Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 76
M MOROUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Sölumiðstöðin selur FBA hlutabréf fyrir 1.500 milljónir króna Fjármunir notaðir til að styrkja aðalrekstur SÍF kaupir 70% í Ar- mengol á Spáni Er með 20% saltfísksölu á heims- markaði SÍF er nú komið með tæpan þriðj- ung allra saltfískviðskipta á Spáni og með um 20% viðskipta með salt- fisk í heiminum eftir kaup félags- ins á Armengol, aðalkeppinauti sínum á Spáni. Velta SIF verður að þessu loknu um 22 milljarðar króna. E&J Armengol S.A. hefur í gegnum tíðina verið öflugasti keppinautur dótturfélaga SÍF hf. á Spáni, Union Islandia S.A. og Commercial Heredia S.A. Félagið hefur keypt frá keppinautum SIF hf. á íslandi um 3000 tonn af salt- físki á ári, ásamt því að hafa keypt saltfisk frá Færeyjum og Noregi. Velta félagsins á síðasta ári var um 3000 milijónir peseta eða um 1,5 milljarðar ísl. kr. og hefur rekstur- inn gengið vel. Einnig er eiginfjár- staðan sterk. Vörumerki félagsins er þekkt á meðal kaupenda á Spáni og hefur félagið yfir að ráða öflugu dreifi- kerfi á afurðum sínum. Félagið hefur aukið sölu sína á fullunnum saltfiskafurðum verulega á undan- förnum misserum, ásamt því að sérpakka stórum hluta af sínum vörum í neytendapakkningar. Einnig dreifir félagið léttsöltuðum frystum flökum, reyktum laxi o.fl. afiirðum. Um 60 manns starfa hjá félaginu í dag og ekki er gert ráð fyrir breytingu á því. Styrkir stöðu okkar á markaðnum Gunnar Öm Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir kaupin á 70% hlutafjár í Armengol afar mik- ilvæg fyrir félagið. )H4rmengol er mjög öflugt í framhalds- og full- vinnslu afurða úr saltfiski og með gott dreifingarkerfi. Þetta eykur breiddina hjá okkur og styrkir stöðu okkar á markaðnum veru- lega, enda hefur Armengol veitt okkur meiri samkeppni en nokkur annar keppinautur á markaðnum ,“ segir Gunnar Öm Kristjánsson. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. seldi í gær öll hlutabréf úr eigu dótturfélagsins Jökla hf. fyrir 1.500 milljónir kr. Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins keypti bréfin. Verðmætustu hluta- bréfin, miðað við markaðsgengi, era hlutabréf Jökla í Utgerðarfélagi Akureyringa hf. og Sölu- sambandi íslenskra fiskframleiðenda hf. Sala hlutabréfanna er liður í endurskipulagn- ingu rekstrar SH, að sögn Róberts Guðfinnsson- ar stjómarformanns. Hann getur þess að fengist 't**- hafi ágætis verð fyrir hlutabréfin og félagið haft góðan hagnað af fjárfestingunni. Fjármunimir verði notaðir til að styrkja aðalrekstur félagsins, sem er sala á sjávarafurðum á alþjóðamarkaði. „Við teljum að þessir peningar séu betur komnir í okkar eigin rekstri," segir Róbert. Hlutir í ÚA og SÍF verðmætastir Jöklar hf. eru fjárfestingarfélag, að fullu í eigu Sölumiðstöðvarinnar. Það átti 10,5% hlut í Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. og tæplega 9% hlut í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf. Miðað við markaðsvirði era þetta verðmætustu eignimar sem Fjárfestingarbanki atvinnulífsins keypti í gær. Þriðja verðmætasta eignin er vænt- anlega 1,7% eignarhlutur í Tryggingamiðstöðinni hf. Af öðrum hlutabréfum má nefna 5,2% hlut í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd, 3% eignarhlut í Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, um það bil 1% hlut í Þorbirni hf. í Grindavík, 1% í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og 1% í Þormóði ramma - Sæbergi hf. á Siglufirði. Era þá ótaldir minni hlutir. Svanbjöm Thoroddsen, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta FBA, segir að fyrirtækið kaupi hlutabréfín í þeim tilgangi að selja þau aftur síð- ar enda séu hlutabréfaviðskipti hluti af starfsemi fyrirtæksins. Hann kveðst ánægður með verðið og segir að hlutabréfin séu almennt vel seljanleg. Hins vegar muni FBA taka sér einhvem tíma í að miðla þeim áfram. Vara við óraunhæfum væntingum Fram kemur í tilkynningu SH til Verðbréfa- þings Islands að söluhagnaður af bréfunum, að frádregnum sköttum, nemi liðlega 260 milljónum kr. Jafnframt er skýrt frá því að unnið sé að út- tekt á hlutdeildarfélögum SH í Rússlandi og ekki sé ólíklegt að færa beri varúðarafskriftir vegna þeima í sex mánaða uppgjöri SH. Að sama skapi muni koma til gjaldfærsla vegna skipu- lagsbreytinga hjá SH, meðal annars vegna starfslokasamninga. Róbert Guðfínnsson segir að með þessu séu stjómendur SH eingöngu að vara fjárfesta við að byggja upp óraunhæfar væntingar vegna umgetins söluhagnaðar af hlutabréfunum. Uppsöfnuð hækkunarþörf hjá Orkuveitu Reykjavíkur Búast má við allt að 3% verðhækkun Morgunblaðið/Arnaldur ■ Markaðshlutdeild SÍF/22 Reynt að *m svíkja fé út úr fleiri fyr- irtækjum SÍÐUSTU daga hafa verið gerðar fleiri tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum stór- fyrirtælqum. I síðustu viku var það reynt hjá þremur fyrirtækj- um, en nú eru þau orðin sjö og reynt hefur verið að svíkja út alls 220 milljónir króna. Engin þessara tilrauna hefur tekist. Jón Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- ' - reglustjóra, segir að um sé að ræða skjalafals og tilraunir til fjársvika af bankareikningum íslenskra stórfyrirtækja í við- skiptabönkum þeirra hérlendis. A miðvikudag var reynt að svíkja samtals um 60 milljónir út úr KEA, Mjólkursamsölunni og Áfengis- og tóbaksverslun rfldsins. Síðustu daga hafa bæst við Ingvar Helgason, Flugleiðir, Samherji og Islenska jám- blendifélagið. Hæstu upphæð- ina var reynt að svíkja út úr Flugleiðum, milli 50 og 60 millj- ónir króna, en upphæðimar era yfirleitt á bilinu 20 til 30 milljón- ir. Flest bendir til að um er- lenda menn sé að ræða ■ Alls reynt/10 Gangsetning gröfu orsakaði Seglin viðruð ÞRÁTT fyrir heldur hráslaga- legt veður að undanförnu leynir sér ekki að vorið er komið. Nátt- úran vaknar af vetrardvalanum og vorið hefúr einnig sín áhrif á mannfólkið. Myndin var tekin við Reykjavíkurhöfn. Eigendur skútunnar sigldu fram hjá vitan- um í Orfirisey og gætu hafa ver- ið að viðra seglin fyrir sumarið. brunaútkall Á ANNAN tug Reykvfldnga lét >* 5jslökkviliðið vita um eld í Grafarvogi síðdegis í gær. Slökkvilið, sjúkra- flutningamenn og lögreglumenn vora samstundis send á staðinn. Þegar bflarnir mættu á „brunastað" kom í ljós að enginn eldur logaði, heldur hafði mikill reykur myndast við það að gömul grafa var sett í -,gang. Menn höfðu á orði að nær liefði verið að kalla mengunareftir- litsmenn á staðinn. ---------------- Mikil umferð frá borginni MIKIL umferð var út frá höfuð- borgarsvæðinu á Vesturlandsvegi, Víkurvegi og Suðurlandsvegi í gær- kvöldi og urðu einhverjar tafir af þeim völdum, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum úr gjaldskála Hvalfjarðarganga mynd- uðust þar þó engar biðraðir svo heitið gæti. UPPSÖFNUÐ þörf á verðhækkun á raforku írá Orkuveitu Reykjavík- ur er mikil og búast má við allt að 3% verðhækkun á raforku til al- mennings og fyrirtækja í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði Landsvirkjunar 1. júlí næstkom- andi. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavflmr, seg- ir líklegt að verðhækkunin taki gildi í júlí eða ágúst. Guðmundur segir að Orkuveita Reykjavíkur standi frammi fyrir sömu kostnaðarhækkunum og Landsvirkjun. Hækkunarþörfin vegna síðustu verðhækkunar á heildsöluverði sé rétt undir 2% en Ijóst sé að þörf sé á enri meiri verð- hækkun. Ekki hafi þó verið tekin endanleg ákvörðun um það. Guðmundur segir að á sama tíma og laun og ýmis annar kostn- aður hafi hækkað hafi raforkuverð til neytenda ekki verið hækkað síð- an í ágúst 1997. Þá hækkaði það um 1,7% í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði írá Landsvirkjun 1. apríl það ár. Um áramótin 1997-1998 varð 2% verðlækkun á raforku frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, (nú Orkuveitu Reykjavíkur), á sama tíma og heildsöluverðið frá Landsvirkjun hækkaði um 3%. „Við getum verið að horfa á allt að 3% verðhækkun,“ segir Guðmundur. Búast má við svipaðri hækkun- arþörf annars staðar á landinu að undanskildu þjónustusvæði Hita- veitu Suðumesja, sem framleiðir talsverðan hluta af sínu rafmagni sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.