Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssíminn ætlar að áfrýja ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar Tal hf. áformar að bjóða 20 prósent lægri símgjöld PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að Landssími íslands hf. innheimti hjá áskrifendum sínum gjöld Tals hf. fyrir símtöl sem þeir eiga til útlanda með því að velja forskeyti útlandaþjón- ustu Tals. Ákvörðunin tekur gildi 1. ágúst nk. og frá þeim degi getur Tal boðið öllum áskrifendum Landssíma Islands hf. útlandaþjónustu í trausti þess að innheimt verði fyrir hana. Landssíminn ætlar að áfrýja ákvörðun stofnunarinnar til úr- skurðarnefndar fjarskipta- og póstmála og krefj- ast þess að hún verði felld úr gildi. Tal hf. ætlar, í trausti þess að ákvörðunin haldi, að bjóða 20% lægri símgjöld til allra landa. I ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnun- ar segir að Tal hf. skuli greiða Landssímanum all- an útlagðan kostnað vegna gerðar reikninga fyrir útlandaþjónustu Tals hf. Þá skuli aðilar semja sín á milli um áhættuþátt innheimtu símareikninga vegna útlandaþjónustu Tais og lagt skuli til grundvallar að Tal hf. beri áhættu af vanskilum. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, segir að ákvörð- un Póst- og fjarskiptastofnunar sé að mestu leyti efnislega samhljóða bráðabirgðaákvörðun frá 31. desember sl., sem síðar var felld úr gildi með úr- skurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. „Við munum áfrýja þessari ákvörðun þangað líka. Við teljum að ekki sé að finna heimildir í Evrópurétti né í íslenskum lögum til að skylda fjarskiptafyrirtæki til að annast innheimtuþjón- ustu fyrir keppinautana með þessum hætti. Rök- stuðningur Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir hinu gagnstæða verður að teljast harla langsótt- ur,“ sagði Ólafur. „Það hefur margoft komið fram af okkar hálfu að það er ekkert því til fyrirstöðu að beina sím- tölum með forskeytinu 1010 til útlandaþjónustu Tals, og það hefur þegar verið gengið frá því tæknilega. Allir viðskiptavinir Landssímans gætu því notað sér þá þjónustu ef Tal hefði opnað fyrir hana og sjálft annast innheimtu," segir Olafur. Stórsigur íslenskra neytenda Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf., segir ákvörðunina stór- sigur fyrir íslenska neytendur og hún muni leiða til aukinnar samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Tal mun bjóða neytendum 20% lægri gjald- skrá á útlandasímtölum til allra landa. Við furð- um okkur hins vegar á þeim vinnubrögðum Landssíma íslands að tefja framgang þessa máls með því að lýsa því yfir að úrskurðurinn verði kærður. Enn og aftur hefur Landssíminn uppi tilburði til þess að tefja framgang samkeppni," segir Arnþór. Hann segir að úrskurður Póst- og fjarskipta- stofnunar staðfesti að eðlilegt geti talist að fyrir- tæki annist innheimtuþjónustu fyrir samkeppnis- aðila. „Bent er á það í forsendum úrskurðarins að þess séu fjölmörg dæmi í Vestur-Evrópu að sam- bærilegt fyrirkomulag sé haft á, þegar nýir sam- keppnisaðilar eru að hefja innreið sína á markað þar sem fyrir er einokun," segir Arnþór. „Samkvæmt evrópskri reglugerð sem fjallar um fjarskiptamál eru settar þær kvaðir á síma- fyrirtæki í einokunaraðstöðu að þeim beri að bjóða öðrum aðilum þjónustu sína á kostnaðar- verði að viðbættri hæfilegri álagningu." Amþór segir að tekjur Landssíma íslands af útlandasímtölum nemi tæplega tveimur milljörð- um króna. Fyrirtækið sitji svo til eitt að þeim potti og í þeim skilningi hafi það einokun á mark- aði fyrir útlandasímtöl. Ábyrgðartryggingar ökutækja Hækkun í maí 2,2% að meðaltali AB YRGÐARTRY GGIN GAR ökutækja hækkuðu um tæp 2,2% nú í maímánuði miðað við aprilmánuð, samkvæmt mæl- ingum vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Islands reiknar út. Áætla má lauslega að hver 10% hækkun á iðgjöldum lögboðinna ökutækjatrygginga, þ.e. þeim hluta þeirra sem lýtur að slysa- tryggingu ökumanns og far- þega, þýði um 0,1% í hækkun vísitölu neysluverðs. Ef litið er til verðþróunar á ábyrgðartryggingum síðustu árin samkvæmt vísitölu neyslu- verðs kemur fram að ábyrgða- tryggingar ökutækja lækkuðu mikið milli september- og októ- bermánaðar 1996, en það var einmitt 26. september það ár sem FÍB-trygging, sem er í eigu Ibex-trygginga hjá Lloyd’s í London, hóf göngu sína. Lækkunin milli mánaða nemur um 15,8% og hefur verðið ekki enn náð því sem það var þá. Verðið hefur samt hækkað hægt og sígandi frá því í janúar 1997 eða um rúmlega 12% á þessu rúmlega tveggja ára tímabili. Hækkunin nú í maí frá síð- asta mánuði nemur 2,2%. ■ Skrítið að/11 Bílatryggingar í vísitölu neysluverðs Vísitala maí 1988=100 árin 1992-1999 NJMMJSNJMMJSNJMMJSNJMMJSNJMMJSNJMMJSNJMM Höfuðborgarsvæðið Hlutdeild Baugs er um 63% HLUTDEILD Baugs hf., sem rekur fjölmargar matvöru- verslanir, á matvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu er talin kringum 63% samkvæmt upp- lýsingum frá Samkeppnis- stofnun. Á landinu öllu er hlut- deildin talin kringum 43%. Samkeppnisstofnun hefur upplýsingar um hlutdeildina frá síðari hluta síðasta árs og var hlutdeild Baugs hf. á land- inu öllu um 43% og eru þá tald- ar verslanir Hagkaups og Bón- uss. Hlutdeildin á höfuðborg- arsvæðinu var þá um 51%. Eft- ir að Baugur tók yfir verslana- keðju Vöruveltunnar hf., 10-11, er hlutdeildin á höfuð- borgarsvæðinu talin kringum 63%. í forsendum Samkeppnis- stofnunar við mat á hlutdeild- inni er miðað við matvöru- verslanir eingöngu, þ.e. ekki eru teknir með sölutumar eða verslun með matvöru á bensín- stöðvum. Söngspírur við Dauðahafíð SELMA Bjömsdóttir, fulltrúi Islands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður á laugardag, baðaði út öllum öngum við Dauðahafíð á þriðjudag, en þangað héldu íslensku keppendurnir í dagsferð. Félagar hennar flutu í hafinu, sem er afar salt. I daglegri könnun meðal fréttamanna og keppenda í Eurovision í gær varð íslenska lagið, sem sungið er á ensku, hlutskarpast og fékk 241 atkvæði, áttatíu og fjórum meira en Iag Króata, sem varð í öðm sæti. ■ Svamlað í Dauðahafinu/71 Morgunblaðið/Ásdís Herjólfur í áætlun á sunnudag AÆTLAÐ er að Herjólfur komi til Vestmannaeyja næstkomandi laug- ardagskvöld og hefji reglubundnar áætlunarferðir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar sunnudaginn 30. maí. Viðgerð er að ljúka á Herjólfi í Hollandi. Sumaráætlun Herjólfs tekur gildi nk. sunnudag. Skipið siglir alla daga frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og alla daga frá Þorlákshöfn kl. 12. Fimmtu- daga, fóstudaga og sunnudaga er önnur ferð frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl. 19. Síðasta áætlunarferð Fagi-aness- ins, sem hefur haldið uppi siglingum milli lands og Eyja meðan Herjólfur hefur verið í viðgerð, verður í dag frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 13. Þá mun skipið fara aftur frá Eyjum kl. 17.30 og koma við í Þorlákshöfn á leiðinni vestur og verða teknir bílar og far- þegar í þá ferð. Engin ferð verður á vegum Herj- ólfs föstudaginn 28. maí og laugar- daginn 29. maí og falla allar pantan- ir niður fyrir þá daga. öð í dag Örn Arnarson komst í hann krappan í lauginni í Vaduz / B7 Gulldrottningin Silja Úlfarsdótt- ir aftur á efsta þrepi / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.