Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 39 UMRÆÐAN Nýr Lækjarskóli í Hafnarfírði LÍFIÐ kennir okkur að það er engin afstaða rétthærri en önnur. Við tökum hins vegar afstöðu, stefnu og leggjum af stað veginn framundan, tökum til- lit og hlustum eftir af- stöðu annarra. Núver- andi bæjaryfirvöld í Hafnarfirði stóðu frammi fyrir því fyrir 2 árum að skipuleggja °g byggja upp skóla í Hafnarfirði. Þörf reyndist brýn á að stækka Lækjarskóla, ekki bara til að ein- setja skólann heldur líka til að mæta mikilli og hraðri fjölgun bama í skólahverfi Lækjarskóla. Lækjar- skóli er elstur barna- skóla í Hafnarfirði og stendur á fallegum stað við Lækinn í gömlu byggðinni í Hafnarfirði. Staðsetning skólans er einstök og margir sem eiga minningar frá þessum skóla, sumir sem enn búa í Hafnarfirði og aðrir sem em brott- fluttir. Bæjaryfirvöld stóðu hins vegar frammi fyrir ákvörðun um lausn á plássvanda skólans. Hvað var til ráða? Fyrsti möguleikinn sem var skoðaður var að byggja við núver- andi byggingu. Byggja þarf þá miklar byggingar á litlum bygging- arreit og líklegast rífa gömul húsin í kring. Aðkoma að skólanum er þröng í dag og batnar ekki við að byggja við núverandi skóla. Það er andstætt skoðun flestra að rífa nið- ur gömlu húsin í Hafnarfirði, en gamla byggðin er einkennandi fyr- ir Hafnarfjörð enda stærsta sam- fellda timburhúsabyggð á íslandi. Annar möguleiki var að staðsetja byggingu á sk. Rafha-reit handan Lækjargötu. Fyrir þá sem ekki þekkja nægi- lega vel til er Lækjar- gata einhver mesta umferðargatan í Hafnarfirði og miklar líkur á því að umferð eigi eftir að vaxa vem- lega um götuna á næstu árum. Þessi möguleiki þótti því ekki fýsilegur enda ekki viðsættánlegt að draga börn úr Lækj- arskólahverfinu yfir þessa miklu og vax- andi umferðargötu. Eignarhald á húsum og lóðum á Rafha-reit er ekki bæjarins. Rafha-reiturinn tilheyrir þess utan öðm skóla- hverfi. Nú var farið að fækka kostunum. Tillögur komu fram um að líta til gamla Haukahússins uppi á Hrauni, hvort ekki mætti rífa það og setja þar niður skóla. Sá kostur þótti ekki vænlegur, enda óvíst um viðbrögð næstu íbúa, svæðið þröngt, byggja þyrfti háa byggingu og hugur manna stóð til þess að fimleikafélagið Björk fengi að byggja upp sína aðstöðu á þessum bletti. Eftir stendur samt sem áður að þetta svæði er næstbesti kostur- inn fyrir nýjan Lækjarskóla. Þegar búið var að fara yfir alla þessa kosti var sest niður og skoð- að svæðið milli Sólvangs og Lækj- argötu sem flestir hafa viljað kalla Skólamál Svæðið milli Sólvangs og Lækjargötu, segir Þorsteinn Njálsson, virðist sú staðsetning sem sameinar flest það sem skiptir máli fyrir börnin og skólastarfið í hverfinu. Hörðuvelli í þeirri umræðu sem hefur farið fram um þessa nýju skólabyggingu fyrir Lækjarskóla. Þessi staður er hreinlega sá eini sem virðist rúma þá byggingu sem Lækjarskóli þarfnast fyrir starf- semi sína. Börnin úr skólahverfinu þurfa ekki að fara yfir stóra um- ferðargötu. Hægt er að nýta bygg- ingar gamla Lækjarskólans á með- an á byggingu mismunandi áfanga nýja skólans stendur. Hægt er að tryggja greiða aðkomu að skólan- um fyrir foreldra sem vilja keyra börn sín í skólann. Hægt er að tryggja starfsmönnum bílastæði. Hægt er að koma kennslusundlaug fyrir. Hægt er að byggja nýjan leikskóla í stað þess gamla sem er í illa förnu húsi á Hörðuvöllum. Hægt er að fegra svæði sem er í niðurníðslu í dag. Að öllu saman- lögðu virðist staðsetning á nýjum Lækjarskóla á svæðinu milli Sól- vangs og Lækjargötu vera vænleg- asta leiðin til að hægt sé að rúma Þorsteinn Njálsson börnin í Lækjarskólahverfi í ein- setnum skóla. Efnt var til samkeppni um skóla- byggingu á Hörðuvöllum enda gera bæjaryfirvöld sér fulla grein fyrir því að svæðið er mjög áberandi og mikið á sig leggjandi til að skapa fallega heildarsýn við Sólvang, Hörðuvelli og Lækinn. Voru tillög- ur margar og fjölbreytilegar. Stað- setning byggingar sem hlaut fyrstu verðlaun var sýnd í nýlegri umfjöll- un í Morgunblaðinu, en byggingin kemur á núverandi vegstæði á Hörðuvöllum austan Sólvangs, milli Sólvangs og Lækjargötu, ekki á Hörðuvöllunum sjálfum. Skóla- bygging sem þessi getur tryggt fal- legra heildaryfirbragð Hörðuvalla en við búum við núna. Vandi bæjaryfirvalda í hnot- skurn er að koma fyrir nýjum Lækjarskóla sem getur rúmað hratt vaxandi barnafjölda í Lækj- arskólahverfi og tryggt einsetn- ingu skólans. Möguleikar á því að staðsetja eða stækka Lækjarskóla í þessu gamla og gróna hverfi Hafn- arfjarðar eru ekki margir eins og hefur verið reifað hér að framan. Skólar í öðrum hverfum eru full- setnir. Við þessar aðstæður telja bæjaryfirvöld vænlegast að stað-j^- setja nýjan Lækjarskóla á svæðinu milli Sólvangs og Lækjargötu því sú staðsetning virðist sameina flest það sem skiptir máli fyrir börnin og skólastarfið í hverfinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. rFUGLAHÚS Carðprýði fyrir garða og sumarhús 10 mismundandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 4 Sími 562 3614 Byggingaplatan WD^©€® sem allir hafa beðið eftir VIROC®byggingaplatan er fyrir VIROC'byggingaplatan er platan veggi, loft og gólf sem verkfræðingurinn getur VIROCbyggingaplatan er eldþolin, fyrirskrifað blint. vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn ÞÞ &co Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU29 S: 553 8640 & S68 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.