Morgunblaðið - 06.11.1999, Side 39

Morgunblaðið - 06.11.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 39 Tillögur um vernd rafrænna heilsufarsupplýsinga í Bandarrkjunum „Ný tækni hefur verið misnotuð“ Washington. ÁP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur lagt fram tillögur um réglu- gerðir sem koma eiga í veg fyrir að rafrænar sjúkraskýrslur lendi í höndunum á vinnuveitendum, sölu- mönnum og ýmsum öðrum. Hvatti forsetinn Bandaríkjaþing til þess að tryggja að viðkvæmustu upplýsing- ar um sjúkiinga væru verndaðar. „Allir Bandaríkjamenn eiga rétt á að geta verið þess fullvissir að sjúkraskýrslur þeirra lendi aldrei í höndum rangra aðila,“ sagði Clinton við athöfn á embættisskrifstofu for- setans í Hvíta húsinu. Tillögur for- setans ná til allra rafrænna sjúkra- skýrslna og allra sjúkratrygginga. Stóri bróðir Hann sagði að ný tækni hefði ver- ið misnotuð af vinnuveitendum og markaðsfyrirtækjum með sömu ná- kvæmni og Stóri bróðir gerði í framtíðarskáldsögunni 1984, eftir Orwell. „Bandaríska þjóðin hefur áhyggjur af þessu, og það með réttu,“ sagði Clinton. „Bandaríkja- menn ættu aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því að vinnuveitendur þeirra séu með nefið niðri í því hvaða lyf þeir taka eða hvaða sjúk- dómar hafa hrjáð þá.“ Skriflegs leyfis krafist Samkvæmt tillögunum verða settar hömlur á notkun og birtingu heilsufarsupplýsinga sem eru send- ar og geymdar í tölvum. Núverandi lög í Bandaríkjunum um vemd heilsufarsupplýsinga eru mjög mis- munandi frá einu ríki til annars. Engar alríkisreglur kveða á um að ekki megi sýna vinnuveitendum upplýsingar um einkamál, selja þær lyfjafyrirtækjum eða ræða þær á skrifstofum tryggingafélaga. Samkvæmt tOlögunum mættu læknar, sjúkrahús eða sjúkratrygg- ingafélög ekki greina frá upplýsing- um um sjúklinga í öðru skyni en er varðar meðferð og greiðslur án fengins skriflegs leyfis. Eins og málum er nú háttað má veita slíkar upplýsingar fjármálastofnunum, markaðsfyrirtækjum og öðrum án fengins samþykkis sjúklings. Takmarkaðar upplýsingar Þegar heilsufarsupplýsinga yrði krafist yrðu heilbirgðisstofnanir að takmarka eins og kostur væri þær upplýsingar sem veittar væru í stað þess að veita allar upplýsingar um viðkomandi sjúkling. Þegar til dæmis væri um að ræða greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu yrðu engar upplýsingar um veitta meðferð sendar til greiðslukortafyrirtækja eða banka. Þá kveða tillögumar á um harðar refsingar, sektir og/eða fangelsisvist, fyrir að veita upplýs- ingar í heimildaleysi. Sjúklingar fengju ennfremur rétt til að sjá og afrita skýrslur sínar og krefjast leiðréttinga á misfærslum. Lög- reglu yrði óheimilt að leggja hald á heilsufarsupplýsingar án þess að fá fyrst lagaheimild, t.d. frá dómara. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti segir að ný tækni varðandi rafrænar sjúkraskýrslur hafi verið misnotuð. með raflostið Medical Tribune News Service. MARGIR hafa neikvætt viðhorf til raf- krampameðferðar við geðsjúkdómum, en goðsögnin um þessa lækningaaðferð er byggð á miklum misskilningi, að því er fram kemur í októberhefti bandaríska blaðsins Ma- yo Clinic Proceedings. Þar er greint frá rannsókn sem leiddi í ljós að langflestir þeirra, sem gangast undir rafkrampameð- ferð, eru ánægðir með hana. Vísindamenn við Mayo Clinic í Rochester í Minnesota þróuðu aðferð til að mæla ánægju geðsjúklinga, sem gangast undir rafkrampa- meðferð, og könnuðu viðhorf þeirra til henn- ar. 91% sjúklinganna reyndist fegið því að hafa fengið merðferðina og hafði mun já- kvæðari viðhorf til hennar en viðmiðunarhóp- urinn. Meðferð í 60 ár Læknar hafa beitt rafkrampameðferð við al- varlegu þunglyndi og geðsjúkdómum í 60 ár. „Menn gætu haldið að hún sé æ minna notuð vegna þess að fleiri lyf eru á boðstólum, en staðreyndin er sú að það er enn til kjarnahóp- ur sjúklinga sem hefur ekki gagn af lyfjun- um,“ sagði Bruce Cohen, forstöðumaður raf- krampaþjónustu Virgimu-háskóia. Hann leiddi jaftivel getum að því að fleiri gengjust undir rafkrampameðferð en nokkru sinni fyrr. Færri aukaverkanir „Henni fylgja engir kippir, skjálftar eða beinbrot," sagði Teresa Rummans, einn vís- indamanna Mayo Ciinic. „Dregið hefur stór- lega úr aukaverkununum." Gerðar hafa verið ýmsar úrbætur á raf- krampameðferðinni til að gera hana árang- ursríkari og hættuminni, m.a. með deyfingu og vöðvaslakandi lyfjum. Ennfremur er fylgst nyög grannt með sjúklingunum með heila- og hjartarafritum. \ ) Opnum í dag nýja og breytta búð á Furugrund 3, með fjölda opnunartilboða r----Verið velkomin Svínabógur H— ■----------------------; Ristorante pizzur Pomodori -Prosciutto Hawai - Tonno - Quattro Stagioni ySfoumh pizzan flth. Sömu tilboö en aö tinna í Hamraborg 14 stykkið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.