Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tvískinn- ungur og hræsni Frelsi og velmegun hefurgert margan Vesturlandamanninn ófæran um að sjá í réttu Ijósi þjáningar þeirra sem búa við kúgun. Sjónvarpsþættirnir frá CNN um sögu kalda stríðsins sem nú eru sýndir í ríkissjónvarp- inu eru að mörgu leyti fróðlegir, ekki síst er mikill feng- ur að myndefninu sem þar hefur verið skeytt saman. En þrátt fyr- ir ýmsa augljósa kosti hefur þáttaröð þessi sætt allmikilli gagurýni í Bandaríkjunum og Bretlandi. Megingagnrýnin hefur beinst að þeirri tilhneigingu í þáttunum að gera ekki upp á milli stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Jafnvel banda- VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson ríska vikublað- inu The New Republic, sem löngum hefur verið talið til vinstri, blöskrar hvemig reynt er að sýna kalda stríðið sem „siðferðilega óljósa baráttu milli tveggja jafnhættu- legra stórvelda". Þeir sem að þáttunum standa hafa á hinn bóginn sagt að þeirra markmið hafi ekki verið að finna sökudólga heldur einfaldlega að segja sög- una frá öllum hliðum. Að sumu leyti jafnast það náttúrlega á við að segja sögu af glæp með því að gera fórnarlambinu og glæpa- manninum jafnhátt undir höfði. Þykjast sumir greina sterk áhrif Ted Tumers, eiginmanns Jane Fonda, í þessum þáttum, en hann er stofnandi CNN og átti hug- myndina að gerð þáttanna. Því miður hef ég ekki séð nema fáa þætti, en meðal þess sem ég hef staldrað við hingað til er eft- irfarandi: Hlutur Breta og vesturveld- anna er gerður mjög tortryggi- legur eftir valdarán kommúnista í Rússlandi. Lenín er hvítþveginn og sýndur sem einlægur baráttu- maður fyrir bættum hag alþýðu manna. Ekkert er minnst á fjöldamorð sem hann fyrirskipaði og þær milljónir sem féllu í hung- ursneyðinni sem Lenín kallaði yf- ir landið á tímum hins svokallaða stríðskommúnisma. Upphaf kalda stríðsins eftir síðari heims- styrjöldina er öðrum þræði rakið til „útþenslu" Bandaríkjanna, Stalín hafi verið nauðbeygður að skapa sína eigin ríkjablokk til mótvægis við markaðsblokk vest- ursins, auk þess sem harka Trumans Bandaríkjaforseta hafi magnað kalda stríðið stórkost- lega. CNN segir okkur að Trum- an og Marshall hershöfðingi, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi haft litla þekkingu á utanrík- ismálum og verið gjarnt að sjá öll mál í svart-hvítum litum. Skýrt er frá leynilegum afskiptum bandarísku leyniþjónustunnar CIA af kosningunum á Italíu 1948 með nokkurri hneykslan - án þess að setja þau afskipti í sitt eðlilega samhengi við atburðina í Tékkóslóvakíu þar sem kommún- istar höfðu hrifsað til sín öll völd eftir velgengni í lýðræðislegum kosningum. Reynt er að draga úr mikilvægi Marshall-hjálparinnar fyrir viðreisn Vestur-Evrópuríkja en á hinn bóginn mikið gert úr þeim efnahagslega ávinningi sem Bandaríkjamenn sjálfir hafi haft af því að skapa markaði fyrir framleiðslu sína. Oft er vikið að því að ótti kaldastríðsáranna hafi verið huglægur, magnaður upp af vanþekkingu, tortryggni og heimsku. CNN segir okkur að á sjötta áratugnum hafi stórveldin snúið ótta sínum innávið - gegn sínum eigin þegnum. í Banda- ríkjunum hafi ríkt ógn McCart- hyismans, en í Sovétríkjunum Gúlagið, leyniheimur þrælabúð- anna. Þar með er dregin upp hliðstæða milli annars vegar and- styggilegrar taugaveiklunaröldu sem fór um bandarískt þjóðfélag um nokkurra ára skeið og kallaði miklar hremmingar og sálarang- ist yfir fáein hundruð manna sem misstu atvinnu sína og jafnvel æruna - og hins vegar margra áratuga ofsókna harðstjórnar þar sem mannréttindi voru fótum troðin, a.m.k. 20-30 milljónir manna myrtar að boði valdhafa og 8-10 milljónir manna að stað- aldri í þrælavinnubúðum við óhugnanlegar aðstæður. í samtölum Matthíasar Jo- hannessens við sovéska andófs- menn kemur glöggt fram að þeir áttu erfitt með að skilja bama- skap margra Vesturlandamanna og skort þeirra á siðferðisþrótti. „Þá, sem enn eru hiynntir stjórn- kerfi þar sem 60 millj. þegnanna hefur verið slátrað til að tryggja að kerfið fari ekki úr skorðum, ætti að úrskurða blábjána eða þroskahefta," sagði Nóbelskáldið Josef Brodsky einhverju sinni þegar hann undraðist umræðuna á Vesturlöndum um sovétskipu- lagið. í einni af skáldsögum V.S. Naipauls er franskt par sem vinnur í nýfrjálsu Afríkun"ki og slakar á með því að hlusta á plöt- ur með Joan Baez. Sögumaður Naipauls segir: „Maður gæti ekki hlustað á þessa ljúfu söngva um óréttlæti nema maður gerði ráð fyrir rétt- lætinu og byggi við það mestan part. Maður gæti ekki sungið sí- fellt um endalok heimsins nema ... manni fyndist að heimurinn myndi vara að eilífu og maður væri óhultur í honum.“ Eins og svo oft í sögum sínum og ritgerðum hittir Naipaul beint í mark með athugasemdum sín- um um mannlegt eðli og hræsni nútímamannsins. Það er hlutskipti okkar sem höfum búið lengi við frelsi og vel- megun að allar umræður um ófrelsi, kúgun og fátækt í öðrum ríkjum eru okkur öðrum þræði tækifæri til að agnúast út í ýmis- legt sem okkur finnst aflaga fara í okkar eigin litla vemdaða heimi og veita okkur útrás fyrir inni- byrgða borgaralega gremju. Svona lítil erum við í okkur og svo skilningslaus á þjáningar annarra. Og þess vegna virðast margir ekki geta horfst í augu við óhugnað kommúnismans án þess að skírskota í sífellu til ýmissa misfellna í heimi réttarríkisins. Sjónvarpsþættirnir um kalda stríðið bera þessu glöggt vitni. Að svo mæltu slæ ég botn í þessi Viðhorfs-pistlaskrif mín. Eg þakka lesendum góðar við- tökur. Herhvöt til varn- ar stöðug’leika NÚ ERU kosningar að baki, ný ríkisstjóm í burðarliðnum og kröfur í næstu kjarasamning- um era að koma fram í dagsljósið. Þá berast fréttir af þenslu. Þær fréttir era reyndar ekk- ert annað en staðfest- ing á fyrri ummælum í fjölmiðlum, m.a. af hálfu sérfræðinga. Þeir kveða hins vegar fastar að orði en áður. Varað var við þenslu Ég hef vakið athygli á hættu á þenslu frá því að síðasta fjárlagafram- varp var lagt fram eða í um það bil hálft ár. Ég hef bent á margvíslega veikleika í hagkerfinu, m.a. mikla útlánaaukningu í banka- kerfinu, aukningu erlendra skulda, aukningu skulda heimila og sveitar- félaga, mikinn viðskiptahalla og ónógan þjóðhagslegan spamað. Erlendir sérfræðingar hafa tekið undir margt af þessu og nú síðast vöraðu sérfræðingar OECD og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins mjög ákveðið við hættu á verðbólgu. Rík- isstjórnin hefur verið andvaralaus og vildi ekki svara þessu neinu í kosningabaráttunni en nú er kosn- ingum lokið. Það verður að hefjast strax handa við að koma í veg fyrir að verðbólgan fari af stað á nýjan leik. Það er hægt að ná pólitískri samstöðu vegna þess að allir flokk- ar settu stöðugleikann í öndvegi í kosningabaráttunni. Nú á að herma þau ummæli upp á alla flokka. Erfiðir kjarasamningar framundan Það sem gerir stöðuna sérstak- lega vandmeðfarna eru kjarasamn- ingamir sem eru framundan. Siðast samdi almenni markaðurinn til langs tíma en þróunin hefur verið sú að margir hópar hafa fengið miklar kauphækkanir og þá vilja aðrir eðlilega rétta hlut sinn í næstu samningum. Úrskurður Kjara- dóms um 30% launa- hækkun til þingmanna hellir olíu á þann eld. Þótt launaskrið hafi verið nokkuð svo og umtalsverð kaupmátt- araukning er jafnljóst að hún hefur orðið með misjöfnum hætti. Ef verðbólgan fer af stað glötum við þeim mikla ávinningi sem náðist með þjóðarsátt- arsamningnum árið 1990. Ef til vill er tím- inn framundan erfið- asta prófraunin í 10 ár og þess vegna verða allir að leggjast á eitt. Þjóðarsáttin byggðist á trúnaði Þjóðarsáttin var gerð með sam- komuiagi vinnuveitenda og laun- Verðbólga Hægt er að ná póli- tískri samstöðu vegna þess að allir flokkar settu stöðugleikann í öndvegi í kosningabar- áttunni, segir Agúst Einarsson. Nú á að herma þau ummæli upp á alla flokka. þega á aimennum markaði. Þar náð- ist trúnaður, traust og vilji til að ráðast gegn verðbólgunni í alvöra. Þetta tókst m.a. vegna þess ein- stæða trúnaðarsambands sem skap- aðist milli foringja beggja fylkinga, Einars Odds Kristjánssonar, þáver- andi formanns VSI, og Guðmundar J. Guðmundssonar, þáverandi for- manns Dagsbrúnar og Verka- Ágúst Einarsson Sum mistök er ekki hægt að leiðrétta! EITT það besta sem gerst hefur í útivistar- málum Reykvíkinga á síðari árum er lagning göngustígsins meðfram sjónum í Skerjafirði, frá Ægisíðu og inn í Fossvog. Fyrir íbúa miðborgarinnar er þetta aðgengi að sjón- um ómetanlegt. Þangað fer fólk ekki bara til að horfa á fugla, heldur líka til að anda að sér sjávarilmi, horfa á og vera til í víð- áttunni. Manneskjunni er lífsnauðsynlegt að hafa víðáttu í kringum sig og okkar næsta náttúra skiptir okkur þvi miklu máli. Þeir menn, mér skilst jafnvel landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar á meðal, sem nú gæla við þá hugmynd að flytja Reykjavíkurflug- völl út í Skerjafjörð - hefur þetta fólk aldrei gengið niður að sjó með baminu sínu, hundi eða jafnvel for- eldrum sínum! og fundið frelsistil- finningu þá sem fylgir því að verða hluti víðáttunnar? Ekki era margir staðir eftir í borginni til að njóta útivistar og varla ætla skipulagsyfirvöld fólki að ferðast tugi kílómetra til þess arna? Hvað er lokkandi við það að ganga niður að sjó - og í stað útsýnis til Álftaness og Keilis í fjarska þá blas- ir við flugvöllur með tilheyrandi flugvéladyn og olíufnyk? Og ekki nóg með að sumum þyki þetta afskaplega tæknileg lausn og hag- kvæm heldur skilst mér að aðfiugið verði mikið til yfir öðra úti- vistarsvæði, Fossvogs- dalnum! Menn rekur kannski minni til baráttu er átti sér stað fyrir nokkrum árum til vamar því að Fossvogsdalurinn yrði lagður undir hrað- braut. Það var á teikni- borðinu þá, þótti hag- kvæmt og skynsam- legt. Ég bið fólk að fara í gönguferð með- fram sjónum og út í Fossvogsdal og ímynda sér hvemig þar væri umhorfs ef sú hugmynd hefði náð fram að ganga. Þá mót- mæltu íbúar og þeir höfðu áhrif á það hvernig þeirra nánasta um- hverfi var útfært. Það er nefnilega hægt að vera ósammála því sem er á teikniborð- um manna úti í bæ, það er hægt að skera upp herör og mótmæla! Það heitir lýðræði. Ég er mér þess fylli- lega meðvitandi að eitthvað þarf að gerast í málefnum flugvallarins. Menn tala um þéttingu byggðar en þarf hún að vera á kostnað útivist- arsvæða og aðgangs okkar að nátt- úru hér á svæðinu? Hvað með ísingu á veturna þegar aldan gengur yfir, verður slíkur flugvöllur ekki stórvarasamur? Ég Vilborg Halldórsdóttir mannasambandsins. Vitaskuld komu fleiri beggja vegna borðs að þessari sáttargjörð en hún tókst og hélt. Stjórnmálamenn höfðu nær ekk- ert með þjóðarsáttina að gera fyrr en á síðustu stigum og í annarri lotu þótt margir þeirra vilji nú Lilju kveðið hafa. Þjóðarsáttin átti vita- skuld aðdraganda í mörgum kjara- samningum. Sú stefna sem varð of- an á í sjávarútvegi á þeim tíma að sífelldar gengislækkanir væra at- vinnugreininni til tjóns til lengri tíma var helsta forsenda þjóðarsátt- arinnar. Vitrir menn í atvinnulífinu Nú þarf að beita svipuðum ráðum ekki síst vegna þess að órói er í samfélaginu og deilur innan ASI um skipulagsmál. Staðan er því mjög viðkvæm. Nú verða vitrir menn í hags- munasamtökum á vinnumarkaði að setjast niður og spá í hvemig næstu kjarasamningar verða gerðir án átaka og án þess að þensla aukist og hætta verði á verðbólgu. Sú lausn verður að fela í sér kjarabætur tii hópa sem hafa orðið útundan og jafnframt verða aðrir sem hafa náð sínum hlut að standa hjá í þetta sinn. Það er hægt að gera endurbætur í samvinnu við stjórnvöld í skatta- málum og ég tel að það eigi að end- urmeta samspil almannatrygginga, lífeyriskerfis, sparnaðar og skatta- keiifis og m.a. endurskoða skatt- lagningu launatekna, fjár- magnstekna og eigna. Slík upp- stokkun ætti að leiða til öflugra líf- eyriskerfis, aukins sparnaðar og minni jaðarskatta. Stöðugleikinn er ekki pólitískt deilumál Átakamál næstu mánaða verða ekki á stjórnmálasviðinu heldur í kjarasamningum. Við skulum taka höndum saman og gera þá samn- inga þannig að þeir ásamt öðram aðgerðum hjálpi til að tryggja stöð- ugleika næstu ár. Þetta verkefni kemur á undan öllum öðrum. Hætt- an er mikil og afleiðingarnar geta orðið skelfilegar og ekkert okkar vill hverfa til tímans fyrir 1990. Það verður að varðveita stöðugleikann. Höfundur er prófessor. Flugvöllur Ekki eru margír staðir eftir í borginni til að njóta útivistar, segir Yilborg Halldórsdóttir, og varla ætla skipu- lagsyfirvöld fólki að ferðast tugi kílómetra til þess arna? legg því til að í nánustu framtíð verði Reykjavíkurflugvöllur fluttur - út úr borginni, ekki til Keflavíkur heldur í nágrannasveitarfélagið Hafnarfjörð, út í Kapelluhraun. Þar er kvartmílubraut og þar yrði flug- völlurinn í nágrenni álvers og Reykjanesbrautar. Flugvellir eiga ekki að vera á útivistarsvæðum! Reykjavíkurborg hefur talsverð- ar tekjur af flugvellinum og má ef- laust ekki við tekjuskerðingu en kannski ættu borgaryfirvöld að af- stýra því, að skammtímasjónarmið séu látin ráða í þessu máli en líta frekar til langtímafarsældar fyrir alla. Nú hefur einnig komið fram sú hugmynd að setja flugvöllinn út í Engey. Að mínu mati er það þó skárri kostur en Skerjafjörðurinn en hvað verður það næst? Þyrlupall upp á topp Esjunnar; þar er nú enn eitt útivistarsvæðið sem hægt er að fikta í! Höfundur er leikkona og nemi við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.