Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 10

Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra boðar frumvarp um þyngingu refsinga fyrir fíkniefnabrot Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingu, var málshefjandi utandagskrárumræðu um ein- angrunarvistun fanga og fjárskort fíkniefnalögreglunnar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra vísaði því á bug að í gildi væri yfirvinnubann í fíkniefnalögreglunni. Leggur til fjölgun lögreglumanna og sjóð til stórverkefna SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær að hún hefði lagt fram tillögu til fjármálaráð- herra um fjölgun lögreglumanna, fjölgun fíkniefnaleitarhunda og sér- stakan sjóð til að kosta sérstakar rannsóknir sem ekki rúmast innan ramma venjulegrar starfsemi lög- reglunnar. Þá sagðist dómsmálaráð- herra innan skamms myndu leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um þyngingu refsinga fyrir fíkniefna- brot. Sólveig vísaði því alfarið á bug að í gildi væri yfirvinnubann hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar 1 Reykjavík. Hún sagði rétt að rannsóknardeild LR hefði farið fram úr fjárhagsáætl- un vegna umfangsmikilla rannsókna á þessu ári, en Sólveig sagði að hún hefði gefið fyrirmæli um að rann- sókn umræddra mála yrði haldið áfram af fullum krafti og lögreglunni yrði gert kleift að mæta þessum yfir- vinnugreiðslum. Hún sagði einnig að á tímabilinu 11. október til 10. nó- vember hefðu verið skráðir 900 yftr- vinnutímar í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavik en starfsmenn eru 12. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingu, var málshefjandi utandag- skrárumræðu um einangrunarvisU un fanga og fjárskort fíkniefna- lögreglunnar. Tilefnið var ummæli Sveins Andra Sveinssonar hæsta- réttarlögmanns m.a. í dagblaðinu Degi þess efnis að fjárskortur fíkni- efnalögreglunnar hefði leitt til þess að menn sætu í gæsluvarðhaldi og einangrun dögum saman, án þess að vera yfirheyrðir. Sagði hún hafa komið fram að lögmaðurinn hefði skrifað lögreglunni bréf þar sem óskað var eftir skýringum á því hvað ylli töfum á rannsókn á máli skjól- stæðings hans. Engin skýr svör hefðu fengist og í sumum tilfellum reyndar neitað að svara á þeirri for- sendu að leynd væri yfir starfsað- ferðum lögreglu, rannsóknarhags- munir krefðust þess. Margrét sagði erfitt að sjá hvern- ig rannsóknarhagsmunum lögreglu- máls væri ógnað með því t.d. að svara spumingum verjanda um þann tímafjölda, sem farið hefði á síðustu þremur vikum í yfirheyrslur yfir skjólstæðingi hans. „Þvert á móti virðist að þar sé verið að neita veijandanum um upplýsingar, sem engu máli skipta varðandi rannsókn- arhagsmuni og ekki leiða til hættu á því, að rannsóknargögnum verði spillt, en gætu hins vegar orðið til þess að gæsluvarðhaldi yrði hnekkt,“ sagði hún. Vitnaði Margrét síðan m.a. til þess álits Ólafs Ólafssonar, fyrrv. land- læknis, að einangrunarvistun sem næði yfir lengri tíma en þrjár til fjórar vikur gæti valdið verulegu heilsutjóni hjá föngum, og þá fyrst og fremst skaðað geðheilsu þeirra. Loks þekktust þess einnig dæmi að saklausir menn hefðu orðið fyrir heilsutjóni eftir langa einangrunar- vist á meðan mál þeirra voru rann- sökuð. Dómsmálaráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að láta líta svo út sem löggæslan í landinu væri í kaldakoli, engu líkara væri en markmiðið væri að rýra traust al- mennings á lögreglunni. Staðreynd- in væri þó sú að lögreglan hefði unn- ið frábært starf að undanfómu, ekki síst í tengslum við fíkniefnamál. Sólveig tók reyndar fram að því miður færi ísland ekki varhluta af þeirri óhugnanlegu þróun sem orðið hefði í nágrannaríkjunum og lýsti sér í auknu smygli fíkniefna og mjög alvarlegum afbrotum. „Ég tel því fulla ástæðu til þess að lýsa því hér yfír að ég hef nú þegar lagt fram til- lögu til fjármálaráðherra um veru- lega aukningu fjárframlaga til þessa málaflokks. Tillögur sem miða að fjölgun lögreglumanna, fjölgun fíkniefnaleitarhunda og um sérstak- an sjóð til að kosta umfangsmiklar rannsóknir sem ekki rúmast innan venjubundins rekstrar lögreglunn- ar. Verður unnið að útfærslu þess- ara tillagna í ríkisstjóminni á næst- unni,“ sagði hún. Málshefjandi hafði lagt fram nokkrar spurningar til dómsmála- ráðherra. Kom m.a. fram í svari Sól- veigar að 24 einstaklingar væm nú í gæsluvarðhaldi, þar af 6 í einangrun. A síðustu þremur árum hefði 241 einstaklingur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar af hefðu 76 verið í einangrun lengur en þijár vikur samfellt. Hún svaraði spurningu þess efnis, hvort ráðherra hygðist setja reglur er varða hámark þess tíma sem einstaklingur er vistaður í einangran, á þann veg að þar væri um löggjafaratriði að ræða en ekki reglusetningu ráðherra. Þetta atriði kæmi hins vegar til skoðunar hjá nefnd sem nú vinnur að endurskoð- un laga um meðferð opinberra mála. Dómstólar komi að ákvörðunum um einangrun Margir þingmenn lögðu orð í belg í gær. Þuríður Backman, Vinstri grænum, sagði yfirvinnubann í gildi hjá fíkniefnalögreglunni þó að ráð- herra héldi öðra fram en Jón Krist- jánsson, Framsóknarflokki, hafnaði fregnum um yfírvinnubann og sagði fullan vilja innan stjórnarflokkanna að taka fast á þessum málum. Guð- jón A. Kristjánsson, Fijálslynda flokknum, taldi ekkert mega skorta á, tryggja þyrfti öryggi borgaranna vegna tíðra brota í tengslum við fíkniefni en Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingu, lagði hins vegar áherslu á hve einangrun í gæslu- varðhaldi væri alvarlegt úrræði. Taldi hún að dómstólar ættu að koma að ákvörðun þar að lútandi. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði einangran aðeins beitt í þágu rannsóknarhags- muna. „Ég hef enga trú á að þeir fagaðilar sem koma að refsimálum eins og fíkniefnamálum fari ekki að lögum. Við vitum að fíkniefnamál taka mun lengri tíma í rannsókn en margir aðrir málaflokkar og ef slík rannsókn dregst á langinn er það vegna umfangs málsins en ekki vegna skorts á fjármagni til yfir- vinnu. Að halda öðra fram er alvar- legur hlutur," sagði hún. Sveinn Andri gerir athugasemd við frétt Dags Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, taldi dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að ekki hefði verið búið nógu vel að lögreglunni í land- inu með yfirlýsingum sínum við þessa umræðu. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, tók í sama streng og fagnaði því ef dómsmálaráðherra væri nú að sjá að sér. Það breytti hins vegar ekki því að skipulagsleysi í þessum málum hefði verið algjört. Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, var á öndverðum meiði og sagði rannsókn- ir á fíkniefnabrotum hafa verið sett- ar í forgang. Margrét Frímannsdóttir tók aftur til máls í lok umræðunnar. Krafðist hún afsökunar af hálfu ráðherra fyr- ir að leggja henni þau orð í munn að löggæslan í landinu væri í kaldakoli. Sagði hún það hafa verið staðfest af starfsmanni fíkniefnadeildar lög- reglunnar fyrir héraðsdómi að yfir- vinnubann gilti hjá deildinni. Sólveig bar þetta enn til baka og upplýsti síðan að hún hefði undir höndum af- rit af bréfi sem Sveinn Andri Sveins- son hefði sent ritstjórn Dags þar sem hann gerði verulegar athuga- semdir við framsetningu blaðsins á viðtali við hann. Vilja stemma stigu við útbreiðslu spilafíknar RÍKISSTJÓRNINNI verður fal- ið að skipa nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að leita leiða til að stemma stigu við útbreiðslu spilafíknar ef samþykkt verður þingsályktunartillaga sem fimm þingmenn úr jafnmörgum flokk- um hafa lagt fram á Alþingi. Gerir tillagan m.a. ráð fyrir að nefndin afli upplýsinga um útbreiðslu spilafíknar meðal íslendinga og kanni umfang þeirra eigna og fjármuna sem viðkomandi hafa fórnað. Ögmundur Jónasson, Vinstri- grænum, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en aðrir tillögumenn era Drífa Hjartardóttir, Sjálf- stæðisflokki, Gísli S. Einarsson, Samfylkingu, Hjálmar Amason, Framsóknarflokld, og Sverrir Hermannsson, Frjálslynda flokknum. í greinargerð með til- lögunni segir m.a.: „A undanföm- um þingum hafa verið lögð fram ýmis þingmál sem tengjast þessu alvarlega þjóðfélagsmeini, spila- fíkn og fjárhættuspilum. Má þar m.a. nefna framvarp til laga um að banna spilakassa. Þessi þingmál hafa ekki hlotið afgreiðslu. Nú er leitað nýrra leiða til að stemma stigu við þessu alvarlega og vax- andi þjóðfélagsmeini. Um þær leiðir verður að nást almenn sam- staða.“ 126 fangar eru á reynslu- lausn og 426 á skilorði ALLS eru 126 afbrotamenn á reynslulausn úr fangelsi í dag en þeir hafa aðallega verið látnir lausir á þessu ári og því síðasta en einnig 1998. Um 40% þeirra hafa verið látin laus eftir að hafa afplánað helming dæmdrar refsingar og 60% þegar þeir áttu eftir að sitja af sér þriðjung refsingar. Þá era 426 manns í land- inu nú á skilorði, þ.e. fengið dóma sem era skilorðsbundnir, og 120-30 einstaklingum, sem hlotið hafa fang- elsisdóm á árinu, hefur verið gefinn kostur á að vinna af sér dóminn með samfélagsþjónustu. Erlendur Baldursson hjá Fang- elsismálastofnun, sem tekur ákvörð- un um hvort fanga skuli veitt reynslulausn, segir að fjöldi fanga á reynslulausn sé heldur minni nú en fyrir t.d. 5 eða 10 árum. „Föngum hefur heldur fækkað og þess vegna era þeir færri sem fá reynslulausn. Þróunin hefur í stóram dráttum ver- ið sú að þeim hefur fækkað sem hafa verið látnir lausir úr fangelsi að lok- inni afplánun helmings refsingar en þeim fjölgað sem sleppt er eftir að hafa setið inni tvo þriðju tímans.“ Erlendur sagði að allur gangur væri á því hvers konar afbrot reynslufangar hefðu framið og væri eitthvað um harða afbrotamenn þeirra á meðal. Hann sagði að reynslulausnarfangar væra venju- lega á skilorði í ákveðinn tíma, sem oftast nær væri lengri en eftirstöðv- ar hinnar dæmdu refsingar væru, og á þeim tíma væri hægt að dæma upp mál þeirra. Reynsluföngum væri að auki sett ákveðin skilyrði til að auka aðhald að þeim en sagði þó að ekkert eftirlit væri með föngum sem á reynslulausn væra að öðra leyti en því að þeir yrðu að láta vita af sér Erlendur sagði að hluti skýringar- innar á því að föngum á reynslulausn hefði fækkað væri sú að komin væru til sögunnar ný refsiúrræði, svo sem samfélagsþjónusta. Ef menn fengju styttri dóma, færa þeir ekki í fang- elsi og fengju því enga reynslulausn, heldur tækju hana út með þvi að vinna hjá t.d. líknarfélögum. Á þessu ári hefur 120-130 ein- staklingum verið gefinn kostur á að vinna af sér fangelsisdóm með sam- félagsþjónustu. Um er að ræða ein- staklinga sem t.d. hljóta dóm vegna ölvunaraksturs, þjófnaðar eða smærri afbrota. Hann segir góða reynslu af þessu úrræði, einungis um 10% ijúfi skilorð en 90% standi sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.