Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 64
Jí 64 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ > < Hvítasunnulilja HVÍTASUNNULILJA (Narcissus poeticus) VORIÐ er tími umhleypinga. Þótt við höldum upp á sumardaginn fyrsta, vita allir, að sumarið er enn ekki komið í alvöru. Við tölum um páskahret, hrafna- hret, sumarmála- hret, fardagahret, hvítasunnuhret og jónsmessuhret svo bara fáein séu nefnd. Nú hef ég kynnst nýju hreti, kosninga- hretinu, sem Blóm vikunnar varð illilega vart við og stóð því fyrir þrifum allan fyrri hluta maí, en öll hret styttir upp um síðir. Komið er fram á Hvítasunnu og því ekki úr vegi að fjalla um blómjurt, sem er kennd við þessa hátíð. Hvítasunnuliljan er úr Narcissus-ættkvíslinni, sem hef- ur fengið nafnið hátíðalilja á ís- lensku, en algengast er þó að við köllum ættkvíslina bara páska- liljur, eftir þekktustu tegund ættkvíslarinnar. Heimkynni há- tíðalilja eru löndin umhverfis Miðjarðarhafið og nafnið Narcissus er fengið úr grísku goðafræðinni. Narkissos var einn af goðunum, ungur og fag- ur. Hann taldi enga konu sér samboðna og hafnaði meira að segja fjallagyðjunni Echo, sem dó þess vegna af harmi. I refs- ingarskyni kröfðust goðin þess að hann drykki af lind einni. Þegar hann sá spegilmynd sína í henni varð hann svo hrifinn að hann gat ekki slitið sig frá henni og dó á lindarbakkanum og breyttist í blóm. Sagan er góð en nafnið þó líklega tengdara orðinu narkad, að deyfa eða svæfa. Páskaliljur voru tengdar svefni eða dauða og sveigar þeirra hafa fundist í fomegypskum graf- hvelfingum. Hátíðaliljutegundir eru fjöl- margar og þær blandast ýmis- lega saman úti í náttúrunni. Eins hafa ræktunarmenn leikið sér að því að víxla þeim saman á ýmsan hátt og fá þannig fram ótal af- brigði. Sameiginlegt einkenni hátíðalilja er þó að blöðin eru heilrennd og venjulega graslaga og blómin standa oftast ein á stöngulendanum, þótt undan- tekning finnist á því. Þau eru all- stór, blómhlífarblöðin eru sex og standa oftast beint út eða geta verið mismikið aftursveigð en upp úr miðju blóminu vex hjákróna eða trekt, sem er mis- stór og misopin, en lögun þessar- ar hjákrónu er mikið notuð við flokkun hátíðalilja. Grasa- fræðingar tala oftast um 12 flokka, þar sem tólfti flokkurinn er hálfgerð rusla- kista, rúmar það sem ekki kemst í hina 11. í huga flestra er guli liturinn ófrá- víkjanlega tengdur páskaliljunum, en blómin geta þó verið í ýmsum tónum frá hvítu upp í rauðgult. Eins geta verið margir litir í sama blóminu, blómhlífin í öðrum lit en lúðurinn og hann jafnvel marglitur. Blómgunartími hátíð- alilja er mjög misjafn, eins og ís- lensku nöfnin gefa til kynna, febrúarlilja, skírdagslilja, páska- lilja, hvítasunnulilja, jónsmessu- lilja, þannig að Narcissustegund- ir geta verið í blóma í garðinum frá því snemma vors fram á mitt sumar og eins má hafa áhrif á blómgunartímann með vali á vaxtarstað. Hvítasunnuliljan, Narcissus poeticus, blómstrar nokkuð seint eða venjulega um mánað- armótin maí-júní. Hún er öll fín- gerðari og grennri en páskalilj- umar. Einkenni hvítasunnulilju er að blómblöðin eru hreinhvít og hjákrónan er stutt og í öðr- um lit. Hvítasunnulilja er ná- lægt því 40 sm á hæð. Ýmsar sortir hafa verið prófaðar á ís- landi og hafa flestar reynst vel, en sú sem félögum í Garðyrkju- félaginu hefur reynst allra best er sortin „Actaea“. Hún er fannahvít á litinn með mjög stutta, bollalaga hjákrónu sem er sítrónugul á lit með rauðgulri bryddingu en botn hennar er dökkgrænn. Hvítasunnuliljan er fyllilega harðgerð hér eins og flestar tegundir hátíðalilja. Meira að segja litlu páskalilj- urnar, sem eru seldar í pottum um páaskahátíðina má setja út í garðinn þegar vorar. Þegar blómin visna eru þau fjarlægð, en blöðin verða að standa áfram þangað til þau fara að sölna, þá getur myndast góður laukur, sem þroskar blóm að vori. Narcissus-laukar eru lagðir í moldu á haustin, venjulega þannig að 10-15 sm mold sé yfir þeim. Þeim fjölgar hratt, þannig að óþarfi er að setja marga lauka saman. Með tímanum dregur stundum úr blómgun. Þá er gott að grafa laukana upp og dreifa þeim betur. S.ífl. BLOM VIKUMAR 406. þáttur llmsjÓD Sigríð- ur lljartar VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið GSM-sími týndist GRÁR lítill Sony GSM- sími, CMD-Cl, týndist annaðhvort í Bíóborginni eða á leiðinni niður Laugaveg sl. þriðjudags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 7514. Margrét. Barnahjól týndist við Fífusel VÍNRAUTT bamahjól týndist við Fífusel í vik- unni. Þeir sem hafa orðið hjólsins varir hafi sam- band í síma 697 6553 eða 566 6492. Dýrahald Fressköttur í læðuleit ÉG Á fresskött af skógar- kattakyni og datt í hug að auglýsa eftir læðu sem væri tilbúin að eiga kett- linga og væri einnig af loðnu kattarkyni. Fress- inn minn heitir Kolur og er brúnsvartur, fíngerður og lubbalegur. Hann hef- ur mjög góð gen í sér og ætti að geta alið af sér mjög fallega kettlinga. Hafi einhver áhuga á að reyna að koma fresskett- inum mínum saman við læðuna sína er hægt að ná sambandi við mig í síma 5514054. Gosi er týndur LJÓS gulbröndóttur kisustrákur, nýfluttur í Drápuhlíðina frá Lang- holtsvegi, hvarf að heim- an 18. maí, að nóttu til. Hann gæti hafa lokast inni í skúr eða farið í könnunarleiðangur. Gosi er átta ára kelirófa og er hans mjög sárt saknað. Ef einhverjir hafa orðið hans varir, þá með íyrir- fram þakklæti hafið sam- band við okkur í síma 561 0652 og 897 4368. Gerða og Fjölnir. Baby týndist frá Gullteigi BABY, sem er 13 mánaða fress, hvítur með gul- bröndóttum blettum, gul eyru og gulbröndótt skott, týndist frá Gull- teigi 4 fóstudaginn 14. maí. Hann er með ól og á henni er lítil tunna með nafni og síma. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 697 5571. Rakel. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR sjö vikna gamlir kettlingar, fress og læða, fást gefins á góð heimili. Þeir eru kelnir og kassa- vanir. Upplýsingar í síma 557 2064. Kettlingur fæst gefins ÞRIGGJA mánaða grár og hvítur högni fæst gef- ins. Búr, kassi og karfa fylgir. Upplýsingar í síma 552 5265. Óska eftir loðnum kettlingi ÓSKA eftir loðnum kett- lingi gefins, helst angóru-, skógar- eða persnesk- blönduðum. Upplýsingar í síma 565 8108. Svartur og hvítur köttur týndist frá Baldursgötu SVARTUR og hvítur köttur með tígrishálsól týndist frá Baldursgötu 6 fyrir rúmlega viku. Ef einhver hefur orðið hans var þá vinsamlega hringið í Húsdýragarðinn og talið við Þóru. svartur drottningunni eða verður mát) 29. Hd7 - Bd5? 30. Be5 og svartur gafst upp. Þegar tefldar höfðu verið átta umferðir af þrettán var staða efstu manna þessi: 1. Miles, Englandi 5‘/2 v., 2.^1. Arencibia, Kúbu, Atalik, Tyrklandi og Baburin 5 v. o.s.frv. Kúbu. Alex- ander Babur- in (2.585), ír- landi, hafði hvítt og átti leik gegn Michele Godena (2.550), ítah'u. 28. Hxf7!! (En ekki 28. Dd7? - Bc6! og svartur stend- ur vel) 28. - Hc7 (Eftir 28. - Kxf7 29. Dd7+ tapar HVÍTUR leikur og vinnur. SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson Staðan kom upp á minn- ingarmótinu um Capa- blanca sem stendur yfir í Havana á // þettcu flaut heyra, effigöngu. flser. •' Víkverji skrifar... AÐ ríkti mikil gleði á heimili Vík- verja síðastliðinn sunnudag, þeg- ar Manchester United landaði Éng- landsmeistaratitlinum í knattspymu. Einkum var það yngri sonurinn sem lét gleði sína í ljós, en hann talar jafn- an um þá Manchester-menn í fyrstu persónu: „Við erum bestir,“ sagði hann eftir leikinn og máli sínu til stuðnings setti hann á fóninn lagið „We are the Champions" með hljóm- sveitinni Queen. Víkverji fór þá að velta fyrir sér hversu mikil áhrif knattspyma getur haft á tilfínningar þeirra, sem á annað borð heillast af íþróttinni. Víða um land, í heimahúsum og á öldurhúsum, safnaðist fólk saman til að fylgjast með þessum tiltekna leik f Manchester, og reyndar einnig öðr- um leik, sem fram fór á sama tíma í Lundúnum, þar sem keppinautur United um meistaratitilinn, Arsenal, háði hetjulega baráttu þótt ekki dygði það í þetta skipti. Það skiptust því á sorg og gleði meðal stuðningsmanna þessara liða hér á landi, sem annars staðar í heiminum, og Víkverja finnst það merkileg tilhugsun að fólk í fjar- lægum löndum skuli láta sig svo miklu varða hvað er að gerast á til- teknum knattspyrnuvöllum á Englandi í það og það skiptið. Þetta segir sína sögu um vinsældir knatt- spymunnar og Víkverji blæs á allt nöldur um að of mikill tími fari í sjón- varpsútsendingar af knattspymuvið- burðum. xxx VÍKVERJI hefur verið aðdáandi Manchester United í yfir 30 ár, allar götur frá því á sjöunda áratugn- um. United var þá með yfirburðalið í enskri knattspymu, rétt eins og nú, og frá þeim tíma era Víkveija minnis- stæðastir leikmennimir Bobby Charlton, Denis Law og George Best, enda vora þeir þá þegar komnir í hóp þjóðsagnapersóna. Víkverji man meira að segja eftir tilteknum tilþrif- um þessara manna á leikvelli og frammistaða Best, leik eftir leik, er kapítuli út af fyrir sig, sem og traust- vekjandi yfirferð Charltons á miðj- unni. í þessu sambandi fór Víkverji að velta því fyrir sér hvort hið sama yrði upp á teningnum að þrjátíu áram liðnum, hvort ungir United-aðdáend- ur komi til með að muna eftir risp- unni sem Ryan Giggs tók upp allan völl í bikarleiknum á móti Ársenal fyrr í vor, eða mörkunum sem Beck- ham og Cole skoraðu í leiknum gegn Tottenham nú á sunnudaginn? Víst er að þessir leikmenn, ásamt fleiri liðs- mönnum Manchester United á und- anfömum áram, era nú þegar komnir í dýrlingatölu meðal stuðningsmanna liðsins. XXX AHUGAMENN um knattspymu hafa haft uppi vangaveltur um hvort liðið teljist betra, gullaldarlið United frá 7. áratugnum eða gullald- arliðið nú. Slíkur samanburður verð- ur þó aldrei annað en getgátur enda hefur knattspyrnan breyst mikið á þessum þrjátíu áram og óraunhæft að gera slíkan samanburð. Hins vegar er alveg ljóst, að takist leikmönnum Manchester United að klára „þrenn- una“, það er að vinna til viðbótar þá tvo titla sem í boði era, enska bikar- meistaratitilinn og Evrópumeistara- titilinn, verður erfitt að horfa framhjá liðinu þegar knattspymuáhugamenn framtíðarinnar fara að ræða um bestu knattspymulið 20. aldarinnar. Úrslitaleikurinn um enska bikar- meistaratitilinn fer fram í dag á þjóð- arleikvangi Englendinga, Wembley, og úrslitaleikurinn í meistaradeild Evrópu verður háður í Barcelona næstkomandi miðvikudag. Báðum þessum leikjum verður sjónvarpað beint hér á landi og viðbúið að taugar verði þandar til hins ýtrasta á mörg- um heimilum og öldurhúsum víða um land á meðan á leikjunum stendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.