Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 68
188 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞEIR, sem raða upp efni í sjón- varpsdagskrár, eiga við þann vanda að stríða, að gera sem flest- um til hæfis. Eðlilegt er að það gangi nokkuð bögsulega, enda má sjá mýmörg dæmi þess í dag- skránum. Bæði er að dagskrár- stjórar hafa ekki hlotið sérstaka þjálfun í starfi, heldur koma úr hinum og þessum störfum, oft varla komnir af fótboltaaldri, og reynsluleysis þeirra gætir náttúr- lega við hinar daglegu pælingar við að koma saman dagskrá. Að hinu leytinu þurfa þeir að fást við þá sem hafa peningavöldin, sem telja að nóg sé að kaupa kvikmynd og minna máli skipti hvernig hún er úr garði gerð. Mikill innflytj- andi kvikmynda hefur hreiðrað um sig á annarri helstu sjónvarpsstöð- inni án þess að hann viti nokkuð um kvikmyndir og kaupi þær inn í næstum kílóatali eins og smjörlíki, en sjónvarpsstöð hans er skyldug til að kaupa hroðann. Með hroðan- um eru svo skemmtidagskrár búnar til handa almenningi, sem auðvitað sér ekki nokkra glætu í dagskránni. En almenningur heldur hins vegar að dagskrár svona fíns tækis hljóti að vera vandaðar. Hann hefur engin tök á að vita að gróðapungar hafa eng- an áhuga á vönduðum hlutum. Vandaðir hlutir eru leiðinlegir að þeirra mati. Þegar um ríkisrekna dagskrá Þegar ríkið borgar er að ræða er afsökunin fyrir lé- legri dagskrá hreint engin. Ný- verið fór kaupfélag norður í landi á hausinn af því inn í það hafði verið hlaðið starfsmönnum, sem höfðu haft fyrir vana á aðalfund- um að láta líta svo út sem þeir einir vissu hvernig reka átti fyrirtæki. Af stöðugt tap SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI verið með hjartað í buxunum ára- tugum saman út af því að vera kallaðir vondir menn og þora því ekki að ráða annað en einlitt fólk andstæðinga. Niðurstaðan er rekstri og auknar álögur á skatt- greiðendur auk skylduáskriftar. Þessir andstæð- pólitískum ótta voru þessir menn ráðnir ótt og títt til starfa. Síðan rann upp sá dagur að fyrirtækið fór á hausinn. Eini munurinn á þessu kaupfélagi og ríkisútvarp- inu er, að ríkið rekur útvarp og sjónvarp og tapar stórfé áratug- um saman, en skattgreiðandinn borgar. Nýlega eyðilagðist hús í Hafnarfirði af því maurar höfðu étið innviðina. Menn sjá kannski samlíkinguna. Þurfi að ráða starfskraft að Ríkisútvarpinu hef- ur það verið lenskan að saka borg- araflokkana um að vilja mismuna eftir pólitík. Þessir flokkar hafa ingar borgaraflokkanna geta ekki hugsað sér að mjólkurkýrin verði seld. Farið er að gaula lög í sönglaga- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hafa þau lítið batnað í áranna rás. Islendingar, helteknir af eng- ilsaxneskum músíkhnykkjum, hafa hvergi komist í þessari keppni og eiga ekki von á miklu, þótt væntingar séu nógar. Vel hef- ur gefist að sofa hjá svörtum, enda eru allir að verða „afró“ í músík- inni og myndu popp-hljómsveitir íslenskar gera vel í því að leggja þeldökka í ból með sér - fyrst frægðin kemur þaðan. Allt viljum við gera fyrir frægðina, meira en að sitja á Gauki á Stöng, bjórsal- emum eða hlandportum til að láta DV taka myndir af okkur. Bandarísk kvikmynd, Feigðar- fórin, var sýnd í þremur hlutum um síðustu helgi. Þetta var í raun hálfgerður vestri og gerðist í Texas á tímum átaka á milli Mexíkóbúa og Texasmanna. Þessi mynd var nokkuð langdregin á köflum en bjargaðist á fyndnum texta og að því er virtist sannferð- ugum lýsingum. Sagan gerist um miðja síðustu öld, eftir bardagann við Alamó við bæinn San Antonio í Texas. Fylkið er stórt og það kost- aði mikla baráttu að ná því af Mexíkönum. Hópur manna er á leið vestur til Santa Fe en missir hesta sína og farangur og má ganga mest af leiðinni og þola miklar höiTnungar. Það var í raun- inni ótrúlegt- hvað fólk gat lagt á sig við landnám vestra og ekki nema von að af því spynnust ævin- týrasögur. Texas er ríkt af slíkum sögum í vitund Bandaríkjamanna allt frá tímum Conquistadoranna. Fyi'r í vikunni var sýnd mynd um Casanova, þann átjándu aldar kvennadólg og undanreiðarmann Evrópubandalagsins. Myndin var ekkert sérstök enda bólfarir orðnar næsta algengar í kvik- myndum. Indriði G. Þorsteinsson KVIKMYNDIR/Bíóborgin hefur tekið til sýninga gamanmyndina Rushmore með Bill Murray og Jason Schwartzman í aðalhlutverkum. . Sædýrasafn á skólalóðina Frumsýning MAX Fischer er nemandi í Rushmore skólanum og er allt í öllu í félagslífi nem- enda. Það er verst að hann er líka einn versti námsmaður- inn í skólanum og á 3|Ær höfði sér brott- rekstur af því hann stenst ekki kröfum- ar. Hann verður ást- fanginn af kennara í yngsta bekk í skólan- um og ætlar að vinna hjarta hennar með því að reisa sædýrasafn á skólalóðinni henni til heiðurs. Hann gengur á fund eins helsta velunn- ara skólans, milljóna- mæringsins Blume (Bill Murray) og biður hann um stuðning. Blume og Max verða vinir en svo "vhleypur snurða á þráðinn. Max er rekinn úr skóla fyrir að reyna að reisa sæ- dýrasafn á hornaboltavelli skólans og Blume verður líka ástfanginn af kennaranum, og þá skellur á stríð milli þeirra þar sem Max reynir allt sem hann getur til að sigrast á þessum fyrrverandi vini sínum. Þetta er önnur gamanmynd leikstjórans Wes Anderson. Hann gerði áður Bottle Rocket og eins og þá skrifar hann handritið með Owen Wil- son. Owen lýsir söguhetjunni Max á þennan hátt: „Mér fellur vel við fólk sem fær eitthvað á heilann. Til dæmis hef ég ekki áhuga á skák en ég hef áhuga á Bobby Fischer af því að hann er með skák á heil- anum. Það er eitthvað fyndið við svona fólk, sem hefur sjálft ekki tilfinningu fyrir því hvað það er skrítið. 9\[ctturgaíinn Smidjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaður í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opió ffrá kl. 22—3 Næturgalinn alltaf lifandi tónlist Wes Anderson segir: „Max vill vera álitinn sérfræðingur í öllu mögulegu. Hann vill stjóma öllu. Og hann lætur það ekki aftra sér eða draga úr metnaðinum að hann er ekkert sérstaklega hæfileika- ríkur á flestum sviðum.“ í aðalhlutverki myndarinnar er nýliðinn Jason Schwartzman sem varð fyrir valinu eftir 9 mánaða leit þar sem 1.800 umsækjendur komu til greina. Bill Murray, stórstjarna og leikari úr mörg- um ógleymanlegum gaman- myndum, varð svo fyrir val- inu í hlutverk Blume. Bill Murray segir um sinn mann, Blume: „Blume er maður sem á fullt af peningum en fer að kynnast einfaldara lífi eftir að hann eignast þennan skólastrák að vini.“ Um vinn- una við myndina segir Bill „Þetta minnti mig á fyrstu myndimar mínar þegar fólk gat slappað af og var ekki svona stressaað út af öllu.“ Jason Schwartzman sem er óreynd- ur leikari segir um framtíð sína í þessum bransa: „Fyiir Rushmore var líf mitt mun einfaldara. Ég gekk í skóla og spil- aði í hljómsveit. Nú er ég kominn í kvikmynd.“ Schwartzman er trommuleikari í hljómsveitinni Phantom Planet, sem er með hljómplötusamning hjá Geffen og lauk við fyrstu plötu sína rétt áður en tökur kvikmyndarinnar hófust. Schwartzman, sem útskrifaðist úr framhaldsskóla í fyrra, segir að tónlistin muni áfram hafa forgang hjá sér. BLUME veit ekki aura sinna tal. Stutt Brjóstin fuku fyrir starfíð BRESKA lögreglukonan Jackie Smithies var það sárþjáð er hún notaði skotheld vesti sem pössuðu henni illa að hún ákvað að fara í brjóstaminnkun. Samkvæmt dag- blaðinu Sun lét hún taka um 1 kíló af hvoru brjósti til að vestið yrði víðara og þrengdi ekki að henni. „Núna líður mér ekki eins og ég sé með tvær melónur með dúndrandi hjartslætti framan á mér þegar ég fer úr vestinu," sagði Jackie eftir aðgerðina. Talsmaður lögreglunnar í Manchester sem Jackie starfar hjá sagði að óhjákvæmilega yrðu alltaf vandræði með vestin vegna þess að fólk er ólíkt að stærð og lögun. Að höggva mann og annan TVEIR ræningjar vopnaðir kjöt- hnífum réðust á ferðamanninn Yank Shanyu í Hong Kong og hjuggu af honum höndina til að ná gullúri skrýddu demöntum sem hann bar. Þeir hentu hend- inni síðan í sjóinn en kafarar frá lögreglunni fundu hana skömmu síðar. Læknar festu höndina á aftur en segja að það ráðist eftir þrjá sólarhringa frá aðgerðinni hvort hún hafi heppnast eður ei. Nokk- uð hefur verið um árásir á ferða- menn á þeim slóðum sem slysið átti sér stað og að sögn lögregl- unnar stendur til að auka lög- gæslu á staðnum. Enga lögfræð- inga, takk! DRAUMAHEIMILIN í Fairway Oaks-hverfinu í Kaliforníu eru öll hönnuð með fimm svefnherbergj- um, nuddpotti, risastórum garði með sundlaug og þeim formerkjum að engir lögfræðingar megi búa þar. Þessi ákvæði gerðu lögfræðing- inn Timothy Liebaert brjálaðan svo að hann lögsótti fyrirtækið sem skipulagði og reisti hverfið. En dómarinn ákvað að íbúar þess hefðu allan rétt á að vera lögfræð- ingalausir og að Timothy yrði að leita sér annars staðar að heimili. „Þetta er mikilvægt mál fyrir al- mannaréttinn," sagði Timothy. „Hvort fyrirtæki geti neitað að þjónusta fólk vegna starfs þeirra." Timothy hafði gert kauptilboð í hús í hverfinu en var hafnað sökum þess að hann starfaði sem lögfræð- ingur. Honum þykir þetta vera brot á mannréttindum en lögfræðingar byggingaraðilans segja að þeir hafi allan rétt á þessum takmörkunum því að lögfræðingar almennt séu lík- legri til að fara í mál en aðrir borg- arar. Ungur bjargvættur ÞRIGGJA ára stúlka bjargaði lífl móður sinnar nýlega er hún hringdi í neyðarlínuna í Kaliforn- íu eftir að hafa fundið móðurina liggjandi meðvitundarlausa á gólfinu. Móðirin, sem er flogaveikisjúk- lingur, sagðist hafa kennt dóttur sinni að hringja 1911 ef hún fengi flog. „Eg hef fengið fiog nyög oft upp á síðkastið en dóttir mín er mjög skörp ung stúlka,“ sagði móðirin hreykin. „Mamma vill ekki vakna, hún fékk flog, sendið sjúkrabíl," sagði litla stúlkan er hún náði sambandi við neyðarlínuna sem fær sjálfkrafa upp á skjá hvaðan er hringt og því kom sjúkrabíll fljótt á vettvang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.