Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 62
> 62 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand WHAT'I THINK l'LL DO 15 60INTOTOION, AND 5TAND 50MEPLACE, LIKE MAY06 ON A ^ CORNER. 'í? THEN A BEAUTIFUL HOLLTUIOOP-TTPE 6IRL WILL COMEBTINA CONVERTIBLE ANP TAKE METOHERHOME.. i’ll have to make 5URE I LOOK 50PHI5TICATEP.. Ég held að ég fari til borgarinnar og standi einhvers staðar, eins og kannski á horni... Þá færi falleg stelpa, eins og þær í Hollywood, frara- hjá í bíl með fellibaki og æki mér heim til sín... Ég verð að líta út fyrir að vera verald- arvanur... Ég verð í Mikka-músar skón- um mínum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 MYNDIN sýnir hvar skemmdir geta myndast í og við snertifleti tanna. Tannlæknisfræði Frá Karli Guðlaugssyni: KÆRA Ingibjörg. Mér er sérstak- lega eftirminnilegt þegar þú tókst við starfi heilbrigðisráðherra. Þá komst þú fram í fjölmiðlum og taldir að eitt af því mikilvægasta sem þú myndir beita þér fyrir yrðu forvarn- ir í heilbrigðiskerfinu. Mig rak þvi í rogastans þegar ég varð vitni að reglugerð sem þú settir núna um áramótin sem dregur úr aðstoð hins opinbera við forvarnir gegn tann- skemmdum. Eins og þér er vel kunnugt hefur tannskemmdum fækkað um a.m.k. 70% síðustu 10 ár. Þetta er mörgum samverkandi þáttum að þakka, en ekki hvað síst skilningi stjórnvalda á gildi forvama, fram að þessu. Við tannlæknar sem vinnum mik- ið með unglinga á aldrinum 12-18 ára sjáum því miður töluvert af s.k. byrjandi „proximal“-skemmdum, en þetta eru skemmdir sem koma í og eða við snertifleti tanna, (sjá með- fylgjandi skýringarmynd). Til að hindra að þessar byrjandi skemmdir ágerist eða komi í upphafi leggjum við tannlæknar mikla vinnu í fræðslu til sjúklinga okkar (barn- anna) og foreldra þein-a. Eins og þú eflaust veist eru tann- skemmdir fjölþátta sjúkdómur. Margir þættir spila inn í sjúkdóms- ferlið svo sem fram kemur í frábærri bók sem kennd er við tannlækna- deild Háskóla Islands og heitir „Textbook of Cariology“. Auðvitað eru bækurnar miklu fleiri um þetta efni en þessi er sérstaklega aðgengi- leg til lestrar, bæði fyrir leikmenn sem fagmenn (fræðimenn). Eitt af því sem við tannlæknar fræðum sjúklinga okkar (bömin) og foreldrana um er að nota tannþráð til að draga úr líkum á skemmdum í og við snertifleti tannanna. Flúor gegnir þama líka miklu hlutverki, mataræði og fleiri þættir. Þess- vegna er það alveg ótrúlegt, einmitt þegar þessum góða árangri er náð í forvörnum, að stjórnvöld skuli hætta endurgreiðslu við flúormeð- ferð þessa aldurshóps, 12-18 ára, þegar mest ríður á að vernda full- orðinstennurnar er þær ganga í sín sæti og snerta hver aðra. Vegna þessara furðulegu vinnu- bragða langar mig að biðja um svör við eftirfarandi: 1) Til hvaða vísindamanna (fag- manna, fræðimanna) var leitað til að taka þessa ákvörðun? 2) Hvaða grunnrannsóknir lágu að baki þessari ákvörðun? 3) Ef um íslenska fræðimenn (tannlækna) var að ræða, hvað hafa þeir unnið með mörg börn á mánuði, á aldrinum 12-18 ára, síðustu 5 ár? Með von um skjót og góð svör hér á síðum Morgunblaðsins. KARL GUÐLAUGSSON, tannlæknir. Opnunartími skemmtistaða Frá Erling Vali Ingasyni: BARIR, skemmtistaðh-; af hverju eru þeir bara með leyfi til að hafa op- ið til kl. 1 á virkum dögum og 3 um helgar? Ég held að það sé ekki til nein skýring á þessu nema það að Skemmtinefnd Islands er bara ekk- ert að spá í þetta lengur. Það koma nokkur dæmi um þetta í fjölmiðlum að bærinn sé að springa og þar er ekki lengur óhult að vera! Getur það ekki tengst þessum opnunartíma á skemmtistöðum, eða börum yfirhöf- uð? Fólk fer oftast í bæinn eftir lok- un og vill halda áfram að skemmta sér fram á rauða nótt, en fólkið hefur engan annan stað nema bæinn. Það verða slagsmál, leiðindi og hlutir brotna. Þetta fólk fer heim þegar það er búið að fá nóg, ekki fyrr. Svo að það er ekkert sem heitir að bíða og vona, því íslendingar eru víkingar og víkingar drukku mjög mikið og skemmtu sér í hófi. Klukkan 4 er biðröðin eftir leigubílnum orðin býsna löng og fólk sem er seinast í röðinni er ekki komið heim fyrr en klukkan fimm eða sex um nóttina. Tími sem hægt er að nota til að skemmta sér lengur. Tökum til dæmis helgardaga á Islandi sem leyfa skemmtistöðum og börum að vera með opið til fjögur. Ekki sé ég fólk tygja sig heim klukkan þrjú þegar opið er til fjögur. Nei, það fer þegar það lokar, því lengur sem opið er því meira fjöldi af fólki minnkar í bænum með hverri mínútu. Fólk sem fær nóg klukkan þrjú fer af staðnum og nær sér í leigubíl, en það er ekki svo auðvelt því alls staðar er lokað klukkan þrjú og þá æða allir í leigubílaröðina og upp kemur leiðindalengja af fólki sem neyðist til að fara heim! En fólk sem vill halda áfram fer í bæinn. Þar ligg- ur stóra vandamálið, þetta er vanda- mál sem lögreglan er að berjast við. Ég mæli með því að þetta mál verði tekið upp og skemmtistaðir og barir fái lengri opnunartíma. Sjálfur hef ég unnið býsna lengi á skemmti- stað og það er mín ástæða fyrir þessu bréfi. Standið upp og látið í ykkur heyra! ERLING VALUR INGASON, Njörvasundi, 27, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.