Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 36

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Yafasamir veituskattar Á SÍÐASTA kjör- tímabili lagði- R-listinn auknar álögur á Hita- veitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur um fjóra milljarða króna til að standa straum af halla- rekstri borgarsjóðs. R- listinn hækkaði greiðsl- ur frá Hitaveitunni um hundruð milljóna á ári á síðasta kjörtímabili og nam hún á árinu 1995 802 millj. kr. eða 27,8% af rekstrartekjum. 1996 var gjaldtakan komin í um 30% af tekjum veit- unnar. Þetta gjald dugði þó ekki til og nú hefur R-listinn talið rétt að taka þrjú þúsund milljónir með skuldabréfi út úr nýstofnaðri Orku- veitu Reykjavíkur fimmtán ár fram í tímann. Þessu mótmæltu sjálfstæðis- Gjaldtaka Sjálfstæðismenn í Reykjavík mótmæltu þessum álögum, segir Eyþór Arnalds, og vör- uðu við hæpnum laga- legum forsendum oftekinna gjalda. menn í borgarstjórn og töldu þessar álögur fara út fyrir eðlileg og lögleg mörk. Alit, lögmanna Innheimtu þjónustugjalda eru settar ákveðnar takmarkanir í ís- lenskum lögum, sérstaklega þegar um er að ræða einkaleyfi á veittri þjónustu. Akvörðun gjaldsins verður að hvíla á heimild í lögum og má gjaldið að öllu jöfnu ekki vera hærra en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna. Ef gjaldið er of hátt er um skatt að ræða. Skattlagning verður að styðjast við gilda laga- heimild eins og segir í 77. grein stjórnarskrár- innar. Þarf heimild þessi að vera ótvíræð. Hártogun Helga Helgi Hjörvar og Ingibjörg S. Gísladóttir hafa talað um þessi mál sem „áróður Hafnfirðinga" gegn Reykjavík, þegar í reynd er hér um hagsmunamál neytenda gegn duld- um skattahækkunum R-listans. Álögum þessum mótmæltu sjálfstæð- ismenn í Reykjavík og vöruðu við hæpnum lagalegum forsendum oftekinna gjalda. • í fyrsta lagi leggjast þessar auknu álögur íyrst og fremst á Reykvíkinga sem þurfa að greiða dulda skatta í gegnum hita- og rafmagnsgjöld. • I öðru lagi hefur R-listinn áformað að taka þrjú þúsund milljónir að láni með skuldabréfi til 15 ára. Greiðand- inn er Orkuveita Reykjavíkur. • í þriðja lagi hafa þessar nýju álög- ur valdið trúnaðarbresti milli borgar- innar og helstu viðskiptavina hennar og þannig stefnt tekjustofnum borg- arinnar í hættu. Helgi Hjörvar lýsir yfir áhyggjum vegna mín í Morgunblaðinu á mið- vikudag. Áhyggjur Helga ættu frek- ar að beinast að afleiðingum illa ígrundaðra ákvarðana R-listans. Þær eru áhyggjuefni. Höfundur er varaborgnrfulltrúi og greiðandi hitaveitureikninga í Reykjavík. Eyþór Arnalds Aðför að fj ölsky ldufólki EINN er sá hópur landsmanna til viðbót- ar við ellilífeyrisþega og öryrkja sem sér- staklega hefur fengið að finna fyrir skerð- ingu á kjörum sínum og lögbundnum rétti í góðæri ríkisstjórnar- innar. Það er fólk sem er með börn á fram- færi og fólk sem er að koma sér upp húsnæði. Ýmsar aðstæður haga því þannig að veruleg- ur hluti þeirra kjara- bóta sem flestir hafa notið undanfarið, hafa ekki skilað sér til þessa fólks. Þar sem það er yfirleitt sama fólkið sem er með börn á framfæri og er að koma sér upp húsnæði, er vandinn tilfinnanlegri, þ.e. þegar áhrifin hvolfast yfir af tvöföldum þunga. Yfirleitt er þetta fólk á aldrinum 25-45 ára. Skertar barnabætur Eins og flestir vita eru barna- bætur tekjutengdar. Það felur í sér, að þegar hagur barnafjöl- skyldu eða einstæðs foreldris vænkast vegna launahækkunar, lækka barnabætur. Vegna eðlis tekjutengingarinnar vaxa barna- fjölskyldurnar upp úr barnabótun- um ef þær fá kjarabót. Sé málinu snúið við, er hluti kjarabótarinnar ,gerður upptækur" með skerðingu á barnabótum. Ofan á þetta bætist síðan skerð- ing sem sum sveitarfélög ákveða með dagvistargjöldum. Dæmið um einstæða foreldrið í Kópavogi með 80.000 króna mánaðarlaun talar þar skýrustu máli. Þetta foreldri hefur minni peningum úr að spila eftir 3,65% kauphækkun um ára- mót, en fyrir hana - jafnvel þótt við gerum ráð fyrir engri verð- bólgu. Vitað er að fleiri sveitarfélög í Reykj aneskj ördæmi ætla að fylgja í kjöl- farið hvað þetta varð- ar, t.d. Reykjanesbær og Hafnarfjörður. Hærri vextir Undanfarin ár hefur vaxtastig í landinu heldur lækkað. I því felst veruleg kjarabót fyrir þá sem skulda, t.d. vegna íbúðar- kaupa. Vextir á skuldabréfum í bönkum hafa lækk- að, vextir á lánum lífeyrissjóða hafa lækkað og húsbréfavextir hafa lækkað. Jafnvel hafa vextir á bankalánum og lífeyrissjóðslánum sem voru gefin út meðan vaxtastig var hærra, lækkað. Það hefur hins vegar ekki gerst með húsbréfalán- in. Þriggja milljóna króna hús- bréfalán, sem var gefið út árið 1993 ber 6% vexti, á meðan lán sem gefið er út í dag ber 4,9% vexti. Af þriggja milljóna króna húsbréfaláni sem ber 6% vexti þarf að greiða 180.000 kr. á ári í vexti, en 147.000 krónur af jafn háu láni sem ber 4,9% vexti. Það er auðvelt að reikna sig áfram að þeirri nið- urstöðu að sá sem greiðir 6% vexti greiðir næstum 1000 krónum meira á mánuði á hverja milljón en sá sem greiðir 4,9% vexti. Það er brýnt að þessi mismunur verði leiðréttur, annaðhvort með laga- breytingu sem heimilar að vextir eldri lána verði færðir niður, eða með útgáfu nýrra bréfa sem greiða upp hin eldri. Brýnt er, segir Lúðvík Geirsson, að afnema tekjutengingu barna- bóta og bóta elli- og ör- orkulífeyrisþega. Afnám tekjutengingar Ég er þeirrar skoðunar, að það sé biýnt að afnema tekjutengingu barnabóta og bóta elli- og örorku- lífeyrisþega. Einnig er rétt að skoða vaxtabótakerfið frá grunni. Það á aldrei að þurfa að vera álita- mál fyrir fólk í þessari stöðu hvort það borgar sig að bæta við sig vinnu ef það vill eða hækka yfirleitt í launum. Það þarf að tryggja öldruðum og fötluðum grunnÚfeyri sem dugar til sómasamlegrar framfærslu. Tekjur umfram það eiga að nýtast þessu fólki eins og allajafna gerist þegar fólk fær launahækkun, þ.e. aðrir en öryrkj- ar, aldraðir og bamafólk sem er að koma sér upp húsnæði. Núverandi kerfi býður upp á mismunun í stað þeirrar kjarajöfnunar sem því var vafalítið ætlað að ti-yggja, auk þess sem það býður upp á svarta at- vinnustarfsemi og leit að leiðum til að sniðganga kerfið. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur sýnt elli- lífeyrisþegum, öryrkjum og ungu fjölskyldufólki vilja sinn í verki. Það er eingöngu sterk útkoma Samfylkingarinnar í komandi kosningum sem getur tryggt rétt- læti og jöfnuð í þessum hagsmuna- og réttindamálum. Höfundur er bæjarfulltrúi og þátt- fakandi iprófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi. Lúðvík Geirsson sæti Kvennalistans i profkjori Samfylkinjar í Reykjavik 30. janúar Auðlindir lands of sjávar eru samei?n þjóðarinnar. Verndum osnortin víðerni hálendisins. jafnrétti^menntun^mannsæmandi k j o r mbl.is __ALLTAf= G/TTH\SAÐ NÝTT mbl.is __/KLLTAT G/TTHXSAÐ NÝTT Lykillinn að framtíðinni LYKILLINN að möguleikum Islendinga í framtíðinni er að rækta mannauðinn, að kalla alla til leiks óháð kyni, aldri, efnahag, kynhneigð eða annarri félagslegri stöðu. Nú- verandi ríkisstjóm rek- ur hins vegar þá stefnu á öllum sviðum þjóðlífs- ins að dæma fólk úr leik. Fatlaðir eru dæmdir úr leik með smánarleg- um tryggingagreiðsl- um sem eru síðan skertar ef makinn hef- ur tekjur eða ef hann hefur vogað sér að safna peningum inn á bankabók. Einstæðar mæður eru dæmdar úr leik og möguleikar þeirra til tekjuöflunar skertir. Al- menningur er dæmdur úr leik hvað varðar áhrif á auðlindanýtingu og efnahagur ræður því í vaxandi mæli hverjir geta menntað sig, keypt lyf, farið til læknis eða tann- læknis. Ríkisstjórnin kallar bara suma til leiks. Víðsýni gegn íhaldi í ofanálag rekur ríkisstjórnin gamaldags efnahags- og umhverfis- stefnu sem er meira í ætt við stefnu iðnbyltingar 19. aldar en þá sóknar- og lýðræðisstefnu sem þarf að reka í upphafi 21. aldar. Heimurinn allur er okkar svið bara ef við kæmm okkur um það, ef við fellum múrana í okkar eigin samfélagi, umhverfs landið og ekki hvað síst í huga okkar sjálfra. Með víðsýni og um- burðarlyndi, líka gagn- vart þeim sem lenda á jaðri samfélagsins, get- um við auðgað líf okkar allra og opnað fyrir uppsprettu hugmynda og velsældar sem fjöl- breytileikinn einn get- ur gefíð. Þjóðlíf og menning er ekkert annað en sá veruleiki sem flestir eru sammála um að sé raunverulegur. Veruleikinn er hvorki steinsteypa né lög. Hann er sá samnefnari sem flestir tileinka sér. Ef fjöldinn er sammála um að Þjóðlíf og menning, segir Heimir Már Pét- ursson, er ekkert ann- að en sá veruleiki sem flestir eru sammála um að sé raunverulegur. múra eigi tiltekna einstaklinga inni, og jafnvel þjóðina alla gagnvart öðr- um þjóðum og skipta eigi auðlindum þjóðarinnar upp í kvóta til flokks- gæðinga og einkavina, þá steinrenn- ur þjóðin inni í skáp. Umburðarlyndi á jaðrinum Það á ekki að stíga á puttana á þeim sem hanga á jaðrinum og siga á þá lögreglusveitum með heimildir til óhefðbundinna aðferða. Þegar við höfum opnað fyrir slíkan hugs- unarhátt á einu sviði samfélagsins verður hættulega auðvelt að gera það á fleiri sviðum. Það á ekki að setja þjóðinni óraunhæf markmið eins og fíkniefnalaust Island árið 2002 og ófrægja síðan alla ungu kynslóðina og gefa í skyn að hún sé upp til hópa blindfull og á kafi í ólöglegum vímuefnum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun vímuefna og almennt til að bæta andlegt og líkamlegt heilsufar þjóðarinnar, er að byggja upp þjóðfélag réttlætis, umburðar- lyndis og lýðræðis. Með því að leggja af kærleiksofbeldi forræðis- hyggjunnar og rækta hvern ein- stakling til sóknar og þroska. í prófkjöri Samfylkingarinnar á laugardag er mikilvægt að fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins hljóti góða kosningu. Þannig tryggj- um við að sjónarmið róttækra jafn- aðarmanna njóti sín. Á lista Alþýðu- bandalagsins er ungt fólk og með brautargengi þess eru mestir mögu- leikar á endurnýjun inni á Alþingi. Höfundur er framhjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar. Heimir Már Pétursson ! F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.