Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Japanskir sjónvarpsfréttamenn í Olafsfírði Þáttur um netnotkun í afskekktum byggðum Ólafsfirði. Morgunblaðið. 60 ára vígsluafmæli Akureyrarkirkju Matthíasarkvöld, há- tíðar- og djassmessur HÓPUR sjónvarpsfréttamanna var á ferð í Ólafsfírði á mánudag. Þeir voru þar til að taka viðtal við Þóri Jónsson, kennara við Gagnfræða- skólann, en hann var einn af frum- kvöðlum Netsins á íslandi. Japönsk fréttastofa er að gera þátt um Netnotkun í afskekktum byggðum og varð ísland fyrir valinu. Það er Anna Hildur Hildibrandsdóttir í London sem hafði veg og vanda af ferðinni hingað. Það voru þrír menn sem fyrstir fslendinga tóku Netið í gagnið, þeir Pétur Þor- steinsson á Kópaskeri, Jón Jónas- son á Litlu-Laugum og Þórir Jóns- son í ÓJafsfirði. Þetta var árið 1987. Ári síðar hóf Imba göngu sína, en hún var fyrsti vísirinn að Islenska menntanetinu. Sjónvarpsfréttamennirnir fylgd- ust með netkennslu í Gagnfræða- skólanum þar sem Þórir kenndi nemendum í 8. bekk. Síðan var rætt við Þóri og nemendur. Auk þeirra var rætt við Vilhjálm Sig- urðsson, skipstjóra á frystitogar- anum Sigurbjörgu ÓF 1, en hann var einn þeirra sjómanna frá Ólafs- fírði sem stunduðu fjarnám á hafi úti. Þátturinn verður sýndur í jap- anska sjónvarpinu um áramótin. AKUREYRARKIRKJA á 60 ára vígsluafmæli í dag, 17. nóvember, og á morgun, 18. nóvember, eru 80 ár liðin frá andláti sr. Matthíasar Jochumssonar og verður þessa minnst með margvíslegum hætti í kirkjunni um helgina. Matthíasarkvöld verður í kirkjunni í kvöld, fostudagskvöld, og hefst það kl. 20.30. Þar fjallar Jón Hjaltason sagnfræðingur í léttum dúr um persónu sr. Matthíasar og þátt hans í bæjarlífinu á sínum tíma. Erlingur Sigurðarson, forstöðumað- ur Sigurhæða, les valin ljóð eftir skáldið og nokkur akureyrsk ung- menni flytja sálmalög með textum eftir sr. Matthías. Flytjendur tón- listarinnar verða Lára Kristín Unn- arsdóttir, fiðla, Laufey Sigrún Har- aldsdóttir, píanó, Sunna Brá Stefánsdóttir, víóla, Hrönn Sigurð- ardóttir, söngur, og Svava Hrund Friðriksdóttir, söngur. Þá verður al- mennur söngur og boðið verður upp ákaffi. Tvö ný tónverk verða frumflutt Sunnudaginn 19. nóvember verð- ur hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 14. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari og séra Jóna Lísa Þorsteins- dóttir predikar. I messunni verða sungnir sálmar séra Matthíasar Jochumssonar. Tvö ný tónverk verða frumflutt, „Penta“, hugleiðing um sálmalagið „Upp, þúsund ára þjóð“ eftir Jón Hlöðver Askelsson, og hátíðarútsetning Þorkels Sigur- bjömssonar á sálmalaginu „í þennan helga herrans sal“. Flytjendur tón- listar í hátíðarmessunni verða Kór Akureyrarkirkju, Barna- og ungl- ingakór Akureyrarkirkju, Sveinn Amar Sæmundsson, kórstjórn, for- söngur, orgel; Alfheiður Guðmunds- dóttir, flauta; málmblásarakvartett, Björn Steinar Sólbergsson, stjóm- andi og organisti. Eftir messu verð- ur árlegur fjáröflunardagur Kvenfé- lags Akureyrarkirkju, kaffisala, basar og sala á lukkupökkum. Um kvöldið verður djassmessa í kirkjunni. Séra Svavar A. Jónsson messar. Tónlistarflutning annast Krossbandið með fulltingi Daníels Þorsteinssonar. Auk þess flytur hóp- ur ungmenna sálma eftir séra Matt- hías. Spurninga- keppni Bald- ursbrár SEINNI hluti fyrstu umferðar í spumingakeppni Baldursbrár verður í safnaðarsal Glerár- kirkju í kvöld, fóstudagskvöldið 17. nóvember, og hefst kl. 20.30. Alls keppa tíu lið í þessari spumingakeppni: Eldri borgar- ar, Heilsugæslustöðin, Kjama- fæði, Norðlenska lögreglan, Prestar, Ráðhús, Síðuskóli, Slippurinn og Vélsmiðja Stein- dórs. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Gler- ái’kirkju. INNKÖLLUN HLUTABRÉFA í VINNSLUSTÖÐINNI HF Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf., kt. 700269-3299, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hef- ur hún tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi 27. nóvember árið 2000 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 13/1997, um rafræna eignaskráningu verðréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignaskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eigna- skráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru í 5 flokkum, öllum jafn réttháum, auðkennd í raðnúmerum frá 1 og í samfelldri röð nú 6500. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Vinnslustöðvarinnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspum til skrifstofu Vinnslustöðvarinnar hf. Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjum. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar í Lögbirtingi. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á ffamfæri við fullgilda reikningsstofhun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignaskráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birt- ingu innköllunar í Lögbirtingi. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. Stjóm Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. skuli arðgreiðslur til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Verðbréfa- skráningar íslands hf. sbr. heimild í 4. tölul. 54. gr. reglugerðar nr. 397/2000. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni raffænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglu- gerðar nr. 397/2000. VINNSLUSTÖÐIN HF., Vestmannaeyjum, 28. ágúst 2000 F.h. Stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, ffamkvæmdastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.