Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skemmti- ferðaskip sekkur YFIR ellefu hundruð farþegpum skemmtiferðaskipsins „Sun Vista“ var bjargað eftir að kvikn- aði í skipinu og það sökk undan ströndum Malasiu í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði í vélarrúmi skipsins skömmu eftir kl. sjö að kvöldi fimmtudags að staðartíma og það sökk um átta tímum síðar. Ferðafólk frá að minnsta kosti 20 þjóðlöndum voru um borð í skip- inu, sem var á leið til Singapore. Að sögn talsmanns skipafélagsins sem rak skipið var öllum sem um borð voru, 1104, bjargað heilum á húfi. Hér sjást björgunarbátar hlaðnir farþegum fjarlægjast skipið, sem reykjarbólstrar liðast upp frá. Betur horfir um hag Asíuríkja Washington, Seoul. AFP, AP. ASIURIKIN, sem á undanfómum misserum hafa átt við verstu efna- hagsörðugleikana að stríða, eru nú komin yfír versta hjalla kreppunn- ar, en þurfa þó að sjá til þess að umbætur haldi áfram til að tryggja stöðugan hagvöxt. Þetta sagði Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), á fundi með seðlabanka- stjórum ríkja Suðaustur-Asíu í Seoul í fyrradag. „Enn er mikið verk óunnið við að styrkja uppbyggingu hagkerfa þessara ríkja, áður en við getum verið vissir um að sannarlega stöð- ugur efnahagsbati hafí náðst,“ sagði Camdessus í ávarpi við upp- haf fundarins. Greinilegust séu merkin um að efnahagslífið sé komið á rétta braut í Suður-Kóreu, á Filippseyj- um og smátt og smátt einnig í Tælandi og Malasíu. Lítið eitt lengra sé í land í Indónesíu - þar hafí tekið lengri tíma að koma fjár- málunum á lygnan sjó - en þess megi vænta að strax síðar á þessu ári megi einnig þar sjá batamerki á efnahagslífinu. Camdessus sagði fáa sem til þekktu efast um að í Asíuríkjunum væru eftir sem áður miklir vaxtar- möguleikar fyrir hendi. „En ég myndi ætla að það sem er í upp- siglingu sé ekki bara endurkoma þess sem áður hefur sýnt sig skila árangri, heldur ný og betri gerð hagvaxtar, sem á sér öflugar rætur í hinum einstaklega sterku hefðum og gildum asískrar menningar,“ sagði hann. Greenspan hvetur til umbóta á alþjóðafjárniálakerfinu Auk Camdessus lagði annar þungavigtarmaður í alþjóðafjár- málum sitt lóð á vogarskálamar til að auka mönnum bjartsýni á að horfumar hafí heldur batnað frá því í fyrra, þegar tal um nýja heimskreppu fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hvatti til þess að ríkisstjórnir og áhrifamenn fjár- málamarkaða heimsins samhæfðu aðgerðir sínar betur í því skyni að styrkja stoðir hins alþjóðlega efna- hagskerfis. Hann varaði aftur á móti við því að það gæti tekið drjúgan tíma að gera þær umbæt- ur sem nauðsynlegar væm á al- þjóðlega fjármálakerfinu. A fundi með bankamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði Greenspan að viðbrögð við kreppukollsteypunni sem fór af stað í Asíu í hitteðfyrra og breidd- ist síðan út til Rússlands og Suður- Ameríku, hefðu í of miklum mæli einkennzt af skyndilausnum. „Það er nauðsynlegt að þessar lausnir stangist ekki á við hina víðtækari sýn okkar á það hvemig við viljum að hið alþjóðlega fjármálakerfi virki á nýrri öld,“ sagði Green- span. Reuters Líðan Havels betri Prag. Reuters. LIÐAN Vaclavs Havels, forseta Tékklands, var betri í gær að sögn lækna eftir að honum vora gefin sýklalyf vegna lungna- kvefs en Havel hafði verið lagð- ur inn á sjúkra- hús í fyrrakvöld vegna sýkingar í brjóstholi. Fréttir af frekari veikind- um forsetans, sem er 62 ára og hefur átt við heilsuvanda að stríða undanfarin ár, ollu óróa á fjármálamörkuðum í Prag og féll gengi tékkneska gjaldmiðilsins nokkuð. „Svo virðist sem líðan forset- ans sé betri í dag,“ sagði Ilja Kotik, læknir Havels, við frétta- menn í gær. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að forsetinn yrði áfram á sjúkrahúsi í nokkra daga til að tryggja að hann fengi ekki lungnabólgu. í fyrrakvöld höfðu læknar sagt að veikindi Havels stöfuðu sennilega af ofþreytu því forsetinn hefði unnið baki brotnu undanfama daga og vikur. Havel var fyrst kjörinn forseti Tékklands árið 1993 og á eftir fjögur ár af seinna kjörtímabili sínu á forsetastóli. Havel fékk lungnabólgu í fyrra eftir að hafa gengið í gegnum erfiða skurðað- gerð. Þjáðist hann seinna af mjög háum blóðþrýstingi. Vel hefur verið fylgst með heilsu Havels eftir að læknar fjarlægðu illkynja æxli úr lungum hans síðla árs 1996. Vaclavs 1 í;í\ t-h. Alþjóðleg efnahagsmál eftir fráhvarf Roberts Rubins eftir Rudi Dornbusch The Project Syndicate BANDARÍSKA fjármálaráðu- neytinu og Alan Greenspan hefur verið hrósað óspart fyrir að koma á stöðugleika á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum að nýju eftir hran í efnahagslífi Asíu, Rússlands, Brasilíu og fleiri ríkja síðastliðið haust. Ættum við þar með að hafa áhyggjur af því að maðurinn, sem gegndi lykilhlutverki við að koma málum á réttan kjöl á ný, skuli nú vera að draga sig í hlé? Mun brott- hvarf hans draga úr mótstöðuafli hins alþjóðlega efnahagskerfis ef vandræðin skyldu byrja að nýju? Auðvitað. Fjármálaráðuneytið bandaríska, undir stjórn Roberts Rubins, gegndi úrslitahlutverki í upphafi forsetatíðatíðar Clintons við að spyma gegn þeim frjáls- lyndu öflum í liði hans er vildu hækka skatta og auka útgjöld hins opinbera. Rubin og fylgisveinum hans tókst framar björtustu von- um að koma mönnum í Hvíta hús- inu í skilning um að verðbréfa- markaðir era hið æðsta vald. Markaðir Asíu era nú á bataleið. Kínverjar hafa ekki fellt gengi gjaldmiðils síns (og enginn býst við að þeir geri það), Brasilía er orðin að helsta gæludýri fjármála- markaðarins. Hvers vegna ættu menn því að óttast það, að Rubin dragi sig í hlé? Allt bendir til að framundan sé lygn sjór. Fá önnur verkefni virðast bíða bandaríska fjármálaráðuneytisins en að lækka skatta þegar og ef bandarískt efnahagslíf fer að hægja á ferðinni. Heimurinn getur treyst arftaka Rubins, hagfræðingnum Larry Summers, til að halda réttum kúrs. Hann veit það betur en nokkur annar að ákveðnar og rétt tímasettar skattalækkanir era rétta leiðin til að koma í veg fyrir efnahagslegan samdrátt. Það er hins vegar Alan Greenspan, bankastjóri bandaríska seðlabank- ans, sem á mikilvægasta verkefnið fyrir höndum. Hann mun gegna úrslitahlutverki þegar og ef dreg- ur úr trausti á verðbréfamörkuð- um. Það verður hans hlutverk að tryggja stöðugt fjármunaflæði og koma í veg fyrir að markaðimir gangi af göflunum. Það er von markaðanna að honum muni ein- hvem veginn takast að gegna starfi sínu áfram endalaust. Stærsta hagkerfi heims er því vel í stakk búið að takast á við þau smávægilegu vandamál er upp kunna að koma í daglegri fjár- málastarfsemi þrátt fyrir að einn helsti ráðamaður efnahagsstjómar Bandaríkjanna sé á föram. Er þetta hins vegar of gott til að vera satt? Auðvitað gæti samdráttur átt sér stað í einhverju ungu hagkerfi. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að sé réttum ráðum beitt era slíkir markaðir allt að því fljót- ari að ná sér á strik en að hrynja. Það er að sama skapi ekki frjór kreppujarðvegur í Vestur-Evrópu vegna átaka sósíalískra ríkis- stjórna og seðlabanka sem er allt að því heymarlaus. Það era meira að segja hverf- andi líkur á því að Austur-Evrópa, með hið reikula Rússland sem þungamiðju, valdi alþjóðlegu upp- námi, að minnsta kosti ekki fjár- málalegu. Vandræðagemlingamir tveir, er gætu ollið uppnámi og rofið hið alþjóðlega samræmi, era tvö stærstu hagkerfi heimsins: Bandaríkin og Japan. Gengi bandarískra hlutabréfa er of hátt í ljósi þess að verðbólgu hefur ekki verið útrýmt í heimin- um, gengi japanskra skuldabréfa Reuters MIÐLARAR í kauphöllinni í Tókýó velta málum fyrir sér en á skjá á bak við þá er varpað upp tölum um gengi dollars á móti jeni. Japönsk skuldakreppa er óhjákvæmileg og þegar hún skellur á mun það leiða til mestu fjármálakreppu í heiminum frá því á fjórða áratugnum. að sama skapi ofmetið þegar horft á hinar gífurlegu opinbera skuldir landsins og fjárlagahalla er virðist munu halda áfram um ófyrirsjáan- lega framtíð. Hinar opinbera skuldir Japans eru slíkar að þær verður ekki hægt að greiða og því ætti að meta japönsk ríkisskulda- bréf sem raslbréf. Vandamál Bandaríkjanna er ein- falt. Gengi hlutabréfa er einhvers staðar í gufuhvolfinu. Það er aug- ljóst að gengið á að vera hátt. Það hefur verið hagvöxtur í Bandaríkj- unum óslitið í 100 mánuði, ekki skortir tækni og samkeppni, nóg er af framkvæði og neytendur eyða öllu sem þeir afla og meira en það. Hins vegar eru engar for- sendur fyrir því að gengi hluta- bréfa hækki endalaust. Um leið og menn fara að óttast verðbólgu mun gengi hlutabréfa hríðfalla. Verðbólguhætta, í einhveijum mæli, er nú í sjónmáli. Launaverð- bólga og framleiðni era ekki vandamálið heldur verð aðfanga. Vöxtur á heimsvísu þýðir skarpa hækkun á hráefnisverði og fram- leiðslu og þá er ekld langt í að Greenspan þurfi að hækka vextina og skrúfa þar með fyrir þau veislu- höld, sem svo lengi hafa staðið yfir í Bandaríkjunum. Afleiðingin verður ekki kreppa eða hrun en það mynda hrikta að- eins í stoðum hins alþjóðlega pen- ingamarkaðar, ekki síst á jaðar- svæðum hans, þar sem fjármála- innflæði hefur breytt yfir þörfina á stöðugleika og umbótum. Þau vandamál sem Japan stend- ur frammi fyrir era mun alvar- legri. Japan er mesti skuldari heimsins. Skuldir Japans era jafn- vel meiri en Evrópu og Bandaríkj- anna, þrátt fyrir að umfang jap- anska hagkerfisins sé um helmingi minna. Þar sem lítið bólar á upp- sveiflu er halli á fjárlögum gífur- legur og það má líka segja um líf- eyrisgreiðslur til þjóðar, sem eldist mjög hratt. Reikningurinn fyrir þær greiðslur nemur nú þegar 2509% af VLF og hækkar ört. Japönsk skuldakreppa er óhjá- kvæmileg og þegar hún skellur á mun það leiða til mestu fjár- málakreppu í heiminum frá því á fjórða áratugnum. Enn á eftir að koma í Ijós hvort þetta leiði til efnahagskreppu í Japan eða hafta- þjóðfélags. Þó má ganga út frá því sem vísu að Japanir muni leggja öll áform um opnun eða uppstokk- un peningamarkaðarins á hilluna og halda í þveröfuga átt. Ef Japan og þá væntanlega stór hluti Asíu í leiðinni myndi ráðast gegn frelsi á mörkuðum og taka þess í stað upp hið ósveigjanlega kerfi, sem var uppspretta fyrri erf- iðleika, stæðu önnur ríki frammi fyrir flóknu vandamáli. Gætu Evr- ópa, Suður-Ameríka og Bandaríkin farið sína eigin leið, ýtt undir markaðsöflin og frjálst flæði vöru og fjármagns á sama tíma og Asía væri í spunaflugi er hrunið í Japan hefði valdið? Eða myndu þessi ríki einnig gefa eftir og leggja traust sitt á ríkisafskipti og nauðsyn þess að vemda eigin hagkerfi? Skyn- samlegra væri að veðja á markað- inn, sem hefur gott orð á sér á Vesturlöndum sem aftur á móti er ekki hægt að segja um reynsluna af því að ríkið gegni aðalhlutverki í efnahagsmálum. Hinnar yfirveg- uðu skynsemi Rubins í baráttu fyr- ir slíku, kynni að verða sárt saknað ef allt fer í kalda kol í Japan. Höfundur er Ford-prófessor í hngfræði við MIT og fyrrum aðalefnahagsráðgjafi jafnt Alþjóðabankans sem Alþjóðagjald- eyrissjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.