Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 35 Stjórnmála- heimspeki af beztu gerð Tréverk sýnd á Stokkseyri í VEITINGASKÚR veitingastað- aríns Við fjöruborðið á Stokkseyri stendur yfir sýning Gerhard König á tréskúlptúrum og málverkum. Gerhard König er fæddur 1949 og flutti til íslands 1997. Hann bjó í Þýskalandi og Sviss og nam högg- myndalist og kennslufræði í Hochschule Fúr Geisteswis- senschaft í Dornach Sviss frá 1978 til 1981. Að loknu námi starfaði hann sem listakennari og vann jafnframt sem sjálfstæður lista- maður. Gerhard hefur fengist við hið klassíska innihald höggmyndahst- ar og mótað mannslíkamann úr tré, frummanneskjuna í sinni einföld- ustu mynd og/eða sem há dramat- íska veru. Fiskurinn hefur verið þema listamannsins sem tákn og for- mynd, en áhugi hans beindist að honum þegar Gerhard kynnti sér kristni, gyðingdóm og goðafræði af ýmsum toga þar sem hann heillað- ist af einfaldleika formsins og fjöl- breytileika í andlegri túlkun fiskins. Gerhard sérhæfir sig í tréskúlp- túnim úr heilum trjábolum og má segja að verk hans einkennist af „fígúratífum expressjónisma", en trjábolimir eru rekaviður af Suð- ur- og S-vesturströnd Islands. Ger- hard hefur m.a. sýnt í Ráðhúsi Reykjavíkur. --------------- Söngtónleikar í Vinaminni KIRKJUKÓR Akraness og Söng- hópurinn Sólarmegin halda tón- leika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30. Söngdagskráin spannar allt frá kirkjutónlist til veraldlegra laga frá ýmsum tímum. Kirkjukór Akraness er á leið í söngferð til Italíu og mun halda tvenna tónleika annars vegar í dómkirkjunni í Florens og hins vegar í aldagömlum kastala í Ríva, innst við Gardavatnið. Einnig hefur kórnum verið boðið að syngja í kirkju heilags Anthony’s í Padova. Kirkjan er í stíl Markúsarkirkjunn- ar í Feneyjum og eitt helsta guðs- hús heims. Verður kirkjukórinn fyrsti íslenski kórinn sem syngur í þessari kirkju. Meðlimir kórsins eru 46 talsins og á tónleikunum í Vinaminni verð- ur einsöngur, tvísöngur og einnig kemur fram kammerkór. Stjóm- andi Kirkjukórs Akraness er Kata- lín Lörincz. Sönghópurinn Sólarmegin er hópur sjö söngvara og telur nú sitt tíunda starfsár. Hópurinn hefur fjölbreytilegt lagaval og hefur sungið víða bæði hérlendis og er- lendis. Stjórnandi hópsins er Guð- mundur Jóhannsson. BÆKUR Fræðirit VAFAMÁL Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni eftir Atla Harðarson. 1998. Reykjavik, Hið íslenska bdkmennta- félag. 285 bls. RÖKRÆÐUR um stjómmála- heimspeki hafa verið nokkuð fyrir- ferðai-miklar í íslenzkri heimspeki síðasta áratuginn eða svo. Þar er sennilega kunnastur Þorsteinn Gylfason sem ritaði á sínum tíma grein um réttlætiskenningu banda- ríska stjómspekingsins Johns Rawls og kunn andsvör við henni eins og eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Einn þeirra sem hafa verið að móta eigin rödd í þessum hópi hin síðari ár er Atli Harðarson en hann hefur ritað reglulega í Les- bók Morgunblaðsins um hugðarefni sín, þar á meðal stjórnmálaheim- speki. Nú hefur Atli safnað saman greinum sínum í eina bók og bætt við nokkmm sem ekki hafa áður birzt. Bókin er fimmta bókin í rit- röðinni Islenzk heimspeki og sómir sér vel í þeim hópi. Það er oft erfitt að átta sig á því fyrirfram hvemig ritgerðum reiðir af í bók sem áður hafa birzt í blöð- um eða tímaritum. En það verður að segja um þessar ritgerðir að þær fá aukinn þunga af nábýlinu hver við aðra, verða rismeiri, og þær sem bezt heppnast em meðal úr- valsritgerða um stjórnmálaheim- speki á íslenzku og myndu sóma sér vel á öðmm málum einnig. Það hefur því vel tekizt með val í þetta ritgerðasafn. Atli hefur verið ötull við mótun íslenzkrar heimspeki, hefur þýtt Ritgerð um ríkisvald eftir John Locke og Rannsókn á skilningsgáf- unni eftir David Hume. Hann hefur einnig ritað margt um skólamál sem vakið hefur athygli og um rök- fræði og vísindi. En mest hefur hann ritað um efni sem falla undir stjómmálaheimspeki. Skoðanir hans í þeim efnum em kannski mest mótaðar af John Loeke og má kalla borgaralegar skoðanir um innviði samfélags lýðræðis, mann- réttinda og umburðai-lyndis. Þetta má sjá glögglega í þessu ritgerðar- safni. Það má skipta ritgerðunum í bókinni í grófum dráttum í tvennt. Annars vegar em langar og efnis- miklar ritgerðir um fáeina höfuð- heimspekinga, þá Platón, Aristótel- es, Hobbes, Hegel og Locke og hugmyndir þeÚTa um innviði sam- félaga. I bókinni er einnig ritgerð um hugmyndir Davids Hume um trúarbrögðin. Hins vegar em rit- gerðir sem em minni í sniðum og fjalla nokkrar þeirra deilumál líð- andi stundar. Dæmi em ritgerð um fullveldi og hvers virði það sé, um kosningar, mannréttindi og hvort jafn kosningaréttur sé mannrétt- indi. I þessum flokki em einnig rit- gerðir um hvort það borgar sig að vera réttlátur, tvenns konar hug- myndir um lög og rétt, samvizkuna og um frjálsan vilja og sömuleiðis ritgerð sem leitast við að sameina lögmálshyggju og nytjastefnu. Af þessari upptalningu má merkja að bókin er efnismikil og það er ekki verið að eyða kröftum sínum á hin smærri mál. I fyrri flokknum em viðamiklar ritgerðir um fáeina mikilvæga heimspekinga í hugmyndasögunni. Ritgerðin um Platón er upphafsritgerð bókar- innar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Platón setur fyrstur manna fram þá skoðun að stýra megi heilu samfélagi í smáu og stóra í Ijósi einnar heildarhugmyndar, koma megi við vísinda- legri stjóm á félagi manna. Þessa hug- mynd útlistaði Platón í Ríkinu með svo glæsi- legum hætti að sú bók er enn eitt af höfuðrit- um í heimspekisög- unni. En Atli skoðar ekki Ríkið heldur Lögin sem Platón samdi síðar á ævinni. Það rit hefur ekki hlotið nærri eins mikla athygli og Ríkið en er á margan hátt nlerkilegra því að það er raunsærra á eðli og möguleika mannfólksins. Einn hluti Ríldsins gengur út á að finna hina fullkomnu stjómendur ríkisins, heimspekingana. I Lögun- um hefur Platón gefið upp á bátinn að hægt sé að finna slíka stjórn- endur og leitast við að finna leiðir til að stýra samfélaginu sem sam- rýmast ófullkomleika mannanna. Þar kemur fram hugmyndin um að valdastofnanir ríkisins hafi eftirlit hver með annam og enginn sé haf- inn yfir það að þurfa að svara til saka fyrir lögbrot. Með öðmm orð- um þá urðu lögin æðst og stofnanir ríkisins sem og aðrir urðu að lúta þeim. Þessi hugmynd hefur upp frá þessu orðið eitthvert öflugasta tæki þeirra sem vilja koma á eða halda við samfélagi mannréttinda og takmarkaðs ríkisvalds. Þótt Lögin séu kannski ekki eins glæsi- legt rit og Ríkið þá em að öllum líkindum farsælli hugmyndir fyrir mannlegt félag í því en í Ríkinu. Ritgerð Atla um þetta efni dregur fram aðalatriði þessa máls og rök- styður prýðilega ofangreinda nið- urstöðu. En í þessum fyrri flokki ritgerða em tvær sem mér virðast merkast- ar. Það er annars vegar ritgerð um ójafnaðarstefnu Aristótelesar og hins vegar um stjómspeki Hegels. Þær eru hvor annarri betri. Ég ætla aðeins að staldra við ritgerð- ina um Aristóteles en bendi mönn- um á að lesa ritgerðina um Hegel. Sú ritgerð er merkileg tilraun til að fá vit í stjórnspeki Hegels og túlk- un Atla á skoðunum og kenningum Hegels virðist mér um margt sann- færandi. En ritgerðin um ójafnað- arstefnuna er kannski enn merki- legri fyrir nútímamenn vegna þess að jöfnuður hefur verið ein megin- stoð nútímakenninga um mannlegt félag og hefur keppt við frelsið. Það hafa verið gerðar nokkrar glæsilegar til- raunir í samtímanum til að skýra inntak jöfnuðarins. En hver þeirra vekur jafn margar spurningar og hún leysir og sumum hefur dottið í hug að erfitt, kannski útilok- að, væri að fá eitthvert vit í jafnaðarhugtakið umfram jöfnuð fyrir lögunum. Það er líka ljóst að í stjórnmálum nútímans hefur jöfnuð- ur orðið að víkja fyrir frelsinu, og breytir þá engu hver er við stjóm- völinn, og það er meira segja svo að hægt er að spyrja sig um hvort skynsamlegt og mögulegt sé að hafa hemil á eða stýra ójöfnuðinum á öðram sviðum en gagnvart lögun- um. Hér verður að taka fram að ójafnaður merkir ekki yfirgangur og ofbeldi heldur munur á stöðu manna, kjömm og hagsæld í mann- legu félagi. Aristóteles taldi að til- gangur mannlífsins væri hið góða líf. Hið góða líf var líf sem snerist um menningu, listir, fræði og fé- lagslíf. Hann var sannfærður um að ómögulegt væri að allir nytu hins góða lífs. Atli rekur styrk og veikleika kenningar Aristótelesar af veralegri skai'pskyggni og skoð- ar að hve miklu leyti hægt er að samræma kenningu hans við sam- tímakenningar í siðfræði. Það er alveg Ijóst að kasta verður þeim þáttum kenningar Aristótelesar sem byggjast á stéttskiptingu og þrælahaldi. Það er einfaldlega eng- in von til að fá vit í þær skoðanir í samfélögum nútímans. En síðan er eðlilegt að spyrja sig á hvaða for- sendum geram við upp á milli manna? Aristóteles á ýmis svör við því sem hafa reynzt lífseigari og þróttmeiri en sumt í jafnaðarkenn- ingum nýaldar. En eins og Ath bendir á þá hefur jafnaðarhreyfing síðustu hundrað ára gert mörgum manninum kleift að verða meiri menn og lifa auðugra lífi en þeir ella hefðu gert. Það er ein tegund jafnaðarstefnu að gera fólki af öll- um stigum þetta mögulegt. En þetta markmið næst aldrei með hefðbundinni stéttabaráttu vegna þess að hver og einn verður að leggja á sig verulega fyrirhöfn til að lifa hinu góða hfi. Vélræn lögmál sögunnar, séu þau á annað borð til, munu aldrei færa neinum manni hið góða líf. Kannski er lykillinn að því að lifa góðu lífi í samfélögum nútímans að átta sig á hégóma- skapnum og aulahættinum í kring- um peninga, átta sig á að gott mannlegt líf getur aldrei snúist fyrst og fremst um peninga. Hinn flokkur ritgerðanna er fjöl- breytilegur. Þar finnst mér merki- legastar ritgerðimar um fullveldið og jafnan kosningarétt. Atli spyr hvort fullveldið sé einhvers virði og svarar í raun að gildi þess sé mun takmarkaðra en menn vilji yfirleitt láta í veðri vaka. Hann gerir grein fyrir því að yfirþjóðlegar stofnanir geti sem hægast stuðlað að lýðræði, frjálslyndi og valddreifingu, jafnvel í andstöðu við innlend stjómvöld og þessi verðmæti séu mikilvægari en fullveldið fyrir venjulegt fólk. Sömuleiðis sé engin ástæða til að taka of hátíðlega þá skoðun að einni þjóð tengist eitt ríki eða að það kunni að vera skaðlegt þjóðmenn- ingu að tengjast ríki sem nær til fleiri þjóða með sérstaka menn- ingu. Mér er skapi næst að halda að þessi ritgerð ætti að vera skyldu- lesning þeirra sem vilja fjalla um til dæmis Island og Evrópubandalag- ið. Atli gerir í síðustu ritgerð bókar- innar grein fyrir þeirri skoðun sinni að jafn kosningaréttur geti ekki verið mannréttindi. Hann byrjar á að skilgreina mannréttindi og bindur þau við það að manni sé ekki misþyrmt, rænt, maður sé ekki kúgaður, niðurlægður eða myrtur. Það liggur náttúmlega í augum uppi að ójafn kosningarétt- ur er ekki mannréttindabrot í þess- um skilningi og ekki er heldur lík- legt að hann stuðli að því að brot- inn sé réttur á einstaklingum með þessum hætti. Þessi skilningur úti- lokar ekki þá skoðun að skilja megi mannréttindi pólitískum skilningi og hta svo á að jafn kosningaréttur sé hluti slíks réttar. En aðalatriðið í íslenzku samhengi er samt það að jafn kosningaréttur er líklegur til að stuðla að betra stjórnarfari í landinu. Þess má svo geta af því að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar tefldu fram fjölskyldustefnu í ný- legri kosningabaráttu að það kann að vera ein leið til að stuðla að auknu tilliti ríkisins til hagsmuna barna að skilja jafnan, íslenzkan kosningarétt þannig að hann nái til bókstaflega allra lifandi manna á Islandi, jafnt þeirra sem orðnir em 18 ára gamlir sem og þeirra sem era undir 18 ára aldri, jafnvel ný- fæddir. Foreldram væri ætlað að fara með kosningarétt barna sinna fram að 18 ára aldri. Ein líkleg af- leiðing svona fyrirkomulags er aukið tilht til hagsmuna barna. En þetta er annað mál. Þetta greinasafn Atla Hai-ðar- sonai- sætir umtalsverðum tíðind- um í íslenzkri stjórnmálaheimspeki. Það er vel hugsað, vandað og snjallt þegar bezt tekst til. í bókinni er ritaskrá og nafnaskrá. Guðmundur Heiðar Frímannsson Atli Harðarson 1A tskriftargföf sem gleður úr eru tollfrjáls hjá úrsmiðnum Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiríksson, Isafirði • CarlA. Bergmann, Laugavegi 55 6ullúrið, Mjódd • Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 • Gilbert, Laugavegi 62 Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann Jónsson, Veltusundi 3 Paul E. Heide, Glæsibæ • Klukkan, Hamraborg • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavik • Guðmundur B. Hannah, Akranesi ________ Gilbert, Grindavik • Karl R. Guðmundsson, Selfossi • Kornelíus, Skólavörðustíg 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustig 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði _____ ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.