansen. hátt að fela hvað hafi raunverulega átt sér stað þar. Tengiliður Vesturvelda og Milosevics Lukic hefur yfirumsjón með hernaðaraðgerðum Serba í Kosovo og hefur verið viðstaddur flesta samningafundi Serba og vest- rænna stjórnvalda. Telja vestræn- ir stjórnarerindrekar að hann gefi Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, skýrslu beint um málefni Kosovo, og að hann sé helsti tengiliður stjómvalda í Belgrad og þeirra sem fara með stjórnina í Kosovo. I einu símtala Lukic og Saino- vic, 15. janúar, spyr sá síðamefndi hve margir séu látnir í Racak og veit greinilega að árásin hefur verið fyrirskipuð. Svarar Lucik því að 22 Albanar séu fallir. I sam- tölum þeima næstu daga lýsa báð- ir áhyggjum vegna hinna hörðu viðbragða Vesturveldanna og ræða hvernig sé hægt að bæta stöðuna. Leggur Sainovic til að landamærunum að fyrrverandi júgóslavneska lýðveldinu Maked óníu verði lokað, svo Louise Arbour, yfirmaður stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna, komist ekki til Racak og rannsaki morðin. Þá vill Sainovic að herflokkar innanríkisráðuneytisins serbneska nái svæðinu á sitt vald, en það var eitt af vígjum Frelsishers Kosovo, KLA, og nái líkunum í sínar hend- ur. Daginn eftir réðust serbneskar hersveitir á bæinn, náðu honum á sitt vald og fluttu líkin til Pristina. Þá ræddu Sainovic og Lukic hvort kenna mætti óháðum flokki vopnaðra manna um morðin en þeim fyrrnefnda þótti það óráð- legt. Því ákváðu Serbar að fullyrða að til átaka hefði komið, þvert á yf- irlýsingar þorpsbúa og alþjóðlegra eftirlitsmanna sem komu til Racak daginn eftir morðin. Krufningar staðfesta orð vitna Finnskir réttarlæknar, sem rannsakað hafa líkin frá Racak áttu að ljúka störfum í gær. Mun skýrsla þeirra liggja fyrir í næstu viku en í Washington Post var full- yrt að bráðabirgðaniðurstöður hennar styddu lýsingar manna sem komust lifandi úr hildarleiknum. Þeir segðu að mönnunum hafi verið skipað að standa á gilbarmi og síð- an hafi verið hafin skothríð á þá. Segja vitni að á meðal þeirra sem stóðu að aftökunum hafi verið lög- reglumenn á staðnum og óbreyttir serbneskir borgarar. GRÍSKUR námsmaður fleygir bensínsprengju að óeirðalög- reglu fyrir utan Tækniháskólann í Aþenu í gær. Kom til nokkurra átaka milli þúsunda námsmanna og lögreglu í göngu sem þeir fyrrnefndu efndu til í því augna- miði að mótmæla fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á menntalöggjöf landsins. RMtiit tklpUnt HKinmtf ðiyui I ■lþIA<av(ttvan(l Cvrópumilin i iagtkrl HupH tll haftakUr ÞORRATEITI JAKOBS FRÍMANNS á HÓTEL B0R6 í kvöld kl. 20:00. Sökkat ásamt rafmagnaðri hljómsveit, Þóra Einarsdöttir öperusöngkona, Björn Jðnsson öperusöngvari og píanóleikarinn Claudio Ricei. Grettir Björnsson harmonikkuleikari, skáldmæringar, mætir lýðsöngvarar og vandaðir skemmtikraftar. Veislustjöri: Ásgrímur Sverrisson leikstjöri. Miðasala á Hótel Borg, sími 551 1247 og á kosningastöð Jakobs Frímanns, Templarasundi 3, sími 562 6825. Miðaverð kr. 2.500. r*jal<oI>.co*i«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.