Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 49iv + Ásta Sigrún Guðjónsdóttir var fædd í Varmadal á Rangárvöllum þann 5. september árið 1905. Foreldrar hennar voru Anna Kristúi Jóhannsdótt- ir og Guðjón Jóns- son. Ásta var ung sett í fóstur hjá hjón- unum Helgu Run- ólfsdóttur og Jóni Jónssyni að Krók- túni í Hvolhreppi og kallaði Ásta þau alltaf foreldra sína. Ásta fluttist ung til Vest- mannaeyja og þar kynntist hún eiginmanni sínu Valtý Brands- syni f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976 og tóku þau hjúskap þann 1. nóvember árið 1930. Ásta og Valtýr hófú búskap á Hvoli í Vestmannaeyjum og bjuggu þau þar í 14 ár. Þaðan fluttu þau í gamlan hermannabragga sem stóð við Strembugötu og að lokurn byggðu þau sér reisulegt einbýlishús að Strembugötu 10. Árið 1980 flutti Ásta að Eyja- hrauni 1 sem eru þjónustuíbúð- ir aldraðra og bjó hún þar allt þangað til 2 mánuðum fyrir andlát sitt en þá flutti hún sig Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um móður mína sem lést há- öldruð á Hraunbúðum, dvalarheim- ili aldraðra í Vestmannaeyjum. Hún mamma var mjög sérstök kona. Hún eignaðist 13 börn og ól upp eitt fósturbarn og var þess vegna alltaf mikið fyrir að hafa fólk í kringum sig. Þegar maður elur upp svona stóran hóp, þarf að halda uppi aga á öllum, og það hafði hún mamma svo sannarlega, enda veitti ekki af því. Mamma hafði mjög gaman af allri skemmtun, dans, söng og fót- bolta sem hún hafði yndi af enda þekkti hún alla í sínu liði, sem var IBV. Hún hafði einnig gaman af því að lesa og hlusta á útvarp og í seinni tíð hlustaði hún mikið á sög- ur af spólum. Hún mamma var ákaflega mikil „lady“ og hafði mjög gaman af því að halda sér til og hélt hún því allt fram í andlátið. Mamma var mjög minnug og mundi hún til dæmis alla afmælisdaga í fjölskyldunni sem þó er orðin ansi stór og var hún ávallt þátttakandi í öllum athöfnum sem í fjölskyldunni voru allt fram á síðasta dag. Hún varð veik 3. maí og fór þá á spítala, en náði þá að rífa sig upp úr því og fór heim á Hraunbúðir, þar sem hún hafði dvalist sl. tvo mán- uði, og var þá hress í tvo daga en lést svo 10. maí sl. Ég kveð þig elsku mamma mín með söknuði, en ég veit að nú ert þú búin að hitta alla þá sem á und- an þér fóru. Ég veit líka að þú horf- ir á þínar Glæstu vonir, sem þú hafði svo gaman af að enginn vildi trufla þig á meðan þær voru í sjón- varpinu. Ég veit að þú dansar þar sem þú ert, þar sem þú gast ekki verið með okkur í brúðkaupi sonar- dóttur þinnar, hennar Unu Sigrún- ar. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með Qöll í feldi grænum mín fagra Heimaey. Við lífsins fógnuð fundum á fyrstu bemskustundum er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Asi í Bæ.) Far þú í friði, elsku mamma mín, þín dóttir Kristín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna. Er sefur hér hinn síðasta blund. um set að Hraunbúð- um. Ásta og Valtýr eignuðust 13 börn og ólu þar að auki upp fyrsta barnabarn sitt. Börn þeirra eru: 1) Helga fædd 21. júlí 1928 gift Birni Björnssyni og eiga þau 2 dætur saman en Helga á 1 dóttur fyrir, sem eins og áð- ur sagði Ásta og Val- týr ólu upp. Helga og Björn eru búsett í Garðabæ. 2) Jóhanna fædd 17. júní 1930, gift Þórarni Brynjari Þórðarsyni og eiga þau 6 böm, 21 barnabam og 9 bama- bamabörn. Þau em búsett í Keflavík. 3) Óskfrð fædd 12. júlí 1931, dáin 7. september 1931. 4) Ása fædd 7. ágúst 1933, dáin 24. apríl 1981. Hún var gift Georg Sigurðssyni og áttu þau 4 syni, 9 bamaböm og 1 bamabarnabarn. 5) Vilborg fædd 17. mars 1936, dáin 3. júlí 1938. 6) Sveinn fædd- ur 4. apríl 1937, kvæntur Krist- úiu Rósu Jónasdóttur og ólu þau upp 3 böm. Þau eiga einnig 12 bamaböm og 1 bamabamabam. Þau era búsett í Hafnarfirði. 7) Guðbrandur fæddur 5. ágúst Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig biessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvér megum þér síðar fylgja’í friðarskaut. (V. Briem.) Hvíl í friði elsku mamma, þín dóttir Jóhanna. Rósu konunni minni kom í hug stef frá Eyjafjarðarskáldinu Davíð þegar hún minntist móður minnar: „en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna.“ Já, þetta var rétt, mamma var ein af þessum sérstæðu boðberum birtu og vinar- þels, sem aldrei þarf að „kveikja" á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Hin fölskvalausa góðvild með raunsæju ívafi léttir göngu samferðamanna um grýttar götur lífsbaráttunnar, sé maðurinn svo hólpinn að mæta einstöku sinnum einhverjum öðrum en þeim sem „kveikjum sínum brenna“. Mikið mátti hún mamma vera skipulögð að eiga líka tíma fyrir mig, við vorum jú 14 í heimili hjá henni. Hún ein með allan hópinn, þegar pabbi var á sjó. Tvær kýr í fjósi og tylftin af bömum í húsi. Aldrei heyrði ég kvörtun, skapið var létt á hverju sem gekk. Við stækkuðum bömin og fórum að hjálpa til, en mamma sagði að besta heimilishjálpin væri handsnúna vindan til að vinda þvott. Ábyrgðin var hennar, hún var húsmóðirin af gamla skólanum. Pabbi var dugleg- ur að sjá fyrir okkur öllum þó ekki væri miklir peningar á þessum ár- um, kom upp húsaskjóli fyrst í bragga og síðan Strembugötu 10. Mamma hafði ekki margar stundir fyrir „sig“ eins og við segjum í dag, en þó ég man að hún fór á fundi hjá Slysavarnafélaginu, þá var hún svo fín. Seinna þegar á elliheimilið kom var það fótboltinn sem heillaði 1939, kvæntur Hrefnu Jónsdótt- ur og eiga þau 2 böm og 4 barnaböm. Þau em búsett f Njarðvík. 8) Ástvaldur fæddur 5. febrúar 1941, kvæntur Hall- dóm Sigurðardóttur og eiga þau 3 dætur og 7 bamaböm. Þau era búsett í Vestmannaeyj- um. 9) Auðberg Óli fæddur 15. desember 1944, dáinn 5. júní 1994. Hann var kvæntur Mar- gréti S. Óskarsdsóttur og áttu þau saman 3 böm. 10) Kristín fædd 22. september 1946, gift Gunnari Ámasyni og eiga þau saman 3 böm og 1 barnabarn. Þau em búsett í Vestmannaeyj- um. 11) Jón fæddur 17. aprfl 1948, kvæntur Þórhildi Guð- mundsdóttur og eiga þau 2 syni. Þau era búsett í Vestmannaeyj- um. 12) Sigríður fædd 18. maí 1949, dáin 19. október 1953. 13) Óskar fæddur 7. mars 1951, kvæntur Jóhönnu M. Þórðar- dóttur og eiga þau 2 syni. Þau era búsett í Vestmannaeyjum. 14) Fósturdóttir þeirra hjóna heitir Ásta María Jónasdóttir fædd 22. október 1946, gift Hallgrími Júlíussyni og eiga þau 3 böm og 3 bamaböm. Þau era búsett í Vestmannaeyjum. Ásta lifði við góða heilsu þar til hún veiktist þann 3. maí og lést hún að Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmanna- eyjum þann 10. maí. Útför Ástu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag klukkan 14. mömmu, það voru strákarnir henn- ar í ÍBV. Hvert mannsbrjóst á einhvem innsta róm, sem orð ekki fann að segja. Lífshlaupið er sem sólar- gangurinn. Þar skiptast á skin og skuggi, enginn okkar kemst hjá því að myrkvun sorgarinnar sæki á sálu og skapi skammdegi í okkar innsta umhverfi, í okkar innsta sjálfi. En mamma var sterk, hún hafði alla tíð búið yfir miklu jafnað- argeði, skapgóð í gegnum þykkt og þunnt, þótt lítill væri tíminn til svo- kallaðra tómstunda. Þó hefur hún notið þess á seinni árum að gleðjast á góðum stundum, með ömmu- og langömmubömum sínum sem nálg- ast nú hundraðið hægt og sígandi. Einnig hefur mamma alla tíð haft mikið gaman af bæði dansi og söng. Hún hafði eins og Tómas lýsir svo vel: ,J>ú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrtí, í sálu þinni lék sumarið öll sín Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð.“ Ég var mjög lánsamur að eiga elskulega sterka foreldra. Ég kveð með orðum skáldsins: „Þó hver sá nam að stilla hæsta strenginn og stóð á sviði einn þeim gleymir eng- inn. Þá nær til jarðar himnaeldsins ylur, ef andinn finnur til - og hjart- að skilur." Sveinn Valtýsson. Ég vildi, móðir, gripa orðsins auð og óði miðla þér. Af gulli snauð er hönd mín enn og eflaust mun svo löngum. En mér er einnig stirt um tungutak, þó töfri lindasuð og fuglakvak og þytur blæs í grasi og skógargöngum. Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár, sem okkur gafstu, sælu þína og tár? Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið. Og einhvernveginn er það svo um mig, að allt hið besta finnst mér sagt um þig, sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið. Samt vel ég mér að þegja um lífsstarf þitt. En þakkir fyrir veganestið mitt ég vildi þér í litlu ljóði inna. Og þó að böm þín verði vaxnir menn, þau vildu fegin mega njóta enn um langan aldur móðurmunda þinna. (Jakobína Sig.) Blessuð sé minning Ástu Sigrún- ar Guðjónsdóttur. Þinn sonur Óskar. ÁSTA SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Elsku tengdamamma og amma. Okkur langar að minnast þín með eftirfarandi ljóðlínum: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð blessi minningu þína og hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhanna, Þórður og Ásgeir. Tengdamóðir þín er látin, hljóm- aði fregnin sem ég fékk - og í hug- ann kom stef úr margræðu mið- leitnu kvæði Eyjafjarðarskáldsins Davíðs: „en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna.“ Tengdamamma er ein af þeim sem lifir þótt hún sé dáin. Því hvernig sem syrti í sálu hennar, lék hugur og kraftur öll sín ljóð. Henn- ar bros gat dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heill- ar skálar. En hvað er það sem kem- ur upp í huga minn þegar ég kveð hana að sinni, það er svo margt. En fyrst og síðast gleði því hún var vin- ur sem kastaði birtu og yl á allt sviðið hverja samverustund, svo stundin var önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið að í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið alvöru lífsins. Frá fyrsta degi var Ásta mér alltaf kær vinur, símalínan var okk- ar fremsti fundarstaður, en oft átt- um við líka yndislegar samveru- stundir. Ég gleymi ekki íyrstu ferð Ástu í Þjóðleikhúsið með móður minni og mér. Ásta og móðir mín svo glerfínar að það geislaði af þeim og mamma hafði þessa ferð framarlega í minningu sinni. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á í lífi mínu, barna minna og barna- bama var Ásta alltaf fyrst til að hringja og eins þegar eitthvað skeði í stóra hópnum hennar Ástu þá fékk ég boð. Stórkostlegt og stór- mannlegt var einnig hugarfar Ástu, víðsýnt og fordómalaust. Ef fleiri væru fordómsleysi Ástu búnir væri betra að lifa. Skáldið frá Fagraskógi segir í ljóði: „Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar er ljóð sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm sem ljósinu safnar er ljóð um kjamann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar." Mér stóð Ásta ævinlega fyrir sjónum sem sú sem ljósinu safnar og skapaði þannig ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. Ung var Ásta gefin Valtý Brandssyni, glæsilegum manni og dugnaðarforki. Þau Ásta og Valtýr eignuðust 13 böm og 5 barnanna em lótin. Búskapurinn var aldrei auðveldur og víst hefur Ásta fengið að finna fyrir lífinu, eins og sagt er. Valtýr var bæði sjómaður og land- verkamaður. Hann var sérstaklega elskur að heimili sínu og til verka var hann snillingur. Það var enginn dans á rósum hjá Ástu og Valtý, en hjónabandið var gott og allt bjarg- aðist þetta. Það var hörkubarátta að koma bamaskaranum upp, en þau höfðu lært að bjarga sér, höfðu kýr, og kartöflugarð og það var endalaust saumað upp úr gömlu. Ásta vildi aldrei vera í skuld og aldrei var neitt keypt nema að það væru til peningar. En svo kom byltingin og Ásta eignaðist handsnúna saumavél og stærsta hjálpin við heimilishald- ið var handsnúna tauvindan. Á fyrstu búskaparárunum varð að sækja vatn út í brunn og bera skolpið út. Já, handtökin voru mörg á stóru heimili, börnin, matargerð, þvottur og aftur þvottur, þjónusta fyrir alla jafnt. Vera alltaf til staðar í blíðu sem stríðu. Vera mamma fýrir alla jafnt. Börnin flugu úr hreiðri eitt af öðra, og félaginn, vin- urinn og samferðamaðurinn kæri, Valtýr, lést 1. apríl 1976. Ásta bjó alltaf yfir miklu jafnaðargeði, var skapgóð í gegnum þykkt og þunnt, þótt lítill væri tíminn til tómstunda, kannski seinna hefur hún vafalaust hugsað, kannski seinna segja þeir ft sem hallir eru undir skyldur sínar og ábyrgð. „Þér við viljum þakkir færa þegar leiðir okkar skilja nú. Fyrir milda móðir blíðu mesta sem veittir þú. Fyrir störf þín stríð og þrautir er stormar lífsins sóttu að. Fyrir allt sem gafst að gæðum geymt og munaðverður það „. (Ókunnur höfundur.) Sigurrós Jónasdóttir. r Mig langar með nokkrum orðum að kveðja ömmu mína og nöfnu Ástu Sigrúnu Guðjónsdóttur frá Kirkjufelli í Vestmannaeyjum. Á langri ævi upplifir fólk svo margt og hún amma mín lifði svo sannarlega langa og viðburðaríka ævi. Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til hennar og oftar en ekki fóra umræðurnar að snúast um gamla tíma. Hún amma hafði unun af því að segja frá því þegar að hún var ung kona, og gat maður alveg gleymt sér í þeim frásögnum. Hún eyddi einnig löngum tíma í að bera saman hlutina eins og þeir voru í „gamla daga“ og svo nútím- . ann sem við lifum í. Þegar ég varð ófrísk að drengnum mínum þá fylgdist hún spennt með og hún tal- aði mikið um það hvað við hefðum það gott í dag þessir ungu foreldr- ar, fengjum 6 mánaða orlof á laun- um, en sjálf átti hún 13 börn og „fékk ekki krónu fyrir“. Okkur barnabörnunum var hún amma alltaf góð og þegar ég var lít- il stelpa, þá ber hæst í minningunni gjafir með vettlingum sem hún prjónaði sjálf og kannski smá ^ nammi með. Amma var afskaplega ákveðin kona og hafði skoðanir á öllum hlut- um sem hún lét óspart í ljósi. Hún hafði brennandi áhuga á fótbolta og fýlgdist alltaf með sínu liði ÍBV þegar þeir voru að spila enda hefur hún sjálf um ævina lagt til eitthvað af efniviðnum í það lið, og þegar einhver spurði hana hvort hún væri virkilega ennþá að fylgjast með fót- boltanum komin á 94. aldursár, þá svaraði sú gamla að bragði „ég vissi ekki að það væri neitt aldurstak- mark“. Þetta þótti okkur alveg dýr- legt svar, enda var það mjög ein- kennandi fyrir hana, snögg uppá lagið og svaraði alltaf fyrir sig. . „ Ég held ég láti staðar numið hér því að eflaust gæti ég endalaust haldið áfram að skrifa um þessa merku konu. Það verður skrítið að hafa ekki hana ömmu mína hjá mér í framtíðinni því að hún hefur verið svo stór þáttur í lífi okkar lengi, en ég er viss um að nú er hún í stóram hópi ástvina sem farnir era yfir móðuna miklu. Mig langar að kveðja elsku ömmu mína með þessum ljóðlínum. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hvíl þú í friði, elsku amma mín, þín Ásta Sigrún Gunnarsdóttir. Látin er amma mín eftir langa og góða ævi. Mig langar að minnast hennar með þessum orðum. Yfir langan veg liggur þín leið, tæp hundrað ár halda þeim saman. Fólkið sem eftir þér beið gleðst nú er þið dansið saman. Margar minningar þjóta um hugann ég hugsa um þig í fínum kjól. Mig sárnar er ég leiði að því hugann þú verðir ei hjá mér næstu jól. Nú kveð ég þig, þú merka kona minnist þín í gegnum mitt líf. Eftir mörg mörg ár ég ætla að vona við sameinumst á ný ég eftir því bíð. Kristinn Týr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.