Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 55

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 55 inn í skólanum en fór fram á Hótel Islandi undir ströngum reglum og gæslu lögreglu. Samt brutu tveir nemendur samninginn og hlaust af brottrekstur úr skóla. Fleiri hefðu fengið pokann sinn, en Armann átti móðurbróður kennara við skól- ann og honum skýrði hann allt hið rétta sem kennarinn bar svo fram á kennarafundi, þar sem örlög manna réðust. Armann var lokaður persónu- leiki. Hann var fastur á skoðunum en hann skoðaði öll mál vandlega og því naut hann trausts. Hann var einn forráðamanna Útvegsbanka íslands á Siglufirði. Þar var hann kosinn í bæjarstjóm. Ég vann þá að málefnum Sund- hallar bæjarins, sem ekki var fé til að starfrækja allt árið. Lítill leik- fimisalur var við barnaskólann. Væri gólf sett að vetrinum yfir laugaþróna ættu Siglfirðingar sæmilegt íþróttahús. í þessu máli studdi Armann mig. Gólfið var fellt yfir laugina. Slík íþróttahús em nú fimm. Sumarið 1951 fór fram norræn sundkeppni. Ég kom þá til Siglufjarðar. Til Sundhallar- innar fylgdi Ármann mér. Ég varð undrandi, er hann stakk sér til sunds í laugina og synti með mér 200 metra. Hann sá á svip mínum undran og svo sagði hann: „Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína?“ I Ármanni átti ég sannan vin, sem ég á mikið að þakka. Ármann var kvæntur frábærri konu, sem því miður dó of snemma frá honum. Þá létust synir hans báðir með stuttu millibili. Sorgin var honum því þung. Megi ástvinir hans finna, að við sem fengum notið vináttu hans í leikjum æskunnar og í skólanámi, erum þakklát fyiir að hafa átt hann að vini. Þorst. Einarsson. Það voru blendnar tilfmningar sem fimm ára drengur hafði þegar hann fluttist með foreldrum sínum frá Reykjavík til Siglufjarðar. Hann átti ekki vini, enga leikfélaga né frændur. Sárast var þó að skilja við afa og ömmur í höfuðborginni sem alltaf var hægt að leita til þeg- ar eitthvað bjátaði á. Fyrstu kynni mín af þeim heiðurshjónum frú Hildi Svavarsdóttur og Ármanni Jakobssyni eni mér enn ljóslif- andi. Þau bjuggu í tvö ár á efstu hæð Útvegsbankahússins við Aðal- götuna sem í þá tíð þótti háhýsi. Synimir Jakob og Svavar voru farnir að heiman. Heimilið var virðulegt og þar var allt í röð og reglu og gerðar skýrar kröfur um umgengni. Sérkennsla í handþvotti er mér minnisstæð. Bæði var ég látinn þvo mér um hendur þegar ég kom í heimsókn og þegar ég fór. Lét ég það átölulaust vegna þess að ég átti sérmerkt hand- klæði. Frú Hildur réð mig í mína fyi’stu föstu vinnu. Hún fólst í því að að fara daglega út með ruslið. Vikukaupið var 21 króna sem var nákvæmlega andvirði þrjú-bíómiða hjá Oddi C. Thorarensen í Nýja bíói og ís í boxi í hálfleik eins og hlé var kallað á Siglufii'ði í þá daga. Ármann var ekki allra. Ég forð- aðist hann í fyrstu en undir hrjúfu yfirborði leyndist góður maður sem sýndi mér mikla velvild. Við nánari kynni kom í ljós að ég hafði eignast vin sem mátti treysta fyrir vandamálum og leita góðra ráða hjá. Virðing fyrir gömlum gildum voru innrætt. Þar fann ég fyrir mildi en einnig meiri festu en ég hafði átt að venjast. Ég minnist þess að hafa í eitt skipti hert mig upp og beðið Ár- mann að tala máli mínu við frú Hildi um að hækka vikukaupið um tvær krónur, í 23 krónur. Ármann brást ekki vel við þessari bón minni og sagði eitthvað á þá leið að engar forsendur væru í þjóðfé- laginu fyrir kauphækkunum. At- vinnurekendur ættu í erfiðleikum með afborganir af lánum. Síldin væri hoi'fin, greiðsluhalli væri á ríkissjóði, óðaverðbólga í aðsigi og uppsagnir og atvinnuleysi yfir- vofandi o.s.frv. Bað hann mig - í ljósi þessa - að færa haldbær rök fyrir beiðni minni um kauphækk- un._ Ég hafði ekki skilið öll þau hug- tök sem nefnd voru og hafði ekki miklar skoðanir á nefndum þjóðfé- lagsvandamálum. Ég benti honum einfaldlega á að Oddur hefði hækkað bíómiðann um tvær krón- ur þannig að ég ætti ekki lengur fyrir ísnum í hléinu. Kauphækkun- in var samþykkt. I annað skipti háttaði þannig til að Gísli á bókasafninu sendi mig til Ármanns - með hraði - til að sækja bók sem maður beið eftir. Ármann réttir mér bókina og ruslafötuna í leið. Sagði ég honum að ég væri á hraðferð og hefði ekki tíma til að fara með hana. Þá sagði Armann að ég væri rekinn. Mér brá óneitanlega við þessi viðbrögð - en stamaði út úr mér að hann gæti ekki rekið mig - því frú Hild- ur hefði ráðið mig. Þá glotti Ár- mann, klappaði mér á kollinn og sagði: Þetta er rétt hjá þér, ætli þú verðir ekki einhvern tíma lögfræð- ingur?. Þar reyndist hann sann- spár. Sex ára gamall hafði ég á tak- teinum flesta mikilsverða atburði íslendingasagna sem ég hafði numið af lestri fóður míns. Gerðu þau hjónin oft góðlátlegt grín að endursögnum mínum og létust ef- ast um trúverðugleika þeirra - mér til mikillar armæðu. Með þessu var gripið inn í uppeldi mitt og rökræður um atburði Islend- ingasagna fremur til þess fallnar að láta mig lesa á milli línanna en að hafa bókstafstrú á atburðum og hafa ártöl á reiðum höndum. Armann og Hildur gáfu mér jólagjöf þegar ég var sex ára. Það var þykk alvöru-fullorðinsbók. Fljótlega eftir áramót var ég innt- ur eftir áliti mínu á bókinni og beð- inn um endursögn hennar. Varð fátt um svör. Að því kom að ekki var undan því vikist - að játa að ég væri einfaldlega ekki læs. Bauð Ármann að kenna mér lestur í klukkutíma á dag og síðan mynd- um við spila í aðra klukkustund. Þessu tilboði var ekki hægt að hafna. Það varð úr að Ármann kenndi mér lestur. Það var þó ein- ungis byrjunin. Á eftir fylgdu spennandi ferðir upp á háaloft og barnabækur brottfluttra sona teknar upp úr kössum. Síðar voru valdar úrvals unglingabækur og skoðunum mínum á bókunum fylgt eftir. Spilamennskan var síðan sér kapítuli. Sest var við sérhannað spilaborð með grænu filti. Byrjað var á Ólsen Ólsen en fljótt tekist handa við Rommý og Canasta - allt eftir alþjóðareglum. Fleiri spil voru kennd og útskýrð en alltaf látið að því liggja að öll þessi spil væru einungis undirbúningur fyrir æðsta spilið, bridge. Þar var Ár- mann í fremstu röð á landinu og bauðst hann til að kenna þá list til hlítar þegar mér þóknaðist. Af því varð þó ekki. Mér er til efs að betri kennara hefði verið unnt að fá. Oft hef ég hugsað til þess hvað hafi fengið miðaldra hjón til þess að taka óstýrilátan dreng úr Reykjavík inn á sitt heimili og sýna honum alla þá þolinmæði, skilning og hlýju sem raun ber vitni. Enn fremur fyrir að veita honum mótvægi gegn því öryggis- leysi sem óneitanlega fylgir flutn- ingi til nýrra heimkynna og koma honum óafvitandi í stað afa og ömmu. Það er ekki lítils virði fyrir ungan dreng - þegar hann kvartar - að óvinsælar skoðanir foreldra séu útskýrðar og réttlættar. Ég kveð Ármann með einlægri virðingu og þakklæti. Ég þakka fyi-ir allar hans kennslustundir, leiðbeiningar og heilræði. Við Sólveig, Hildur Halla og Ragnhildur vottum ættingjum Ár- manns okkar dýpstu samúð. Gylfi Gautur Pétursson. HÖGNIBJÖRN HALLDÓRSSON + Högni Björn Halldórsson fæddist í Reykjavík 11. maí 1943. Hann lést á Landspítalan- um 24. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Halldór Kristmundsson f. 24.2. 1907, d. 9.3. 1972, og Hrefna Björnsdóttir, f. 8.8. 1911. Systkini hans eru Haraldur, f. 15.3. 1933, Krist- mundur, f. 12.11. 1939, Baldur, f. 2.10. 1946, og Edda, f. 5.7. 1948. Eftirlifandi eiginkona hans er Steinunn Karlsdóttir sérkenn- ari, f. 10.3. 1946. Börn þeirra eru Halldór Karl, f. 28.12. 1974, verkfræðinemi, og Unnur Þóra, f. 9.8. 1978, starfsmaður á leik- skóla. Högni Björn útskrifaðist með farmannapróf frá Stýrimanna- skólanum árið 1968 og próf í útgerðar- tækni _ frá Tækni- skóla fslands 1982. Hann starfaði sem stýrimaður og skip- stjóri hjá ýmsum innlendum og er- lendum skipafélög- um 1960-1984. Hann stofnaði ásamt fleirum skipafélagið OK hf. 1982, var fram- kvæmdastjóri Hólmadrangs hf. á Hólmavík 1984-1988, stofnaði ásamt fleir- um útgerðarfélagið Drangavík hf. og var framkvæmdastjóri þess 1988-1992. Síðustu ár var hann starfsmaður Húsasmiðj- unnar. Utför Högna fer fram í Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá eiginkonu Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinunn Karlsdóttir. Elsku pabbi minn. Ég vona að nú líði þér betur. Þú barðist eins og hetja, þó svo að á endanum hafir þú þurft að láta í minni pokann. Núna er líf mitt rétt að byrja og þú áttir alltaf að verða stór partur af því. Manstu þegar við töluðum um fyrstu íbúðina mína? Fyi-sta símtalið úr henni átti að vera til að bjóða þér að setjast í „sófann“ minn (þinn). Það á eftir að verða erfitt að vakna á morgnana núna. Hvort sem þú varst veikur eða stálhraustur komstu alltaf réttum megin fram úr rúminu, bauðst góðan daginn og sjmrðir hvort ég væri ekki í stuði. Ég gat nú orðið ansi morgunfúl á móti (þó svo að ég hafi alltaf séð eftir því hálftíma síðar), einhvem veginn virtist þú alltaf skilja það og hélst áfram að spyrja hvort ég væri ekki í stuði klukkan 7.30. Þú varst nú líka alveg einstak- lega duglegur að smíða allt mögu- legt handa okkur systkinunum og man ég nú eftir kojunni sem þú smíðaðir handa okkur með litlu íbúðinni undir og fyrr en varði átti ég líka lítið sætt einbýlishús úti í garði sem við kölluðum búkofann. Síðasta listaverkinu sem við gerð- um saman er ólokið og erfitt verður að fá einhvem til að ljúka því með mér, því þú varst alveg með þetta mótað í huganum og vildir fá að klára það með mér. Þú vildir allt fyrir okkur systkin- in gera og gleymi ég því aldrei þeg- ar ég hringdi í þig fótbrotin af spít- ala í Kaupmannahöfn og þú ætlaðir að koma með fyrstu vél að sækja mig. Mér tókst að fá þig ofan af því, en þú hélst stöðugu símasam- bandi þangað til ég var komin heim. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið, betri pabba er ekki hægt að ímynda sér. Geymdu það hjá þér þar sem þú ert núna. Kæra starfsfólk á deild 11E og starfsfólk í heimahlynningu. Við ykkur munum við alltaf standa í þakkarskuld. Þið gerðuð allt sem í ykkar valdi stóð til að pabba og okkur liði sem best. Því munum við aldrei gleyma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir raér. (Hallgr.Pét.) Þín dóttir Unnur. í dag fer fram útför bróður okk- ar Högna Björns Halldórssonar, sem látinn er eftir erfiða sjúk- dómslegu, rúmu ári eftir að hann greindist með illvígan sjúkdóm. Högni eða Bjössi eins og hann var jafnan kallaður innan fjölskyldunn- ar og gamalla félaga var meðal elstu innfæddra Kópavogsbúa en þangað fluttu foreldrar okkar árið 1942, árið áður en hann fæddist. Þegar við vorum að alast upp hér í Kópavogi voru allar aðstæður öðruvísi en nú er og frumstæðari. Við bjuggum úti í sveit fjarri skarkala heimsins en nutum jafn- framt frelsis í leik og starfi á ýms- an hátt umfram börn sem alast upp í bænum í dag. Hann gekk í Kópavogsskólann og síðan Flensborg og varð gagn- fræðingui' þaðan árið 1960. Snemma beindist hugurinn að sjó- mennsku og á sumrin á meðan hann var í Flensborg byrjaði hann sem messagutti á varðskipunum. I minni okkar er jafnan myndin, sem birtist í Morgunblaðinu af messaguttanum sem var að ganga um borð í varðskipið með pokann sinn 1. september 1958, á leið í fyrsta þorskastríðið. Hann starfaði síðan sem háseti á íslenskum og erlendum skipum, þangað til hann settist í Stýri- mannaskólann árið 1965 og útskrif- aðist þaðan árið 1968 með far- mannapróf. Námið lá vel fyrir hon- um og hlaut hann hæstu einkunn í sínum árgangi og ýmis verðlaun frá skólanum. Að loknum skólanum hóf hann störf sem stýrimaður á ís- lenskum skipum, en árið 1969 réðst hann til norskrar útgerðar og síðan á amerískt skip og sigldi lengi í Karíbahafinu. Var hann í siglingum á erlendum skipum til ársins 1973, þegar hann kom heim. Þá var komin í spilið heimasæta úr Kópavogi, Steinunn Karlsdóttir, og hófu þau búskap árið 1972, fyrst í Asparfelli í Breiðholti en festu fljótlega aftur rætur í Kópavogi og hafa búið hér síðan, ef frá er talin dvölin á Hólmavík. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Halldór Karl verkfræðinema og Unni Þóru, sem varð stúdent á síðasta árí. Þetta var áreiðanlega mikið heilla- spor fyrh- þau bæði, þau byggðu upp fallegt og gott heimili, þar sem gott var að koma, og voru samhent í flestum málum. Ekki er hægt ann- að en dást að hugarstyrk og skap- festu Steinu og barnanna á þeim erfiðu tímum, sem nú eru að baki, en þau önnuðust hann í hvívetna og reyndu að gera honum lífið sem léttbærast í mjög erfiðum veikind- um. Bjössi hélt áfram á sjónum eftir að hann kom aftur heim og starfaði . í sem skipstjóri og stýrimaður til ársins 1984 á íslenskum skipum. J Ljóst var strax á unglingsárunum að hann myndi gera sjómennsku og ‘ útgerð að lífsstarfi sínu. Hann var i stjórnsamur og ákveðinn skipstjóri, og á þeim skipum sem hann stjórn- aði var aðeins einn skipstjóri. Jafn- 3 framt var hann réttsýnn og vel lát- inn yfírmaður og farsæll skipstjóri, sem ávallt kom skipi sínu og mann- j skap heilu í höfn. Árið 1981 settist hann í Tækni- , skóla Islands og útskrifaðist þaðan sem útgerðartæknir árið 1982. Bjössi og Steina fluttust til Hólma- víkur árið 1984, þar sem hann gerð- ist framkvæmdastjóri fyrir útgerð- arfélagið Hólmadrang og gegndi j því starfi til ársins 1988, en þá fluttu þau aftur suður. Éftir að hann kom aftur suður starfaði hann j áfram við útgerð til ársins 1992. Síðustu árin starfaði hann í Húsa- smiðjunni. Það var okkur mikið áfall þegar Bjössi tilkynnti okkur fyrir rúmu ári að hann hefði greinst með alvar- legan sjúkdóm og brugðið gæti til beggja vona um fai-mhaldið. Hann sýndi þó sama æðruleysið sem fyrr, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann stóð frammi fyrir svo alvar- legum veikindum, að tvísýnt væri um líf eða dauða. Nú hafði maður- inn með ljáinn kvatt dyra enn einu sinni og varð ekki undan honum vikist í þetta sinn. Bjössi bróðir er horfinn af þess- um heimi, en í huga okkar lifir minning um góðan dreng, sem verður sárt saknað, en vonin lifir um endurfundi þótt síðar verði. Kristmundur Halldórsson, Baldur Halldórsson. Á stundu sem þessari er erfitt að vera fjarri ástvinum sínum. Mig langar því til að skrifa nokkur kveðjuorð til Bjössa frænda. Alla mína barnæsku var ég með annan fótinn hjá Steinu og Bjössa. Ein af mínum fyrstu æskuminningum er þegar Bjössi kom heim af sjónum og gaf okkur Unni báðum sippu- bönd. Ég hef ekki verið nema fjög- urra ára en ég man ennþá hvað mér fannst mikið til þess koma. Hann var líka alltaf tilbúinn að aðstoða okkur Unni við uppátæki okkar sem voru ófá á þessum tíma. En sérstaklega man ég eftir búkofan- um sem hann smíðaði á Hólmavík handa Unni. Hann var sannarlega paradís lítilla stelpna í mömmuleik. Elsku Steina, Halldór og Unnur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Kæri Bjössi, þakka þér fyr- ir allt, hvíl í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveira er sér góðan getur. (Ur Hávamálum.) Hildur Þórisdóttir. Elsku Bjössi. Ef það er eitthvað hinum megin finnst mér gott að eiga þig að þar. Ég veit að þaðan gætir þú mín og minna. Þú barst mikla umhyggju fyrir öllum í fjöl- skyldunni og á ég ekki von á að það breytist. Þér fannst til að mynda ófært að dóttir mín eyddi jólunum í Ölpunum og vildir endi- lega skjóta saman í fargjald til að fá hana heim. Henni fannst mjög vænt um þá hugulsemi. Tæplega þrjátíu ára samfylgd okkar í þessu lífi er lokið og ég þakka fyrir mig , og mína. Flýt þér, vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Þorbjörg Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.