Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 65 * FÓLK I FRETTUM ERLENDAR ooooo Oddný Þóra Logadóttir, þrettán ára fimleikamær, fjallar um disk Geri Halliwell, Schizophonic ★★y2 Söngkonan Geri Halliwell er komin á beinu brautina Kunnuglegur hljómur en nýtt útlit GERI Halliwell var einu sinni rauða kryddið (Ginger Spice) í Spice Girls sem eins og allir vita voru og eru mjög vinsælar. Síðan hætti hún í þeirri hljómsveit fyrir rúmu ári og hefur nú gefið út sóló- plötuna Schizophonic sem ég ætla að fjalla um. Þegar Geri hætti í Spice Girls hugsaði ég ekki mikið út í það hvað hún myndi fara að gera en margir héldu að hún myndi ekki slá í gegn án hinna kryddanna. Þegar Geri var í Spice Girls fannst mér hljómsveitin mjög skemmti- leg og mörg laganna góð og ef ég hefði hlustað á Schizophonic þá hefði mér sennilega fundist tónlist Spice Girls skemmtilegri. Núna, meira en tveimur árum seinna finnst mér diskurinn hennar Geri betri heldur en tónlistin sem Spice Girls sungu þá. Sum lögin á diskn- um eru lík lögum Spice Girls, hún syngur í sömu tónhæð og þær gera og lögin byrja mörg eins og eru með lík viðlög en samt eru þau öðruvísi á margan hátt. Mér finnst reyndar eins og ég hafi heyi’t flest þeirra áður, þau hljóma mjög kunnuglega. Lagið Sometime er besta lagið á disknum en það er mjög ólíkt lögum Spice Girls og í rauninni eina lagið sem mér finnst ekki hljóma eins og ég hafi heyrt það áður. Þetta er rólegt lag en viðlagið fjörugt. Lögin Lift Me Up og Walkaway eru líka ágæt en þau eru samt lög sem hljóma mjög kunnuglega. Lagið Let Me Love You er leiðinlegasta lagið á disknum. Takturinn í því er ekki skemmti- legur, undir- spihð lélegt og það er sungið alltof Spice Girls- lega. Geri syngur vel og ætti að hætta að syngja eins og kryddpía. Bestu lögin á disknum syngur hún hka á sinn hátt en ekki eins og hún gerði þegar hún var í Spice Girls. Áður en ég hlustaði á diskinn hafði ég ímyndað mér að lögin væru öll frekar lík og eftir fyrstu hlustun fannst mér þau það reyndar. En þegar ég hafði hlustað á diskinn nokkrum sinnum fiunst mér vera hægt að flokka lögin í tvo hópa; annars vegar róleg og hins vegar fjörug danslög þannig að laga- valið er góð blanda. I heildina myndi ég segja að þetta væri ágætur diskur sem á skilið tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögu- legum. Geri er samt ekki að gera neitt nýtt sem ekki hefur heyrst áður. Við þá sem efuðust um að Geri myndi spjara sig á eigin spýt- ur vil ég segja að hún hefur sannað að hún getur alveg verið ein og gert skemmtileg lög. Lög Spice Girls voru fyr- h’ krakka og yngri unglinga en Geri er að gera tónlist fyrir eldri hlustendahóp eins og lagið Look at Me sýnir mjög vel. Geri hefur líka breytt um útht og það var gott hjá henni. Meðan hún var í Spice Girls klæddist hún skærlit- uðum fötum og var áberandi mikið máluð eins og allar hinar í hljóm- sveitinni. Núna er hún miklu full- orðinslegri, klæðist venjulegum fötum í minna áberandi litum en áður. Kannski líður henni bara betur að vera LAG Geri Halliwell Look at Me komst í annað sæti breska vin- sældalistans og er hún ánægð með árangurinn. Heimildarmynd um söngkonuna var gerð eftir að hún hætti í Spice Girls og var Geri ánægð með hana og sátt við þá mynd sem dregin var upp af henni. „Það var skrftið að horfa á ni'utiu mínútna kvikmynd um sjálfa mig. Ég kunni vel við kon- una sem gerði myndina og um tíma gleymdi ég mér alveg í ná- vist hennar, Myndin er eins og hún sá mig, það var tími í lífi mfnu sem ég var mjög niðurdreg- in. Sex mánuðum eftir að ég hætti í Spice Girls gerði ég mér allt í einu grein fyrir því hvað hafði gerst. Ég þurfti að byggja líf mitt frá grunni, það var eins og ég hefði staðið í skilnaði, því ég kvaddi ekki aðeins stelpurnar heldur alla okkar vini og þann lífsstíl sem fylgdi því að vera í hljómsveitinni. Ég varð að fínna mér nýja vini og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Vill fá að ráða Sögusagnir gengu um að ósætti milli Geri og Melanie Brown Gulz- ar hefðu leitt til þess að Geri hætti í Spice Girls en báðar stúlkurnar neita því. Geri við- urkennir hins vegar að hún sé em. Lífið bros- ir við Geri Halliwell og nýja platan er vinsæl Geri hefur breytt um útlit síðan var kryddpía. Hamingjan fæst ekki keypt fyrir peninga sljómsöm. „Hluti af mér kann því vel að vera við stjórnvölinn og ég held að allir hljóti að vilja það stundum. Það getur verið skelfi- legt að missa stjóm á lífi sínu. En eftir því sem ég verð eldri sé ég að það er ekki hægt að síjóma líf- inu algerlega. Ég er sannfærð um að einu hlutimir sem hægt er að hafa sljóm á er hveraig maður bregst við hlutum. Maður getur reynt að hafa sljóm á tilfinning- um sínum, hvort maður er sorg- mæddur eða reiðist yfir ein- hverju." Fljótlega eftir að Geri yfírgaf Kryddpíurnar ákvað hún að gefa út sólóplötu en á tímabili stóð til að hún myndi stjórna spjallþætti. „Það sem gerðjst var afleiðing ýmissa hluta. Ég hef alltaf verið textahöfundur. Hef lengi skrifað ljóð og þannig var ég vön að skrifa texta fyrir Spice Girls. Ég er mjög sjálfsömgg þegar kemur að því að semja popptónlist. Ég er lagin við að semja melódíu sem allir geta sungið. Allt í einu var ég farin að gera það aftur, semja texta án þess að ætla að gera það. Þá vildi ég gera plötu en vildi samt ekki viðurkenna það. Það var ýmislegt sem þurfti að gerast svo ég öðlaðist aftur sjálfstraust til að þora að gera plötu.“ Tvær hliðar Geri Síðan fór Geri í hljóðver og tók upp hvert lagið á fætur öðm. Plat- an fékk nafnið Schizophonic sem þýðir „klofinn hljómur" en upp- haflega vildi Geri kalla plötuna Schizophrenic sem þýðir geðklofa- sjúklingur en taldi að það gæti farið fyrir bijóstið á einhveijum. „Það sem ég vil segja með þessum ’ titli er að ég held að við séum öll margbrotin. Stundum viljum við vera góð og full sjálfsöryggis en í aðra röndina emm við fiill af sjálfselsku og árásargirai. Þannig að lögin á plötunni skiptast í tvennt; sum em hvít lög, sem em komin frá minni góðu hlið en hin lögin em rauð; lostafull og ögrandi. Look at Me er eitt þess- ara rauðu Iaga.“ Geri segist semja lög út frá eig- in reynslu og fjallar lagið Walk Away að vissu leyti um það þegar hún yfirgaf Spice Girls. „I laginu k er ég að syngja um mínar eigin til- finningar, gera upp fortíðina. Það var virkilega erfitt að hætta í Spice Girls en ég hef fengið ýmis- legt annað í staðinn en ég vil ekki ljúga, það var erfitt.“ Það er gömul saga og ný að frægðin stígi fólki til höfuðs og Geri segist stundum vera vem- leikafirrt og þurfa jarðtengingu. „I þessum bransa er hætta á að egóið hreinlega éti hjartað og þess vegna þarf maður stundum að fara aftur niður á jörðina. Maður verður að reyna að halda sér þar, vera í góðu jafnvægi og heiðarlegur gagnvart sjálfum sér. Stundum segi ég við sjálfa mig: . „Geri, komdu þér ofan úr skýjun- um.“ Lagið You’re in a Bubble Ijallai’ einmitt um þetta. Þar geri ég grín að sjálfri mér og þessum heimi.“ En skyldi Geri enn trúa á stúlknakraftinn [e. Girl Power]? „Að vissu leyti. Hann hefur þroskast innra með mér, ég er mun sjálfsömggari og ábyrgðar- fyllri en ég var áður, ég held að ég sé næstum orðin kona,“ segir hún og hlær. „En þetta er miklu meira en það og ætti ekki að vera fast við kvenkynið. Þetta er í sjálfu sér viljastyrkur sem getur hjálpað öllum. Það skiptir miklu máli að elska sjálfan sig og elska aðra. Þannig öðlast maður ham- ingju, ekki með frægð eða pening- um.“ ...það skiptir engu máli... hve oft þú skoðar málið. Þú kemst ekkrframhjá staðreyndum... Efþú ert á vinnumarkaðinum og ert að huga að endurmenntun, þá eru mikil afköst við iestur nauðsynleg undirstaða til að ná árangri á öllum öðrum námskeiðum. Ef þú ert í námi og vilt ná frábærum árangri, þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða. Byrjaðu á undirstöðunni! Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið hefst 31. ágúst. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.