Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gæsluvarðhaldskröfu yfír Briggs hafnað I farbanni þar til dómur fellur HÉRAÐSDÓMUR Akureyrar úr- skurðaði í gær breska ríkisborgar- ann Kio Aiexander Ayobambele Briggs, sem ákærður hefur verið fyrir að standa að innflutningi mik- ils magns E-taflna, í farbann þar til dómur gengur í máli hans í héraði, þó ekki lengur en til 15. september næstkomandi. Kröfu ákæruvaldsins um áframhaldandi gæsluvarðhalds- vist yfir Kio Briggs var hins vegar hafnað. I úrskurði dómsins segir að ekki hafi verið færð fram nein sérstök rök fyrir því að almannahagsmunir krefjist þess að ákærði sitji í gæslu- varðhaldi uns endanlegur dómur gengur. Briggs var fundinn sekur í héraðsdómi Reykjavíkur um inn- flutning á E-töflum 11. mars síðast- liðinn og dæmdur í sjö ára fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti úrskurðinn á fimmtudag og vísaði málinu heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar og dómsálagningar. Ákæruvaldið benti m.a. á að með hliðsjón af alvarleika sakarefna þætti nauðsynlegt að Briggs sæti í gæsluvarðhaldi uns endanlegur dómur gengi í málinu, auk þess sem hann væri útlendingur án fastrar búsetu hérlendis og því mætti ætla að hann reyndi að komast úr landi ef hann gengi laus. Af hálfu ákærða var þessum sjón- armiðum mótmælt og engin hætta sögð á að Briggs reyndi að komast úr landi, þar sem það væri nánast ómögulegt enda hefði vegabréf hans verið tekið af honum. Hann hefði auk þess engan áhuga á að koma sér undan að mæta fyrir dóm í mál- inu. Dómurinn féllst á að nokkur hætta gæti verið á að Briggs reyndi að koma sér úr landi ef hann gengi laus, en telja yrði vægara úrræði, svo sem farbann, nægjanlegt til að koma í veg fyrir að hann færi af landi brott. „Mars“ kvikmynduð á Islandi? Morgunblaðið/Golli ÞYRLA Landhelgísgæslunnar kemur með hina slösuðu á Sjúkrahús Reykjavíkur Nærri drukknaður eftir að bifreið valt út í á 60 manns yrðu ráðnir BÚAST má við að á annað hundrað milljóna króna komi í hlut Islend- inga og að um sextíu manns verði ráðnir til starfa ef ákveðið verður að taka hluta kvikmyndarinnar „Mars“, með leikaranum Val Kilmer í aðalhlutverki, hér á landi. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur íslenska kvikmyndaiyrirtækið Pegasus átt í viðræðum við Wamer Bros. í Bandaríkjunum um að taka hluta myndarinnar hér. Akvörðunar er að vænta innan skamms. I frétt í bandaríska tímaritinu Variety, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær, segir að myndin eigi að fjalla um fyrsta geimfarann sem fer til plánetunnar Mars, en þar verður hann strandaglópur. Aætlað er að tökur hefjist í lok ágúst eða september á Islandi og í Astralíu. Tímaritið segir að samningar við leikarann Val Kilmer um að leika aðalhlutverkið séu á lokastigi. Vinnslustöðin Fundað áfram um helgina STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf. fjallaði á fundi sínum í gær um rekstrarvanda fyrirtækisins og leiðir til að bregðast við honum. Ekki tókst að Ijúka fundinum í gær og verður honum haldið áfram um helgina. Stefnt er að því að komast að niður- stöðu fyrir næstkomandi þriðjudag. Meðal þeirra hugmynda sem fram hafa komið um breytingar á rekstr- inum eru lokun frystihúsanna í Vest- mannaeyjum og Porlákshöfn, sala á einu skipi og söltun í stað frystingar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru leikstjóri myndar- innar og aðstandendur einkum að leita að hrauni sem minnir á Mars og hafa þeir þegar kynnt sér mynd- ir af ýmsum stöðum á landinu. Lík- legt er að leikstjórinn komi hingað ásamt föruneyti innan fárra vikna til að kanna aðstæður, ef ákveðið verður að taka myndina hér. Áð á Grána- stöðum á Grænlands- jökli ICE225 leiðangursmennirnir tjölduðu í gærkvöldi í 2.200 m hæð vestan í hábungu Græn- landsjökuls eftir 150 km dagleið. Þar með er búið að vinna upp seinkun sem varð á leiðinni að jöklinum. Búöirnar eru um 50 km frá hábungunni sem er 2.500-2.700 m há. Gott veður var á staðnum, heiðskírt og Iogn, 19°C frost og kólnaði hratt. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Færið verið gott, jökullinn sléttur og olíueyðslan lítil. Reyndar skarir á kafla, en að skána aftur. Núna loksins erum við í málum sem við könnumst við,“ sagði Amgrímur Her- mannsson, leiðangurssíjóri. Hann UNGUR karlmaður var nærri drukknaður eftir að bifreið sem hann var farþegi í fór út af veginum á Hrútafjarðarhálsi og lenti í Svert- ingsstaðaá skömmu fyrir klukkan tvö í gær. Honum var bjargað upp úr vatninu eftir þrjár mínútur. Veg- farandi blés í hann lífi og var hann síðan fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt tveim- ur félögum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. í bflnum voru þrír ungir karl- menn, sá elsti á miðjum þrítugsaldri var mjög ánægður með dags- verkið og kvað létt yfir mönnum. Búðir gærdagsins nefndu Islend- ingamir Gránastaði til heiðurs fslenskum hesti sem fór yfir og sá yngsti innan við tvítugt. Þeir voru á suðurleið frá Hvammstanga og voru að taka fram úr þegar öku- maðurinn missti stjóm á bílnum, hann fór út af veginum, valt nokkr- ar veltur og endaði á hlið úti í Svert- ingsstaðaá. Einn mannanna festist í bflnum og tók það félaga hans, sem minnst var slasaður, þrjár mínútur að losa hann. Þegar loks tókst að koma honum á fast land þurfti vegfarandi að blása í hann lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- Grænlandsjökul fyrr á öldinni. Dagbók leiðangursmanna, fréttir og fleiri upplýsingar er að finna í netútgáfu Morgunblaðsins (http://www.mbl.is). reglu er áin að jafnaði lítil og renn- ur í gegnum ræsi undir veginn, en um þessar mundir eru í henni vatnavextir. Lítill straumur er í henni en töluverð drulla á botninum og var því erfitt fyrir mennina að komast á land. Læknir frá Hvammstanga sem kom á slysstað ákvað að kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja mennina og voru þeir fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á slysadeild er enginn þeirra í lífshættu. Varðhald fyrir inn- brot HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær ungan mann, sem handtekinn var fyrir innbrot í Gerð- unum í Reykjavík, í gæsluvarðhald til 23. júní. Hann játaði nokkur inn- brot og er grunaður um hátt á ann- an tug innbrota. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Annar maður var handtekinn í gærmorgun vegna gruns um aðild að innbrotum í nýbyggingar og á vinnusvæðum.Hann hefur játað sjö innbrot. Talsvert magn af þýfi var gert upptækt og hefur því verið komið til skila. Þýfið er metið á ann- an tug milljóna króna. Þá voru nýlega upplýst hátt í tug innbrota í heimahús og fyrir rúmri viku var maður handtekinn vegna þeirra. Mikið af þýfinu úr þessum innbrotum náðist og hefur verið komið til skila. Þar á meðal var hald lagt á skotvopn. Að sögn lögreglu eru öll þessi mál, auk annarra innbrota, sem til- kynnt hafa verið, enn í rannsókn. Jeppaleiðangursmenn lögðu að baki 150 km í gær Ljósmynd/Malte Udsen INGIMUNDUR Þorsteinsson við fyrsta Toyota-jeppann sem leiddi fyrstu ökuferðina á Grænlandsjökul. Leiðin lá upp skriðjökul um 133 km norður af höfuðstaðnum Nuuk. Sérblöð í dag m itiwm ÍARDOGUM m Skipulag og lýsing í garðinum FH-ingar burstuðu Fylkis- menn í Árbænum/B2 Steingrímur gerði atlögu að meti Þórólfs Beck/B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.