Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftirmálar af sameiningamálum á Austur-Héraði vegna skólamála Samtök íbúa vilja kljúfa sig út úr sveitarfélaginu Vaðbrekku, Jökuldai. HAGSMUNASAMTOK sem stofn- uð voru af íbúum í Eiða- og Hjalta- staðaþinghá hafa verið að leita hóf- anna um að kljúfa sig aftur út úr nýsameinuðu sveitarfélagi Austur- Héraðs. Það er vegna óánægju íbú- anna á svæðinu með hvemig staðið hefur verið að vinnu við skólamál í framhaldi af sameiningu sveitarfé- laganna. Fonnaður fræðslu- og menningarráðs Austur-Héraðs seg- ir að fækkað hafí í skólanum á Eið- um og ljóst að komið hefði til breyt- inga á skólastarfinu þótt ekki hefði komið til sameiningar sveitarfélag- anna. Höfð var hliðsjón af reynslu Hornfírðinga og Mýrdælinga þegar sveitarfélög á þeim svæðum vom sameinuð. „Óánægjuraddir komu líka upp á þeim svæðum en hljóðn- uðu þegar reynsla komst á hið nýja fyrirkomulag. Það held ég að eigi líka við um þetta mál,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, formaður fræðslu- og menningarráðs. Þegar sveitarfé- lögin fímm, Egilsstaðabær og fjórir sveitahreppar, sameinuðust í Aust- ur-Hérað var gerður ákveðinn sam- starfssamningur sem nú er verið að brjóta, að sögn félaga í hagsmuna- samtökunum. í honum stóð meðal annars að skólahald skuli vera með óbreyttum hætti út þetta kjörtíma- bil og tveir fulltrúar í skólanefnd skyldu búsettir á starfssvæði hags- munafélagsins. Deilur um skólamálin Kristján B. Þórarinsson, formað- ur Hagsmunasamtaka íbúa Eiða- og Hjaltastaðaþingháa, segir að meg- indeilumar milli hagsmunasamtak- anna og bæjarstjórnar Austur-Hér- aðs standi um skólamálin og hvem- ig þau hafa þróast eftir sameining- una. Katrín Asgrímsdóttir segir að mál manna hafí verið að enn mundi fækka í skólanum á Eiðum næstu ár og þessvegna hafí verið gripið í taumana strax til að styrkja skóla- starf á Eiðum með því að flytja yngstu nemenduma frá Egilsstöð- um útí Eiða og eldri nemendur sveitarfélagsins_ stundi allir nám á Egilsstöðum. „I samstarfssamningi sveitarfélaganna við sameiningu þeirra var kveðið á um að skólahald skyldi vera með sama sniði og verið hefur, það er að Grunnskólinn og Tónlistarskóli á Eiðum skyldu rekn- ir áfram þetta kjörtímabil. Nú þeg- ar er búið að ákveða að leggja skól- ana á Eiðum niður og sameina þá skólunum á Egilsstöðum,“ segir Kristján. Katrín segir að gerð hafí verið skoðanakönnun meðal foreldra bama, þar kom fram að ákveðinn hluti foreldra var óánægður með þessar breytingar en aðrir ánægðir eins og gengur. Akveðinn hluti for- eldra vildi hafa bömin áfram í fá- mennum sveitaskóla. „Við komum til móts við hagsmunasamtökin með því að fjölga í fræðslu- og menning- arráði um tvo fulltrúa, þar af er annar búsettur á þeirra svæði. Við munum koma til móts við jákvæðar ábendingar í þessum breytingum og aðstoðum við að börnin utan úr Eiða- og Hjaltastaðaþinghá aðlagist skólastarfi á Egilsstöðum með því að sérstakur kennari fylgist með þeirri aðlögun," segir hún. Samstarfssamningurinn var grundvöllur sameiningar Kristján segir að ekki sé heldur staðið við það sem lofað var í land- búnaðarmálum og stendur í sam- starfssamningnum. „Við í Hags- munasamtökum Eiða- og Hjalta- staðaþingháa teljum að samstarfs- samningurinn hafí verið grundvöll- ur sameiningarinnar á sínum tíma og þar sem ekki hafí verið staðið við hann beri að rifta sameining- unni. Það er ljóst að margir sem voru samþykkir sameiningunni og kusu með henni á grundvelli sam- starfssamningsins eru orðnir á móti núna þegar í ljós kemur að ekki er staðið við það sem var lof- að. Það þarf samþykki tveggja þriðju hluta íbúanna á svæðinu til að slíta sameiningunni, en allar lík- ur eru á að sá aukni meirihluti sé til staðar eftir að margir hafa snú- ist gegn sameiningunni eftir áð ekki var staðið við samstarfssamn- inginn,“ segir Kristján B. Þórar- insson. „Eg veit ekki hvort riftun sam- einingarinnar er framkvæmanleg. Fjárhagsstaðan hjá Hjaltastaða- og Eiðahreppum var erfið hvað skóla- starf varðaði fyrir sameininguna og ég held að hvort sem er hafí þurft að gera breytingar á skólastarfinu á Eiðum þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar. Eg held að ekki hefði verið friður um skólastarfið í núverandi mynd til frambúðar. Rök hagsmunafélagsins í málinu eru gild en við verðum að vega og meta kosti og galla,“ sagði Katrín Ásgríms- dóttir. Penninn kaupir Bókval PENNINN í Reykjavík hefur keypt bóka- og ritfangaverslunina Bókval á Akureyri. Bókval er stærsta bókaverslunin á Akureyri, svo og utan höfuðborgarsvæðisins og þar eru einnig seld hljómtæki, geisladiskar og fleira. Bókval var í eigu Tæknivals, sem átti 75%, og hjónanna Jóns Ellerts Lárussonar og Svandísar Jónsdótt- ur, sem áttu 25%. í fréttatilkynn- ingu frá Pennanum kemur fram að Tæknival hafi átt frumkvæðið að selja sinn hlut og hafi aðrir eigend- ur ákveðið að feta í sömu spor. Að mati forráðamanna Pennans fellur Bókval vel inn í heildarrekst- ur fyrirtækisins. Fjölgun mennta- stofnana á Akureyri undanfarin ár og hin mikilvæga staða Akureyrar í mennta- og menningarmálum renn- ir sterkum stoðum undir metnaðar- fulla þjónustu Bókvals og hefur Penninn trú á því að verslunin dafni vel áfram. Oflug ferðamannaverslun I fréttatilkynningunni kemur einnig fram að Penninn muni kapp- kosta að veita fyrirtækjum, einstak- lingum og menntastofnunum góða þjónustu í Bókvali. Öflug ferða- mannaverslun hefur einnig verið mikilvægur þáttur í rekstri Bókvals og verður svo áfram. Bókval leigir húsnæði Kaupfélags Eyfirðinga í Hafnarstræti, þar sem Vöruhús KEA var áður til húsa. Eftirskjálftar á Hengilssvæðinu Fremur ró- legt í gær á skjálfta- svæðinu FJÖLDA eftirskjálfta varð vart á Hengilssvæðinu í gær eftir stóra skjálftann á þriðju- dag, að sögn Bergþóru Þor- bjamardóttur, jarðeðlisfræð- ings á Veðurstofunni. Hún sagði að fáir skjálftanna hefðu farið yfir eitt stig á Richter og svo virtist sem skjálftavirkni færi minnkandi. Þó væri erfítt að segja fyrir um framhaldið og enn væri fylgst með ástandinu á svæðinu. Vegna ástandsins á Hengils- svæðinu undanfarna daga verður sérstök jarðskjálftavakt næstu daga. Þá eru almanna- varnarnefnd Hveragerðis í við- bragðsstöðu ef til tíðinda kann að draga. Nemendur Austurbæjarskóla söfnuðu undirskriftum í Þingholtunum BORGARSTJÓRI tekur hér við undirskriftalistum frá nemendum í 5. K í Austurbæjarskóla í gærmorgun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ahrif nagladekkja metin bæði jákvæð og neikvæð Um 15 þusund tonna slit á götum Reykjavíkur JÁKVÆÐ áhrif nagladekkja eru aukið veggrip í hálku en þau nei- kvæðu aukinn umferðarhávaði, auk- ið slit á götum og meira svifryk í lofti. Þetta kom m.a. fram í máli Þórs Tómassonar frá Hollustuvemd ríkisins á ráðstefnunni Betra loft og minni hávaði, sem Hollustuvemdin og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stóðu að í gær. Voru þar flutt fjöl- mörg erindi um hinar ýmsu hliðar umhverfisáhrifa bílaumferðar í Reykjavík. Þór dró fram tölur frá Noregi um slit á götum vegna nagladekkja og sagði hann menn hafa-reiknað út þar í landi að um 250 þúsund tonn af malbiki slitnuðu árlega vegna þeirra. Hann kvaðst hafa heimfært þessa útreikninga yfír á íslenskar aðstæður og þannig teldist sér til að um 15 þúsund tonna slit væri á mal- biki á götum Reykjavíkur árlega. Kvaðst hann hafa borið þá tölu und- ir starfsmenn hjá borgarverkfræð- ingi sem þeir töldu vel geta staðist. Nagladekk valda marktækt meiri hávaða en naglalaus dekk að sögn Þórs, um 1 desibel við bestu skil- yrði, þ.e. nýtt og slétt yfirborð götu og létta nagla en við verslu skilyrði um 3 dB. Einnig ræddi Þór um svifryk og sagði að frá bílum kæmi það annars vegar frá útblæstri og hins vegar af sliti gatna. Það væri mjög áberandi í kaldri og þurri tíð að vetrarlagi en minnkaði mjög um leið og snjór væri yfir og götur blautar. Mæling- ar á svifryki fara reglulega fram og hefur það farið nokkuð minnkandi hin síðari ár. Þór segir að draga megi úr svifryksvandanum með því að fækka nagladekkjum, setja þau seint undir og taka snemma undan, nota létta nagla, minnka umferðar- hraða á rykdögum og hreinsa götur eins oft og kostur sé. Mótmæla lok- un bókasafns NEMENDUR í 5. bekk K í Aust- urbæjarskóla í Reykjavík söfn- uðu á sjöunda hundrað undir- skriftum þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lokun Borgar- bókasafnsins við Þingholts- stræti vegna flutnings í Tryggvagötu. Afhentu nemend- ur Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra undirskrift- irnar í gær. „Þau vilja að safn verði starf- rækt áfram í Esjubergi og benda réttilega á að þau fari ekki að kvöldlagi niður í Tryggvagötu til að sækja sér þjónustu þegar safnið verður komið þangað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri um undirskrifta- söfnun barnanna. Borgarstjóri sagði mótmæli þeirra skiljanleg þar sem þau byggju í Þingholtunum í ná- grenni við Borgarbókasafnið og vildu ekki þurfa að sækja þjón- ustu þess um Iengri veg en þau hafa gert til þessa. „Á móti kemur að safnið í Esjubergi stenst ekki kröfur timans og löngu tímabært, að búa þannig um aðalsainið að það geti þjón- að borgarbúum með þeim hætti sem þeir gera kröfur til,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði ekki gert ráð fyrir útibúi við Þingholtsstrætið en ekki væri búið að gera út um framtíðar- notkun hússins. I | :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.