Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐTÐ tír Devil’s Advocate, einni nýjustu mynd Hackfords með Keanu Reeves, A1 Pacino og Charlize Theron í hlutverkum. Það hefur gengið á ýmsu í hjónabandi Dennis Quaid og Meg Ryan, ekki síst eftir myndina Proof of Life. Taylor Hackford (í miðið) að leikstýra pólitfska tryllinum Proof ofLife, með þeim Russell Crowe og Meg Ryan í aðalhlutverkum. TAYLOR Hackford er kannski kunnastur fyrir það sem kvikmyndaleikstjóri að leiða saman karla og konur úr leikarastétt og láta neista á milli þeirra. Þannig stýrði hann Richard Gere og Debra Winger í Foringja og fyrirmenni eða An Officer and a Gentle- man. Þannig leiddi hann saman Jeff Bridges og Rachel Ward í Against All Odds. Einnig Dennis Quaid og Jessica Lange í Every- body’s All American og loks Keanu Reeves og Charlize Theron í The Devil’s Advocate. Enn er hann við sama heygarðshornið í nýj- ustu mynd sinni, pólitíska tryllinum Proof of Life, sem frumsýndur er núna um jólaleytið í Bandaríkjunum. Þar leika saman Russell Crowe og Meg Ryan og efnasambandið milli þeirra var slíkt að Ryan skildi við manninn sinn til margra ára, Dennis Quaid, á meðan á tökum stóð. Þau munu vera tekin saman á ný. Crowe fyrir Gibson Proof of Life er mynd sem Hackford legg- ur allt í sölumar fyrir. Hún er byggð á greinaskrifum í Vanity Fair og segir frá sambandi á milli samningamanns við gísla- töku og eiginkonu manns, sem er gísl mann- ræningja en myndin gerist í Suður-Ameríku. Mel Gibson átti upphaflega að leika á móti Ryan, sem Hackford var alltaf með í huga fyrir aðalkvenhlutverkið, en Gibson tók þá ákvörðun á síðustu stundu að myndin væri ekki fyrir sig og Hackford leitaði til landa hans, Crowe, sem sló til. „Ég hreifst af leik hans í L.A. Confidential og mér fannst hann mjög áhugaverður leik- ari,“ lætur Hackford hafa eftir sér í banda- ríska kvikmyndatímaritinu Movieline. „Ég frétti að hann hefði klárað tvær bíómyndir í beit og talaði við leikstjórana hans, Michael Mann og Ridley Scott, og fékk að skoða grófklipp af myndunum þeirra, The Insider og Gladiator. Hann hafði mikil áhrif á mig. Mér fannst það stórkostlegt hvernig hann gat leikið jafnólíkar persónur og eru í þess- um myndum af sömu köldu róseminni." Tvennum sögum fer af því hvernig er að vinna með Crowe en Hackford var mjög ánægður með samstarfið. „Hann er frábær leikari sem hefur mikið næmi fyrir smáat- riðum og hefur gríðarlega sterka nærveru. Hann lék sjálfur í áhættuatriðunum en not- aðist ekki við áhættuleikara og stundum við mjög erfiðar aðstæður. Ég lét hann hanga neðan úr þyrlu í vetrarkuldunum í Póllandi þar sem við tókum nokkur atriði og sendi hann svo inn í frumskóginn í Suður-Am- eríku. Margar stjörnur láta ekki bjóða sér annað eins. Hann kvartaði aldrei. Hann er svolítið skapmikill og lætur mann heyra það ef hann hefur athugasemdir fram að færa og hann er uppfullur af hugmyndum, sumum mjög góðum.“ Hackford segir sömuleiðis að samstarfið við Meg Ryan hafi verið hið ánægjulegasta. Það kom engin önnur en hún til álita í að- alkvenhlutverkið og hún fékk litlar 15 millj- ónir dollara fyrir að leika í myndinni, sem gerir hana að einni launahæstu leikkonu draumaverksmiðjunnar. Hún er kunnust fyrir leik í gamanmyndum og því er Proof of Life talsvert ólík þeim myndum sem hún hefur leikið í áður. „Henni er mikið í mun að sanna sig í dramatískum myndum á borð við þessa,“ segir Haekford. Byrjaði í heimildamyndum Taylor Hackford er fæddur í Santa Barb- ara í Kaliforníu árið 1944 og er kvæntur bresku leikkonunni Helen Mirren, sem hann kynntist við gerð myndar sinnar, White Nights. Hann byrjaði kvikmyndaferilinn sem heimildamyndagerðarmaður en fyrstu leiknu myndina sendi hann frá sér árið 1978. Það var stuttmynd sem hét Unglingapabbi og hreppti Hackford Óskarinn fyrir hana. Fyrsta mynd hans í fullri lengd var The Idolmaker frá árinu 1980, sem fjallaði um tónlistarframleiðanda á sjötta áratugnum en Hackford stýrir Crowe og Ryan Bandaríski leikstjórinn Taylor Hackford stýrir Russell Crowe og Meg Ryan í myndinni Proof of Life sem fjallar um gíslatöku í Suður-Ameríku. Arnaldur Indriðason fjallar um Hackford og myndina hans. Atriði úr myndinni Proof of Life. Hackford hefur alltaf haft mikinn áhuga á rokkmúsík. Tveimur árum síðar gerði hann An Officer and a Gentleman. Hún var í sjálfu sér gamaldags ástarmynd og ösku- buskusaga en naut gríðarlegrar hylli um heim allan, kannski ekki síst vegna tónlistar- innar í henni, og gerði stjörnur úr Richard Gere og Debra Winger. Hackford fylgdi henni eftir með spennu- mynd og endurgerð Out of the Past frá árinu 1947. Robert Mitchum, Kirk Douglas og Jane Greer fóru með aðalhlutverkin í frummyndinni en Hackford setti Jeff Bridg- es, James Woods og Rachel Ward í myndina sína og kallaði Against All Odds. Hún fékk miðlungsgóðar móttökur gagnrýnenda en naut vinsælda. White Nights gerðist í Rússlandi þegar enn var kommúnistastjórn í landinu og sagði frá útlaga, ballettdansara, sem flúið hafði til Bandaríkjanna en örlögin höguðu því svo til að hann lenti aftur í heimalandi sínu. Mikh- ail Barisníkoff og Gregory Hines ásamt Hel- en Mirren fóru með aðalhlutverkin í þessu kaldastríðs drama. Eftir hana sneri leikstjórinn sér aftur að heimildamyndagerð og bjó til hreint frábæra mynd um rokkgoðið Chuck Berry og kallaði hana Chuck Berry Hail! Hail! Rock ’n’ Roll. Þetta var árið 1987 og myndin var sett í dreifingu í kvikmyndahús um allan heim og var m.a. sýnd hér á landi sem er óvenjulegt þegar heimildarmyndir eiga í hlut. Síðari myndir Hackfords hafa ekki notið jafnmik- illa vinsælda og hinar fyrri: Everybody’s All American var amerísk íþrótta- og fjölskyldu- saga með Jessica Lange og Dennis Quaid; Blood In, Blood Out var blóðug saga um glæpagengi og Dolores Clayborne var ágæt- is kvikmyndaútgáfa af sögu Stephen Kings. Síðasta mynd Hackfords var svo Devil’s Advocate, undarlega merkingarlaus sam- suða um Satan í líki A1 Pacinos. Leikaraleikstj óri Hackford lítur sjálfur á sig sem leikara- leikstjóra og má taka undir það með honum. Hann vinnur vel með leikurunum sínum og nær oft fram góðum leik í myndum sínum. „Ég þekki vel til tæknihliðarinnar og ég veit hvað ég er að gera,“ segir hann, „en ég hef miklu mun meiri áhuga á leikurunum en að sýna hvað ég kann tæknilega. Ég vinn alltaf með áhugaverðum leikurum og þá er ég ekki aðeins að tala um aðalhlutverkin heldur aukahlutverkin líka. James Woods hafði að- eins leikið í The Onion Field þegar ég réð hann í Agains All Odds og leikur hans í myndinni minni var mjög mikilvægur. Christopher Plummer og Judith Parfitt er jafn mikilvæg fyrir Dolores Clayborne og Kathy Bates og Jennifer Jason Leigh. I Proof of Life eru Meg Ryan og Russell Crowe ákaflega góð en það eru líka frábærir leikarar allt í kringum þau. Einn af þeim er David Morse sem leikstjórar eins og Robert Zemeckis, Terry Gilliam og Frank Dara- bount nota í myndir sínar til þess að gefa þeim aukna vikt og virkt." Hackford segist fyrst og fremst vera leik- stjóri sem reyni að ná til fólksins sem mynd- um sínum, alls almennings, og hann er glað- ur og ánægður ef myndir hans fá góða aðsókn og eru vinsælar. Hann reynir að höfða til áhorfenda með myndum sínum og búa til vandað skemmtiefni. „Ég hef gert myndir sem hafa orðið mjög vinsælar," segir hann, „og það er auðvitað það sem maður vill að gerist. En myndirnar sem ekkert gengu eru mér ekkert síður mikilvægar eða kærar. Auk þess eiga myndir sér framhalds- líf á myndbandamarkaðinum og ég hef kom- ist að því með myndir eins og Dolores Clay- borne og Blood In, Blood Out, að þær hafa notið vinsælda á myndbandi og í sjónvarpi." Proof of Life virðist vera dæmigerð mynd frá Taylor Hackford með góðum leikarahópi og athyglisverðu sögusviði. „Ég hef reynt að gera mjög metnaðarfulla mynd,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.