Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Svipur hjá sjón KVIKMYNDIR Laugarásbfó AT FIRST SIGHT irk Leikstjóri Irwin Winkler. Handrit Steve Levitt, byggt á sögu e. Oliver Sacks. Kvikmyndatökusljóri John Seale. Tónskáld Mark Isham. Aðal- leikendur Val Kilmer, Mira Sor- vino, Kelly McGillis, Steve Weber, Bruce Davison, Nathan Lane. 120 mfn. Bandarísk. MGM 1999. VIRGIL (Val Kilmer) hefur verið blindur frá barnæsku, átt fá- brotið líf sem sjúkraþjálfari á heilsuhæli norðarlega í New York fylki. Jenny systir hans (Kelly MeGillis), hefur látið þarfir hans ganga fyrir sínum. Á þessu verður breyting þegar Amy (Mira Sor- vino), yfirstressaður arkitekt frá New York, leitar sér hvíldar á hælinu og lendir í græðandi hönd- um Virgils. Þau verða ástfangin, hann íylgir henni til borgarinnar þar sem Amy kemur Virgil í sam- band við augnskurðlækni sem tekst hið ótrúlega - að koma sjón hans í lag. En það stendur ekki lengi, um sinn eru þau verr stödd en áður. Við fyrstu sýn mun vera byggð á sönnum atburðum, sem voru skrásettir í bók eftir Dr. Oli- ver Saeks, þann sem skrifaði The Awakenings. Efnið var hliðstætt og úr varð mynd með Robert De Niro og Robin Williams. Eins minnir Við fyrstu sýnnokkuð á Charly, þar hlaut treggáfaður maður (Cliff Robertson), ofur- greind um sinn, fyrir tilstilli vís- indanna. Báðar þessar myndir eru í miklu hærri gæðaflokki. Hér er einnig efni fyrir hendi sem hefði getað orðið kveikjan að mun for- vitnilegra verki en raun ber vitni. Reyndar á Við fyrstu sýn góðan sprett um miðbikið, eftir að Virgil fær sjónina og áhorfendur verða þátttakendur um stund í þeirri átakanlegu og alls óvæntu at- burðarás og framandi viðbrögðum sem söguhetjumar lenda í. Ahorf- endur líka, því satt að segja er fátt sem gefur til kynna um miðja mynd að hún eigi eftir að hress- ast. Efnistök og meðferð minna óneitanlega á fóðrið frá sápuóp- erustöðinni Hallmark, eða ein- hverju ámóta forðabúri meló- dramans. Það hallar því miður fljótlega undan fæti á ný og myndin endar í svipuðu löðri og hún hófst. Leikaramir verða ekki sak- felldir, þau Sorvino, Kilmer og McGillis standa sig frambærilega og Nathan Lane er viðfelldinn í smáhlutverki. Miðbikið er einnig ótrúlega gott - miðað við það sem kemur á undan og eftir, gæti verið úr annarri og miklu athyglisverð- ari mynd sem því miður var ekki gerð. Sæbjörn Valdimarsson Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík TUTTUGASTA og sjötta starfs- ári Söngskólans í ReyJyavik lauk með iokatónleikumn í Islensku óperunni 20. maí sl. Hátt í 200 nemendur stunduðu nám við skóiann í vetur og luku 130 stigs- prófum í söng og/eða pianóleik. Skólinn útskrifaði 14 nemendur með 8. stig í söng, sjö með burt- fararpóf og fjóra söngkennara. 33 kennarar störfuðu við skól- ann, þar af 11 í fullu starfi. Skólastjóri er Garðar Cortes. Söngskólinn fær árlega próf- dómara á vegum The Associated Board of the Royal Schools of Music í London. Að þessu sinni var Clara Taylor „FRAM FRSA“ prófdómari. Clara er yfirpróf- dómari „ABRSM“ í London og bauð hún skólastjórum allra tón- listarskóla á landinu til fundar í Tónleikasal Söngskólans, Smára, undir yfirskriftinni „Meet the Chief examiner". Þar kom fram að prófdómarar ABRSM dæma um 80% allra tónlistarprófa sem tekin eru í veröldinni í dag og nær kerfi þeirra til 80 landa í öll- um heimsálfum. Clara Taylor upplýsti einnig að árangur nem- enda Söngskólans væri framúr- skarandi og langt yfir meðaltali í heiminum. Efnisskrá lokatónleikanna var fjölbreytt, þar komu fram nemendur allt frá unglingadeild til útskriftarnema og sungu í slensk og erlend sönglög, lög úr söngleikjum og aríur, dúetta og kóra úr óperettum og óper- um. Alls koma um 50 söngvarar fram ásamt píanóleikurum skólans. Nýjar • ÁRBÓK Ferðafélag íslands 1999 - Firðir og fólk 900-1900 Vestur-Isafjarðarsýsla er eftir Kjartan Ólafs- son. Undirtitill ritsins er Vest- ur-ísafjarðar- sýsla og hefir höfundurinn ráðist í að lýsa allri sýslunni, hverju byggðu bóli hennar, og segja um leið tíðindi úr eitt þúsund ára sögu, greina frá fólki, lífsstarfi þess og örlögum, eftir því sem heimildir eru tiltækar. Ferða- félaginu gafst kostur á því, fyrir ríflega einu ári, að ganga inn í út- gáfu á verkinu sem þá þegar var fullmótað að stærð og sniði enda efnisöflun öll að baki. Ljóst var að Firðir og fólk 900-1900 yrði óvenju stór árbók en sýnt þótti að ritið félli mætavel að útgáfumarkmiðum félagsins. bækur Bókin er í heild yfir 600 blaðsíð- ur. Myndir í bókinni eru 115, og að- eins um fjórðungur þeirra í lit, gamlar ljósmyndir og sögulegar myndir sem óvíða hafa sést eða jafnvel aldrei á prenti fyrr og efnt var til sérstakra myndatökuleið- angra vegna bókarinnar. Á upplýsingasíðu árbókarinnar koma fram nöfn margra þeirra sem unnu að gerð bókarinnar. Guð- mundur O. Ingvarsson landfræð- ingur gerði staðfræðikort þau sem birtast í bókinni. Þeir Bjöm Þor- steinsson líffræðingur og Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur tóku lit- myndir í bókina. Höfundur valdi og útvegaði svarthvítar myndir. Grét- ar Eiríksson vann myndir eftir filmum og Ijósmyndaði skjöl. Rit- nefndarmenn og aðrir hollvinir Ferðafélagsins lásu prófarkir og unnu nafnaskrár ásamt höfundi, en höfundur sá um heimildaskrár. Bjöm Hróarsson annaðist umbrot og samið var við Pjaxa ehf. um prentvinnslu hér heima og erlendis. Kjartan Ólafsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson GARÐAR Cortes stjórnar Kór nemenendaóperu Söngskólans á lokatónleikum. Undirleikari er Iwona Jagla. Morgunblaðið/Golli Á GÓÐRI stund á Vinafundi Pólýfónkórsins: Bjarni Bragi Jónsson, Friðrik Eiríksson, formaður kórsins, Ólöf Magnúsdóttir, Einar Reynis og Ingólfur Guðbrandsson stjórnaudi. Lög Pólýfónkórs- ins á geislaplötu Handritið að Músa- gildrunni boðið upp London. Morgunblaðid. Menning- ardagur barna á Seyðisfírði MENNINGARDAGUR bama, Karlinn í tunglinu, verður á Listahátíðinni á Seyði sem haldin er ár hvert Seyðis- firði í júní. Öll dagskrá hátíð- arinnar er sniðin að aldurs- hópnum 0-6 ára. Efnt verður til sýninga þrívíðra listaverka bama á leikskólaaldri í Aust- urlandsfjórðungi. Öll böm á svæðinu, sem ekki em byrjuð í gmnnskóla, mega taka þátt og geta þátttakendur skilað verki sínu til leikskóla á sínu svæði, eða beint til „Karlsins í tungl- inu“. Hægt er að fá upplýsing- ar um reglur hátíðarinnar á eftir töldum stöðum: leikskól- unum, hjá Pétri Kristjánssyni, ferða- og menningarmálafull- trúum Seyðisfjarðar og heima- síðu Seyðisfjarðar: www.sfk.is. Ljóðalestur á Næstabar HJALTI Rögnvaldsson leikari flytur ljóð á Næstabar, Ing- ólfsstræti la, kl. 21.30 í kvöld. Flutt verða ljóð úr ljóðabók- inni Vatns götur og blóðs eftir Þorstein frá Hamri sem út kom árið 1989. PÓLÝFÓNKÓRINN hyggst gefa út á næstunni geislaplötu með úr- vali verka sem er í varðveislu Ríkis- útvarpsins. Um er að ræða flutning upp á rúmlega 40 klst. og spannar yfir starfstíma kórsins, frá 1957-88. I ræðu sem Friðrik Eiríksson, formaður kórsins, hélt á vinafundi kórfélaga 22. maí sl. sagði hann m.a.: „Pólýfónkórinn var ekki að- eins kór í háum gæðaflokki, heldur stofnun, menningarstofnun, sem hefur gjörbreytt allri söngmenn- ingu í landinu með brautryðjenda- starfi á síðari hluta þessarar aldar, undir handleiðslu Ingólfs. Þetta eru óhrekjandi staðreyndir sem ís- lenskt menningarþjóðfélag mun búa að um ókomin ár.“ Kórfélagar hafa komið saman á vinafundi annað hvert ár frá því að kórinn hætti starfsemi sinni. UPPRUNALEGT handrit Agöthu Christie að Músagildrunni verður selt á uppboði í London í næsta mánuði. Handritið var skrifað 1947 og hefur verið í eigu Peter Cotes, sem fyrstur setti leikritið á svið. I hand- ritinu sést, hvemig Agatha Christie strikaði út upphafsatriði leikritsins með fimm persónum, þegar í ljós kom, að án þess var leikritið ódýrara og auðveldara í uppsetningu og þar að auki mun meira spennandi fyrir áhorfendur. Músagildran hefur allar götur síð- an 1947 verið á sviði í London, fyrst í Ambassador’s Theatre og nú í St Martin’s Theatre, þar sem, að sögn The Daily Times, sýningar urðu 19.350 um helgina. Ekkert annað leikrit í heiminum hefur ver- ið sýnt svo lengi. Leikritið hefur verið sýnt í 44 löndum, 305 leikarar hafa komið fram í því undir stjóm 140 leikstjóra. Hér á Islandi hefur Músagildran verið vinsælt við- VORIÐ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi í dag, fimmtudag kl. 14. Á sýningunni em verk nemenda 8.,9. og 10. bekkjar Brekkubæjar- fangsefiii áhuga- leikfélaga allt fi’á því snemma á sjötta áratugn- um er Halldór Stefánsson þýddi verkið. Uppsetningar á verkinu víða um land skipta tug- um og síðast tók Leikfélag Rang- æinga Músagildmna til handar- gagns í vetur og flutti við góðan orðstír. Agatha Christie skrifaði söguna Þrjár blindar mýs fyrir BBC í til- efni áttræðisafmælis Maríu drottn- ingar. Seinna skrifaði hún svo leik- rit upp úr sögunni. Hún gerði sér vonir um að leikritið myndi ganga í hálft ár eða svo og eftirlét barna- bami sínu, Mathew Prichard, höf- undarlaunin. Hann hefur lifað góðu lífi á velgengni Músagildmnnar síðan. skóla á Akranesi. Sýnd verða ýmis verk sem þau hafa unnið að undan- farið. Sýningunni lýkur 14.júní. Lista- setrið er opið frá kl. 15-18 alla daga nema mánudaga. Nemendasýning í Kirkjuhvoli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.