Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Oddvitar stjórnmálaflokka á Suðurlandi harma aðgerðir Vinnslustöðvarinnar hf. ÁRNI Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sagði að það hefði komið sér mjög á óvart, á sínum tíma, hversu rekstrarvandi Vinnslustöðvarinnar hf., eins af öflugri fyrirtækjum landsins, var mikill. Hann sagði að vissulega væri það mikið áfall að 90 manns hefði verið sagt upp störfum, en að ekki væri ástæða til þess að snúa því upp í svartnætti á stundinni og sagði hann þetta á engan hátt marka upphafið af endalokum góðærisins. „Það er mikilvægt að menn taki svona áfalli með stóískri ró, að fyr- irtækin á stöðunum (Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum), bæjaryfír- völd og verkalýðsfélög stokki upp spOin og skoði ákveðna hluti, t.d. hvaða atvinnutækifæri séu fyrir sem geti brúað þetta bO og eytt högginu eins og hægt er,“ sagði Árni. „Það er nátturlega mjög illt að fá svona tíðindi, en maður verður að vona að þeir (Vinnslustöðin) séu að gera hluti, sem muni koma þeim á réttan kjöl í þessu færi, að þeir komi sér í þá stöðu að geta skapað þá atvinnu sem umhverfíð kallar á og hefðin er fyrir,“ sagði Ami. „Maður getur ekki annað en treyst því sem sagt hefur verið, það er að aflaheimildir verði ekki seldar eða leigðar.“ Býst ekki við fólksflótta „Því miður er það svo í veiði- mannasamfélaginu að það koma oft sveiflur, en þessi er hinsvegar þess eðlis að það er ekki skortur á kvóta eða bátum, heldur er skort- ur á einhverri hagræðingu eða „Nauðsynlegt að stokka upp spilin“ Guðni Ágústsson Guðni Ágústsson, alþingismaður Framsóknarflokksins á Suður- landi, harmaði þá niðurstöðu, sem orðið hefur í máli Vinnslustöðvar- innar hf„ en sagðist binda vonir við að fyrirtækið næði að reisa sig við. Hann sagði að þar sem fyrirtækið væri ekki gjaldþrota, hygðist ekki fara með vinnslu sína út á haf og hefði 30% eiginfjárhlutfall þá ætti það að geta snúið þróuninni við og þar með sett fullan kraft í land- vinnsluna á ný. Þá sagði hann að stjómendur fyrirtækisins hefðu fullvissað sig um að ekki stæði tO að selja eða leigja aflaheim- Odir. „Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni, bæði fyrir stjómmálamenn, eigendur fyrir- tækisins og við- komandi bæjar- félög, að svo mörgu fólki skuli vera sagt upp Lúðvík störfum og að Bergvinsson óvissa ríki um framtíðina," sagði Guðni. Fjölbreytni atvinnulífs verði aukið „Ég vona svo sannarlega að fólkið fái vinnu og fyrirtækið nái að styrkja sig og okkur takist að skapa á nýjan leik einhver verk- efni á báðum þessum stöðum fyrir fólkið. Það vantar fjölbreytni í at- vinnulífið á báða þessa staði og það er hlutverk stjómmálamanna, sveitarstjórnarmanna og eigenda fyrirtækja að finna ný verkefni." nýtingu í vinnsl- unni. Maður verður að vona að þetta fólk fái vinnu annars staðar og ég hef trú á því að það gangi upp, a.m.k. að hluta, það tek- ur kannski ein- hvem smá tíma að finna því far- veg.“ Arni sagðist ekki búast við fólksflótta frá byggðunum tveimur og á höf- Johnsen uðborgarsvæðið. Hann sagði að þrátt fyrir þröngt atvinnusvið sjávarplássanna væri fólk þar færara og þjálfaðra í að bjarga sér, en fólk í meira þéttbýli. Vonar að Vinnslustöðin snúi þróuninni við „Fyrirtækið ætlar að leggja áherslu á saltfiskinn og það er vinna líka, þó það sé ekld hefð- bundin flökunarvinna, en allt er þetta púlvinna, öll vinnan í fisk- vinnslunni er argasta púlvinna, mesta púlvinna á Islandi.“ Guðni sagði stjómvöld hafa ýmis tæki tO þess að auka fjölbreytni at- vinnulífs á stöðunum og nefndi t.d. þróunarsjóði og nýsköpunarsjóði. Dregur fram veikleikana í físk- veiðistjórnunarkerfinu Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sjötti þing- maður Suðurlandskjördæmis, seg- ir að það sem nú eigi sér stað í Vinnslustöðinni dragi íram þá miklu veikleika sem em á núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það em þessir veikleikar sem birtast í því að þegar fyrirtæki sem hafa fengið einokunaraðstöðu til þess að veiða úr sameiginlegri auðlind og þeim hefur ekki gengið nægOega vel, að þá eru einhverjir aðrir sem geta komið til skjalanna í viðkomandi byggðarlögum, sem gerir það að verkum að viðkom- andi byggðarlög eiga það undir allt öðram en þeim sjálfum hvort þau lifi eða deyi,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þegar vandi eins og sá sem upp er kominn hjá fyrir- tæki á borð við Vinnslustöðina, þá komi í ljós annmarkar fiskveiði- stjómunarkerfisins. „Það em engir sem geta komið til skjalanna því menn hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að koma sér inn í þetta kerfi. Þegar rekstur fyrirtækis eins og Vinnslu- stöðvarinnar, sem er homsteinn samfélagsins í Vestmannaeyjum, gengur ekki sem skyldi, þá er svo mikil hætta á því að byggðarlögin þoli það ekki og eigi það jafnvel á hættu að lífsbjörgin sé flutt frá þeim án þess að þau geti nokkuð að gert,“ sagði Lúðvík. NY AISLANDI Bim Vandaöar sportvörur a qoðu ver&i Léttir bakpokar, margar stærðir Poki á mynd 4.133- Veiðitöskur með vatnsheldu innra hólfi. VERÐ 2.694- Veiðitöskur, VERÐ 1.419- Veiðitöskur með vatnsheldu innra hólfi. VERÐ 2.694- Veiðitöskur, VERÐ 1.419- Maðkafötur, 3,5 lítrar. VERÐ 1.978- Veiðikassar og veiðibox í úrvali. Box frá 362- og kassar frá 783- Veiði- og vöðluvesti, breytileg stærð. VERÐ 3.968- Veiðistangapokar (til geymslu og flutninga) Tekur 6 stangir. VERÐ 1.718 Bakpokar úr rúskinni, VERÐ 4.267- og 4.613- GRANDAGARÐI 2, RVÍK, SÍMI 552 8855 Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.