Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti fslands í Hrísey og Grímsey við lok opinberrar heimsóknar sinnar Þurfum að veita „Þessar tvær stelpur vildu komast í skólann því þær vildu líka læra,“ sagði forsetinn. „Þótt lögin og reglurnar segi að það sé nánast bannað, þá fengu þær, af því að þær eru hluti af þessu litla samfélagi að koma í skólann. Þær sögðu mér að þær væru að verða læsar og þess vegna vaknar sú spurning hvort það séu bara fimm ára stelpur í Hrísey sem eiga að fá að læra. Af hverju fá ekki fimm BJALLAN, sem er við kirkjugarðinn í Hrísey, er frá árinu 1725 og er ein fárra gamalla minja í eynni. börnunum fyrr greiðan aðgang að skólunum Morgunblaðið/Þorkell BJARNI Magnússon oddviti Grímseyinga Ieiddi forsetann um Grímsey og fræddi hann um sögu og staðhætti eyjarinnar, áður en gengið var til veislu þar sem boðið var upp á svartfugl og svartfuglsegg. OPINBERRI heimsókn forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, til Eyjafjarðar, lauk í gærkvöldi með hátíðar- samkomu í Grímsey. Við það tækifæri afhenti forsetinn Grímseyingunum Þorleifi Hjalta Alfreðssyni 11 ára og Sunnu Sæmundsdóttur 9 ára viðurkenningu sem ber heitið Hvatning forseta Islands til ungra Islendinga, en alls fékk 21 ungmenni slíka viðurkenn- ingu á ferð forsetans um Eyja- Qörð. Forsetinn hóf daginn í gær í Hrísey þar sem hann heimsótti m.a. Grunnskólann í Hrísey, 36 nemenda skóla, sem lýtur síjórn Rutar Indriðadóttur skóla- stjóra. Tóku börnin honum fagnandi, sungu fyrir forseta sinn og leystu hann út með gjöf, sem hann endurgalt. Hafði forsetinn á orði í ræð- um sínum á ferðalaginu og í samtali við Morgunblaðið að tvær fimm ára stúlkur sem unnu stærðfræðidæmi í bækur sinar fyrir utan eina kennslu- stofuna myndu verða Iengi í huga sér að lokinni heimsókn þessari. Vildu líka komast í skólann ára krakkar um allt land að læra ef þau hafa áhuga á því og getu til að gera það? Erum við ekki að binda skólakerfið allt of mikið í fastar skorður og segja með einhveijum fyrirmælum hvað á að kenna einhveijum aldursflokkum í stað þess að galopna menntakerfið í sam- vinnu sljórnvalda, foreldra og heimila til þess að láta reyna á börnin sjálf og vilja þeirra til þess að læra? Mér finnst að þessar tvær Iitlu stelpur í Hrís- ey verði mér umhugsun og hvatning til þess að hvetja til umræðu um það að nú þurfum við íslendingar allir með opnum huga að skoða okkar skóla- kerfí, veita börnunum fyrr greiðan aðgang að skólunum og virkja þessar miklu auðlindir sem eru í krökkunum, sem þau eru þegar farin að virkja í gegnum tölvurnar.“ Forsetinn um lands- byggðarvandann Viljinn og hugvitið skipta mestu ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands, sagði í ræðu sem hann flutti á Dalvík að viljinn og hugvitið hefði reynst sú auðlind sem ein gæti bjargað byggðum landsins. Tillögur um stórframkvæmdir eða stórrekstur hefðu ekki reynst sá bjargvættur sem ætlað var. Gang- hjól tímans hefði eytt þeim á undra- skömmum tíma. „Við þekkjum öll dæmi um til- lögugerð sem flestu átti að bjarga; áform um stórframkvæmdir eða stórrekstur sem gæti orðið alls- herjar elexír. Ganghjól tímans eyddi hins vegar því orðaflóði á undraskömmum tíma, jafnvel með slíkri glettni að sumt hljómar nú sem hreinar öfugmælavísur. Á meðan þessi orðræða lék í eyr- um, fór kannski inn um annað og út um hitt, voru hér af fólkinu sjálfu stigin skref, mörg og markviss, til framfara og búbóta, aukinnar menntunar og hagsældar, nýrra viðskipta og þjónustu. Fyrirtækin smá og meðalstór voru þar í farar- broddi. Uppspretta árangurs var hjá ykkur; viijinn og hugvitið reyndust sú auðlind sem ein getur bjargað byggðum Islands. Sendinefndir að sunnan sem flestu ætluðu að bjarga Þær eru margar sendinefndirnar að sunnan eða erlendis frá sem hingað hafa komið á undanfórnum áratugum og sagst flestu geta bjargað en farið síðan fljótt aftur án nokkurra athafna eða umsvifa. En heimamenn hafa haldið sínu strild, létu gestahjalið ekki villa sér sýn, breyttu sjálfir bátum, keyptu skip, reistu með eigin afli verk- smiðjur og nýtískuleg iðjuver til fullvinnslu á fiski og matvælum, efldu skóla og þjónustu, skerptu skilning á sögu og arfleifð. Smátt og smátt unnu þið slíka sigra að nu er Eyjafjörður að allra dómi su byggð sem í samspili og mótvægi við höfuðstaðinn sjálfan getur a nýrri öld orðið drifkraftur í framfór íslands alls,“ sagði Ólafur Ragnar. Fundargerðarbók Meistarafélags byggingamanna á Akureyri Bók frá 1928 fannst undir súð í Reykjavík Morgunblaðið/Hörður Geirsson INGVAR Helgason forstjóri afhendir Stefáni Jónssyni, formanni Meistarafélags byggingamanna á Akureyri, fundargerðarbókina. INGVAR Helgason forstjóri hefur fært Meistarafélagi byggingamanna á Akureyri fundargerðarbók frá árinu 1928, en bókina fann hann þegar tekið var til í skáp í risi í húsi hans. For- svarsmenn félagsins eru afar þakklát- ir, enda hefur mikil leit verið gerð að bókinni fram til þessa án árangurs. Ingvar sagði að hann hefði árið 1960 keypt hús af Guðmundi Magn- ússyni sem var byggingameistari á Akureyri á árum áður og ritari Meistarafélags byggingamanna í bænum. Það var býlið Vonarland við Sogaveg, en það hafði Guðmundur keypt árið 1953. Líkt og tíðkaðist voru langir skápar undir súðinni í ris- inu, 3-4 metrar á lengd, og hurðir á öðrum endanum. Skápamir eru þannig úr garði gerðir að fullorðnir geta þar lítið athafnað sig, en Ingvar sagði að böm sín hefðu notað skápana undir dót á yngri ámm. „Þegar börnin vom flogin úr hreiðr- inu var ákveðið að loka þessum skáp- um og við fengum bamabömin í lið með okkur til að taka til það dót sem inn í þá hafði safnast. Þá kom þessi bók í ljós,“ sagði Ingvar. Mikil leit hefur verið gerð að fund- argerðarbókinni, enda fýsti félags- menn að vita meira um upphafsár fé- lagsins. Auk fundargerða og upplýs- inga um stjórnarmenn vom þónokk- ur laus bréf í bókinni, reikningar og samningar. Aglow- fundur AGLOWFUNDUR verður næstkomandi þriðjudagskvöld, 25. maí, kl. 20 í félagsmiðstöð aldraðra í Víðilundi. Gestur fundarins verður sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fjölbreyttur söngur og fyrir- bænaþjónusta. Fundurinn er öllum opin. Húsavík • • Oryggi tekur við söluum- boði Hörpu ÖRYGGI sf., rafverktakar- verslun hefur tekið við söluum- boði fyrir Málningarverksmiðj- una Hörpu hf. á Húsavík og í Þingeyjarsýslum, af Kaupfélagi Þingeyinga. Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hörpu, sagði að vegna hinnar miklu óvissu um framtíð kaupfélagsins hafi fyrir- tækið ákveðið að fá nýjan aðila til samstarfs við sig á Húsavík og viljað bregaðst fljótt við þannig að viðskiptavinir Hörpu á Húsavík og í Þingeyjarsýslum ættu áfram kost á öryggri þjón- ustu. Sigurður Illugason málari verður starfsmaður málningar- deildar Öryggis en hann hefur verið deildarstjóri málningar- deildar Kaupfélags Þingey- inga. Myndlistarskóli Arnar Inga Tvær út- skriftarsýn- ingar SIGRÍÐUR Ólafsdóttir, nem- andi í Myndlistarskóla Arnar Inga, heldur útskriftarsýningu í húsnæði skólans að Kletta- gerði 6 í dag, laugardag, frá kl. 14-18. Á sama stað heldur Einar Emilsson útskriftarsýningu á annan í hvítasunnu frá kl. 14-18. Á sýningunum em verk sem þau hafa unnið í skólanum á þremur áram, auk heimavinnu af eigin vinnustofum. Verkin em að mestu leyti unnin með olíu- og pastellitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.