Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 39

Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 39 Rannsóknir á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar Svifaur í Lagarfljóti myndi fímmfaldast GRUGGIÐ í Lagarfljóti yrði fjórum til fimm sinnum meira eftir Kára- hnjúkavirkjun en það mælist nú, litur fljótsins gæti breyst og gegnsæi vatnsins verður helmingi minna en nú. Þetta eru frumniðurstöður athug- ana á vegum Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen (VST) og Orkustofn- unar á styrk svifaurs í útrennsli Hálslóns og áhrifum Kárahnjúka- virkjunar á svifaur í Lagarfljóti, en frá þeim er greint á kynningarsíðu virkjunarinnar (karahnjukar.is). Dæmigerður styrkur svifaurs í vatninu við Lagaríljótsbrú við Eg- ilsstaði er 25-35 milligrömm í lítra en gert er ráð fyrir að styrkurinn verði á bilinu 110-160 milligrömm í lítra eftir 2. áfanga Kárahnjúkavirkjunar. Jök- ulsá á Dal (Jökla) er afar gruggug og flytur gn'ðarlegan aur til sjávar. Eftir virkjun fellur mest af aumum til botns í Hálslóni við Fremri-Kára- hnjúk og verður eftir þar en fínasta efnið, svifaurinn, fer með vatninu í gegnum hverfla virkjunarinnar í Fljótsdal og áfram til sjávar með Lagarfljóti. Frekari kannanir standa yfir á mögulegum áhrifum margfalds styrks svifaurs á lit vatns í Lagarfljóti og er fyrstu niðurstaðna að vænta á næstu vikum. Á grundvelli eldri mælinga Orkustofnunar á sambandi svifaurs og gegnsæis í Lagarfljóti má gera ráð fyrir að dæmigert gegnsæi í vatninu minnki úr 140 cm niður í 70 cm með til- komu Kárahnjúkavirkjunar. Vatnsrennsli eykst í Lagarfljdti Vatnsrennsli í Lagarfljóti er að jafnaði lítið á vetrum en mikið á vorin og snemmsumars en mest að sjálf- sögðu í flóðum. Ef af Kárahnjúka- virkjun verður eykst meðalrennsli í Lagarfljóti og vatnsrennsli verður þar jafnara en nú árið um kring. Niðurstöður mælinga vegna um- hverfismats Kárahnjúkavirkjunar benda til þess að meðalrennsli í Lag- arfljóti tvöfaldist við Kárahnjúka- virkjun. Vatnsrennsli við Lagarfljóts- brú mælist nú að meðaltali 90 rúmmetrar á sekúndu (þar af er um þriðjungur vatnsins ættaður úr Jök- ulsá í Fljótsdal). Eftir 2. áfanga Kára- hnjúkavirkjunar er áætlað að meðal- rennsli við Lagarfljótsbrú verði 170 rúmmetrar á sekúndu. Gert er ráð fyrir að rýmka og dýpka farveg Lag- arfljóts á milli Egilsstaða og Lagar- foss til að auka rennslið svo vatnsborð hækki ekki við vatnsflutninga vegna virkjunarinnar (þ.e. þegar vatn úr Jökiu bætist við Lagarfljót). Gert er ráð fyrir að fullnaðamið- urstöður athugunar á setmyndun í Hálslóni og styrk svifaurs í Lagar- fljótd muni liggja fyrir í desember nk. Kirkjan hvetur auglýsendur til að huga að jólaboðskapnum Auglýsingar veki fólk til umhugsunar Rýmum fyrir nýjum vörum Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús. Handunnin húsgögn 20% afsl. Sigurstjama Opið virka daga kl. 11—18 09 lau. kl, 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 | Geðheilbrigðisvika barna 10.-17. november. Hádegisfyrirlestrar milli 12:00-13:00 í Iðnó - Veitingahúsi 2. hæð. Föstudagur 17. nóvember Þunglyndi hjá börnum og unglingum - Einkenni, algengi, meðferðarleiðir. Meðal annars hópmeðferðir fyrir unglinga. Dagbjörg Sigurðardóttir, barna og unglinga geðlæknir, og Linda Kristmundsdóttir, Geðhjúkrunarfræðingur. Súpa dagsins kr. 450-, hrísgrjónaréttur með sjávarréttum kr. 980-. Saman kr. 1.100-. VEITA á viðurkenningu um næstu jól fyrir þá útstillingu, það kynningarefn- ið og þá auglýsingu sem verður í best- um samhljómi við boðskap jólanna. Að framtakinu standa biskupsstofa, Samtök íslenskra auglýsingastofa, Samtök verslunarinnar, Húsfélag Kringlunnar og Þróunarfélag mið- borgarinnar. Séra Bernharður Guð- mundsson, verkefnisstjóri á Biskups- stofu, er spurður hver sé ástæðan fyrir þessu framtaki: „Kirkjunni ber að koma boðskap sínum á framfæri við þjóðina og leita þeirra leiða sem ná til fólks á hverjum tíma. Hún er hluti af samfélaginu og þar staríar hún við þær aðstæður sem þar eru. Á þessu ári, 2000, afmælisári Krists, viljum við sérstaklega vekja fólk til umhugsunar um hið raunveru- lega tilefni jólanna og hvers vegna jólagjafir eru gefnar,“ segir hann. Auglýsingamennska gagnrýnd „Verslunin setur mikinn og vaxandi svip á undirbúning jólanna og jóla- gjaftr eru mikill þáttur í jólahaldinu, ekki síst með vaxandi velmegun þjóð- arinnar. Kirkjan hefur sannarlega gagnrýnt hina ágengu auglýsinga- mennsku sem gjarnan heldur fram umbúðum en ekki innihaldi. Þetta hefur verið og verður fastur þáttur í boðun ldrkjunnar á jólaföstunni. En í ár höfum við beint sjónum okkar að auglýsingaheiminum sem stundum notar ýmis tákn úr heimi trúarinnar sem gætu villt um fyrir fólki. Umbúðir jólahaldsins skyggja oft á innihaldið og íhugun þess, boð- skapinn um hvar hin raunverulegu lífsgæði er að finna. Við höfum leitað til samtaka verslunar og auglýsinga- stofa um að koma á samtali og sam- starfi til þess að fjalla um þetta að tónn jólanna heyrist og veki okkur til umhugsunar.“ Sr. Bemharður segir að þess vegna gangist samstarfshópurinn fyrir átaldnu um þessar mundir. Þar er annars vegar málþing þriðjudaginn 21. nóvember í Þjóðmenningarhúsinu þar sem fjallað verður um táknmál trúar og auglýsinga og hins vegar veiting viðurkenningarinnar fyrir þær útstillingar, auglýsingar og kynningarefni sem er „í bestum sam- hljóm við boðskap jólanna" eins og samstarfshópurinn hefur orðað það. „Það gæti verið mikill fengur að því að hin skapandi orka og oft snjalla hugsun sem nýtt er í auglýsingaiðn- aðinum ynni að því að vekja fólk til umhugsunar og koma boðskap jól- anna á framfæri við þjóðina á sínum forsendum rétt eins og hefur gerst í tengslum við landgræðsluna, varð- veislu tungunnar og almennt heil- brigði svo að önnur dæmi séu tekin. Við erum alls ekki að tala um að veita „kristilegasta" efninu viðurkenningu, eins og heyrst hefur í fjölmiðlum, enda ekki auðvelt að skilgreina það, heldur því efrii sem beinir sjónum okkar að boðskap jólanna, vekur um- ræðu og auðveldar okkur að sjá inni- haldið í öllum umbúðunum," segir sr. Bernharður að lokum. Hefur fengið góðar undirtektir Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunarinn- ar, sendi nýverið bréf til verslana um land allt í nafni starfshópsins þar sem átakið er kynnt. Óskað verður eftir ábendingum frá almenningi um það efni sem þykir koma tii greina. í bréf- inu eru vers'unareigendur hvattir til að hugleiða framsetningu auglýsinga efnis fyrir jólin og taka þátt í verkefn- inu. Stefán sagði í samtali við Morg- unblaðið að hugmyndin hefði fengið góðar undirtektir og hann sagði sam- tökin vilja leggja því lið að menn tækju inntak jólaboðskaparins til um- hugsunar við gerð efnis nú fyrir jólin. Bent er á að leita megi til Kirkju- húss eftir upplýsingaefni um táknmál jóla og tjáningu á boðskap þeirra. Auglýst verður sérstaklega eftir ábendingum sem víðast að af landinu þegar auglýsingar, kynningarefni eða útstillingar eru metnar. Unnið í samvinnu við Foreldr^félag geðsjúkra barna og unglinga, Barnaheill, BUGL, Stórstúku Islands, Samfok, Umboðsmann barna og Barnaverndarstofu. Gefðu nytsama gjöf Lófeféff KULeÁéÁLLl í bláum, rauðum og grænum tit. Verð 7.397 kr. með 15% afslætti H(ét MITffUAKfö loðfóðraður með vasa fyrir GSM síma, í bláum, rauðum, svörtum og grænum lit, stærðir M-XXL Verð frá 4.217 kr. með 15% afslætti 6ÖN§U§Kd* vaxborið leður og öndunarfilma Peltor HIYRNARHLlíAfl með innbyggðu FM útvarpi fyrir tónelska vAiAyés níðsterk og vatnsþétt Héfu©y§§ fyrir jeppamenn og göngugarpa iiife fyrir öryggjíð SKEIFAN 3 REYKJAVlK SIMI 588 5080 FAX 568 0470

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.