Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIR ALLT LAGT UNDIR? Mönnum fellur misvel í geð sú framtíðarsýn sem blasir við eftir áratug, aö ísland taki forystu meðal Evrópu- þjóða í álframleiðslu, gangi eftir þau áform í uppbygg- ingu á Vestur- og Austurlandi sem aö er stefnt. í fimmtu og síðustu grein Björns Inga Hrafnssonar um stóriðju- mál á íslandi eru reifaðar ólíkar skoðanir á næstu skref- um í þessum málum. Inn í fléttast málefni landsbyggó- arinnar, en einnig breytingar sem geröar hafa verið á kjördæmaskipan í landinu. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Golli HIÐ heimsþekkta verktaka- og ráðgj afarfyrirtæki Kaiser Engineers hefur annast eftir- lit með starfsemi og fram- kvæmdum Norðuráls hf. á Grundartanga fyrir þær evrópsku lánastofnanir sem fjármagnað hafa uppbyggingu álversins ásamt íslensku bönkunum Islandsbanka-FBA og Landsbanka íslands. Graham W. Morrey, einn stjómenda fyrir- tækisins, var staddur hér á landi í vikunni og kynnti sér framkvæmdir við stækkun álversins upp í 90 þúsund tonn, auk þess sem hann hitti að máli fulltrúa Landsvirkjunar og Fjárfesting- arstofunnar, orkusviðs. Morrey hitti Morgunblaðið að máli í gær- morgun og upplýsti hann að Kaiser Engineers sendi að jafnaði fulltrúa sína einu sinni í mánuði til íslands í því skyni að fylgjast með rekstri Norðuráls i umboði hinna erlendu fjármála- stofnana. „Tilgangurinn er að sjá hvemig reksturinn gengur og hvort fyrirtækið vinnur í samræmi við áætlanir,“ segir hann, og tekur fram að Kaiser sé algjörlega óháð Norðuráli eða Col- umbia Ventures, heldur taki að sér slíkt eftirlit fyrir lánastofnanir og fjárfesta víða um heim. „Reksturinn gengur vel hjá Norðuráli, eins og hann hefur gert um nokkra hríð. Fram- kvæmdir vegna stækkunarinnar em vel á veg komnar og mér sýnist allt vera í samræmi við áætlanir," segir hann. Spurður um áform Norðuráls um þriðja stækkunaráfanga upp á 150 þúsund tonn segir Morrey að það séu ekki aðeins skynsamleg áform, heldur eigi fyrirtækið einfaldlega að fara þessa leið. „Til lengri tíma litið snýst allt um hag- kvæmni og aukna framleiðni, í áliðnaðinum eins og alls staðar annars staðar. Ný álver í dag em ekki undir 240-250 þúsund tonnum að stærð og þess vegna em fyrirætlanir Norðuráls aðeins eðlilegt skref í viðskiptalegu tilliti." En telur hann raunhæft að stefna að bygg- ingu tveggja svo stórra álvera? „Já, það er vel raunhæft. En íslenska hag- kerfið þyldi líklega ekki báðar framkvæmdir í einu. Þess vegna teldi ég líklegt að Norðurál fengi að stækka sitt álver fyrst, enda sýnist mér að ekki verði unnt að taka ákvörðun í verk- efninu fyrir austan íyrr en eftir tvö til þijú ár.“ Ljóst má vera að hún lagðist misvel í lesend- ur Morgunblaðsins, framtíðarsýn sú sem greint var frá í opnunargrein greinaflokksins Island og álið sl. sunnudag, og fólst í að ísland tæki stöðu við hlið Norðmanna sem stærsti framleið- andi áls i Evrópu árið 2010, gangi þau áform um uppbyggingu álframleiðslu í landinu eftir sem nú eru uppi og varða stækkun álvers Norðuráls á Gmndartanga og byggingu álvers á Reyðar- firði. Var þar einnig bent á þá staðreynd, að ákveði forsvarsmenn ISAL aukinheldur að stækka álverið í Straumsvík, eins og margir telja líklegt, þýðir það að ísland tekur afger- andi forystu í álframleiðslu Evrópuþjóða þegar h'ða tekur á næstu öld. „Besta sem við gætum lagt fram til að draga úr mengun í heiminum" Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur mjög barist fyrir uppbyggingu stóriðju hér á landi. Hann telur þessa framtíðarsýn mjög jákvæða. „Ég tel að það væri mjög ánægjulegt fyrir ísland og íslendinga ef það yrði niðurstaðan. Ég tel að þetta væri það besta sem við gætum lagt fram til að draga úr mengun í heiminum, annars vegar að framleiða ál með endumýjan- legri orku og hina.yegar að viðkomandi létt- málmur verði til þess að draga úr eldsneytis- notkun í heiminum,“ segir hann. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks og varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis, segir hins vegar að sér h'tist vel á slíka framtíðarsýn, þar sem góð reynsla sé af rekstri álvera hér á landi og áhð hafi fært íslendingum fjölda góðra starfa og stuðlað að margskonar uppbyggingu. Guðjón er þingmaður Vestlendinga, eða hins nýja norðvesturkjördæmis, og hann segist leggja mesta áherslu á að sem fyrst verði orðið við óskum Norðuráls um stækkun upp í 300 þúsund tonn. „Um áratugaskeið höfum við Islendingar leitað eftir aðilum sem tilbúnir eru að fara út í slíkar framkvæmdir, oft með litlum árangri þótt á því séu nokkrar undantekningar. Nú er hins vegar aðili tilbúinn í þessar framkvæmdir og með peningana í vasanum. Þess vegna hljót- um við að ganga til þessara viðræðna í fullri al- vöru og stefna að samningum sem fyrst,“ segir hann. Guðjón vill ekki stilla upp áformunum á Grundartanga gegn Reyðarálsverkefninu á Austurlandi. Hann segir að ákjósanlegt væri að ná báðum verkefnum til landsins og skapa þannig atvinnu í tveimur ólíkum landshlutum. Óhætt er að segja að formenn stjórnarand- stöðuflokkanna hti öðruvísi á málin. „Mér þykir þetta ekki sérlega glæsileg fram- tíðarsýn. Ég er ekki viss um að allir hafi séð málin í þessu Ijósi áður,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar. Össur tekur það fram að hann leggist ekki gegn stór- iðju sem slíkri, enda hafi íslendingar þegar nokkra reynslu af slíkri starfsemi hér á landi. Hins vegar sé mikilvægt að eggin séu ekki of mörg í sömu körfu og vafasamt sé hvort veðja eigi svo miklu á álframleiðslu sem raun ber vitni. „Mér hugnast ekki að Islendingar leggi sér- stakan metnað í að gera sitt land að einu því fremsta á sviði stóriðjunnar í heiminum. Öll vit- um við að gengi áliðnaðarins er býsna valt og ég held að ekki sé farsælt að setja hag þj óðarinnar til frambúðar að stóru leyti á slíka grein,“ segir hann. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs, tekur undir þetta og segir að shk framtíðarsýn sé ekki bein- línis fýsileg. „Ég held að það sé í raun nóg kom- ið af erlendri mengandi stóriðju. Þótt ekki sé vegna annars en að við erum að verða ískyggi- lega háðir þessari einu tegund stóriðjurekstrar. Heimsmarkaðsverð á áli kemur því til með að hafa sífellt meiri áhrif á okkar þjóðarbúskap, en eins og allir vita hefur það verið mjög sveiflu- kennt. Jafnframt eru raforkusölusamningar beintengdir álverði, þannig að við erum enn viðkvæmari en ella fyrir útslagi af ýmsu tagi.“ Að mati Steingríms skortir allan grundvöll til þess að taka ákvörðun um svo stórfellda aukn- ingu á álframleiðslu hér á landi og vísar hann m.a. til þess að vinna við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sé skammt á veg komin og eins sé allt í uppnámi með Kyoto-bókunina um leyfilega losun gróður- húsalofttegunda. Enn nefnir hann að margt bendi til þess að það sé beinlínis óhagkvæm ráðstöfun á orku landsins að binda hana til langframa til stóriðju. „Þarna er um að ræða mjög lágt verð sem við myndum binda okkur með til langs tíma þegar framundan eru spennandi nýtingarkostir með þeirri orku sem samstaða yrði um að nýta. Kostir sem miklu geðfelldari eru að mínu mati og leysa af hólmi innflutt jarðefnaeldsneyti, svo dæmi sé tekið,“ segir hann. Nýtanleg orka miklu minni en spár segja til um? Spurður um nýtingu raforkunnar segir Öss- ur Skarphéðinsson að Islendingar verði að spyrja sig hvað þeir vilji verja miklum hluta af nýtanlegri orku til stóriðju. „Ég er þeirrar skoðunar að nýtanleg orka sé miklu minni en þessar gömlu spár okkar gera ráð fyrir. Slíkar spár urðu til þegar bormenn íslands gengu um með Klondyke-glampa gull- æðisins í augunum og héldu að hægt væri að virkja bókstaflega hvar sem.er. Sú.tíð er.ein-. Egil Myklebust, aðalforstjóri Norsk Hydro, kemur af fundi með fulltrúum stjórnvalda í stjórnarráðinu í íslandsheimsókn sinni á dögunum. í baksýn er Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. faldlega liðin að virkjanir snúist eingöngu um atvinnumál. Við þurfum að taka tillit til annarra hagsmuna; náttúruverndar, ferðaþjónustu sem útflutningsgreinar og ekki síður útivistarþarfar íslendinga sjálfra og þeirrar almennu ímyndar hreinleikans sem byggð hefur verið upp hér á landi og fjárfest mikið í. Ég held líka að þetta hefði afleitar afleiðingar í sölu annarrar ís- lenskrar framleiðslu sem við höfum markaðs- sett út á þetta tæra loft, þennan bláa himin, þessa grænu náttúru og þessar miklu auðnir." Össur segir það mat sitt að enginn geti í raun svarað hversu mikil orka sé nýtanleg, þar sem möguleg orkunýting hafi aldrei verið metin með allra hagsmuni aðra inni í dæminu. „Mér finnst því að áður en menn slá um sig með gullæðisdraumum af þessu tagi verði þeir að ljúka þeirri heimavinnu sem felst í ramma- áætluninni. Henni þarf að ljúka áður en ákveðið verður með framhaldið. Ekki má heldur gleyma því að íslendingar hafa ákveðið að ger- ast fyrsta vetnisvædda samfélagið í heiminum. Hafa þær fyrirætlanir nú verið settar til hlið- ar?“ spyr hann. Eðlilegt að bíða niðurstöðu úttektar Þjóðhagsstofnunar Halldór Asgrímsson segir að eðlilegt sé að bíða nú niðurstöðu úttektar þeirrar sem Þjóð- hagsstofnun hefur fallist á að vinna fyrir Norð- urál, um áhrif stækkunar álversins á Grundar- tanga. „Svipuð úttekt var unnin fyrir Norsk Hydro og mér finnst eðlilegt að skoða þessi mál í sam- hengi þegar sú vinna liggur fyrir. Þá kemur væntanlega í Ijós hvernig hægt er að samþætta þessi verkefni inn í íslenskt efnahags- og at- vinnuh'f." Halldór bendir á að stjórnvöld hafi verið mjög ánægð með það á sínum tíma þegar Norð- urál afréð af hefja starfsemi hér á landi. Þá hafi mikið atvinnuleysi ríkt hér og áhugi stjómvalda hafi beinst að því að skapa fleiri störf. Hann segir að sú ákvörðun hafi markað ákveðin tímamót og því vilji hann líta á frekari stækkunaráform fyrirtækisins nú með miklum velvilja. „Það er hins vegar grundvallaratriði í mínum huga að framkvæmdirnar á Austurlandi geti gengið fram með eðlilegum hætti og sam- kvæmt þeirri tímaáætlun sem nú er fyrir hendi. Ég tel það ekki aðeins mikilvægt fyrir Austur- land, heldur einnig landið allt. Við höfum búið við mikinn tilflutning fólks, ekki síst vegna mik- illa framkvæmda á suðvesturhorninu. Til að snúa vörn í sókn er afskaplega mikilvægt að framkvæmdum verði áfangaskipt fyrir austan og ég er ekki tilbúinn til að setja slíkt í hættu,“ segir hann. Halldór segir hins vegar að staðan nú kalli á að þeir aðilar sem standa að Reyðarálsverkefn- inu gangi frá því máh eins fljótt og auðið verði. „Það er siðferðileg kvöð okkar að standa við gerða samninga gagnvart Norðuráli. Það er jafnframt skylda okkar að taka vel á móti öllum þeim sem vilja byggja upp atvinnulíf á Islandi. Við verðum hins vegar að gera það í þeim skref- um sem okkar htla efnahagskerfi leyfir, því ekki viljum við setja stöðugleikann í hættu. Það er siðferðileg skylda okkar sem stjórnmála- manna gagnvart íslensku atvinnulífi almennt að varðveita stöðugleikann. Hann er ekkert síð- ..ur forsenda framfara frekar en uppbygging,"
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.