Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Strákarnir í Álftamýrarskóla voru í banastuði, dönsuðu eins og sannir herramenn og tóku vel undir mcð jólasveinunum og kennurunum þegar jólalögin voru sungin. JÓLIN eru nú gengin í garð. Þau eru forn hátíð og kennd við ýmislegt, hátíð Ijóss og friðar, fæðingu frelsarans og hin seinni ár ekki síð- ur hátíð kaupmanna og neyslu- samfélagsins. Allir eiga að fá gjafir og eta sig metta. Allir að vera glað- ir, stroknir, kátir og sælir. Það er þó ekki raunin eins og kunnugt er. Umfram allt eru jólin þó hátíð larnanna og margt er það í aðdrag- anda jólanna og síðan helgihaldinu ijálfu sem endurspeglar það. Óhætt er að segja að börnin taki jólunum fagnandi og það er um- fram allt barnsleg upplifun þeirra á jólunum sem viðheldur dulúð þeirra. Þau halda t.d. lífinu í jólasveinatrúnni og það er barnanna vegna að þeir rumska í {jöllunum og fara að tínast til byggða þrettán dögum fyrir jól. Börnin eru ekkert að láta það rugla sig í riminu þó að sveinamir séu ýmist íklæddir gömlum þjóðlegum lörfum eða snyrtilegum vestrænum rauðurn jakkafötum. Þau láta það enn síður rugla sig í ríminu á hvem hátt þessi ofurmenni koma því um kring að setja í skó allra þægra barna í landinu og gefa sér samt tr'ma til þess að mæta á jólatrés- skemmtanir og standa þar vaktina sem hrókar alls fagnaðar. Börnin hafa svör við öllu. Þar sem ekki eru strompar eða gluggar með opn- anlcgum fögum skríða þeir inn um póstlúgur. Engu skiptir þótt stöku barn bresti í grát við að sjá jóla- svein í fyrsta skipti. Svona háværir skeggjaðir gaurar verða ekki á vegi manna á hveijum degi. En börnin em fljót að jafna sig. Án jólasveina stæðu jólin varla undir nafni. Þó að þeir fullorðnu geri allt vitlaust og kyndi undir neysluþjóð- félaginu sem aldrei fyrr einmitt á jólunum em það bömin sem standa vörð um hin gömlu, góðu og réttu gildi jólanna. Ljósmyndarar Morg- unblaðsins voru á ferðinni síðustu daganna fyrir hátíðimar og festu á filmu jólaskemmtanir barnanna á nokkrum völdum stöðum. Þar sveif hinn sanni andi jólanna yfír vötn- um. Morgunblaðið/Ásdís Dansinn dunaði í jólastemmningunni á Barnaspítala Hringsins. Börn og fullorðnir, sjúklingar og starfsfólk tóku þátt í jólagleðinni af innlifun. Morgunblaðið/Kristinn Jólasvcinninn sem kom á jólaball Morgunblaðsins var fagmannlegur. Morgunblaðið/Ásdís Grýla kom við í Sólhlíð á dögunum. Ekki hefur hún fríkkað, blessunin, en af svip barnanna má þó merkja að hún hefur látið af barnaáti. Morgunbiaðið/Ásdís Jólasveiflan var Iétt hjá þessum krökkum á Barnaspitala Hringsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.