Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útsölusfaðir: Eg og þú - Laugavcgi Spes - Háaleitisbraut Fína - Mosfellsbæ Borgarness Apótek Tilraunafonk í Loftkastalanum Kristín Björk Kristjánsdóttir heyrði hljóð- ið í Wayne Horvitz og spjallaði við hann um hljómsveit hans Zony Mash og tónleika þeirra í Loftkastalanum um helgina HLJÓMBORÐSLEIKARINN fönkaði, Wayne Horvitz, er væntan- legur til landsins á föstudaginn ásamt hljómsveit sinni Zony Mash og mun leika á tvennum tónleikum í Loftkastalanum. Þeir fyrri verða á föstudaginn upphitaðir af Dip og þeir seinni laugardaginn eftir, upp- hitaðir af Jagúarstrákunum leik- glöðu. Það eru 12 Tónar og Undir- tónar sem færa okkur fjörið. Horvitz hefur verið að spila með Zony Mash í fjögur ár og gefíð út með þeim tvær plötur, „Cold Spell“ og „Brand Spankin’ New“ sem Knitting Factory útgáfan gaf út. Aður en hann byrjaði að spila með Zony Mash hafði Horvitz unnið í mörg ár með snillingnum John Zom, gítarleikaranum Bill Frissel og mörgum fleirum. Hann segir að börnin sín leiki sér við börn Frissels. Hvað ætlarðu að spila fyrir okkur Reykvíldnga um helgina? „Við ætl- um að spila nokkur glæný lög sem eru ekki á nýju plötunni okkar, Brand Spankin’ New. Svo er ég með eitt nýtt lag eftir Bill Frissel sem ekki hefur heyrst opinberlega. Svo verður eitt Devolag á dagskránni ásamt ýmsu öðru. Eg verð sjálfur á Hammond orgeli og Nordlead hljóðgervli. Timothy Young er á gít- ar, Keith Lowe á bassa og Andy Roth á trommur“. Hlakkarðu til? „Já, mjög svo,“ svarar Horvitz og hlær. „Það eru engir tvennir tón- leikar eins hjá okkur því við höldum öllu mjög opnu og spinnum mikið á staðnum. Það er alltaf eitthvað al- gerlega nýtt sem gerist á hverjum tónleikum.“ Spilið þið eitthvað eftir leikreglum eins og John Zorn gerir stundum? „Nei, við reynum að gleyma öllum reglum þegar við stíg- um á svið og hlaupa með tónlistina í ólíkar áttir. Tónlistin hreyfist. Ekki eins og í partíi heldur á tilrauna- KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir myndina Cruel Intentions, eða Illan kenndan hátt.“ En þegar þið eruð í hljóðveri? Hvemig er þessu háttað þar? „Þetta er góð spurning. Það kemur fyrir að við bregðum á leik í upptökum og prófum ýmislegt. En plöturnar verða þó alltaf bundnari og fastmótaðri stemmning en tón- leikar þó leikgleðin sé alltaf í okkur. Fyrsta platan okkar, Cold Spell, var til dæmis öllu stífari en sú seinni enda tekin upp á skömmum tíma og bandið hafði ekki náð að kynnast nógu vel. Brand Spankin’ New tók- um við hins vegar upp í löngum lot- um í heimahúsi. Við spiluðum stundum langt fram yfir sólarupp- rás alveg þangað til við duttum nið- ur dauðir af þreytu. Þetta setti al- veg nýjan neista í plötuna sem er öll meira hressandi og sveigjanlegri en sú fyrri,“ segir Horvitz ánægður með þróun Zony Mash. Horvitz var tvítugur þegar hann byrjaði að spila með John Zom. „Eg spilaði með John í fimmtán eða sextán ár alveg frá því það voru bara tíu manns í salnum og þangað til hljómsveitin Naked City varð til og við vomm að spila fyrir mörg þúsund manns. Við John emm mjög góðir vinir í dag og ég er þakklátur fyrir heppnina að fá að vinna svona mikið með honum. Það besta sem hefur komið fyrir mig er í rauninni að kynnast öllu þessu frábæra fólki eins og John og vinna tónlist með því,“ sagði Horvitz hátíðlega. Hvemig kanntu við þig með Zony Mash? „Við erum fínir vinir. Sumir gauranna eru reyndar talsvert yngri en ég en okkur kemur samt öllum vel saman. Við þurfum aldrei að tala mikið um það sem við ætlum að gera. Við bara þegjum og spilum og vinnum þar af leiðandi mjög hratt. Eg er stjómandinn og læt hlutina gerast. Ég mæti með tón- listina á æfingu en leyfi hljóðfæra- leikurunum þó algerlega að vera þeir sjálfir því þannig náum við fram því besta. Maður verður að vera opinn fyrir fólki í svona sam- starfi. Ég sem mest af tónlistinni en Tim gítarleikari hefur þó samið nokkur lög. Við munum spila þrjú af hans lögum í Loftkastalanum," seg- ir Horvitz. Ertu að bralla tónlist með fleiram en Zony Mash núna? „Já, ég hef mikinn áhuga á að blanda saman órafmögnuðu og rafmögnuðu og hef verið að gera það með kammersveit sem ég er í ásamt Tucker Martine. Þar notum við básúnu, fiðlu og tvö hljómborð og erum með fimmta gaurinn í því að tölvuvinna hljóðin á tónleikum. Ég er spenntur fyrir því að vinna með tónlist á lágum hljóð- styrk eins og hún væri alls ekki raf- mögnuð en er það samt. Eftir að nýi bassaleikarinn okkar, Keith Lowe, sem spilar líka á órafmagnaðan bassa, kom í bandið, höfum við verið að prófa okkur áfi-am með óraf- magnaðar uppákomur. Við hefðum viljað gera eitthvað svoleiðis líka í Loftkastalanum, en þar er víst eng- inn flygill." Hvemig kýstu helst að eyða tíma þínum þegar þú ert ekki að gera tónlist? „Mér finnst skemmtilegt að vera með þriggja og fjögurra ára krökkum. Ég er mjög félagslyndur,“ segir Horovitz og ég fullvissaði hann um að 12 Tóna strákamir myndu sjá fyrir góðu partíi handa honum. KATHRYN (Sarah Michelle Gellar) og Sebastian (Ryan Philippe) em táningar úr auðugum fjölskyldum frá Manhatt- an. Þau ákveða að sjá hvert þau komast með saklausari skólasystkini sín og sjóða saman svakalega at- burðarás þar sem stúlkumar Cecile (Selma Blair) og Annette (Reese Witherspoon) era fórnarlömb hefnigimi Kathryn. Kærasti Kathryn er nýbúinn að segja henni upp og taka upp sam- band við hina saklausu Cecile. Tryllt af hefndarhug biður Kathryn vin sinn Sebastian um að leggja snörar sínar fyrir Cecile. Sebastian sem hefur notið mikilla vinsælda hjá stelpunum í skólanum ákveður að taka þátt í samsæri Kathryn en hyggst bæta betur um og draga dóttur skólastjórans, Annette, einnig á tálar, en hún hafði nýlega skrifað grein í unglingablað þar sem hún segist ætla að halda í meydóm sinn fram að giftingu. Sebastian veðjar við Kathryn um að hann geti sængað hjá Annette áður en skólinn hefst um haustið. Ef hann vinnur veðmálið verður Kathryn að eiga með honum eina ástamótt, en ef hann tapar þarf hann að gefa henni jagúarbifreið sína sem er hans helsta stolt. Illur ásetningur er fjórða kvik- myndaútgáfan af þekktu verki Pi- erre Laelos, „Les Liaisons Danger- euses.“ Myndin er fyi'sta mynd leik- stjórans Roger Kumble sem skrifar einnig handritið. „Ég hef alltaf verið mjög hrifmn af sögu Laclos og talið hana henta yngri áhorfendum vel. KATHRYN lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Unglingar geta verið mjög grimmir og þegar ég las bókina aftur sá ég hvað persónur sögunnar eiga margt sameiginlegt með unglingum og að tilvalið væri að gera kvikmynd þar sem sögusviðið væri menntaskóli." Ryan Phillips greip hlutverk Sebastians fegins hendi. „Þegar ég las handritið var áhugi minn um- svifalaust vakinn. Valmont hefur verið leikinn af frábærum leikuram og ég vissi að ég yrði að gera mitt allra besta. En handritið var svo skemmtilegt, beitt og spennandi að það var aldrei spuming um annað en að taka að sér hlutverkið." Sarah Michelle Gellar segist hafa orðið himinlifandi þegar henni var boðið hlutverk Kathryn. Hún hafði unnið áður með Phillips í Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar og tel- ur hann einn af betri karlleikurum yngri kynslóðarinnar. Hugmyndin að leika illgjarna persónu höfðaði sterkt til Gellar. „Um leið og ég las handritið vildi ég vera með. Ekki spuming." SEBASTIAN vill bæta við ráða- gerðina og veðjar við Kathryn. Frumsýning ásetning, með þeim Sarah Michelle Gellar, Ryan Philippe, Selma Blair ________og Reese Witherspoon í aðalhlutverkum._ Illur ásetningur í menntaskóla Stutt Engar fáklædd- ar konur AUGLÝSINGASPJÖLD með mynd- um af léttklæddum konum munu verða fjarlægð í borginni Varsjá í Póllandi vegna komu Jóhannesar páfa í næsta mánuði, en eins og flest- ir vita er páfinn frá Póllandi. „Klerkastéttin telur að myndir af hálfnöktum konum úti um alla borg séu móðgun við páfann,“ var sagt í ríkissjónvarpi þeirra Pólverja. Margar auglýsingastofur hafa lagt til að á meðan á heimsókn páfans standi verði auglýsingaspjöld með myndum af honum látin prýða borg- ina í stað hinna léttklæddu kvenna. Bítlamanía í Liverpool MIKIÐ stendur til í breska bæn- um Liverpool í sumar enda ætla bæjarbúar að halda mikla hátíð til að minnast fjórmenninganna frægu sem borgin ól, þeirra Paul, John, George og Ringo. Hátíðin ber nafnið „Beatlennium" og er búist við að meira en 100 þúsund aðdáendum til borgarinnar. Yfir 150 hljómsveitir munu leika lög Bitlanna og teiknimynd þeirra fjórmenninga um Gula kafbátinn hefur verið endurunnin og verður frumsýnd í nýrri gerð 30. ágúst. „Boðskapur Bítlanna var að fólk ætti að halda friðinn og elska hvert annað. Núna í lok aldarinn- ar finnst okkur tilvalið að senda þau skilaboð til heimsins að nýju,“ segir Mike Storey sem er í for- svari borgarráðsins í Liverpool. Berbrjósta á ströndinni BÆJARSTJÓRINN í bænum Hermosa Beach í Kaliforníu hyggst láta reyna á lög sem kveða á um að kvenfólk skuli ekki ganga um í stutt- um toppum svo naflinn sé sýnilegur, né megi þær baða sig án brjósta- halda eða vera í of efnislitlum baðfót- um. Reyndin í bænum hefur þó verið sú að lög þessi hafa ekki verið tekin of alvarlega en bæjarstjórinn, Bob Benz, segir lögin forneskjuleg og bera karlrembu vitni. „Ég má vera nakinn fyrir ofan mitti, hvers vegna mega konur það ekki líka?“ sagði bæjarstjórinn í samtali við bæjarblaðið Daily Breeze. Hann bendir einnig á að fyrst fæstir fari eftir lögunum sé tími til kominn að losa sig við þau. Dónalegasta limran ALDARAFMÆLI bandaríska rit- höfundarins Ernests Hemingway verður í hávegum haft í Key West á Flórída þar sem Hemingway bjó um árabil og verður þar sérstök tíu daga hátíð sem hefst 16. júlí. Þar verður margt sér til gamans gert og m.a. keppt í fiskveiðum, sjómanni og keppt um hver geti samið dónalegustu og skemmti- legustu limruna, auk þess sem höfundarins ævintýralega verður minnst á hefðbundnari hátt. Hemingway er þekktasti ein- staklingurinn sem búið hefur í Key West, en hann bjó þar á árun- um 1928-1939 og skrifaði hann bókina Vopnin kvödd á meðan hann dvaldist þar. Hálfgert sjálfsmark ÍTALSKIR stjórnarfulltrúar gerðu hálfgert sjálfsmark þegar þeir fóra á knattspyrnuleik í bænum Lecco á dögunum. Þegar þeir komu af leikn- um hafði umferðarlögregla bæjarins sektað þá alla fyrir að leggja ólög- lega fyrir utan leikvanginn. Meðal þeirra sem fengu sektarmiða voru bæjarstjórinn, yfirmaður héraðs- mála og lögreglustjórinn sem fengu að finna smjörþefinn í þetta skipti af eigin reglugerðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.