Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Rúmlega 22 milljóna króna halli á rekstri FSA í fyrra Sálfræðingurinn hjólandi Mikil aukning í starf- semi sjúkrahússins FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri var rekið með rúmlega 22.5 milljóna króna halla á síðasta ári en árið á undan var tapið rúmar 56.5 milljónir króna. A ársfundi FSA í vikunni kom fram í máli Hall- dórs Jónssonar framkvæmdastjóra, að samkvæmt rekstraráætlun þessa árs sé gert ráð fyrir 80-90 milljóna króna halla miðað við óbreyttar fjárveitingar. Halldór sagði að mjög mikil aukning hafi orðið í starfsemi sjúkrahússins á undanförnum ár- um. Nokkrar heimildir höfðu verið veittar fyrir nýjum stöðum og fjár- veitingar einnig verið hækkaðar nokkuð. Aukningin hafi hins vegar verið meiri og hraðari en sem nam hækkun fjárveitinga og sjúkrahúsið því rekið með halla og þó sérstak- lega á árinu 1997. „Þessi þróun hafði leitt til mjög aukins álags á starfsfólk og ljóst að jafnvægi yrði að nást í starfsemi og fjárveitingum. Starfsemin á liðnu ári var mikil en þó nokkru minni en árið áður. Á árinu fjölgaði innlögð- um sjúklingum aðeins en legudög- um fækkaði um tæp 4%. Aukning var í starfsemi dagdeilda og fæðing- um fjölgaði. Skurðaðgerðum fækk- aði nokkuð eða um 5,3% en í heild komst meira jafnvægi á starfsemi sjúkrahússins." Ætlað mikilvægt hlutverk Halldór sagði að nokkur spenna hafði orðið samfara þeim kjara- samningum sem gerðir höfðu verið árið áður og útfærðir voru í aðlög- unarnefndum á sl. ári. Hann sagði að almennt hafi orðið mikil hækkun á launakostnaði samhliða þessum samningum en sá kostnaðarauki fékkst ekki að fullu bættur og eru þau mál til skoðunar í ráðuneytum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er eitt af þremur stóru sjúkrahús- um landsins og sagði Halldór að því væri ætlað mikilvægt hlutverk í heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og á sumum sviðum á landsvísu. Því væri nauðsynlegt að fjárveitingar til sjúkrahússins væru í samræmi við þá starfsemi og þá þjónustu sem því er ætlað að veita. Fjárveitingar verði auknar „Það þarf að styrkja möguleika FSA enn frekar til að veita sam- bærilega þjónustu og veitt er á sjúkrahúsum í Reykjavík á mörgum sviðum. Til þess þarf að bæta að- stöðu sjúkrahússins. Mönnun þarf að styrkja en of fáir eru í hverri sér- grein,“ sagði Halldór og bætti við að jafnframt þyrfti að bæta tækjabún- að sjúkrahússins verulega. Halldór sagði að helstu ástæður fyrirsjáanlegs rekstrarhalla þessa árs væru vegna aukins launakostn- aðar sem samið var um í síðustu kjarasamningum og í aðlögunar- nefndum og ekki hefur fengist bættur og eins vegna kostnaðar sem tengist árinu 2000. Hann sagði nauðsynlegt að fjárveitingar vegna þessa þáttar yrðu auknar en niður- staða liggi þó ekki fyrir fyrr en á haustdögum. Hagnaður af rekstri Hafnasamlagsins Tekjur juk- ust um 7% Morgunblaðið/Kristján HÁKON Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, Akureyri, þakkar Kristjáni Ragnarssyni, formanni bankaráðs íslandsbanka. íslandsbanki styrkir málmiðnaðarmenn Aðstöðu fyrir endur- menntun komið upp milli ára HAGNAÐUR varð af rekstri Hafna- samlags Norðurlands á síðasta ári upp á rúmar 7,6 milljónir króna. Heildartekjur samlagsins voru rúm- ar 120 milljónir króna, sem er um 7% aukning á milli ára. Heildarskuldir voru rúmar 338 milljónir króna um síðustu áramót og þar af langtíma- skuldir rúmar 207 milljónir króna. Á árinu 1998 voru skráðar 786 skipakomur og þar af 26 komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar, með rúmlega 15.500 farþega um borð. Vöruflutningar um hafnir Hafnasamlagsins voru um 179.000 tonn, sem er um 3% aukning milli ára. 29 komur skemmtiferðaskipa Nú í sumar eru skráðar 29 komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Von er á fyrsta skipinu föstudaginn 4. júní nk. en það síðasta verður á ferðinni föstudaginn 27. ágúst. Skemmtiferðaskipin eru af ýmsum stærðum og gerðum og sum þeirra koma oftar en einu sinni. Það lengsta, sem til Akureyrar kemur í sumar, heitir Arcadia og er rétt um 250 metrar að lengd. ÍSLANDSBANKI hefur veitt Fé- lagi málmiðnaðarmanna, Akureyri, styrk að upphæð hálf milljón króna, til endurbóta og lagfæringar á hús- næði sem félagið keypti í tengslum við endurmenntun málmiðnaðar- manna í bænum. Húsnæðið er við Draupnisgötu og rétt um 100 fer- metrar að stærð. Árið 1987 var undirritað sam- komulag milli vinnuveitenda og launþega í málmiðnaði vegna end- urmenntunar málmiðnaðarmanna í landinu. Verulegir erfiðleikar hafa verið á að halda verklega hluta námskeiðanna fyrir málmiðnaðar- menn á Akureyri vegna húsnæðis- og aðstöðuleysis. Verkmenntaskólinn á Akureyri er fullsetinn frá morgni til kvölds og ekki hefur verið hægt að fá inni á verkstæðum í bænum með verklega hluta námskeiðanna eftir að at- vinnulífið komst úr þeirri lægð sem það var í á tímabili. Vegna þessa var brugðið á það ráð að kaupa húsnæði undir starfsemina, þar sem m.a. fer fram kennsla í málmsuðu hvers kon- ar og kennsla fyrir vélsmiði og bif- vélavirkja í vélbúnaði og rafmagni. Bæjarstjórinn á Akureyri tekur ekki launahækkun í kjölfar úrskurðar kjaradóms Hækkunin úr takt við launaþróunina hjá bænum LAUN Kristjáns Þórs Júh'ussonar, bæjarstjóra á Akureyri, munu ekki hækka þrátt fyrir úrskurð kjara- dóms fyrr í mánuðinum um 30% launahækkun alþingismanna og ráð- herra. „Það hefur ekki komið til greina af minni hálfu að taka þessari hækkun og hoppa upp í launum um 30%. Ég gerði ráð fyrir því í mínum starfssamningi fyrir rúmu ári að launabreytingar hjá kjaradómi yrðu með svipuðum hætti og undanfarin ár. Nú þegar verið er að hækka launin um 30% er það úr takt við launaþróunina hjá Ákureyrarbæ.“ Laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ taka mið af þingfararkaupi og sagði Kristján Þór það bæði sjálfsagðan og eðlilegan hlut að taka þær greiðslur hjá bænum sem tengdar eru þingfararkaupi til endurskoðun- ar. Finna þarf aðra tengingu „Reynslan sýnir að þessi tenging gagnast okkur ekki nægilega vel og við höfum rætt það að taka til end- urskoðunar og breyta samsetningu nefndarlauna. Mér finnst að lgara- dómur ýti enn frekar á að það verði gert og stefnt er að því að ræða þetta mál á bæjarráðsfundi fyrir næsta fund í bæjarstjóm." Kristján Þór sagði að sín laun hefðu tekið algjörum stökkbreyt- ingum miðað við fyrirliggjandi for- sendur. „Ég hlýt hins vegar að telja eðlilegt að starfskjör bæjarstjórans á Akureyri, eins og annarra starfs- manna, taki einhverjum breyting- um í samræmi við launaþróun í landinu. En þetta er of mikið og við þurfum að finna aðra tengingu en þessa.“ 62 ára bandarísk kona á 666 þúsund mílur að baki Djúpavogi - Þegar sálfræðingur- inn dr. Joan Joesting var smá- stelpa í seinni heimsstyrjöldinni leiddist henni óskaplega að hjóla vegna þess að slöngur og dekk entust ekki deginum lengur og erfitt var um vik með viðgerðir. En hlutirnir hafa breyst og nú hefur hún meðal annars hjólað um Ástralíu, Finnland, Dan- mörku og nú um ísland. Dr. Joesting er fædd í Texas í Bandaríkjunum árið 1937 og verður því 62 ára í haust. For- eldrar hennar og fjölskyldan öll voru drykkfelld og því þekkti hún ekkert annað fjölskyldu- mynstur en ofneyslu áfengis, enda lét hún ekki sitt eftir liggja í þeim efnum, að eigin sögn. Líf hennar hefiir verið storma- samt, en hún nam þó sálarfræði og ensku og hefur kennt þau fræði allan sinn starfsaldur, nú seinustu ár í Melboume í Flórída þar sem hún býr með fjórða eig- inmanni sínum og fimm köttum. Matthew, maður hennar, er 16 árum yngri en hún, en hvorugt þeirra hefiir tekið eftir því, segir Joan. Árið 1991 sagði hún áfengis- neyslunni stríð á hendur og fór í meðferð. Hún segir að ein nautn- in hafi tekið við af annarri og því fór hún að stunda hjólreiðar af kappi og síðar þríþraut. Hún hjólaði um Ástralíu, þar sem hún var búsett, það sama ár. Síðan dreif hún sig til Hollands árið 1996. Árið eftir endurtók hún Ástralíuförina og síðan lá leið hennar til Finnlands og Dan- merkur og nú leggur hún ísland Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir „undir hjól“. Er fréttaritari hitti hana á Djúpavogi var hún að leggja upp í næsta áfanga, til Breiðdalsvíkur, með vindinn í fangið. Joan sagðist hafa heillast af Is- landi sem bara þegar hún las um landið. Hún segist hafa átt sér draum um að skoða hina marg- brotnu náttúru frá sjónarhorni hjólreiðamannsins í mörg ár. Þrátt fyrir að Joan þyki vindur- inn á Islandi óvæginn, sé allt annað sem vegi upp á móti því. Joan er meðlimur í félagi hjól- reiðamanna í Bandaríkjunum og hver hringferð sem hún hjólar er vandlega skráð. Hún leggur að jafnaði um 230 mflur að baki á viku. Á Djúpavogi sýndi mflu- mælir á hjólinu hennar 666 þús- und mflur. Og má búast við að þessi duglega bandaríska kona eigi eftir að bæta við nokkrum þúsundum mflna. Morgunblaðið/Gunnlaugur ERFINGJAR Magnúsínu Magnúsdóttur færðu dvalarheimilinu peninga- gjöf í tilefni 90 ára afmælis hennar. Myndin er tekin við það tækifæri. Olafur Hilmar Sverrisson bæjarsljóri, Kristín Bjömsdóttir forstöðukona og Ásta Jónsdóttir og Svanborg Siggeirsdóttir, fulltrúar aðstandenda. Vegleg gjöf til Dvalarheimilisins í Stykkishólmi Stykkishólmi - Dvalarheimilinu í Stykkishólmi var nýlega afhent stórgjöf frá erfingjum Magnúsínu Magnúsdóttur frá Breiðafjarðareyj- um. Magnúsína var með fyrstu heimilismönnum á dvalarheimilinu og bjó þar í 20 ár, en hún dó 18. mars sl. Hún fæddist árið 1909 hefði því orðið 90 ára þann 17. maí. Af því tilefni komu aðstandendur hennar saman á dvalarheimilinu til að heiðra minningu hennar og færðu því að gjöf peninga að upphæð 1.100.000 króna og skal peningun- um varið til tækjakaupa í eldhúsi dvalarheimilisins. Svanborg Sig- geirsdóttir gerði grein fyrir tilefni gjafarinnar fyrir hönd aðstandenda og Ásta Jónsdóttir, systurdóttir hennar, þakkaði starfsfólki fyrir góða umönnun og hlýju. Ólafur Hilmar Svemsson bæjarstjóri tók við gjöfinni og þakkaði gefendum. Hann sagði að gjöfin kæmi sér vel því að á þessu ári verður byrjað að stækka borðsal dvalarheimilis og endurbæta eldhúsaðstöðu, sem hef- ur að mestu verið óbreytt frá upp- hafi þegar starfrækt var heimavist grunnskólans í þessu húsnæði. Magnúsína fæddist á Bolungar- vík, en fljótlega fluttist hún út í Breiðafjarðareyjar þar sem faðir hennar missti sjón er hún var sjö ára gömul og gat ekki séð fyrir stórri fjölskyldu. Magnúsína dvald- ist mikið í Flatey og síðar í Svefn- eyjum. Fljótlega eftir að hún flytur til Stykkishólms fór hún á dvalar- heimilið og bjó þar til dauðadags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.