Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ármann Jak-
obsson fæddist í
Reykjavík 2. ágúst
1914. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 21. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jakob Guðjón
Bjarnason, vél-
stjóri, f. 24. febrúar
1888, d. 10. apríl
»--• 1933, og _ Guðrún
Sesselja Ármanns-
dóttir, f. 20. sept-
ember 1884, d. 13.
september 1959. Systkini hans
voru Hulda, bæjarstjóri í Kópa-
vogi f. 21. okt. 1911, d. 31. okt.
1998; Gunnar f. 15. jan. 1913, d.
10. apríl 1933; Halldór, fram-
kvæmdastjóri, f. 1. janúar
1917; Guðrún, skrifstofumað-
ur, f. 26. maí 1920.
Ármann kvæntist 8. október
1938 Hildi Sigríði Svavars-
dóttur, f. 8. júní 1913, d. 12.
febrúar 1988. Þau áttu tvo
syni. Þeir voru: 1) Jakob, að-
stoðarmaður bankastjórnar
Búnaðarbankans, f. 7. maí
1939, d. 20. júlí 1996, kvæntur
Signýju Thoroddsen sálfræð-
ingi. Þeirra börn eru: a)
Bergljót Njóla, kennari, f. 28.
maí 1962, gift Halli Magnús-
syni rekstrarfræðingi. Þau
skildu en eiga eina dóttur: Ál-
frúnu Elsu. b) Ármann, ís-
lenskufræðingur, f. 18. júlí
1970. c) Sverrir, sagnfræðing-
ur, f. 18. júlí 1970. d) Katrín,
háskólanemi, f. 1. febrúar
1976. 2) Svavar, aðstoðarfor-
stjóri Fiskveiðasjóðs, f. 20.
ágúst 1941, d. 26. september
1996, kvæntur Ingibjörgu
Egilsdóttur. Þeirra börn eru:
a) Hildur, Iæknir, f.
19. apríl 1965, gift
Halldóri Svavars-
syni verkfræðingi.
Þau eiga tvær dæt-
ur: Brynju Björgu
og Ingibjörgu
Astu. b) Ásta, bók-
menntafræðingur,
f. 28. júní 1970. c)
Ingibjörg, f. 19.
júlí 1977.
Ármann ólst upp
í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1932.
Hann varð lögfræðingur frá
Háskóla íslands árið 1938. Ár-
mann varð starfsmaður tít-
vegsbanka íslands árið 1939 og
starfaði hjá bankanum sam-
fleytt í 45 ár. Hann var starfs-
maður bankans á Akureyri til
1949, þá á Siglufírði 1949-1966
en síðan var hann eftirlitsmað-
ur útibúa bankans með aðsetur
í Reykjavík. Hann stundaði
jafnframt málflutningsstörf á
Akureyri og Siglufirði. Banka-
sljóri títvegsbankans varð
hann 1. desember 1972 og
gegndi því starfi til 31. maí
1984.
Ármann var bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins á Siglu-
firði 1958-1962 og sat þá
einnig í fræðsluráði. I sljórn
Fiskveiðasjóðs Islands sat hann
1973-1976 og 1978-1984, í
stjórn Sambands íslenskra við-
skiptabanka 1979-1984, í sam-
starfsnefnd um gjaldeyrismál
1980-1984 og í bankamála-
nefnd 1972-1973.
Ármann verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
ARMANN
JAKOBSSON
Afi var ánægður með að vera
fæddur daginn sem heimsstyrjöld-
in fyrri hófst. Hann var í eðli sínu
baráttumaður. Skarphéðinn var
eftirlætispersóna hans í Njálssögu.
Hann var Reykvíkingur, alinn
upp á Skólavörðustíg 33b (nú
Bjamarstígur 11) en ættaður af
Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Árið
1930 flutti fjölskyldan á Skóla-
vörðustíg 23. Eftir tæp þrjátíu ár
fyrir norðan fluttu afi og amma
aftur þangað. Þar bjó hann til
hinsta dags. Foreldrar hans voru
ekki efnafólk. Þó voru þau systkin-
in send til mennta. Afi varð stúd-
ent 17 ára og þótti góður náms-
maður, einkum í tungumálum.
Seinasta árið í menntaskólanum og
nokkur ár síðan var hann viðriðinn
leiklist.
Þegar afi var á nítjánda ári fór-
ust faðir hans og bróðir með Skúla
fógeta. Hann varð að vinna öll
námsár sín. Lögfræðina las hann
nánast alla á einu ári, ásamt vini
sínum Guttormi Erlendssyni. Þá
var afi kommúnisti en Guttormur
--W formaður Flokks þjóðernissinna. Á
Islandi fær vináttan stundum brú-
að ginnungagap milli stjórnmála-
skoðana.
Þá tók við hálf öld í þágu Út-
vegsbanka fslands, fyrst á Akur-
eyri, þá á Siglufirði en loks sem
bankastjóri í Reykjavík. Þá var
vinnudagur bankamanna fimm
tímar á dag. Fór afi ekki dult með
að hann teldi það hæfilegt. Hann
sinnti raunar lögfræðistörfum með
en ekki leyndi sér að fyrir afa var
lögfræðin ekki síður áhugamál en
vinna.
Á sjötta áratugnum tók afi að
skipta sér af stjómmálum í félagi
við Huldu systur sína og Finnboga
Rút mann hennar. Hann var bæj-
arstjóraefni Alþýðubandalagsins á
Siglufirði í kosningunum árið 1958
og var orðaður við þingmennsku
þó að ekki yrði af því.
Afi hafði lengi viljað samfylk-
ingu af því tagi sem nú er í burðar-
liðnum. Á seinni árum var hann
krati og taldi Jón Baldvin fremst-
an stjórnmálamann á íslandi. Þó
taldi hann ætíð Lenín og Marx
mikla hugsuði. Hann fylgdist
einnig með erlendum stjómmálum
og keypti Der Spiegel í hverri
viku. Kosningasigur sósíalde-
mókrata í Þýskalandi nýverið
gladdi hann mjög.
Afi var kominn á eftirlaun þegar
aðfórin að Útvegsbankanum hófst.
Þó fékk hann á sig ákæru sem síð-
ar var dregin til baka og allt
reyndist þetta ein loftbóla fyrir
dómstólum. Þá sáust vel áhrif
Skarphéðins á afa, aðspurður af
blöðum um ákæmna svaraði hann
því einu til að hann væri þegar
tekinn að undirbúa málsvörnina.
Eftir stendur enn að rannsaka hið
raunverulega hneyksli, að Útvegs-
bankinn var knésettur út af gjald-
þroti sem ekki var.
Afi og amma vora gift í hálfa
öld. Var það farsælt hjónaband. Þó
vora þau andstæður. Amma var
opinská, glaðvær, hávær og jafnan
hrókur alls fagnaðar. Afi var fá-
skiptinn og gat verið hvefsinn.
Amma var gefin fyrir íburð, afi
hafði allt sem einfaldast. Amma
kunni aldrei betur við sig en þegar
hún verkstýrði sem flestum, afi
hélt sig eins mikið fyrir sig og
hann gat. Bæði vora þau ákveðin
og þrjósk; til vitnis um það er sag-
an um hákarlinn illþefjandi sem
Vestfirðingurinn afi stillti ítrekað
upp á eldhúsborðinu en amma bar
jafnharðan aftur inn í búr.
Veikindi ömmu seinustu árin
urðu þeim þungbær. Er hún lést
var mjög af afa dregið. En hann
hélt höfði og tók að lifa einföldu lífi
og í fóstum skorðum. Hann dró sig
í hlé frá öðra en bridsklúbbnum
með sonum sínum og vinum þeirra
og vildi síst af öllu vera „eldri
borgari“ enda taldi hann sig full-
gildan þjóðfélagsþegn. Á degi eldri
borgara spurðum við hann einu
sinni hvort hann hefði ekki farið
niður í bæ. Hann sagðist ekki
hætta sér þangað enda væri þar
allt fullt af gamlingjum. Þá var
hann um áttrætt.
Afi var myndarlegur eldri mað-
ur. Um áttrætt virtist hann mun
yngri. Þá fóram við systkinin að
koma til hans og læra tungumál,
fyrst latínu en síðan rússnesku og
frönsku. Hann vildi eins litla hjálp
frá öðrum og hægt var en sjálfur
vildi hann gera gagn. Afi var eng-
inn sagnamaður eins og amma og
helst ræddum við heimspeki og
stjórnmál við hann.
Fyrir nokkram árum varð afi
fyrir því að missa báða syni sína.
Þann harm báram við saman. Eins
og Laxness sagði um móður sína
var hann of mikill tilfinningamaður
til að geta leyft sér tilfinningasemi
en þó setti áfallið mark sitt á hann.
Ekki var annað hægt en dást að
styrk hans og eins að þeim lífsvilja
sem hélt honum gangandi fram á
efsta dag. Hann var sæmilega
heilsuhraustur miðað við aldur og
þurfti aldrei að vera háður öðram.
Eflaust þekktu fáir afa mjög vel.
Hann gat verið hiyssingslegur við
ókunna. Þeir sem til þekktu vissu
að fáir voru góðhjartaðri eða
skylduræknari. Þeim þykir nú
skarð fyrir skildi.
Ármann.
Samræmdu prófin nálguðust og
danskan var ekki nógu góð. Afi var
nýlega kominn á eftirlaun og
pabba fannst það alveg gráupplagt
að hann hjálpaði mér með dönsk-
una. Þá hafði afi verið bankastjóri
eins lengi og ég mundi og ekki
maður sem ég þekkti að ráði.
Aldrei kynntist ég þessum banka-
stjóra neitt en afa mínum kynntist
ég mun betur því ég hef verið
heimagangur á Skólavörðustígn-
um síðan. Amma var orðin veik
þegar þetta var og afi gekk inn í
heimilisstörfin eins og ekkert væri
þótt öðram þætti það heldur
magnað fyrir mann af hans kyn-
slóð. Seinna sá ég að svona var
hann bara, það sem þurfti að gera
var gert. Ástæðan fyrir komu
minni var að læra en við amma
lengdum kaffitímann stundum
meira en afa þótti góðu hófi gegna.
Minnisstæðast þótti unglingnum
auðvitað sagan af „súkkulaðibíln-
um“ sem keyrði hér um götur
Reykjavíkur fyrr á öldinni.
Tíminn leið eins og gengur og
afi hélt áfram að aðstoða mig með
lærdóminn. Hann var tungumála-
maður en þegar ég byrjaði í
menntaskólanum og stærðfræðin
fór að flækjast fyrir þá hjálpaði
hann mér bara með hana líka.
Hann kunni að vísu ekki neitt en
honum fannst miklu skemmtilegra
en mér að læra. Eftir því sem
lengra var haldið á námsbrautinni
hjálpaði hann mér minna en í stað-
inn fékk ég þessa fínu lesstofu í
„music-værelse“. Þegar amma dó
þá bara tók afi því, það var ekki
um neitt annað að velja. Kaffitím-
arnir urðu óneitanlega styttri og
hljóðari. Afi kokkaði pins og hann
gat og er ýsa „a la Ármanri' ein-
stæð uppskrift en þægilegast
fannst honum að fara bara út að
borða. Svo þægilegt að við urðum
vel þekktir gestir á hinum ýmsu
veitingastöðum.
Afi heyrði frekar illa og fékk sér
að endingu heyrnartæki. Gallinn
við þau var að allt í einu fór hann
að heyra alls kyns hávaða sem var
heldur hvimleiður. Svo heyrnar-
tækjunum var snyrtilega pakkað
og þau lögð til hliðar. Önnur græja
var keypt, gríðar smart og lítt
áberandi, hann leit bara út eins og
Mars-búi. En hún hafði líka þá
leiðinda aukaverkan að hann
heyrði mun betur. Einnig varð
hann fótafúinn með áranum. Mér
hafði fyrir löngu dottið stafur í hug
en gat engan veginn fengið mig til
að nefna það. Eitt skipti hitti hann
gamlan Siglfirðing á götu þar sem
hann var að feta sig áfram og sá
skipaði honum að fá sér staf. Afi
hlýddi því og fannst hann bara
frekar virðulegur fyrir vikið þótt
„stafkarl" væri orðinn.
Þegar synir hans dóu þá bara
tók hann því, það var ekki um neitt
annað að velja. Hann tók hlutun-
um af æðraleysi. Pabbi var orðinn
helsjúkur þegar Jakob kenndi sér
meins. Þegar Jakob var skorinn
var ég hjá afa að lesa. Síminn
hringdi, of snemma, og ég beið í
ofvæni eftir fréttum. Afi fór bara
aftur inn og hallaði. Rúmum
klukkutíma seinna hellti hann upp
á kaffi, lagði á borð og kallaði á
mig. Við byrjuðum að drekka og
loks spurði ég hvort hann hefði
fengið fréttir. „Já.“ „Og.“ „Það er
slæmt.“
Afi var ekki snuðaður í áram.
Heilsan var alltaf góð. Við vissum
af gúlnum og að hann gæti farið
hvenær sem væri. Hann hafði
mestar áhyggjur af því að hann
myndi „drepast" og liggja í marga
daga. Eitt sumarið komst ég ekki
til hans í lengri tíma og var farin
að ganga í kringum símann. Afi
þoldi nefnilega ekki tilfinninga-
semi og símann enn síður. Mér
datt engin ástæða í hug til að
hringja, hringdi samt bara svona
til að heyra í honum hljóðið. Afi
kveikti strax: „Ah! Ertu að athuga
hvort ég sé dauður?" Eftir þetta
varð að samkomulagi að ég athug-
aði með hann reglulega án alls yf-
irskins.
Þrátt fyrir háan aldur og að
bestu árin væra að baki þá leit afi
alltaf fram á veginn. Hann fylgdist
með samtímanum og því sem var
að gerast. Hann var heimsborgari,
las Spiegel og réð krossgáturnar í
Söndags. Genin era vinstrisinnuð
og. hann vökvaði þau reglulega.
Hann otaði Laxness ekki að mér
en hann var til. Félagshyggjan er
ekki eina leiðin, en sú besta sem er
í boði. Hann var mjög hlynntur
samfylkingunni, hafði beðið eftir
henni frá 1930 þegar Alþýðu-
bandalagið klauf sig úr Alþýðu-
flokknum. Það fannst honum alltaf
hafa verið mistök. Þetta setti mig í
rökþrot.
Afi hafði dálæti á reglufestu.
Hádegismatur var kl. 12 og kaffi
kl. 4. Ef þú komst kl. hálffimm
fékkst þú ekki kaffi. Afi var mjög
snyrtilegur, vel uppalinn af ömmu
í þeim efnum. Þótt hann sæi um
allt svo til sjálfur fékk hann góða
aðstoð, bæði frá Monsu sem amma
fékk til liðs við þau svo og frá
Gróu. Eg þykist vita að hann hafi
ekki þakkað fyrir þetta með mörg-
um orðum en það var metið og vil
ég nota þetta tækifæri og þakka
fyrir þessa ómetanlegu aðstoð í
gegnum árin.
Vegna óveðurs bragðum við út
af vananum og fóram á mánudegi
út að borða og svo að kaupa. Þegar
ég var að fara niður stigann staldr-
aði ég við bara til að finna lyktina,
mér fannst eins og að tímabili væri
að Ijúka. Kannski var það fyrir-
boði, kannski bara heilbrigð skyn-
semi, auðvitað sá ég að honum
hafði farið aftur. Og tímabili lauk.
Ég veit ekki hvort það er eitt-
hvað fyrir handan. En ég er alveg
viss um að einhvers staðar hefur
verið spilaður brids undanfarna
daga af miklum móð. Fjórði mað-
urinn er loksins kominn.
Ásta.
Okkur langar að kveðja kæran
langafa okkar sem verður jarð-
sunginn í dag. Við eram honum
þakklátar fyrir að koma alltaf í af-
mælin okkar og fyrir gjafírnar. Að
spila og tefla við okkur. Við erum
líka þakklátar íyrir góðu döðlurn-
ar sem við fengum hjá honum.
Bryiya og Ingibjörg.
Þríhyrningslagað svæði, sem
kallaðist Lóðin, myndaðist hér í
Reykjavík austanverðri milli
Njálsgötu, Skólavörðustígs og
Kárastígs. Ræktað tún og kart-
öflugarðar vora norðvestur hluti
þess, en til suðvesturs staksteinótt
vilpa, sem skólpi var veitt í. Ein-
föld húsaröð var meðfram götun-
um þremur, nema hve eitt hús, tví-
lyft á kjallara, hafði verið reist
vestast í lóðinni ofarlega við stíg
sem hafði byggst upp af ösku og
öðra tilfallandi frá húsunum og
nefndist Öskustígur en dregur nú
nafn af einhverjum Bjarna og heit-
ir Bjarnarstígur og tengir Njáls-
götu og Skólavörðustíg. Þetta eina
hús, sem reist var skammt frá
upptökum Öskustígsins frá Skóla-
vörðustígnum fékk eðlilega heitið
Lóðarhúsið. Það bar af öðram hús-
um að hæð og svo því sem var
óvenjulegt: Lóðin var afgirt með
háum þykkum múrvegg. Þar innan
var grasflöt, sem trjágróður um-
lukti. I þessu húsi bjuggu þau
hjónin Guðrún Ármannsdóttir og
Jakob Bjamason vélstjóri börnum
sínum unaðslegt heimili, sem við
börnin í nágrenninu fengum að
njóta. Jakob sem sigldi á togara,
tíðum til Englands, flutti heim
leiktæki, t.d. hnetti og krokket.
Það er undravert hvað hann gat
kennt okkur. Á grasflötinni var
krokketið leikið af mikilli gleði.
Norðan við gafl Lóðarhússins hóf
sig upp hóll, sem á vetrum bjó yfir
sleðabrekkum niður í lóðarvilpuna,
sem hljóp í ísbunka. Lóðarhúsinu
tengdist því samkomustaður barna
og unglinga úr hverfinu. Guðrún
og Jakob áttu fimm börn. Tveir
þriggja drengjanna voru nokkuð
jafnaldra, Gunnar og Ármann.
Fylgdust að í skóla, allt upp í
gagnfræðadeild Menntaskóla
Reykjavíkur. Gunnar varð
snemma góður sundmaður, leik-
fimiiðkandi, ötull og frár skauta-
hlaupari. Gunnar var ljúfur og
örvandi, svo að hann eignaðist
góða íþróttafélaga. Einn þeirra var
Eysteinn Jónsson ráðherra. Ár-
mann fylgdi ekki bróður sínum í
íþróttum. Hann fékkst aldrei ofan
í, stóð á bakkanum og beið okkar.
Ég og Ármann vorum frá bam-
æsku leikfélagar. Þótt hann væri
2-3 áram yngri en við Gunnar var
hann bekkjarfélagi okkar í MR.
Gunnar hætti við gagnfræðapróf
og tók að vinna við vélgæslu með
föður sínum á togara. Með honum
fórst Gunnar er togarinn Skúli fó-
geti fórst í páskaveðri 1933. Það
var fyrsta sorgaráfall Ármanns, að
bæði faðir hans og bróðir fórast í
brimgarði Staðarhverfis við Gr-
indavík. Guðrúnu hafði dreymt
Gunnar; Jakob rak skömmu eftir
strandið. Hún fékk því mig til þess
að leita á fjöra frá Stað og út á
Reykjanestá með Ármanni. Þetta
gerðum við vandlega. í þessari erf-
iðu leit fann ég hvað þessi duli fé-
lagi var mæddur af þessu áfalli.
Armann hafði gaman af íþrótt-
um. Iðkaði þær ekki, nema leik-
fimi. Hann var nettur og stíl-
hreinn. Hann var í hópsýninga-
flokki á Alþingishátíðinni. Mér
fylgdi hann eftir við æfingar og
keppni. Vissi nánar um árangur
minn en ég sjálfur. Hann sýndi
mér oft sanna vináttu. Upp úr 1930
var ég í hópi fremstu íþrótta-
manna - og talinn vel að manni.
Því var það að athafnamaður sem
átti í stórræðum í einu byggðarlagi
sótti fast að ég yrði „líívörður"
hans og bauð góða þóknun. Fram
fyrir hendur mínar tók Ármann og
fór sjálfur til fundar við hinn lif-
hrædda og tjáði honum að ég færi
hvergi.
Ármann átti létt með nám, þó
sérstaklega tungumál. Hann virt-
ist oft á stundum ekkert lesa, samt
náði hann góðum einkunnum.
Hann tók virkan þátt í skólalífinu,
þó að hann stigi aldrei í ræðustól.
Hann var í úrvalsliði skólans í
handbolta og þá var hann í
leiknefnd Herranætur og lék á eft-
irminnilegan hátt annað aðalhlut-
verk leikritsins Saklausi svallar-
inn. Það létum við þýða og frum-
fluttum. Lékum sex sinnum í Iðnó
og skiluðum 3.600 kr.í Bræðrasjóð,
sem þótti þá, 1932, stórfé. Ég
kynntist vel ötulleika Armanns,
því að með mér var hann í ýmsum
nefndum, t.d. í nefnd um aðaldans-
leik skólans, sem ekki fékkst hald-