Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ s Eg er ekki aumingi! Sýningar á Hellisbúanum eru nú orðnar -------------------7--- tæplega 150 talsins, um 50 þúsund Islend- ingar hafa séð verkið og virðist ekkert lát á aðsókn. Sveinn Guðjónsson brá sér baksviðs á einni sýningunni, spjallaði við Bjarna Hauk Þórsson og fylgdist með viðbrögðum áhorfenda. BJARNI Haukur situr íyrir framan stóran spegil og er að bera á sig andlitsfarða. Engin förðunardama sjá- anleg og raunar engin sála í þessum stóra kjallara undir Gamla bíói, nema leikarinn. „Eg hélt að það væru alltaf útlærðir förðunarmeist- arar í þessu,“ segir blaðamaðurinn og lítur spyrjandi í kringum sig. „Eg er útlærður förðunarmeist- ari,“ svarar Bjami og heldur áfram að mála sig. „I Ameríku sjá leikarar um þetta sjálfir og raunar er það hluti af leildistarnáminu. Ég held líka að þetta sé ekkert óalgengt hér heima, Gísli Rúnar til dæmis, gerir þetta alltaf sjálfur eftir því sem ég best veit...“ Bjami Haukur hleypti ungur heimdraganum og nam leiklistina í New York: „Ég fór beint í nám úti, sótti ekki einu sinni um leiklistar- skólann hér heima,“ segir hann og gefur enga nánari skýringu á því. - Það er rólegt hérna baksviðs...? „Já, enda er ég eini leikarinn i sýningunni. Þetta var nú samt ekki svona rólegt þegar við vomm með miðnætursýningar á eftir Carmen Negra í fyrra. Þá var æpandi fólk hlaupandi hér um allt, berar stelpur að fara í bað og mikið í gangi. Þú hefðir átt að koma þá...“ - Þú virðist mjög afslappaður, og aðeins hálftími í sýningu. Ertu ekki með sviðsskrekk? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég veit nokkurn veginn að hverju ég geng.“ Ef svo fer fram sem horfir stefnir í aðsóknarmet á Hellisbúann. Bjami Haukur játar að hafa átt von á að verkinu yrði vel tekið, en aldrei látið sig dreyma um þvílíkar undir- tektir. Aðspurður kveðst hann ekki vera orðinn leiður á rullunni, þótt sýningar á Hellisbúanum séu nú orðnar um 150 talsins: ,Að vísu kemur það stundum fyr- ir, þegar ég er á leiðinni hingað nið- ur eftir, að mér finnst ég ekki vera í stuði, en svo kemur það allt af sjálfu sér þegar ég er kominn á sviðið. Þú getur rétt ímyndað þér. Alltaf fullt hús. Það eru auðvitað forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Reyndar ætla ég að taka mér sumarfrí í júní, en svo hefjum við aftur sýningar í júlí.“ - Hver er skýringin á þessum miklu vinsældum að þínu mati? „Ég held að það sé sannleikurinn sem verkið endurspeglar. Það er skrifað á svo hjartnæman og fynd- inn hátt að fólk uppliflr fjölmörg at- riði, sem það þekkir úr sínu eigin lífi. Menn sjá hina skoplegu hlið á sjálfum sér, maka sínum og fólki sem þeir þekkja og þetta bara hittir svona í mark. Samt sem áður er ég alveg gáttaður á þessum gífurlegu vinsældum. Þetta er auðvitað ekki normalt...“ - Nú hef ég ekki séð verkið enn- þá, en hef heyrt að margir karlar telji að verið sé að pota dálítið í kon- ur, og öfugt, að konum fínnist að verið sé aðgera lítið úr körlum? „í rauninni er verið að gera stólpagrín að báðum kynjum í þessu verki og þeim er ekki mismunað á neinn hátt hvað það varðar. Það er bara verið að benda á að munurinn er talsverður á konum og körlum, Morgunblaðið/Halldór Menn sjá hina skoplegu hlið á sjálfum sér, maka sínum og fólki sem þeir þekkja ekki bara líffræðilegur heldur einnig í hugsunarhætti. Og boð- skapurinn er í stórum dráttum sá, að bæði kynin viðurkenni þennan mun, sætti sig við hann og taki tillit hvort tO annars í ljósi þess.“ Eru karlmenn ömurlegir? Nú hringja bjöllur og leikaranum er ekki til setunnar boðið. Blaða- maður og ljósmyndari koma sér fyr- ir á hliðarsvölum, með gott útsýni yfir bæði svið og sal. Og það er í rauninni ekki síður skondið að fylgj- ast með viðbrögðum áhorfenda úti í sal en sjálfum Hellisbúanum á svið- inu. Þarna má sjá fólk á öllum aldri, konur og karla, gefa hvort öðru oln- Draumvísa DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson FORLÖG koma ofan að. VIÐ ERUM sagna þjóð og nútíma sögumaður notar GSM-símann til að ausa úr og í sagnabrunninn. I myndrænum heimi draumsins er hið sagða orð frekar fáheyrt, nema sem upphrópunar- og viðvörunar- orð, en á móti eru vísur áberandi í draumum manna gegnum tíðina. Þar er um að ræða stökur til ábendingar, álögukviðlinga eða ljóðrænan fróðleik um draummann- inn sem birtist og vilja hans til dreymandans. Þama skarast raun- veruleikinn með draumnum, því vísan sem dreymd er kemur líkt og GSM-röddin á öldum ljósvakans frá öðrum enda tímans sem sögn um eitthvað ákveðið. Þegar ég eyddi löngum nóttum árið 1991 við samn- ingu draumabókar og átti einn hnút óhnýttan að ljúka henni, kom í draumi til mín maður ljós yfírlitum, klæddur mórauðum fótum og flutti mér þessa vísu með handapati miklu en hvarf svo: Forlög koma ofan að örlög kring um sveima álögin úr illum stað en ólög feðast heima. Vísan fannst mér draga saman hugmynd mína um bókina í fjórar línur og birti ég hana því í bókinni undir mínu nafni. Löngu seinna var mér bent á það af frómum manni að vísan væri nauða- lík vísu eftir Pál Ólafsson. Hvort þama var um fjar- hrif draumsins að ræða og Páll hafi komið sjálfur til mín með visuna mér til full- tingis, skal ég ekki sverja fyrir en hitt er víst að GSM-tækni draumsins fer létt með að ná sambandi milli heima, yfir geima og í annað tímatal. Draumar „lillu“ Það eru draumar sem hafa valdið mér hugarangri. Sá fyrsti; ég er stödd í Mjódd ásamt vinkonu minni og eru með okkur böm okk- ar sem bæði eru á áttunda ári. Mér verður litið upp, í áttina að Fellunum og með- an ég horfi kemur flóð- bylgja sem ber hátt við himin og stefnir niður brekkuna. Mín fyrsta hugs- un er sú að forða okkur, en ekki inn í verslanimar því þar era svo stórir gluggar með gleri sem öragglega muni brotna og slasa okkur, heldur fóram við inn í hús sem stóð þar nærri. Þetta var eldra hús klætt gulri klæðningu að utan. Við fóram inn og var þar fullorðin kona sem ég þekkti ekki en hún var afar vin- samleg. Við sluppum öll ósködduð. Draumur nr. tvö. Ég er stödd í fjöra, fyrir aftan mig nær landi era lágir klettar en fyrir utan nokk- ur sker sem láta þó frekar lítið yfir sér. Þá sé ég að flóðalda er á leið til lands og fer hækkandi eftir því sem nær dregur. Ég ákveð að vaða útí og fara upp með flóðbylgjunni frekar en að verða undir henni og finn hvernig hún hefur mig upp og ég horfi niður á húsin eins og smákubba á strönd- inni, eins á fólk á hlaupum. Ég berst með flóðinu upp eftir ströndinni og inn á landið þar til hún fjarar út og finnst mér ég ganga þurram fótum í land. Draumur nr. þrjú. Ég var stödd á æskuheimili mínu, sem ég síðar keypti af foreldrum mínum en hef selt og bý nú sjálf í öðram landshluta. Ég man þann draum ekki eins skýrt og hina nema það var óveður og þakið byrjaði að leka. Lekinn óx jafnt og þétt og veðrið versnaði. Það byrjaði að fjúka af þakinu og allt skalf og nötraði. Síðan fór allt að fjúka. Það var kominn dagur og veðrið var gengið yfir. Ég var að skoða verksumerki og voru aðeins uppistandandi útveggir og þakið var horfið, ekkert var eftir nema rasl og þótti mér verst að leikfong dóttur minnar virtust vera týnd, en mundi þá eftir að við höfðum sett mikið af dótinu hennar í kassa og sett í geymslu. (I raunveraleikan- um.) Ég gekk í kringum húsið og niður í fjöra og var að finna ýmis- legt sem mér þótti fengur í, bæði leikföng og fatnað en fann ekki fyr- ir neinum söknuði yfir að eitthvað hefði glatast og var mjög ánægð að finna fjólubláa peysu sem dótth mín átti þegar hún var minni. I draumunum fann ég hvorki fyrir hræðslu né annarri vanlíðan, heldur hugsaði ég mjög rökrétt sbr. að fara ekki inn í búðirnar og að fara frekar útí en að lenda undir en að lenda undir öldunni frá hafi. Ráðning Við fyrstu sýn mætti ætla að draumarnir tengdust öðram draumum sem spá fyrir um vá nátt- úrahamfara í byrjun 21. aldar en þegar rýnt er í draumana og táknin kemur annað í ljós. Hér er kastljós- inu beint að þér og miklu uppgjöri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.